Dagur - 01.10.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM,: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Hagsmunafélag
aldraðs fólks
Næstkomandi sunnudag, 3. október, verður
haldinn á Akureyri stofnfundur Félags aldr-
aðra í bænum. Upphaf þessa máls er það að á
fundi í ágúst sl. ákvað félagsmálaráð Akureyr-
ar að gangast fyrir stofnun samtaka aldraðra á
Akureyri ef áhugi reyndist fyrir stofnun slíks
félags. Að nokkru var litið á þetta sem skerf
félagsmálaráðs í tilefni af ári aldraðra, en þess
utan hefur vantað vettvang þar sem unnt væri
að ræða við aldraða um málefni þeirra sjálfra
og þá þjónustu sem opinberir aðilar vilja veita
þeim.
Það er vel til fallið að stofna slík samtök á
þessu ári aldraðra. Fáir vita betur en aldraðir
sjálfir hvað þeim kemur best en til þessa hefur
of lítið verið gert af því að leita álits þeirra á
eigin málefnum, enda ef til vill ekki hægt um
vik. Vonandi er að þessi samtök verði til þess
að aldrað fólk fari að hafa meiri áhrif á eigin
mál en verið hefur.
Hagsmunahópar hvers konar hafa risið upp
á undanförnum árum og komið ýmsu til leiðar
fyrir sjálfa sig. Ekki hefur það allt verið af hinu
góða, en ef einhver hagsmunahópur er rétt-
lætanlegur til að knýja á um úrbætur eigin
mála, þá er það hagsmunahópur aldraðra.
Hingað til hefur ekki mikið farið fyrir áliti aldr-
aðs fólks varðandi málefni er það snertir, beint
og óbeint.
Um hlutverk félags aldraðra á Akureyri seg-
ir í drögum að lögum þess eigi að vinna
að hagsmunamálum aldraðra, svo sem kynn-
ingu á réttindum aldraðra og skyldum í sam-
félaginu, úrbótum í húsnæðismálum aldraðra,
atvinnumálum, félagsmálum og fjármálum og
að vera tengiliður milli hinna öldnu og þess
opinbera og vera umsagnaraðili um málefni
sem þá snerta. Meðal þess sem nefnt hefur
verið sem til úrbóta horfir eru skattamál aldr-
aðra. Þá er það mörgum áhyggjuefni hve aldr-
að fólk á Akureyri og vafalaust víðar virðist
vera einangrað. Einnig er ljóst að mikilla úr-
bóta er þörf í dvalar- og húsnæðismálum.
Gert er ráð fyrir að heimilað verði að stofna
sérstakar deildir innan félagsins er fáist við til-
tekin verkefni og í því sambandi hefur verið
nefnt að stofna mætti nokkurs konar bygginga-
samvinnufélag, eins og gert hefur verið í
Reykjavík, og einnig hefur verið hugað að
stofnun sérstakrar ferðadeildar til að annast
milligöngu og komast að hagstæðum kjörum
um ferðalög innanlands og erlendis.
Með stofnun félaga fyrir aldraða er stigið
mikilvægt skref í réttindamálum þeirra. Von-
andi verða slík félög til þess að þoka málefnum
aldraðs fólks á íslandi til betri vegar, en staða
aldraðra í þjóðfélaginu hefur að mörgu leyti
verið til vansa.
Liður í áróðurs-
herferð
Sj álístæðisflokksius '■
- Af hverju ætli þeir á Degi séu
ekki rætnir og illgjamir, þaö em
einmitt svoleiðis hlutir, sem
selja blöð, sagði maður út í bæ
við mig á dögunum. - Þeir eiga
að hæða fólk og vera örlítið
nastí, bætti hann við orðum sín-
um til áréttingar, þegar hann sá
að tillagan fékk ekki góðar
undirtektir. - Það er hrein og
klár vitleysa að reyna að vera
málefnalegur. Fólk vill ekki lesa
þannig greinar, sagði hann þeg-
ar við vorum búnir að karpa í
dálitla stund.
Ég varð fyrir vonbrigðum. Ég
harðneitaði að trúa því að Ies-
endur blaða væru þannig þenkj-
andi, en bæjarmaðurinn vitnaði
í víðfræg erlend blöð, sem
byggj a tilveru sína aðallega á illu
umtali, rógi og æsiskrifum.
Hann gerðist líka svo djarfur að
benda á íslensk blöð, sem öðm
hvoru fjalla um, menn og mál-
efni á óviðurkvæmilegan hátt -
ég stundi þungan. Við leiddum
talið að málgagni sjálfstæðis-
manna á Akureyri, sem hefur
leiðst út á þessa Ieiðu braut.
Fyrir þá sem ekki vita er rétt að
geta þess að á forsíðu íslendings
er dálkur sem ritstjórinn notar
til að þruma fýluskotum í allar
áttir. Þessi dálkur er svolítið sér
á parti í íslenskri blaðamennsku
og ég leyfi mér að efast um að
flestir þeirra sem starfa sem
blaðamenn vildu leggja nafn sitt
við dálk af þessu tagi.
Og áfram með smjörið. Það
má vera að þessi slúðurdálkur sé
liður í áróðursherferð Sjálfstæð-
isflokksins, en ég leyfi mér þó að
efast um það eftir að hafa rætt
við marga mæta sjálfstæðismenn
um þau rógskrif sem í dálkinum
birtast. Komdumeð dæmi, kann
einhver að segja. Því er til að
svara að dærtiin eru mýmörg og
að auki má minna á svartleturs-
greinar á innsíðum blaðsins eftir
ritstjórann og aðstoðarmann
hans í sorpblaðamennsku. Sem
betur fer hefur slíkum greinum
fækkað, en þeirra frægust var
e.t.v. grein er fjallaði um bæjar-
fógetann á Akureyri. Þar var
hann léttvægur fundinn og sak-
aður um óbilgirni í starfi svo
ekki sé fastar að orði kveðið.
Sannanir voru síður en svo lagð-
ar fram, aðeins fullyrðingar,
sem entust sögusmettum bæjar-
ins svo vikum skipti.
Víkjum aftur að forsíðudálki
íslendings. Síðasta afrekið var
árás á Jónas Jónasson, útvarps-
mann, og gefið í skyn að maður-
inn gerði fátt annað en stara í
gaupnir sér. Að sjálfsögðu gerði
ritstjórinn sér ekki það ómak að
hringja í Jónas eða hitta hann og
fá forvitni sinni svalað, heldur
páraði hann á blað hugdettur
sem eru engu lagi líkar. Dæmi:
. . . að lítið hafi heyrst í nýja út-
varpsstjóranum með aðsetur
norðan heiða - nema þá helst að
hann standi fyrir leiklistarnám-
skeiðum frammi í fírði. . . að
aftur á móti sé almenn ánægja
með nýja fréttamanninn á Akur-
eyri, séra Páhna Matthíasson.
Það eina sem satt er í tilvitnun-
um er sú staðreynd að Pálmi hef-
ur staðið sig mæta vel í starfi sem
fréttamaður og er ekki nema
gott eitt um það að segja enda er
Jónas fundvís á góða útvarps-
menn. Hinsvegar kemur hin
klausan eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Á hverju átti ritstjór-
inn von? Að Jónas notaði tæki-
færið og meinaði öllum öðrum
en sjálfum sér að koma nálægt
hljóðnemanum? Spyr sá sem
ekki veit. Og hvaða máli skiptir
það þó umræddur Jónas sinni
hugðarefni sínu, leiklistinni? Og
skiptir það engu máli að Jónas
hefur virkjað fjölda fólks í starfi
við útvarpið, lagt grundvöllinn
að enn víðtækari starfsemi?
Dettur einhverjum í hug að það
sé hrist fram úr erminni að leita
að fólki, skipuleggja starfsemi
útibús Ríkisútvarpsins og þjálfa
það fólk sem vill vinna fyrir
stofnunina? Dettur einhverjum
í hug að slíkt fólk stökkvi fram
úr næsta skoti fullfært að taka að
sér stjórn útvarpsþátta? Að
sjálfsögðu er svarið neikvætt,
fólk þarf mikla leiðsögn ef vel á
að vera og ég trúi því og veit að
Jónas Jónasson er fullfær um að
gegna slíku leiðbeinandastarfi
eftir að hafa starfað hjá Ríkis-
útvarpinu um árabil.
Ég held að Akureyringar - og
raunar Norðlendingar allir-eigi
að taka vel á móti þeim sem
koma norður yfir heiðar og vilja
starfa á Norðurlandi. Það kann
ekki góðri lukku að stýra ef mót-
tökumar eiga að vera skætingur
og illkvittnisleg skrif. Þvert á
móti eigum við að fagna þeim og
aðstoða eftir mætti, við eigum
að sýna þeim og öðrum að hér
býr fólk sem kann almenna
mannasiði, en veður ekki um
stofur í forugum skóm.
Það er ekki ástæða til að rekja
öllu frekar fýluþrumur ritstjór-
ans, þær dæma sig sjálfar, en sú
von er látin í ljós að blaðstjórn
íslendings grípi í taumana enda
er full ástæða til.
Njörður.
i\X>* T&ytS
Kk. 1
4 - DAGUR -1. október 1982