Dagur - 11.11.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fímmtudagur 11. nóvember 1982 125. tölublað Gífurleg landsspjöll í Glæsibæjarhreppi: Miklar Það er víðar en á Akureyri sem opinber fyrirtæki fremja landspjöll. í sumar hafa starfsmenn RARIK unnið við svonefnda Dalvíkurlínu sem liggur um Glæsibæjarhrepp og verður að segjast eins og er að viðskilnaður þeirra telst tæpast til fyrirmyndar. A því svæði sem línan liggur um má víða sjá djúpar gryfjur, fullar af vatni, drullupytti og bratta skurðbakka. Auk þess má nefna að stór- virkar vinnuvélar hafa flutt möl eftir viðkvæmu landi og markað djúp för í það. Þegar vatn rennur eftir förunum er skammt að bíða landskemmda sem illt er að bæta. Þá er ótalin sú slysahætta sem stafar af umræddum pyttum og skurðum. Ólafur Ólafsson, bóndi í fleiri bænda í hreppnum og fengið Garðshorni í Glæsibæjarhreppi, leyfi til að leggja línuna í landi sagði aðspurður að starfsmenn þeirra. Það loforð var gefið að RARIK hefðu komið til sín og gera við hugsanlegar skemmdir á slysagildrur landi. Ólafur sagði að hann hefði margoft haft samband við for- ráðamenn RARIK á Akureyri og beðið um að þeir löguðu tií eftir sig en án árangurs. Ólafur tók það fram að hann hefði mestar áhyggjur af þeirri slysahættu sem jarðraskið skapaði, en hann sagð- ist ekki efast um að RARIK myndi laga landspjöllin næsta sumar. „Það getur verið of seint,“ sagði Ólafur og benti á að ef snjó- föl lægi yfir sumum pyttunum væri sú hætta fyrir hendi að menn og skepnur færu ofan í og kæmust ekki upp án aðstoðar, sem e.t.v. væri ekki fyrir hendi. Á mánudag mældi Ólafur dýpið í einum pollirium og kom í ljós að það var tæpir tveir metrar. Ólafur sagðist ekki í vafa um að færi skepna ofan í hann - eða maður - væri ómögulegt að komast upp. „Ég efast ekki um að ef einhver af mínum skepnum, t.d. einhver hestanna, dræpist í forinni, myndi RARIK bæta tjónið, en ég vil miklu heldur eiga skepnuna. Ég á nóg af peningum,“ sagði Ólafur. Fyrir rúmri viku var hrossum smalað á umræddu svæði. Ólafur hafði það eftir Aðalbirni Björns- syni í Hraukbæ að trippi hefði far- ið ofan í eitt drulludíkið og þurfti þrjá menn til að ná því upp. Ólafur átti ekki von á að RA- RIK gæti í haust lagað þau spjöll sem starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið í sumar. „Það er komið langt fram á vetur og allra veðra von,“ sagðiÓlafursl. mánudag og daginn eftir fór að srijóa. Rauði- núpur í slipp framundir jol Raufarhafnartogarinn Rauði- núpur er nú kominn í slipp á Akureyri, í svokallaða 8 ára skoðun sem áætlað er að taki 6- 8 vikur og kosti 5-6 milljónir króna. Reiknað er með að skip- ið komi úr slipp í vikunni fyrir jól og komist á veiðar strax um áramótin. Á meðan berst að sjálfsögðu mun minni afli á land á Raufar- höfn en venjulega. Þó fá Raufar- hafnarbúar afla úr Stakfellinu og landaði Stakfellið þar í fyrradag um Í40 tonnum. Um 30-40% af þeim afla var ekið til Þórshafnar. Næst landar togarinn á Þórshöfn og verður þá svipuðu magni ekið til Raufarhafnar. Með þessu móti er hálf vinna við fiskverkun á Raufarhöfn miðað við að Rauði- núpur væri einnig að veiðum. Síldarsöltun er nú lokið hjá Fiskavík. Áætlað hafði verið að salta í 2000 tunnur en þegar söltun lauk hafði verið saltað í rúmlega 1500 tunnur. Raufarhafnarbúar sitja því uppi með talsvert af tóm- um tunnum sem eru dýrar, og hef- ur verið talað um að tunnurnar kosti jafnmikið og það hráefni sem í þær fer auk vinnulauna fyrir söltunina. Rauðinúpur. _ ________ _ hafa gengið um landið. T. v. eru djúp hjólför eftirstórvirka vinnuvél sein notuð var til að ná í möl, en á myndinni t.h. er ein af gryfjunum. Þarna er Óiafur að mæla hana. Dýpið var tæpir tveir metrar. Gryfja af þessu tagi getur verið skeinuhætt mönnum og dýrum. Myndirtá.þ. Gagngerar endur- bætur á Hegranesinu — Skipið verður sem nýtt á eftir Þann 8. aprfl nk. á að vera loklð endurbótum á Sauðárkróks- togaranum Hegranesi, sem kom til Akureyrar fyrir nokkr- um dögum. Ætlunin er að lengja togarann, setja í hann nýja vél og endurnýja og flytja íbúðir skipverja. Þegar verkinu lýkur má segja að Sauðkræk- ingar og aðrir hluthafar hafí eignast nýtt skip. Það vekur at- hygli að eigendur skipsins völdu Slippstöðina til að fram- kvæma verkið, en eins og kunnugt er hafa útgerðarfélög valið erlendar skipasmíða- stöðvar af minna tilefni. Bjarki Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga, sagði að heildar- kostnaður vegna endurbótanna væri áætlaður um 26 milljónir króna, en eftir þær verður Hegra- nesið svo gott sem nýtt. Skipið verður lengt um fimm metra og sett í það ný 1950 hest- afla vél. Skipt verður um skrúfu- blöð, íbúðir skipverja verða flutt- ar og endurnýjaðar og millidekk- ið sömuleiðis. í Hegranesi hefur verið ein bobbingarenna en eftir endurbæturnar verða þær tvær svo alltaf verður eitt klárt undir- slegið troll til reiðu ef hitt fer í hengla. Lestarnar verða útbúnar fyrir kassa eingöngu. Bjarki sagði að hér á landi væru tvær stöðvar sem gætu fram- kvæmt verk á borð við þetta, þ.e. Slippstöðin og Stálvík. Eigendur Hegraness ákváðu að skipta við Slippstöðina og sömdu við fyrir- tækið. „Það er hagkvæmast fyrir okkur að vera hér heima og það er stutt að fara til Akureyrar - haft gott eftirlit með verkinu án þess að það kosti okkur einhver býsn.“ Það mun ekki koma að sök hvað hráefnisöflun varðar þó Hegranesið sé frá veiðum fram að áramótum, en um það leyti sagð- ist Bjarki vona að búið væri að út- vega skip til að leggja upp á Sauð- árkróki. Fólk beðið um að skila hækjunum Þessa dagana koma margir á endurhæfíngarstöð Sjálfsbjarg- ar og fá lánaðar hækjur. Magn- ús Ólafsson, sjúkraþjálfari, sagði að nú væri lagcrinn á þrotum og hann bað alla sem hefðu fengið lánaðar hækjur að skila þeim strax og þeir gætu misst þær. Magnús sagði að á haustin og fyrripart vetrar kæmi oft kippur í hækjuútlán hjá Sjálfsbjörgu. „En því miður gleymir fólk stundum að skila hækjunum sem að sjálf- sögðu getur komið sér illa,“ sagði Magnús.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.