Dagur - 09.12.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG
ÞORKELLBJÖRNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Að setja sjónaukann
fyrir blinda augað
í grein sem Ingólfur Guðnason, alþingis-
maður ritaði nýlega segir hann m.a. að hann
telji eðlilegt og raunar sjálfsagt að tillögur
stjórnarskrárnefndar fái umræðu í þjóðfé-
laginu. Stjórnarskráin sé grunnlög sem
þjóðfélagið setji sér og öll önnur lög í land-
inu verði að rúmast innan. Ingólfur fjallar
síðan um hugsanlega breytingu á kjör-
dæmaskipan, þingmannafjölda og kosn-
ingafyrirkomulagi og segir:
„Ef til vill hefir hvati til endurskoðunar
stjórnarskrárinnar verið áhugi ýmissa
manna, sem telja sig réttsýnni en aðra
menn, á að jafna vægi atkvæða eins og það
er kallað, þ.e. flytja þingsæti úr hinum
strjábýlli og fámennari kjördæmum í þau
þéttbýlli og fjölmennari. Nú virðist þessi til-
flutningur þingsæta slíkt sáluhjálparatriði
ýmissa manna að allir aðrir vankantar
stjórnarskrárinnar geti beðið. Berja þurfi í
gegn þessa breytingu hvað sem tauti og
rauli".
Ingólfur fjallar síðan um þá margvíslegu
útreikninga sem lagðir hafa verið á borð
fyrir þingmenn að undanförnu og úreldist
jafnvel frá degi til dags, en segir síðan:
„Eitt er þó sameiginlegt með öllum þess-
um útreikningum. Það er tilhneigingin til að
láta þá hafa meiri völd sem höfðu þau mest
fyrir. Auka skal pólitísk völd þeirra sem
besta aðstöðu hafa til pólitískra valda í
þjóðfélaginu nú þegar. Auka skal pólitísk
völd þeirra sem starfa í aðal stjórnsýslumið-
stöðvum landsins, þeirra sem stjórna fjár-
magninu, innflutningnum, versluninni,
fjölmiðlunum og svo mætti lengi telja. Jafn-
framt beinast allar vangaveltur og útreikn-
ingar að því að skerða pólitísk áhrif þess
fólks sem við lakasta aðstöðu býr, þess
fólks sem vinnur við undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar, vinnur að grunnverðmæta-
sköpun fyrir þjóðarbúið, þess fólks sem á
flestan hátt verður að kosta mestu til að öðl-
ast þá þjónustu sem hver og einn þjóðfé-
lagsþegn ætti að hafa sambærilegan að-
gang að, án tillits til búsetu.
Fleirum en mér mun koma það svo fyrir
sjónir, þegar ýmsir menn og hópar meta
réttlæti og jöfnuð í þessum efnum, að þeim
hafi ef til vill óvart orðið það á að setja sjón-
aukann fyrir blinda augað“.
Atvinnuástand í byggini
Verkefni til í
en lítið upp
Inngangsorð
Um nokkurt skeið hefur verið
um það rætt á opinberum vett-
vangi, að atvinnuástand í bygg-
ingariðnaði á Norðurlandi væri
ótryggt. Af þessu tilefni ákváðu
Landssamband iðnaðarmanna
og Meistarasamband bygging-
armanna, í samráði við Meist-
arafélag byggingamanna á Ak-
ureyri og önnur félög bygginga-
meistara á Norðurlandi, að
kynna sér mál þetta frekar og
reyna að afla staðgóðra upplýs-
inga um ástandið með sérstakri
skyndikönnun.
Könnunin var gerð í lok sept-
embermánaðar sl. og fór þannig
fram að öllum helstu atvinnurek-
endum í byggingariðnaði á
Norðurlandi var sent spurningar-
blað til útfyllingar, þar sem spurt
var um starfsmannafjölda, fyrir-
liggjandi verkefni, ástæður fyrir
verkefnaskorti, ráðgerðar upp-
sagnir o.fl. Einnig voru bygginga-
fulltrúar á hinum ýmsu stöðum
beðnir að veita upplýsingar um
byggingaframkvæmdir undanfar-
in misseri. Voru síðan haldnir
fundir með þessum aðilum víðs
vegar um Norðurland helgina
24.-26. september sl., þar sem
atvinnumálin voru rædd vítt og
breitt. Kom þar ýmislegt fram,
sem varpar ljósi á ástand bygg-
ingamála á Norðurlandi, og verð-
ur hér á eftir getið helstu atriða,
jafnframt því, seip skýrt verður
frá niðurstöðum hinna formiegu
fyrirspurna.
Pátttaka í könnuninni var mjög
góð. Alls fengust svör frá 64
atvinnurekendum í byggingariðn-
aði, þ.á m. flestum stærstu bygg-
ingarfyrirtækjunum, og hafa þess-
ir aðilar í þjónustu sinni samtals
688 manns, eða liðlega 60%
mannafla í byggingarstarfsemi á
svæðinu. Svörfyrirtækjanna voru
vegin með starfsmannafjölda
þeirra, þar sem við átti, og þeim
skipt eftir atvinnusvæðum. Enn-
fremur bárust umbeðnar upplýs-
ingar frá flestum byggingafulltrú-
um í þéttbýli.
Hér á eftir verður rakið það
helsta sem könnunin leiddi í ljós.
Verður fyrst getið ýmissa al-
mennra atriða sem fram komu en
því næst greint frá ástandi mála í
hinum ýmsu héruðum Norður-
lands.
Almennar niðurstöður
Af viðtölum við forsvarsmenn
byggingarfyrirtækja á Norður-
landi má ráða að alls staðar gætir
talsverðrar óvissu um verkefni á
komandi vetri. Er rétt að hafa
hugfast þegar lesnar eru hinar
tölulegu niðurstöður úr könnun-
inni að vegna óvissunnar áttu
margir þátttakendur í könnuninni
erfitt með að gefa ákveðin svör
við spurningum um fyrirliggjandi
verkefni og ráðgerðar uppsagnir.
Var algengt að menn teldu sig
hafa verkefni til áramóta en lítið
eða ekkert upp frá því.
Tvær ástæður voru einkum til-
greindar fyrir óvissum atvinnu-
horfum. í fyrsta lagi var bent á
þann mikla samdrátt sem nú hefur
orðið í atvinnulífi og tekjum
landsmanna og þá almennu óvissu
í fjármálum sem honum fylgir. í
öðru lagi var nefnd sú staðreynd
að íbúðabyggingar hafa dregist
verulega saman og var það álit
flestra að þar ættu ekki síst hlut að
máli þær breytingar sem orðið
hafa á lánamarkaðnum á undan-
förnum árum, þ.e. að þrátt fyrir
mjög hert lánskjör hefði framboð
af lánsfé til almennra húsbyggj-
enda ekki aukist og væri nú svo
komið að engir gætu byggt, nema
stjórnir verkamannabústaða.
Ennfremur skal þess getið að alls
staðar kom fram hjá mönnum að
mjög hefur dregið úr innivinnu,
einkanlega innréttingasmíði.
Endurspeglar þetta erfiða mark-
aðsstöðu íslensks tréiðnaðar og
látalausan innflutning innréttinga
og ýmissa annarra byggingar-
hluta. Að því leyti sem að framan
greinir, eru viðhorfin í atvinnu-
málum í byggingariðnaði á
Norðurlandi áþekk því sem gerist
annars staðar á landinu. En könn-
unin leiddi einnig í ljós að ástand-
ið á Norðurlandi er talsvert
breytilegt eftir héruðum og verð-
ur nú frá því greint.
Norðurland vestra
Á Norðurlandi vestra hafa í
sumar og haust víðast hvar verið
miklar byggingaframkvæmdir í
gangi, einkanlega á Hvamms-
tanga og Sauðárkróki. Lýsir þetta
sér m.a. í því að starfsmenn þátt-
tökufyrirtækjanna voru ívið fleiri
í byrjun septemer sl. en á sama
tíma í fyrra. Virðast þar víðast
hvar einnig þokkalegar horfur um
verkefni á komandi vetri og útlitið
ekki að ráði lakara en oft vill
verða á þessum árstíma. Þannig
kemur fram að meðal fyrirtækja í
Húnavatnssýslu er vægi þeirra
sem álíta verkefnaskort yfirvof-
andi í vetur um 23% og á Sauð-
árkróki er þessi hlutfallstala 11%.
Frá þessu er þó sú undantekn-
ing að á Siglufirði er, eins og fram
kemur í töflu 2, mjög lítið um ný-
byggingar í gangi. Hafa bygging-
arfyrirtækin þar að undanförnu
unnið að viðhalds- og breytinga-
vinnu, einkum hjá stærstu
atvinnufyrirtækjum bæjarins.
Hins vegar er fyrirsjáanlegt að
þessum verkefnum muni ljúka
innan skamms, og horfir þá mjög
illa með atvinnu fyrir bygginga-
menn á Siglufirði.
nokkurrar óvissu gætir um verk-
efni í vetur fyrir byggingaraðila á
Blönduósi söku þess að óvíst var
um framhald á byggingu heilsu-
gæslustöðvar sem nýlega var haf-
ist handa við.
Akureyri og
Eyjafjörður
Á Eyjafjarðarsvæðinu er ástandið
sýnilega lakara en í Húnavatns-
sýslu og Skagafirði. Þetta á sér-
staklega við um Akureyri en þar
hefur byggingarstarfsemi dregist
mjög verulega saman á undan-
förnum misserum. Þannig kom
fram að á sl. ári var aðeins
hafin smíði á 56 íbúðum á
Akureyri eða u.þ.b. þriðjungi
þess íbúðafjölda sem þar hafa
verið fullgerðar undanfarin ár og
á yfirstandandi ári eru byrjunar-
framkvæmdir við íbúðarhúsnæði
einnig mjög fáar. Um aðrar bygg-
ingarframkvæmdir á Akureyri en
við íbúðarhús gegnir svipuðu máli
að þær eru einnig með minnsta
móti miðað við undanfarin ár.
Þessi samdráttur í framkvæmdum
kemur m.a. fram í því að starfs-
mönnum þátttökufyrirtækja frá
byggingafulltrúa Akureyrar um
byggingaframkvæmdir gefa þó til-
efni til að óttast að mun meiri
samdráttar sé að vænta í atvinnu á
næstu mánuðum.
Á Dalvík hafa á undanförnum
misserum staðið yfir miklar bygg-
ingaframkvæmdir en hins vegar
talsvert dregið úr þeim upp á síð-
kastið. í Ólafsfirði hefur bygging-
Ennfremur skal þess getið að
4 - DAGUR - 9. desember 1982