Dagur - 30.09.1982, Qupperneq 5

Dagur - 30.09.1982, Qupperneq 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SfMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL PÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Arðsemis- og byggðasjónarmið eru ekki andstæður Oftar en ekki er arðsemissjónarmiðum og byggðasjónarmiðum teflt fram sem einhverj- um andstæðum í ræðu og riti. Gjarnan er sagt að nú verði að láta arðsemissjónarmiðin ráða meiru um uppbyggingu íslensks efnahagslífs og þjófélags, þó byggðasjónarmið verði að sjálfsögðu að taka með í reikninginn í einstök- um tilvikum. Þetta viðhorf að arðsemissjónarmið og byggðasjónarmið fari ekki saman er bæði rangt og skaðlegt. Því er gjarnan haldið fram af fólki sem ekkert þekkir nema lífið á mölinni á suðvesturhorni landsins, fólki sem virðist halda að íslendingar lifa á því að „flokka gula pappíra frá bleikum" eins og svo haganlega hefur verið komist að orði. Varpa má fram nokkrum spurningum í þessu sambandi. Geta ekki flestir verið sam- mála um það að hagkvæmt sé að atvinnufyrir- tæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu séu dreifð um landið? Það hlýtur að nást ákveðin hag- kvæmni með því að staðsetja þessar atvinnu- greinar sem næst fiskimiðum okkar og þau eru jú dreifð allt umhverfis landið. Geta þá ekki all- ir verið sammála um það að þjónustugreinar við þessa undistöðuatvinnuvegi okkar séu best settar í næsta nágrenni við þá? Það hlýtur að vera kostnaðarauki af því að þurfa að leita langt eftir allri þjónustu, viðgerðum, viðhaldi og varahlutum, jafnvel í aðra landshluta. Sama á við um alla aðra þjónustu, sem opin- berir aðilar og aðrir veita. Hagkvæmast hlýtur að vera að hafa hana sem næst neytendum. Þetta á við um verslun, heilbrigðisþjónustu og menntunarmöguleika. Varla er nein hag- kvæmni fólgin í því neyðarástandi sem skap- ast á hverju hausti í Reykjavík þegar nemend- ur utan af landi flykkjast þangað unnvörpum og glundroði skapast á húsnæðismarkaði? Fjölmörg fleiri dæmi mætti taka til að sýna fram á að landsbyggðin er ekki aðeins nauð- synlegur hlekkur í keðju heldur nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að viðhalda grósku- mikilli höfuðborg og allri þeirri þjónustustarf- semi sem þar þrífst. Því er rangt að tala um arðsemissjónarmið og byggðasjónarmið sem andstæður. Það kann rétt að vera að arðsemissjónar- miða hafi ekki gætt sem skyldi í íslensku þjóð- félagi en það er örugglega rangt að slíkt hafi aðeins átt sér stað á landsbyggðinni og í tengslum við eflingu byggðanna út um allt land. Hver sér arðsemissjónarmiðið í Seðla- bankahöllinni og hverjum dettur í hug að kenna Þjóðarbókhlöðu, Útvarpshús, höll Framkvæmdastofnunar og fleira og fleira við arðsemi, í venjulegum skilningi þess orðs? Það eru til fleiri sjónarmið en arðsemissjón- armið, t.d. byggðasjónarmið og menningar- sjónarmið, en það er ekki þar með sagt að um andstæður þurfi að vera að ræða. Ásmundur á verkstæðinu. Mynd: áþ. Það er enginn galdur að gera við myndavélar Þústindþjalasmiður og alt- mugilegmand eru e.t.v. bestu orðin þegar þarf að lýsa honum Ásmundi Kjartanssyni í Ein- holti 4c á Akureyri. Ásmundur á nefnilega auðvelt með að gera allt milli himins og jarðar, enda byrjaði hann ungur að fítla við tæki og vélar. Hann var aðeins 9 ára þegar hann smíðaði fyrsta útvarpstækið - geri aðrir betur. Aðdáendur hljómsveitarinnar Póló muna líka vel eftir honum Ásmundi, hann stóð I nokkur ár á sviðinu með Pálma og fé- lögum, sló á gítarstrengi. Nú er Ásmundur hættur að spila, bú- inn að selja gítarinn, og starfar hjá Verksmiðjum SÍS. í tóm- stundum kemur hann vitinu fyrir myndavélar og fleiri við- kvæm tæki. Akkúrat ekkert lært Það er best að kynna manninn á hefðbundinn hátt. Ásmundur er Þingeyingur í húð og hár, fæddur og uppalinn í Stafnsholti í Reykjadal. Foreldrar Ásmundar eru Indiana Ingólfsdóttir og Kjartan Stefánsson. „Þarna ólst maður upp við fuglasöng og rollu- jarm,“ sagði Ásmundur þegar hann og tíðindamaður Dags höfðu fengið sér sæti í stofunni heima hjá Ásmundi. „Það er af- skekkt á þessum slóðum og óhætt að segja að maður hafi verið í kyrrð og næði á uppvaxtarárun- um. Ég byrjaði. að fikta við vélar strax og ég hafði vit og þroska til. Það jók áhugann að pabbi var svona „altmugilegmand" líka. Hann gerði mikið við útvarpstæki eftir að þau komu til landsins. Hann var líka mikill ljósmyndari, átti margar myndavélar, og smíð- aði sér líka myndavélar og þá steig ég fyrstu sporin á því sviði.“ Ásmundur var rösklega tvítug- ur þegar hann flutti til Akureyrar, en þar hefur hann alið allan sinn aldur síðan og hefur ekki í hyggiu að flytja á brott. Þvert á móti. „Eg fór fljótlega að föndra við hitt og þetta, gerði við vélar og tæki.“ Þeirri hugsun skaut upp í koll- inn á blaðam. að Ásmundur hlyti að hafa gengið langan skólaveg til að öðlast þann hæfileika að gera við jafn fíngerð tæki og mynda- vélar. „Nei, ég hef akkúrat ekkert lært. Að vísu fór ég í barnaskóla auk þess sem ég lærði nokkrar greinar í bréfaskóla. Þetta er nú allur lærdómurinn. Ég hef aldrei komist yfir neinar bækur sem sýndu hvernig á að gera við myndavélar, en mér tókst þó að ná þeim tökum á þeim að um nokkurra ára skeið annaðist ég allar myndavélaviðgerðir fyrir Hans Petersen.“ Fórum lengst til Hríseyjar Ásmundur segir að það sé í raun- inni enginn galdur að gera við myndavélar, bætir því raunar við að þetta eigi allir að geta. Málið sé einfaldlega það að skoða hlutinn nákvæmlega, reyna að þekkja hann og gera sér grein fyrir því hvaða hlutverki hvert stykki gegni í vélinni. Þegar Ásmundur sá um viðgerðir fyrir Hans Petersen, fyrir utan alla hina sem komu með vélarnar á verkstæðið eða sendu þær þangað, voru gömlu góðu kassamyndavélarnar í miklu upp- áhaldi hjá fólki. „Þær gátu varla bilað,“ sagði Ásmundur og hugs- ar til þeirra með söknuði. „Þá voru linsumar úr gleri en ekki plasti eins og tíðkast í ódýrum vél- um í dag.“ „Já, þegar ég kom hingað byrj- aði ég að vefa á Gefjun og var þar í sex ár við vefnað. Fljótlega hóf- um við að spila saman nokkrir strákar á dansleikjum í Gefjun- arsalnum. í fyrstu hljómsveitinni vom, auk mín, Jóhann Sigurðs- son, sem nú starfar sem verkstjóri á- Gefjun, Konráð Aðalsteins- son og Stefán bróðir minn. Þá var ekkert diskótek og þetta gekk ágætlega. Nei, við lentum aldrei í svaðilförum í þessari hljómsveit - það lengsta sem við komumst var út í Hrísey. Þar spiluðum við á balli. Hríseyingar kunnu vel að meta það sem við höfðum fram að færa. - Síðar liggur leiðin í hljóm- sveitina Pólö. „Það var árið 1963 eða 1964 sem ég byrjaði að spila með þeirri hljómsveit. í þá daga tíðkaðist að spila á föstudags- og laugardags- kvöldum og við fórum út um allt land. Þetta var erfið vinna - maður vann alla virka daga, æfði á kvöldin eða gerði við, og fór síðan í ferðalög með hljómsveitinni. En það var gaman að þessu, maður var ungur og sterkur, þoldi þetta vel.“ Margar útgáfur af slagsmálum - Var meira um slagsmál á böll- unum þegar þú varst að spila en er í dag? „Já, það var meira slegist. Það var einu sinni í Árskógi að salur- inn logaði af slagsmálum. Upp- hafið var það að maður nokkur varð vitlaus í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann klifraði upp í rimla sem voru þarna í salnum og fleygði sér síðan aftur á bak - yfir fólkið í salnum. Það var eins og við manninn mælt, það varð sprenging í salnum og allir fóru að slást.“ - Hvernig var hægt að róa fólkið? „Besta ráðið var að halda áfram að spila og það mun hafa verið gert í þetta sinn. Ef það var mikill drykkjuskapur í salnum tókum við oft það ráð að fara ekki í pásu, ef við gerðum það var það segin saga að menn fóru að hella í sig og allt varð vitlaust." - Er það rétt að menn hafi far- ið að danshúsum á þessum árum beinlínis í þeim tilgangi að horfa á slagsmál? „Já, það er tilfellið. Um 1960 gerði maður það sér oft til skemmtunar að aka fram í Frey- vang um klukkan 11. Um það leyti var alveg öruggt að það var hægt að sjá margar útgáfur af slagsmálum. Sem betur fer er þetta að verða búið enda enginn menningarauki. - Hvenær lagðir þú gítarinn á hilluna? „Ég var fjögur ár í Póló. Þegar ég hætti seldi ég eftirmanni mín- um gítarinn og allt sem honum til- heyrði. Síðan hef ég ekki snert á hljóðfæri.“ Gerði samdægurs við vélina - Einhverju sinni heyrði ég þá sögu að konan þín hefði beðið þig um að gera við hrærivél fyrir sig. Sagan segir að þú hafir hummað fram af þér verkefnið svo vikum skipti. Þá á konan þín að hafa gef- ist upp, farið með vélina til vin- konu sinnar, hún aftur með vélina til þín og þú átt að hafa gert samdægurs við vélina. Er þetta rétt? „Ég er ansi hræddur um að það hafi verið eitthvað í þá áttina, en ég er sjálfsagt ekki einn um það af þeim sem eru í viðgerðabransan- um að trassa helst það sem mér og mínum viðkemur. Þú veist að bif- vélavirkjarnir eru oft á lélegustu bílunum, rafvirkjar ganga ekki frá rafmagninu í húsum sínum fyrr en eftir dúk og disk.“ - Nú ert þú aftur farinn að starfa hjá Verksmiðjum SÍS. Hef- ur þér nokkuð dottið í hug að byrja aftur að spila í starfsmanna- salnum? „Nei, en þar eru hins vegar dansleikir og starfsmannafélagið á mjög góð hlómflutningstæki. Félagslíf er fjörugt hjá starfs- mönnum verksmiðjanna, það er spilað bridge, eitt sinn var boðið upp á nám í leiklist, jóga o.fl. o.fl. Við höfum líka aðgang að góðu billiardborði, sem margir notfæra sér óspart. Samband þeirra sem stjórna og hinna er mjög gott, án þess væri ekki hægt að gera jafn mikið og raun ber vitni.“ Dagur þakkar Ásmundi fyrir spjallið og líka fyrir það að hafa gert við gömlu góðu Nikon vélina. Texti: áþ. KA leikur gegn Haukum Á laugardaginn kl. 14.00 fer fram fyrsti heimaleikurinn í handbolta á þessu keppnistíma- bili. Þá keppa í annarri deild KA og Haukar. Haukar eru taldir hafa á að skipa mjög sterku liði og verður því forvitnilegt að sjá hvernig hinum nýja þjálfara KA tekst að stýra mönnum sínum gegn þeim. Þá eru áhorfendur hvattir til að fjölmenna og hvejta heimaliðið til sigurs í þessum fyrsta heimaleik á þessu hausti. Robert McField treður boltanum í körfuna með tilþrifum. „Ðetra en ég reiknaði með“ Hart barist í blakinu. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð hér. Þegar við erum búnir að fara yfír nokkra hluti og lagfæra þá er ég bjartsýnn á framhaldið hjá Þór, þetta er betra en ég reiknaði með áður en ég kom,“ sagði bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Ro- bert McField sem nú hefur hafíð störf hjá Þór. Robert McField eða „Mac“ eins og hann er kallaður, kom til Ak- ureyrar fyrir nokkru og er hann fyrsti blökkumaðurinn sem leikur hér körfuknattleik með Þór. Það var ljóst strax er „Mac“ hafði mætt á sína fyrstu æfingu að þar fer enginn meðalmaður. Hann er 1,95 m á hæð og getur leikið allar stöður á vellinum þótt að jafnaði sé hans staða sem bakvörður. Hann er ákaflega snöggur, sterkur í fráköstum og í sóknarleiknum er fjölbreytnin allsráðandi. Hann á það til að „dæla“ boltanum í körfuna lengst utan af velli og missir þá ekki skot framhjá langtímum saman, og einnig er greinilegt að hann hefur mjög næmt auga fyrir samleik. Þá er ljóst að hér fer maður sem er „fyrir augað“ eins og oft er sagt, en taktar hans munu áreiðanlega ylja áhorfendum á leikjum Þórs í vetur. Þegar hann treður boltanum í körfuna með óvenjulegum tilþrifum nötrar hún og titrar og fleira er í þeim dúr. Með „Mac“ í fararbroddi verða Þórsarar með sterkara lið en undanfarin ár, á því er enginn vafi. Með reynda leikmenn eins og Jón Héðinsson og Eirík Sig- urðsson og yngri menn eins og Jóhann Sigurðsson, Valdimar Júlíusson, Guðmund Björnsson og Björn Sveinsson svo ein- hverjir séu nefndir geta Þórsarar án efa blandað sér í baráttuna í 1. deildinni, og ekki hefur koma „Mac“ orðið til þess að draga úr því áliti manna. Fyrstu leikir Þórs í 1. deildinni verða 8. og 9. október, en þá koma Grindvík- ingar í heimsókn. Blakmenn afstað Nú á haustdögum eru flestar boltagreinar íþróttanna að fara af stað, en um leið er knatt- spyrnan að taka sér hvíld. Tvö lið héðan af Norðurlandi eru nú keppendur í fyrstu deild karla í blaki. Það er lið UMSE sem hef- ur leikið í fyrstu deild um árabil og einnig nýliðar í deildinni, Ungmennafélagið Bjarmi úr Fnjóskadal, en þeir sigruðu glæsilega í annarri deild í fyrra. Bæði þessi lið hafa nú hafið æf- ingar og undir stjórn sömu þjálf- ara og í fyrra. Halldór Jónsson þjálfar UMSE og Hannes Karlsson þjálfar Bjarma. Eyfirðingar keppa sína heimaleiki hér á Ak- ureyri en Þingeyingarnir að Laugum í Reykjadal. Ekki er búist við miklum mannabreytingum hjá þessum liðum, en flestir sem voru með í fyrra munu vera það áfram. ís- landsmótið hefst 30. október en helgina áður verður haustmót Blaksambandsins, sem um leið verður 10 ára afmælismót BLÍ. ■4 -'ÐAGUR *-30; september 1982 30. sefífömbey 1982 - DAGUR -vS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.