Dagur - 16.09.1982, Page 5

Dagur - 16.09.1982, Page 5
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉtAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Betrahráefni í viðtali sem dagblaðið Tíminn átti við Árna Benediktsson, formann stjórnar Sambands- frystihúsanna, fyrir skemmstu koma fram at- hyglisverðar upplýsingar um stækkun fisk- veiðiflota landsmanna undanfarin ár. Hann byrjar á því að rekja þá byltingu sem varð í uppbyggingu togaraflotans og þær jákvæðu hliðar sem hún hafði í för með sér; Rekstur minni togaranna hefur borið sig betur en önn- ur útgerð, laun sjómanna hafa hækkað, skipin eru stærri og traustari og öryggi sjómanna því meira, skuttogararnir hafa tryggt jafna og stöðuga vinnslu í landi og árvisst atvinnuleysi hefur að mestu horfið, tilfærsla starfsfólks milli landshluta er nú hverfandi miðað við það sem áður var, vinnutími hefur jafnast og styst, nýting hráefnis hefur batnað vegna stöðug- leika vinnuafls og aukinnar þjálfunar starfsfólks. Neikvæðu hliðarnar við þessar breytingar eru hins vegar þær að flotinn hefur orðið of stór og myndast hafa innan sjávarútvegsins hagsmunaárekstrar sem erfitt hefur verið að ráða við. Árni segir: „Sú vísvitandi stefna að byggja upp öruggt atvinnulíf hringinn í kringum landið hefði átt að leiða til þess að einhver samdráttur yrði við suður- og suðvesturströndina, eða í best^ falli að flotinn stæði í stað á þessum stöðum. Stækkun flotans og aflaaukning hefði þá kom- ið á þá staði þar sem nauðsynlegt hefði verið að byggja upp atvinnulífið. Þessi varð þó ekki raunin og ég hygg að það komi mörgum á óvart að á síðasta áratug stækkaði flotinn ekki nema um 18% á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum, á því svæði þar sem gjörbreyting varð í atvinnuháttum. A Suður- og Suðvesturlandi, þeim landssvæðum sem sífellt hefur þótt á sig hallað á þessum áratug, hefur flotinn stækkað um 56%." Árni rekur síðan þær óheillavænlegu afleið- ingar sem þessi gífurlega stækkun flotans við suðvesturhornið hefur haft í för með sér og nefnir helst til aukna sókn á tiltölulega þröngu veiðisvæði, árekstra milli bátaflotans og tog- araflotans og í kjölfarið óhagkvæmari sókn bæði báta og togara sem þýði einfaldlega minni fiskgæði. Um þá erfiðleika sem við er að fást í dag segir Árni Benediktsson: „Um sl. áramót var rekstrargrundvöllur flot- ans betri en oft áður og reyndar náíega halla- laus, ef miðað var við sama skipafjölda og sókn sem var á árinu áður. Sú mikla fjölgun skipa á þorskveiðum sem varð á þessu ári ásamt minnkandi afla veldur þeim erfiðleikum sem við er að fást.“ Árni Benediktsson telur að bæta megi stöðu flotans í heild um 5% eða meira með bættum hráefnisgæðum á stuttum tíma. Of stór floti um minnkandi afla sem ekki fær nógu góða meðhöndlun eru þau vandamál sem við er að fást. Þetta eru vandamál sem þjóðfélagið verður að taka á ásamt þeim sem við vinna. Spurningin er fyrst og fremst sú hversu hratt er hægt að vinna sig upp úr þessum erfiðleik- um. Aflaþurrð vegna stöðvunar flotans flýtir ekki fyrir batanum. Við Mitsuhishi-vélina með flíkumar í pokum. T.f.v. Þórsteinn Gunnarsson, Þórður Valdimarsson, Sigurður Arnórsson og Skarphéðinn Gunnarsson. Ullarvöruúrvalio stóraukio á erlendum mörkuoum Sigurður Amórsson með Stefáni Gunnlaugssyni og konu hans, og Gerald Barber, umboðsmaður fyrir fatnað á Bretlandseyjum. Vegna mikilla erfiðleika á ullarvörumörkuðum er- lendis að undanförnu, sem meðal annars stafa af breyttum markaðsaðstæð- um og breyttum kröfum á markaðinum, hefur ullar- iðnaðardeild Sambandsins brugðist við með því að kynna erlendis mun fjöl- breyttara vöruúrval en nokkru sinni fyrr og einnig með því að vera mun fyrr á ferðinni með vörukynning- ar erlendis en áður hefur tíðkast. Að sögn Sigurðar Arnórs- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Iðnaðardeildar Sam- bandsins, hefur verið lögð mikil áhersla á sölu- og mark- aðsmálin að undanförnu, til að bregðast við þeim erfið- leikum sem upp hafa komið á mörkuðum erlendis. Hann sagði að þrátt fyrir kreppu- ástand í vestrænum ríkjum hefði tekist að halda í horfinu og raunar meira en það. Ný- lega var haldinn fundur með umboðsmönnum erlendis, að þessu sinni í London, um það bil tveimur mánuðum fyrr en venjulega. Þar mættu um- boðsmenn frá 10 markaðs- svæðum, um tuttugu manns, til að velja úr þeim 260 flíkum sem hannaðar voru sérstak- lega fyrir fundinn. Þar voru kynntar margvíslegar flíkur, aílt frá peysum upp í síðar kápur, bæði úr prjónuðum og ofnum efnum. Fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri hvað varðar gerð og liti. Ullardeildin leggur nú meiri áherslu en áður á að komast inn á tískuvörumark- aðinn, þar sem litagleði er meiri heldur en hingað til hef- ur tíðkast í íslenskri ullar- vöruframleiðslu. Til þessa hafa íslenskar ullarflíkur að mestu verið í hefðbundnum náttúrulegum litum og vegna sérstöðu hefur verið hægt að halda þeim í háu verði. Hins vegar hafa sveiflur á þessum markaði, sem einkum hefur verið í Norður-Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Ekkert lát virðist vera á eftir- spurn eftir þessum hefð- bundnu ullarvörum á þessum markaðssvæðum, en erfitt hefur reynst að halda sam- keppnisfæru verði, bæði vegna kostnaðarhækkana innanlands og aukinnar hlut- deildar eftirlíkinga á mörkuð- um. Eins og áður sagði er nú meiri áhersla lögð á tísku- vörumarkaðinn í Mið- og Suður-Evrópu. Á umboðs- mannafundinum voru undir- tektir við þessari nýju fram- leiðslu mjög góðar. Þeir sem fóru frá Iðnaðar- deild á umboðsmannafundinn í London voru Sigurður Arn- órsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeild- ar, Þórður Valdimarsson, markaðsstjóri ullariðnaðar, Ármann Sverrisson og Skarp- héðinn Gunnarsson, mark- aðsfulltrúar, Þórsteinn Gunn- arsson, hönnuður, og Bene- Mitsubishi-skrúfuþota FN millilenti á flugvellinum í Glasgow. dikt Guðmundsson, deildar- stjóri prjónadeildar. Um- boðsmaður ullariðnaðar Sam- bandsins í Englandi hafði veg og vanda af undirbúningi, ásamt skrifstofu Sambandsins í London og íslenska við- skiptafulltrúanum við sendi- ráð íslands, Stefáni Gunn- laugssyni. Veitti viðskiptafull- trúinn margvíslega aðstoð og hélt auk þess boð inni fyrir þátttakendur fundarins. Voru íslensku þátttakendurnir á einu máli um það hversu mikilvægt væri að hafa við- skiptafulltrúa við sendiráð fs- lands erlendis. Á umboðsmannafundinum. Þess má að lokum geta að fulltrúar Iðnaðardeildar flugu beint frá Akureyri til London með Mitsubishi-skrúfuþotu Flugfélags Norðurlands. Flugstjóri var Gunnar Karlsson. Vel heppnuð keppnisferð Jan Larsen skrifar undir samninginn hjá KA. Kaninn kemur um helgina Um helgina er væntanlegur hing- að til Akureyrar bandaríski körfuboltaþjálfarinn sem ráðinn hefur verið hjá Þór. Hann heitir Robert McField og kemur frá borginni St. Luis. Hann er blökkumaður 195 cm á hæð og er mjög góður bakvörður. Hann hefur leikið um skeið með há- skólaliðinu Indiana State en það er eitt þekktasta háskólalið Bandaríkjanna. Þá er það vitað að hann stóð í samningamakki við sýningarliðið fræga Harlem Globetrotters en ekkert varð þó úr þeim samningum. Alla vega er vitað að það eru engir aukvisar sem standa í samningum við það lið. Það voru piltar úr Keflavík sem voru við æfingar fyrir vestan sem kynntust McField og lýsti hann þá yfir áhuga sínum á að komast til Islands og þjálfa og leika. Hann er vanur unglingaþjálfari og þykir mjög efnilegur á því sviði. Jafnframt því að þjálfa og leika með meistaraflokki mun hann þjálfa alla flokka félagsins og vænta Þórsarar góðs af veru hans. Hann er fjölskyldumaður og kem- ur hingað með konu sína. Þetta verður þá fjórði Banda- ríkjamaðurinn sem kemur til Þórs, en fyrstur kom Mark Christ- iansen sem var talinn besti körfuboltamaður sem þá lék á ís- landi. Hann var mjög sterkur leik- maður og vann nánast úrvals- deildarleiki á eigin spýtur. Að sögn forráðamanna körfu- boltadeildar Þórs munu allir leik- menn sem léku með í fyrra, að Er- lingi undanskildum, vera með í vetur. Það er fjárfrekt fyrirtæki að ráða erlendan þjálfara til körfu- boltadeildarinnar og vonast því stjórnarmenn deildarinnar að áhorfendur fjölmenni á heima- leikina og hvetji liðið til dáða jafnframt því að greiða aðgangs- eyrir að leikjunum, því það gerir starfið léttara. Allt of mikill tími fer í það hjá stjórnarmönnum íþróttafélaga að afla peninga til rekstursins. Um síðustu helgi fór annarar deildar lið KA í handbolta í keppnisferð til Reykjavíkur. Lið- ið hefur æft fimm sinnum í viku síðan 20. júlí undir stjom danska þjálfarans Jans Larsen. Að sögn Þorleifs Ananíassonar hafa æfing- ar gengið mjög vel og áhugi mikill. Einnig æfa með liðinu og keppa tveir Danir og styrkja þeir liðið mjög mikið að sögn Þorleifs. KA-strákarnir kepptu fimm sinnum um helgina og einnig voru strangar æfingar á milli leikja. Þeir kepptu einu sinni við annarra deildar lið Gróttu og sigruðu með 14 marka mun. Þeir töpuðu síðan tvívegis fyrir Fram með fjórum og fimm mörkum. Þá léku þeir tvo leiki við KR og töpuðu þeim fyrri með 6 marka mun og þeim síðari með 32 gegn 30. Sá leikur var mjög góður að sögn Þorleifs og hvað hann KR-ingana með Al- freð Gíslason í fararbroddi hafa þurft að taka á honum stóra sín- um til að sigra. Þá sáu þeir viðureign Kópa- vogsliðanna HK og Breiðabliks sem bæði leika í annarri deild, en þeir verða fyrstu mótherjar KA í vetur, eða um aðra helgi. Þorleif- ur sagði þennan leik hafa verið í anda Þórs og KA leikjanna, eða mikið um pústra og fátt um fínan handbolta. Á síðasta HSÍ-þingi var sam- þykkt nýtt keppnisfyrirkomulag, en það er þannig að fyrst eru leiknar þessar hefðbundnu 14 um- ferðir heima og heiman. Fjögur efstu liðin leika síðan sérstaka úrslitakeppni um tvö eftu sæti sem jafnframt gefa fyrstu deildar sæti. Fjögur neðstu liðin leika síðan til úrslita um það hvaða lið falla í þriðju deild. Þorleifur sagðist að lokum telja að Haukar væru með mjög sterkt lið en við þá verður fyrsti heimaleikur eða um næstu mánaðamót. Jón Héðinsson, ein sterkasta stoð Þórs í körfuknattleik. Gullsmíða- bikarinn Um síðustu helgi var keppt um bergur Ólafsson, sá vaxandi kylf- Gullsmíðabikarinn svokallað ingur sem hefur sýnt ótrúlegt ör- hjá golfklúbbi Akureyrar, en yggi á golfbrautum upp á síðkast- það er 36 holu keppni og er ein- ‘ö: Hann lék á 147 höggum, og var ungis keppt með forgjöf. nvjög óheppinn að eigin sögn. í Leikar fóru svo að Sverrir Þor- þriðjn til fjórða sæti urðu þeir valdsson sigraði, en hann lék á Gunnar Þórðarson og Björn 140 höggum. í öðru sæti varð Þor- Axelsson á 148 höggum. 4 - DAGUR -16. september 1982 16. september 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.