Dagur - 11.11.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÖRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Kosningaréttur og neytendaréttur Ýmsum postulum höfuðborgarvaldsins verð- ur nú mjög tíðrætt um réttlæti í umræðunni um jöfnun kosningaréttarins. Þessir réttlætis- postular eru að vísu ekki einskorðaðir við bú- setu á höfuðborgarsvæðinu, heldur fá þeir liðsauka úr óvæntum áttum frá einstaka íbúa á landsbyggðinni. Fyrir þessum mönnum er til aðeins ein tegund réttlætis, jöfnun kosninga- réttar og jafnvel helst með fjölgun þing- manna. Þessum mönnun gleymist gersam- lega að fleira er mannréttindi og réttlæti en kosningaréttur og jafnt vægi atkvæða. Einn af þessum réttlætispostulum er Jónas Bjarnason, upprennandi hugmyndafræðingur í Sjálfstæðisflokknum. Hann er menntaður í raungreinum og tekur skýrt og skemmtilegt dæmi um það að útkoman úr því að deila með tveimur í réttlæti plús óréttlæti verði ójá- kvæmilega óréttlæti. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt. Þetta hefur hins vegar ekkert með það að gera að útkoman úr deilingunni verði rétt- læti ef kosningarétturinn verði gerður sem jafnastur. Jöfnun kosningaréttar er að vísu réttlætismál en ef ekkert fylgir með er réttlæt- inu langt frá því að vera fullnægt. Eftir stendur nefnilega gífurlegt óréttlæti sem fólk á lands- byggðinni býr við í flestum öðrum málum. Jónas Bjarnason tekur dæmi máli sínu til stuðnings úr nýlegri grein eftir einhvern norskan þingmann. Þar talar þingmaðurinn um að sönn lýðræðisleg hegðun byggist á til- liti til borgaranna sem neytenda og kjósenda. Þetta er sjálfsagt ágætis kenning svo fremi sem hún er ekki misskilin og rangtúlkuð. Þarna er talað um tillit til borgaranna sem kjósenda og sem neytenda. Það er einmitt þetta atriði sem mönnum hefur yfirsést í um- ræðunni um jöfnun kosningaréttarins. Borgar- arnir eru ekki bara kjósendur, þeir eru líka neytendur. Það ætti manni sem haslað hefur sér völl sem fulltrúi neytenda í landinu að vera ljóst. Allir geta í sjálfu sér fallist á að þörf sé á því að jafna kosningaréttinn. Geta menn ekki við nánari athugun einnig verið sammála um það að jafna verði neytendaréttinn? Geta menn ekki fallist á það að í fjölmörgum efnum sitja íbúar landsbyggðarinnar við mjög skarðan hlut hvað varðar möguleika á að neyta ýmiss konar þjónustu, ekki síst opinberrar þjónustu? Ætla menn virkilega að réttur fólks á lands- byggðinni muni aukast í þessum efnum með breytingu á vægi atkvæða í Alþingiskosning- um, íbúum suðvesturhornsins í hag? Þeir sem kalla sig sanna lýðræðissinna ættu að endurskoða hug sinn til þessa máls. Hug- takið lýðræði spannar miklu meira en kosningaréttinn einan. Jöfnun aðstöðu að öðru leyti er einnig lýðræðisleg krafa. Niður- staðan úr dæminu þar sem deilt er með tveim- ur í réttlæti plús óréttlæti gæti orðið ennþá meira óréttlæti ef menn halda ekki vöku sinni í réttindamálum landsbyggðarinnar. Skóladagheimilið í Skóladagheimilið í Brekkukoti að Brekkugötu 8 á Akureyri tók til starfa í febrúar árið 1977, en markmið með rekstri þess er að reka skóladagheimili sem jafnframt býður upp á aðstöðu fyrir böm með skólaerfiðleika. Böm einstæðra foreldra og böm með skóiaerfiðleika ganga jafnan fyrir dvöl á heim- ilinu. Það eru Akureyrarbær og Fé- lagsmálastofnun Akureyrar sem standa að rekstri hússins, en for- stöðumaður er Anna Filippía Sig- urðardóttir. Hún tjáði Degi að mikils misskilnings gætti á meðal fólks varðandi þá starfsemi sem fer fram á skólaheimilinu á þann hátt að fóik teldi að heimilið væri eingöngu fyrir börn sem ættu við erfiðleika að etja. Staðreyndin er sú að á heimilinu eru bæði böm sem þurfa aðstoð s.s. við nám og þess háttar, og börn sem ekki þurfa á slíkri aðstoð að halda. „Það er óhætt að fullyrða að það hafi gefist mjög vel að blanda þessu saman á þennan hátt. Hér í bænum eru ekki svokölluð „athvörf“ eins og eru í Reykjavík og vonandi eiga þau ekki eftir að verða til hér í bænum þar sem reynsla af rekstri þeirra er ekki góð,“ sagði Anna Filippía. í Brekkukoti em í vetur 29 böm á aldrinum 6-11 ára sem stunda nám í fjórum skólum á Akureyri, en heimild er fyrir því að hafa þar eldri börn. Heimilið er opið frá klukkan 7.30 á morgnana til kl. 17.30 á daginn og börnin fá þar morgunmat, hádegismat og eftir- miðdagskaffi. Ekki er um fasta dagskrá að ræða að öðru leyti en því að börnin fara í skólann og stunda sitt heimanám í Brekku- koti. Auk þess er ýmislegt annað gert fyrir börnin t.d. er boðið upp á myndíð og leiki. Börnin eru að koma og fara allan daginn, en þau koma á heimilið á milli þess sem þau þurfa að sækja skóiatíma. í vetur eru á heimilinu sem fyrr sagði 29 börn. 20 þeirra em börn einstæðra foreldra en 9 börn giftra foreldra. Alls starfa sex manns við heimilið auk ræstingafólks. Það eru Anna Filippía Sigurðardóttir forstöðukona, tveir kennarar sem aðstoða við heimanám og þjálfun- arefni fyrir þá sem þess þurfa. Þá er einn starfsmaður sem sér um myndíð og akstur yngstu barn- anna og tveir starfsmenn sinna eldhússtörfum og uppeldisstörf- um. Forráðamenn heimilisins sögð- ust álíta að þrátt fyrir að heimilið væri fullskipað væri aðsóknin mun minni en þörfin og kæmi það til af því að fólk héldi að hér væri eingöngu um að ræða heimili fyrir börn sem eiga við ýmsa erfiðleika að etja en svo væri alls ekki. „Það er full ástæða til þess að hvetja bæjaryfirvöld til að koma á fót fleiri heimilum af þessu tagi því Krakkarair sem voru heima við er okkur bar að garði vora meira en fús að sitja fyrir. Starfsfólkið I Brekkukoti, f.v.: Aðalheiður Steingrímsdóttir, Anna Filippía Sigurðardóttir forstöðumaður, Dúa Krist- jánsdóttir, Guðrún S. Friðríksdóttir, Rannveig Alfreðsdóttir og Björk Arnadóttir. 4 - DAGUR -11. nóvember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.