Dagur - 16.09.1982, Síða 8
Akureyri, fímmtudagur 16. september 1982
Pakkningaefni
korkur, skinn og hercules.
sími 96-22700
Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri í morgun.
Slátrun
er hafin
Tvær og hálf
milljón í
grunnvöruafslátt
Grenivík:
Lítill
aflien
næg
atvinna
Grenivík 14. sept.
Afli báta sem róa frá Grenivík
hefur verið mjög lélegur að
undanförnu. Tveir bátar róa
með net og nokkrir línubátar
leggja einnig upp á Grenivík.
Eitthvað hefur verið um síld-
veiði að undanförnu, en hún hef-
ur einnig verið léleg þar til á
þriðjudagsmorgun að eitthvað
virtist vera að glæðast.
Þrátt fyrir lélegan afla hefur
veið næg atvinna á Grenivík.
Bjargar þar miklu afli togbátanna
Hákons og Súlunnar sem leggja
þar upp. Þá hefur verið talsverð
vinna við skreið sem hengd var
upp í vor og sumar og er jafnvel
talið að þegar unglingar hefja
nám í skólum í næstu viku og
hverfa af vinnumarkaðnum muni
vanta fólk til ýmissa starfa.
Á Grenivík hefur verið unnið
við gatnagerð og holræsalögn.
Byggingaframkvæmdir eru tals-
verðar og má nefna framkvæmdir
við nýja skólahúsið og þrjú fisk-
verkunarhús sem unnið hefur ver-
ið við í sumar.
Sauöfjárslátrun hófst hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur-
eyri í morgun, og að sögn Þór-
arins Halldórssonar sláturhús-
stjóra er áformað að slátra
41.100 fjár í haust sem er um
5% aukning frá síðasta hausti.
Þórarinn sagði að undanfarið
hefði verið slátrað hátt á fimmta
hundrað nautgripum í sláturhús-
inu á Akureyri og aftur yrði tekið
til við nautgripaslátrun er sauð-
fjárslátruninni lýkur.
Slátursala til almennings hefst í
þessari viku, en áformað er að
slátra til 22. október.
Á Dalvík hófst slátrun í gær-
morgun, og einnig hjá Kaupfélagi
Svalbarðseyrar. Á Dalvík verður
slátrað um 14.000 fjár, minna af
dilkum en í fyrra, en meira af full-
orðnu fé.
Fyrir skömmu var gerð athug-
un á því hjá Innflutningsdeild
hvað mikill afsláttur hefði verið
gefinn af grunnvöru kaupfélag-
anna fyrstu sex mánuðina af af-
mælisárinu. Kom í ljós að hann
nam 2.477.837 kr. eða nær
hálfri þriðju milljón.
Það er ljóst að hér er um veru-
legan afmælisafslátt samvinnu-
verslunarinnar í heild að ræða
sem án efa hefur komið mörgum
til góða í ódýrari nauðsynjum.
Eðlilega hafa stór og barnmörg
heimili borið þar mest úr býtum,
því að grunnvörurnar saman-
standa af almennum vörum sem
öll heimili þurfa að kaupa meira
eða minna af.
Á afmælisárinu hafa samvinnu-
menn boðið fjölmörg tilboð,
„Það er verið að bora í holu 6
núna, og þeir eru komnir þar á
40 metra dýpi,“ sagði Örn
Kjartansson oddviti í Hrísey,
aðspurður um hvað væri að
gerast í hitaveitmálunum í
eyjunni.
„Við höfðum það í gegn eftir
nokkurn barning að fá holu 5
sprengda út og það gaf okkur 4.5
fjölda vörutegunda og margvís-
lega þjónustu, sem oft hefur verið
á ótrúlega lágu verði. Grunnvör-
urnar, sem hér eru mældar sér-
staklega, ná hins vegar eingöngu
til matvöru frá Innflutningsdeild
Sambandsins. Þær eru frábrugðn-
ar öðrum tímabundnum tilboðum
samvinnufélaganna að því leyti að
þær hafa stöðugt verið til í öllum
matvöruverslunum samvinnufé-
laganna þessa fyrstu sex mánuði
afmælisársins. Þessi verðlækkun
náðist m.a. vegna þess að margir
lögðust á eitt, þannig gaf Skipa-
deild afslátt af flutningsgjöldum,
Samvinnutryggingar gáfu afslátt
af iðgjöldum, Innflutningsdeild
gaf afslátt frá heildsöluverði og
kaupfélögin gáfu afslátt af smá-
söluverði.
lítra af 70 stiga heitu vatni. Það
má segja að bjartsýni okkar hafi
aukist nokkuð við þetta, og við
báðum um að sú hola yrði sprengd
út aftur. Við höfum þegar fengið
öflugri dælur til þessa verks og við
bara vonum að þær aðgerðir muni
bera meiri árangur. Ekki veitir
af,“ sagði Örn.
Hrísey:
Auknar vonir
Talsvert tjón varð er kveikt var í timbri hjá BTB í vor.
Fleiri útköll
hjá Slökkviliði
Akureyrar
Slökkviliðið á Akureyri hefur
alls 57 sinnum verið kallað út á
árinu það sem af er, og er það
nokkuð oftar en á sama tíma á
síðasta ári. Öll hafa þessi útköll
verið innan bæjarlandsins
nema eitt, en þá kviknaði í bif-
reið í Saurbæjarhreppi.
Segja má að þrír eldsvoðar
skeri sig talsvert úr hvað tjón
snertir. Það eru eldsvoðarnir sem
urðu er kviknaði í hjá Eini í Hafn-
arstræti, í íbúð í Furulundi og að
svínabúinu á Hamraborgum.
Að sögn Gísla Lórenssonar hjá
Slökkviliði Akureyrar er alltaf
talsvert um útköll á vorin vegna
sinubruna, og einnig alltaf tals-
vert vegna smábruna við vinnu-
skúra og þess háttar allt árið.
Sjúkraflutningar taka sífellt
meiri og meiri tíma hjá bruna-
vörðum á Akureyri. Þannig höfðu
þeir farið í 744 sjúkraflutninga
fyrstu 8 mánuði ársins. Af þeim
voru 141 í sveitirnar í nágrenni
Akureyrar. Af þessum útköllum
voru 114 bráðatilfelli. Samsvar-
andi tölur frá síðasta ári eru 705
flutningar, 135 í sveitirnar og
bráðatilfelli voru þá áiíka mörg og
nú.
Brynjólfur
Sveinsson
látinn
Brynjólfur Sveinsson fyrrum
menntaskólakennari á Ak-
ureyri lést s.l. þriðjudag 84
ára að aidri. Hann var fædd-
ur í Skagafirði 29. ágúst
1898.
Brynjólfur varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri,
og fljótlega eftir það gerðist
hann kennari við skólann og
kenndi þar í áratugi, eða þar til
hann lét af störfum sökum
aldurs. Hann starfaði mikið að
félagsmálum, sat í stjórn
Kaupfélags Eyfirðinga um ára-
bil og var formaður stjórnar
kaupfélagsins 1958-1972.
Hann sat í bæjarstjórn Akur-
eyrar og starfaði í ótal nefnd-
um á vegum bæjarins og sinnti
mörgum öðrum trúnaðar-
störfum.
Brynjólfur var kvæntur Þór-
dísi Haraldsdóttur sem lifir
mann sinn, og eignuðust þau
þrjár dætur.
• 100.
tölublaðið
Dagur sló eigið met fyrr í vik-
unni, en síðasta þriðjudags-
blað var hundraðasta tölu-
blað ársins og hafa aldrei fyrr
komið út svo mörg tölublöð á
ári, hvað þá á hluta úr ári eins
og nú hefur gerst. Má raunar í
þessu sambandi geta þess að
stækkun blaðsins frá fyrra ári
nemur tæpum 100% þegar
bæði er tekið mið af fjölgun
tölublaða og fleíri blaðsíðum.
Rétt er að geta smámistaka
sem urðu í 100. tölublaðinu,
sem sagt þeirra að það var
vitlaust dagsett, var sagt út-
gefið 13. september en átti að
vera 14. september.
# Af fréttalestri
Sjónvarp hefur þá ótvíræðu
kosti umfram útvarp að lifandi
myndir fylla upp í og segja
jafnvel oft á tíðum meira en
lesinn texti. Nokkuð hefur
hins vegar borið á því, sér-
staklega í erlendum fréttum
sjónvarpsins, að þessir
möguleikar sjónvarps væru
ekki nýttir. Allt of mikið er um
það að fréttamenn lesi langa
texta og séu sjálfir á skjánum
meiri hluta lestursins. Þegar
þannig er að staðið er ekki
einu sinni hægt að tala um
myndskreyttar útvarpsfréttir
með góðu móti. Möguleikar
fjölmiðilsins eru ekki nýttir -
samræmí er ekki milli texta og
myndefnis.
# Þrisvar
sinnum meira
á SV-landi
Það er athyglisverð stað-
reynd að fiskiskipafioti lands-
manna hefur stækkað langt-
um mest á suðvesturhorni
lansins á síðastliðnum ára-
tug. Þannig stækkaði floti
þeirra sem mest hafa fjarg-
viðrast út af Þórshafnartogar-
anum og öðrum skipum og
bátum sem nauðsynleg hafa
veríð atvinnulífi á stöðum útiá
landi um hvorki meira né
minna en 56%. Á sama tíma
stækkaði flotinn á Vestur-,
Norður- og Austurlandi um
18%.
• Afbökuð
byggðastefna
Eitthvað hefur nú byggða-
stefnan afbakast í meðförum
hinna háu herra sem ráða fjár-
magni landsmanna. Þeirra á
meðal er Framkvæmdastofn-
un ríkisins með deildum sín-
um og er byggðadeild þeirra
mest áberandi. Ekki veit sá
sem þetta ritar nákvæmlega
hvernig mannavalið á þessari
stofnun skiptist á landshlut-
ana, en grun hefur hann um
að flestir séu stjórnarmenn
og aðrir áhrifamenn ( þessari
stofnun frá höfuðborgar-
svæðinu, f víðasta skilningi
þess orðs, þ.e. frá suðvestur-
horninu. Skyldi þá engan
furða þó skiptingin hafi orðið
með þeim hætti sem raun hef-
ur orðið á.