Dagur - 10.12.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1982, Blaðsíða 2
LESENDAHORMÐ Hef ástæðu tll að ætla að brag- eyra sé ættgengt Föstudaginn 3. des. þ. á. segir frá því í Degi að Kristján nokkur hafi hringt til blaðsins frá Húsa- vík. Segist hann hafa gaman af að setja saman ljóð og má af því ætla er síðar kemur fram, að hann hafi gert talsvert af þessu. Einhver maður er las yrkingar Kristjáns felldi þann dóm að þar væru brotnar allar reglur rímaðs máls. Kom þetta Kristjáni mjög á óvart, svo ekki sé meira sagt. Birtir hann eina vísu sem sýnis- horn og segir hana gripna upp úr löngum vísnaflokki. Vill hann fá að vita hvort hún brýtur ein- hverjar reglur í ljóðagerð, eins og hann orðar það að sögn blaðsins. Að endingu segir Kristján: „Ég hef séð að Dagur er með ljóðaþátt og gæti ekki sá er hann annast skorið úr þessu fyrir mig.“ Par sem ég er um- sjármaður vísnaþáttar Dags nú í svipinn, tel ég mér skylt að svara þér af hreinskilni og um leið í fullkominni vinsemd. Þér er ai- veg óhætt að trúa þeim er sá hjá þér vísurnar og þá sem þú birtir tel ég alls ekki frambærilega sem rímað mál. Enga ástæðu tel ég til að færa rök að þessu. Slíkt yrði of langt mál og þess utan hef ég aldrei lært svokallaða bragfræði og styðst einvörðungu við brag- eyra það sem ég hlaut í vöggu- gjöf. Hef ég fulla ástæðu til að álíta að það sé ættgengt, eins og svo margt annað. Þú virðist hafa lélegt bragskyn, en ég biðþúg að líta ekki á það sem fötlun. Ég hef á langri æfi kynnst fólki sem stendur mér framar bæði að vits- munum og menntun og það að miklum mun. Mér til furðu hef ég orðið þess var að sumt þetta fólk getur allsekki fundið hvort vísa er rétt rímuð, eða ekki. Af kynnum mínum af Húsvík- ingum þykist ég vita að í öðru- hverju húsi í þeim ágæta bæ búi fólk sem er þess engu síður um- komið en ég að útskýra fyrir þér áglla vísna þinna. Ég ráðlegg þér að leita til þess ef þú trúir var- lega umsögn minni og kunningja þíns er sá hjá þér vísurnar. Ann- ars vil ég í fullkominni vinsemd ráðleggja þér að leggja skáld- skapinn til hliðar og snúa þér að einhverju öðru tómstunda- gamni. Nú á tímum býðst mönn- um svo fölmargt af slíku. Ég skil vel að þig langi til að yrkja. Líklega gera allir tilraunir í þeim efnum. Þergar ég var ung- ur þráði ég ekkert svo heitt sem það að verða skáld. Auðvitað tókst mér þetta ekki. En eigum við ekki bara Kristján minn góð- ur að sætta okkur við orðinn hlut? Svo kveð ég þig og óska þér gleðilegra jóla. Jón Bjamason frá Garðsvík. A FAKSPORI eftir Sigurbjörn Bárðarson mun tvímælalaust kærkomin viðbót í umræðuna um íslenska reiðmennsku og samskipti við hestinn. Bókin skiptist í þrjá meginþætti. í fyrsta hlutanum erfjallað um þjálfun og meðferð reiðhesta. í öðrum hlutanum er að finna greinargóðar upplýsingar og svör við óteljandi spurningum varðandi uppbyggingu og þjálfun keppnishesta. í síðasta hlutanum er loks fjallað um meðferð og umhirðu íslenska hestsins, og má nefna í því sambandi kafla um hesthús, fóðrun og járningar. „Á FÁKSPORI" er jólabók hestamanna í ár, ungra sem aldinna, byrjenda sem þeirra sem lengra eru komnir. Bókin er ríkulega myndskreyttog fæst í bókabúðum um allt land. Við sendum þér hana og neðantaldar bækur gegn póstkröfu. Sími okkar er (91) 8 53 16. F EKJFAXI Pósthólf 887 Lágmúla 5. Sími (91) 85316 OSKABÓK H ESTAM ANNSINS ÁHEST- BAKI þjálfun knapa og hests Bók Eyjólfs Isóffssonar ÁHEST- BAKI Fyrsta sérhæfða bókin um þjálfun hests og knapa. Verðkr.220.- Yfir 100 myndir og teikningar. AÐ TEMJA eftir Pétur Behrens, bók um samskipti manns og hests og sérstaklega um tamninguna. Vönduð og ríkulega myndskreytt. Verð kr. 259.- 2 - DAGUR - 10. desember 1982 - miC-AO ss&r J)l BygginganeiEnd spurð Listunnundi skrifar: Nú er risin íþróttahöllin, stór og glæsileg, sem vafalaust á eftir að efla líkamlegar dáðir meðal Ak- ureyringa framtíðarinnar. Einn- ig hafa verið höfð um það fögur orð að húsið væri svo stórt og glæsilegt að ekki væri nein frá- gangssök þó þarna yrðu haldnar myndlistasýningar og tónleikar. Mig langar til að varpa þeirri spurningu fram til bygginga- nefndar íþróttahússins stóra: Hvar á að halda myndlistasýn- ingar í húsinu? Ég fékk ekki bet- ur séð á sunnudag en búið væri að eyðileggja möguleika til þess í kjallara hússins, en rætt hefur verið um að þar gætu sýningar farið fram. Búið er að hengja heilmikla loftræstistokka upp í loftin og lofthæð því varla nema eins og í dyraopum. Svo segja mér tónlistamenntaðir menn að plássið sem á að rúma senuna f aðalsalnum sé t.d. allt of lítið til að rúma eina sinfóníuhljóm- sveit, auk þess sem ekkert er vit- að um hljómburð. Mig langar til að fá Dag til að hafa milligöngu um að koma þessum spumingum á framfæri við bygginganefnd og vona að blaðið gefi svari þeirra rúm á síðum sínum. Hvar á að halda sýningar t.d. á myndlist? Var virkilega ekki hugsað fyrir því að stórar hljómsveitir gætu hald- ið tónleika í aðalsalnum? Voru loforðin fögru um annars konar nýtingu á höllinni en eingöngu til íþróttaiðkana hjómið eitt og til þess eins ætluð að auðvelda peningaöflun til byggingarinn- ar? Athugasemd við söngskrá Ekki er það til að varpa rýrð á minningu Ingimundar Arna- sonar, eða gera lítið úr störfum hans að tónlistarmálum, að ég verð að gera lítilsháttar athuga- semd við eitt atriði í annálságripi „Geysis“ t nýrri söngskrá hans. En þar segir svo við árið 1945: „Tónlistarbandalag og tónlistar- skóli stofnaður á Akureyri fyrir forgöngu söngstjóra Ingimund- ar og Geysis“. Verður þessi frá- sögn varla skilin öðruvísi en að Ingimundur og „Geysir" hafi átt þar bæði hugmynd og fram- kvæmdir. Hið sanna er þó, að á sama tíma, sem þessi tónlistarskóla- hugmynd er að gerjast hjá Ingi- mundi og „Geysi“, er samskon- ar hræring að taka á sig veru- leikamynd hjá Tónlistarfélagi Akureyrar, en hún hafði raunar verið á stefnuskrá þess frá upp- hafi. Þessir tveir aðilar leituðu báðir liðveislu annara félaga í bænum, sem að tónlistarmálum störfuðu og sóttu hana allfast. Var um tíma ekki annað sjáan- legt, en að tveir tónlistarskólar yrðu til í bænum, enda þótt ágreiningsefnin væru frekar til- finningarlegs efnis en raunveru- leg. Góðir menn fengu þó dregin klæði á vopnin og komið svo málum að Tónlistarbandalag var stofnað, með þátttöku allra þeirra félaga, sem að tónlist störfuðu í bænum og stóð það að stofnun tónlistarskólans og rekstri hans um alllangt skeið, eða þar til „Bærinn“ tók við honum. Þess skal og getið, að Ingi- mundur Árnason tók sæti í fyrstu stjórn Tónlistarbandalags Ákureyrar og starfaði þar af áhuga og dugnaði, sem honum var lagið, til æviloka. Vona ég að annálaritarar „Geysis“ taki þetta til athugunar í framtíðinni. Páll Helgason. Hvaö er athugavert viö hreinan þvott? - spyr kona í Glerárhverfi Kona í Glerárhverfi hringdi í til- efni myndarinnar af þvotti á snúrum og lesendabréfum í framhaldi af því. Hún vildi benda á að þó að fólk væri með þvottahús, væri ef til vill ekki nægt pláss fyrir þvottinn og því kynni að vera nauðsynlegt að hengja út endrum og eins. Auk þess vissu það væntanlega allir að þvotturinn yrði miklu betri ef hann væri þurrkaður úti við. Á hinn bóginn sagðist hún líta á þessi mótmæli vegna þvottar á útisnúrum sem hreint og klárt snobb og sér fyndist nú fulllangt gengið í þeim efnum. Hún sagði að sér hefði aidrei fundist lýti af þvotti á snúrum, hvort sem þær væru á svölum húsa eða úti í garði. Hvað er athugavert við hreinan þvott, sagði konan í Glerárhverfi að lokum. Víða vantar þvottahús Húsmóðir í Lundahverfí hringdi: Mig langar til að gera athuga- semd við skrif um þvott á snúr- um í Lundahverfi. í bréfi sem birtist í síðasta Degi sagði að það væri bannað í lögum um fjölbýlishús að hengja þvott út á svalir. Að auki var þetta kall- aður ósiður. Ég vil hinsvegar vekja athygli á því að það eru ekki þvottahús í öllum fjölbýlishúsunum og að auki býr fólk á neðstu hæð þessara húsa, en það hefur engin svalahandrið til að „fela“ þvottinn. Spurning- in er hvað fólk sem býr við þess- ar aðstæður á að gera? Svarið hlýtur að vera það að hengja þvottinn á svalasnúrurnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.