Dagur - 09.12.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 09.12.1982, Blaðsíða 5
jariðnaði: áramóta frá því arstarfsemi verið mjög með minna móti að undanförnu. Sér- staklega hefur dregið mikið úr íbúðabyggingum í bænum. Ekki er þó um að ræða samdrátt í bygg- ingarframkvæmdum í sama mæli og á Akureyri. Á móti þessumm samdrætti í byggingarstarfsemi í kaupstöðum Eyjafjarðarsýslu kemur, að vitað er, að annars staðar í héraðinu hafa víða verið talsvert miklar byggingaframkvæmdir í gangi, en um það fengust þó ekki nákvæm- ar upplýsingar. Sýnt er þó að þess- ar auknu framkvæmdir í dreifibýli í Eyjafirði vega engan veginn upp þann afturkipp sem orðið hefur í kaupstöðunum. Horfur hjá byggingaraðilum á Akureyri og nágrenni um verk- efni í vetur eru slæmar og var vægi þeirra fyrirtækja sem sáu fram á verkefnaskort í vetur, alls 88%. Pó má segja að útlitið sé heldur skárra en talið var í sumar, þar sem í ljós kemur að samanlagður fjöldi starfsmanna sem þátttak- endur í könnuninni frá Eyjafjarð- arsvæðinu telja fullvíst að segja þurfi upp á komandi vetri er 70, en áður höfðu talsvert hærri tölur verið nefndar í þessu sambandi. Hafa sum þeirra stóru byggingar- fyrirtækja á Akureyri, sem sögðu upp starfsmönnum fyrr í haust, nú endurráðið þá en hjá nokkrum fyrirtækjum eru starfsmenn laus- ráðnir. Hér ber að hafa í huga það sem áður var getið um að margir þátttakenda í könnuninni töldu líklegt að þeir þyrftu að segja upp starfsmönnum, en treystu sér þó ekki til að nefna ákveðnar tölur í því sambandi. Auk þess er sjald- gæft í fámennum fyrirtækjum að um formlegar uppsagnir sé að ræða heldur leita menn sér að vinnu á öðrum starfsvettvangi. Innifalið í framangreindri tölu um ráðgerðar uppsagnir er aðeins sá fjöldi starfsmanna sem ljóst virð- ist að segja þyrfti upp. Skýringin á því að atvinnu- ástand í byggingariðnaði á Akur- eyri er nú heldur skárra en útlit var fyrir sl. sumar er einkum sú að upp komu ýmis verkefni sem þá var ekki vitað um og má að sumu leyti rekja það til þeirrar umræðu sem átti sér stað um atvinnumálin fyrr á þessu hausti. Auk þess hef- ur hagstætt veðurfar nú á þessu hausti bætt mjög úr skák. Úrbætur í atvinnumálum bygg- ingamanna á Akureyri hafa þó orðið minni en virðast kann við fyrstu sýn. Stafar það af því að meginhlutinn af þeim verkefnum sem nýlega hafa komið til eru mjög óálitleg frá sjónarhóli byggingarfyrirtækanna. Þar er um að ræða samninga sem sum stærstu fyrirtækjanna hafa gert um smíði á íbúðum fyrir stjórn verkamannabústaða, alls 32 íbúð- ir. Með þessum samningum eru fyrirtækjunum settir afar þröngir skilmálar um fjármögnun en þeir en þeir felast í því að fyrirtækjun- um er ætlað að skila húsunum fok- heldum um nk. áramót en eiga á hinn bóginn aðeins að fá greitt sem svarar 10% af byggingar- kostnaði húsanna fyrir áramót. Þegar þess er gætt að kostnaður við uppsteypu fjölbýlisbúss er skv. vísitölu byggingarkostnaðar fyrir fjölbýlishús 31,4% af bygg- ingarkostnaði alls, er augljóst, að fyrirtækjunum eru hér nánast settir afarkostir. Hér er því aug- ljóslega um að ræða valkost sem íýrirtækin neyðast til að ganga að, fremur en að vera ella að mestu verkefnalaust. Ekki skal fjölyrt um skýringar á þeirri lægð sem er í byggingariðn- aði á Akureyri en augljóst er að hinar almennu skýringar sem get- ið var um í upphafi þ.e. almennur samdráttur í efnahagslífinu og hert lánskjör eiga ekki síður við á Akureyri en annars staðar á land- inu. Ástæðan fyrir sérstöðu Akur- eyrar í þessu tilliti eru þó einkum sú að þar hefur orðið mun meiri stöðnun í uppbyggingu atvinnu- lífsins enn almennt gerist annars staðar á landinu. Ennfremur er á það að líta að á síðastliðnum ára- tug var mjög mikið byggt á Akur- eyri og þar byggðust upp stór fyrirtæki með mikla afkastagetu og vel búin tæknilega séð. Sam- dráttur í framkvæmdum að þessu sinni er því tilfinnanlegri af þess- um sökum. Raunar er þessi reynsla lýsandi dæmi um hvernig þær sveiflur sem verið hafa land- lægar í byggingariðnaðinum standa í vegi fyrir tæknilegri upp- byggingu hans. Húsavík og S-Þingeyjarsýsla Umsvif við byggingarfram- kvæmdir á Húsavík og nágrenni hafa dregist saman frá því sem verið hefur á sama árstíma undan- farin ár en þó hefur þar að undan- förnu verið næg atvinna við bygg- ingarstarfsemi og starfsmönnum byggingarfyrirtækja yfirleitt ekki fækkað. Gagnstætt því sem er í Skagafirði og Eyjafirði, hafa byggingarframkvæmdir í S-Þing- eyjarsýslu dregist mun meir saman í dreifbýli heldur en í kaupstaðnum, þ.e. á Húsavík. Enda þótt næg atvinna hafi ver- ið fram til þessa meðal byggingar- manna í héraðinu eru fjölmörg verkefni á lokastigi og verulegrar svartsýni gætti um atvinnuhorfur á komandi vetri. Þannig töldu 82% þátttakenda í könnuninni af þessu svæði að þá skorti verkefni á komandi vetri og ráðgerðar voru uppsagnir 24 starfsmanna. Þá kom fram að nokkur stór atvinnufyrirtæki á Húsavík hefðu verið með áform um nýbyggingar og hefðu þegar fengið byggingar- leyfi fyrir þeim. Sökum þess hve dregist hafði að þessar fram- kvæmdir hæfust var óttast að þeim yrði slegið á frest til næsta vors. Var álitið að atvinnuástand- ið í vetur myndi að talsverðu leyti ráðast af þvf hvort í þessar fram- kvæmdir yrði ráðist. Sömu ástæður voru tilgreindar fyrir verkefnaskortinum og á Ak- ureyri, þ.e. samdráttur í fjárfest- ingu atvinnufyrirtækja og fjár- skortur húsbyggjenda. Auk þess álitu nokkrir þátttakendur litla byggingarþörf fyrir hendi en eins og á Akureyri hefur mikið verið byggt af íbúðarhúsnæði á Húsa- vík undanfarin ár. Jólagjöf veiðimannsins fæst hjá okkur: Stórkostlegur afsláttur á vöðlum og bússum ásamt öllum öðrum __■ «. ■- -» - VÖÐLUR, stærðir 40-46, verð kr. 750 VGIOIVOrUm. BÚSSUR, stærðir 40-47, verð kr. 400 Eitthvað nýtt bætist við á útsöluna á hverjum degi. Jakkafötin færðu hjá okkur Leðurjakkar herra • Mikið úrval af blússum • herra- skyrtum • vettlingum • legghlífum o.fl. o.fl. CESAR fatadeild SÍMI 24106 9. desember 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.