Dagur - 31.08.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 31.08.1982, Blaðsíða 8
Alyktanir fjórðungsþings Um eflingu almenns iðnaðar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 fagnar stofnun iðnþróunarfélaga á Norðurlandi. Þingið leggur þunga áherslu á mikilvægi almenns iðnaðar og hvetur til þess að nægu fjármagni verði ávallt varið til grundvallar- rannsókna, sem einkum beinist að nýiðnaði ásamt nauðsynlegum rann- sóknum í þágu hefðbundinna atvinnuvega. Atvinnuáætlun fyrir Austur- Húnavatnssýslu Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 hvetur til þess að nú þegar verði haf- ist handa um gerð atvinnuáætlunar fyrir Austur-Húnavatnssýslu sem m.a. taki mið af þeirri röskun sem verður í héraði þegar framkvæmdum við virkjun Blöndu lýkur. Um uppbygg- ingu á útvarps- starfsemi á Norðurlandi Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur að með uppbyggingu útvarpsstarf- semi á Akureyri og ráðningu fastra starfsmanna sé stigið veigamikið spor í þá átt að gefa Norðlendingum kost á því að nýta möguleika útvarps og sjónvarps til að kynna norðlenska menningu og mannlíf í áhrifamestu fjölmiðlum landsins. Jafnframt legg- ur þingið áherslu á aðstrax verði haf- ist handa um nauðsynlegar breyting- ar á nýkeyptu húsi útvarpsins á Ak- ureyri og það búið bestu fáanlegum tækjum, svo hægt sé að vinna að al- mennri dagskrárgerð og fréttaöflun af öllu Norðurlandi í samstarfi við heimamenn víðsvegar um fjórðung- inn. í þessu sambandi lýsir þingið ánægju sinni með það, að gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir sjónvarp í hinu nýja húsi og leggur til að ráðnir verði hið fyrsta fastir starfsmenn sjónvarps til dagskrárgerðar og fréttaöflunar á Norðurlandi. Um menningar- samtök á Norðurlandi Fjórðungsþing Norðlcndinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 fagnar stofnun mcnningarsamtaka á Norðurlandi og telur að slík áhuga- samtök manna, sem starfa að listum og menningarmálum í fjórðungnum geti átt stóran þátt í að konia á aukn- um samskiptum og glæða áhuga hinna mörgu áhugamanna á sviði lista og menningarstarfsemi. Einnig hafi þessi samtök mikið verk að vinna við að koma norðlenskri lista- starfsemi á framfæri. Um menningar- sjóð félags- heimila Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur nauðsynlegt að efla Menningar- sjóð félagsheimila og endurskoða reglur um starfshætti hans. Jafn- framt leggur þingið áherslu a virk tengsl á milli Menningarsjóðs félags- heintila og samtaka menningaraðila víðsvegar um landið við ,að koma á menningarsamskiptum á milli staða og landshluta. Lcggur þingið sér- ‘8*-bMGÚR-W: 'áö(íst*1982 staka áherslu á að stuðlað verði að menningarvökum með gagnkvæm- um skiptum á menningarstarfsemi á milli byggðarlaga og landshluta, svo og fyrirgreiðslu vegna kynninga á listastarfsemi utan af landi á höfuð- borgarsvæðinu. Um félags- heimili Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur að með uppbyggingu félagsheim- ila hafi verið stigið veigamikið spor í þá átt að efla félags- og menningarlíf hinna dreifðu byggða og hafi það átt sinn þátt í því að treysta búsetu í landinu. Skorar þingið á stjórnir fé- lagsheimila á Norðurlandi að efla samtök sín og stuðla að því að koma á landssamtökum. Þingið fagnar því að nefnd er starfandi til að vinna að lausn á rekstrarvanda félagsheimila. í því sambandi er rétt að undirstrika að beitt er ósanngjarnri skattheimtu á félagsheimili á sama tíma og ýmis önnur menningarstarfsemi er undan- þegin söluskatti og aðflutningsgjöld- um. Þessu til viðbótar bendir þingið á að félagsheimilasjóður getur engan veginn staðið við greiðslu skuldbind- inga, enda þótt skuldir hans við fé- lagsheimilin séu óverðtryggðar. Því leggur þingið ríka áherslu á að skuld- ir félagshcimilasjóðs við félagsheim- ilin verði verðtryggðar og féiags- heimilum verði bætt upp verðrýrnun á ógreiddum framlögum sjóðsins. Ennfrentur bendir þingið á nauðsyn þess að jafna upphitunarkostnað fé- lagsheimila með sérstökum framlög- um. Um samstarf vidskiptaaðila á Norðurlandi Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 samþykkir m.a. vegna tilmæla, að boða saman aðila á sviði verslunar og viðskiptaþjónustu til fundar um efl- ingu þessara atvinnugreina á Norðurlandi. Til fundarins verði boðaðir fulltrúar kaupfélaga og ann- arra verslunarfyrirtækja í fjórð- ungnum. Um ferðamála- starf Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 vekur athygli á, að á Vesturlandi hef- ur verið komið á samtökum ferða- málaaðila, sem þegar hafa ráðið til sín starfsmann um takmarkaðan tíma til að annast skipulagningu ferðamála. Þingið telur þetta athygl- isvert framtak og telur að á þessu ári þurfi að fara fram athugun á því hvort grundvöllur sé fyrir hliðstæð- um samtökum á Norðurlandi. Því álítur þingið nauðsynlegt að boðað sé til undirbúningsfundar, þar sem reynt er á hvort vilji sé fyrir hendi um stofnun ferðamálasamtaka. Mál þetta verði undirbúið í samstarfi við Ferðamálaráð. Um skipulags- mál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 ítrekar tillögu síðasta fjórðungs- þings um endurskoðun skipulags- laga, lagaákvæða um landnýtingar- mál og byggingareftirlit. Jafnframt felur þingið nefnd þeirri, sem fjórð- ungsráð kaus til að annast málið að hefja störf sem fyrst. Þá leggur þing- ið til að nefndin kalli saman til fund- ar aðila á Norðurlandi, sem annast skipulags- og landnýtingarmál, svo og byggingaeftirlitsstörf, áður en nefndin gengur frá tillögum sínum til fjórðungsráðs. Um skipu- lagningu samgangna Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur með tilliti til þess, að ekki er hægt að taka fyrir á þessu fjórðungsþingi tillögur um samræmingu og skipulag samgangna á Norðurlandi, sem unn- ar eru á vegum samstarfsnefndar Fjórðungssambandsins, Samgöngu- ráðuneytisins og Framkvæmdastofn- unar, að á vegum Fjórðungssam- bandsins verði haldin sérstök ráð- stefna um niðurstöðurnefndarinnar. Að fenginni umsögn heimaaðila og flutningaaðila verði mótaðar tillögur um afstöðu Fjórðungssambandsins, sem lagðar verði fyrir næsta fjórð- ungsþing til afgreiðslu. Um vöru- og þjónustu- kynningu fyrirtækja á Norðurlandi Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 ítrekar fyrri ályktanir um nauðsyn þess að kynna vörur og þjónustu fyrirtækja innan fjórðungsins. Fjórðungsþingið leggur því til að á vegum sambandsins verði stefnt að útgáfu kynningarbæklings sem gæfi sem gleggsta mynd af norðlenskri framleiðslu og þjónustu. Þá kemur til álita, að dómi þingsins, að efna til norðlenskrar vörukynningar og kaupstefnu. Kanna þarf hvort að um farandsýningu geti verið að ræða. Leggja þarf áherslu á að þessari könnun verði lokið fyrir næsta fjórð- ungsþing. Um málefni aldraðra Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur nauðsynlegt að gerð sé úttekt á stöðu öldrunarmála á Norðurlandi í samstarfi við þingkjörna nefnd, sem vinnur að þessu verkefni í tilefni af ári aldraðra. Á grundveili þessarar úttektar verði haldin á þessu ári ráð- stefna fyrir aðila sem vjnna að mál- efnum aldraðra og fyrir sveitar- stjórnarmenn til kynningar og fræðslu og til að vinna að stefnumót- un í þessum málaflokki. Um fræðslu- námskeið um sveitarstjórnar- málefni Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 samþykkir að gangast fyrir fræðslu- námskeiðum um sveitarstjórnarmál- efni í samvinnu við Samband ís- lenskra sveitarfélaga sem einkum verði ætlað nýjum sveitarstjórnar- mönnum og þeim sveitarstjórnar- mönnum sem vilja auka þekkingu sína á sviði sveitarstjórnarmála. Jafnframt leggur þingið til að nám- skeiðin verði haldin um mánaðamót- in október/nóvember og standi yfir í þrjá daga skv. tilhögunarskrá, sem gerð verði í samráði við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. í því sambandi bendir þingið á að eðlilegt sé að námskeiðin verði þríþætt. f fyrsta lagi verði fjallað um lagaþætti sveit- arstjórnarkerfisins og sögulega upp- byggingu þess. f öðru lagi verði fjall- að um rekstur sveitarfélaga, reikn- ingshald og gerð fj árhagsáætlunar og fjárhagsleg samskipti við aðra aðila. í þriðja lagi fjalli námskeiðin um undirbúning málefna fyrir meðferð í sveitarstjórn, um afgreiðslu þeirra og framkvæmd ákvarðana sveitar- stjórna. Einnig verði fjallað um þjálfun í fundarstörfum og öflun gagna er varða undirbúning mála og framkvæmd vissra málaflokka. Fjórðungsþingið beinir því til sveit- arstjórna á Norðurlandi að þær veiti nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum og stjórnendum sveitarfélaga styrk til þess að sækja námskeiðin. Um fræðslu- og tækniþjónustu við landbún- aðinn Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í uppbyggingu Hóla í Hjaltadal sem miðstöðvar búnaðarfræðslu í fjórð- ungnum og lýsir ánægju með þá ný- breytni, að sérhæfa skólann í tækni- námi, þar sem sérstök áhersla er lögð á nýjar búgreinar. Jafnframt leggur þingið til að tilraunastöðin á Möðru- völlum í Hörgárdal verði efld og að sem mest samvinna takist milli bún- aðarskólans á Hólum og tilrauna- stöðvarinnar um rannsóknarstörf og tækniþróun á sviði landbúnaðar. Um háskóla- menntun á Akureyri Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 fagnar því að stofnuð hefur verið samstarfsnefnd Háskóla íslands, Menntaskólans á Akureyri og Menntamálaráðuneytisins til að vinna að athugun og undirbúningi menntunar á háskólastigi á Akur- eyri. Samhliða starfi nefndarinnar telur þingið eðlilegt að gerð sé áætl- un um uppbyggingu háskólanáms í landinu, sem geri ráð fyrir kennslu á háskólastigi á Akureyri. Um skiptingu skólakostnaðar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 skorar á Alþingi og ríkisstjóm að á næsta Alþingi verði sett ný lög um skiptingu skólakostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga. í því sambandi leggur þingið til að ákvæði um skipt- ingu verði skýlaus og ekki sé blandað saman kostnaði vegna grunnskóla og framhaldsnáms. Þá bendir þingið á nauðsyn þess að fjárhagslegur rekstrargrundvöllur fræðsluskrif- stofanna verði tryggður. Einnig legg- ur þingið áherslu á að ríkissjóður greiði rekstrarkostnað skólanna á réttum tíma, eins og reglugerð gerir ráð fyrir. Um framhalds- menntun Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur óhjákvæmilegt að sett verði lög um skipan framhaldsmenntunar, en vekur á því athygli að tilgangslaust er að setja slík lög, nema jafnframt sé kveðið á um fjármögnun slíkra skóla. Fari svo að ríkið kosti ekki að öllu leyti framhaldsskólana og um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga verði að ræða, bendir þingið á að yfirstjórn framhalds- menntunar sé í höndum fræðsluráðs og fræðslustjóra eins og tíðkast með grunnskólastigið. Einnig, ef um sam- rekstur verður að ræða og fram- haldsskólum ætlað að þjóna tilteknu svæði, t.d. fræðsluumdæmi, þá standi fræðsluumdæmið í heild að rekstri á móti ríkissjóði, eða sveitar- félögin myndi sérstakt rekstararfélag um skólann, eins og á sér stað uro grunnskóla. Um náms- framboð fyrir fullorðna Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 beinir því til menntamálaráðuneytis- ins að unnið verði að tillögu að náms- framboði fyrir fullorðinsfræðslu á Norðurlandi og komið verði á fót í samráði við ráðuneytið sérstakri nefnd til að vinna að málinu. Um fjórðungs- minjavörð og safnamál Fjórðungsþing Norðlenginga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 ítrekar fyrri ályktun um endurskoð- un þjóðminjalaga, þar sem gert er ráð fyrir samtökum minjasafna og þjóðminjaverði í hverjum fjórðungi. Þingið varar við þeim ráðagerðum að auka á miðstýringu í uppbyggingu minjasafna og bókasafna og telur rétt ríkisvaldsins vafasaman til íhlut- unar um skipan safna, þar sem söfn eru fyrst og fremst byggð upp af framtaki áhugamanna og fjárfram- lögum heimaaðila. Um eflingu atvinnulífs í sveitum Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur að með samdrætti í framleiðslu aðalbúgreina landbúnaðarins geti komið til búseturöskunar í sveitum landsins, sem hefði áhrif á atvinnulíf þéttbýlisstaða er tengjast sveita- byggðum. Til að vega á móti þessari hættu, telur þingið að efla verði nýj- ar búgreinar og gefa sveitafólki kost á að koma á fót atvinnustarfsemi í þéttbýliskjömum sbr. áætlun um smáiðnað í sveitum. Bendir þingið á nauðsyn þess að landshlutasamtök sveitarfélaga og stéttarsamtök bænda taki upp samvinnu um að gerðar séu sérstakar ráðstafanir til að mæta aðsteðjandi hættu í atvinnu- málum sveitanna. Þingið leggur áherslu á að atvinnuuppbygging þéttbýlisstaðanna er ekki síður þýð- ingarmikil fyrir þróun sveitabyggð- anna. Um uppbygg- ingu vega- kerfisins Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 fagnar gerð langtímaáætlunar í vega- málum og þeirri ákvörðun að ákveða að vissum hundraðshluta þjóðar- tekna skuli varið til vegagerðar. Hins vegar vekur þingið athygli á því að þessi áætlanagerð miðast við aðal- leiðir og tengingu stærri þéttbýlis- staða við aðalvegakerfi landsins, þannig að ekki er fyrir hendi trygging fyrir því að héraðsvegir og aðrir byggðavegir fylgi framþróun aðal- vegakerfisins. Með vaxandi félags- legum samskiptum og þeirri þróun að íbúar sveitanna sækja í auknum mæli daglega þjónustu og atvinnu til staða utan heimasveitar er ljóst að hið dreifða samgöngukerfi byggð- anna hefur mikla þýðingu fyrir atvinnu- og byggðaþróun hvers svæðis. Þingið bendir á nauðsyn þess að samtímis langtímaáætlun um uppbyggingu aðalleiða, sé nauðsyn- legt að gerð sé framkvæmdaáætlun og tryggt sé framkvæmdafé samhliða til hins dreifða vegakerfis byggð- anna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.