Dagur - 10.12.1982, Page 5
Það var létt yfir félögum í
klúbbi sem ber heitið Karlar
II, þegar Ijósmyndara Dags
bar að garði sl. þriðjudag. Fé-
lagsmenn voru að hlusta á
upplestur og sumir sötruðu
kaffi á meðan. Klubburinn
Karlar II er angi úr félagsskap
í Reykjavík og heitir Karlar I.
Eins og nafnið bendir til er
þetta klúbbur fyrir karlmenn,
sem fer víst fyrir brjóstið á
sumum á þessum jafnréttis-
tímum. En eins og sjá má á
myndunum eru konur í hópn-
um og er ástæðan sú að þetta
var einskonar jólafundur og
var því konunum boðið að
fljóta með.
Félagsmenn í Karlar II koma
saman klukkan 4 fyrsta þriðju-
dag hvers mánaðar á Hótel
KEA. Þar drekka þeir kaffi og
hlýða gjarnan á upplestur og
syngja í upphafi fundar. Einn
klúbbfélaga sagði að þessi fund-
ur hefði verið sá fjölmennasti
sem hafði verið haldinn lengi, en
að þessu sinni var hvert sæti
skipað. Formaður Karlar II er
Ingólfur Kristinsson, fyrrver-
andi starfsmaður Sundlaugar
Akureyrar.
Bók sem upp-
fyflir brýna þörf
Frá konu til konu, kvennalæknir svarar spurningum um konur
og kvenlíkamann. Höfundur: Lúcienne Lanson M.D.
F.A.C.O.G. Stærð bókar 412 bls. Útgefandi: Skjaldborg, Ak-
ureyri. Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Brynleifur H. Stein-
grímsson, læknir ritar formálsorð. Kynningarorð á bókarkápu:
Bókin fjallar um skýrt markað efni, kynfæri og kyneðli konunn-
ar. Einnig um þá sjúkdóma, sem þessi líffæri og þetta lífeðli geta
átt við að stríða.
í meira en 30 ára læknisstarfi
hefur sá er þetta ritar komist að
raun um, að fjöldi kvenna eru
svo fáfróðar um eigið eðli og
jafnvel eigið sköpulag að furðu
sætir.
Svo virðist sem ótrúlega
margt fólk líti enn á það, sem
bók þessi fj allar um sem feimnis-
mál. Sumum finnst áreiðanlega
jaðra við brot gegn almennri
háttvísi að nefna kynfæri og kyn-
eðli opinskátt á bókarkápu og fá
ósjálfráðar sektarkenndir af því
einu að taka sér slíka bók í hönd
og játa á sig áhuga á efni hennar.
Slíkt háttalag þvert ofan í heil-
brigða skynsemi sannar það,
hversu sterk ítök ævagömul
bannhelgi eða TABU getur átt í
vitundinni. Bannhelgin sækir afl
sitt til óttans. Þannig er hver,
sem lætur stjórnast af bannhelgi
eða TABU raunverulega ófrjáls
mannvera á valdi óttans. Ótta-
blandið laumuspil í kringum for-
dómafulla bannhelgi á sér líka
stað í sambandi við elli og
dauðakrabbamein, þvagfæra-
sýkingar og fleira.
Af þessu hefur hlotist og hlýst
enn ómælt tjón, langtum meira
en flesta grunar. Samt hefur
gerst sú sólskinssaga, að fjölda
kvenna hefur verið bjargað, sem
ella hefði dáið úr krabbameini,
og er því að þakka, að læknar
mátu meira hlutlæga þekkingu
en tryggð við gamla fordóma.
Eins og sjá má í þeirri bók, sem
hér er um að ræða, er margt
óunnið enn á vettvangi kven-
lækninga, sem stuðlað getur að
hamingjusamara lífi og betri
endingu heilbrigðrar lífsorku til
líkama og sálar.
Brynleifur H. Steingrímsson,
læknir, lýkur formálsorðum
með þessum ummmælum: „Því
ber að fagna, að bók Lucienne
Lanson er nú komin út á ís-
lensku og breiðir þar með út
þekkingu og skilning til ís-
ienskra kvenna og karla um kon-
una og kveneðlið.“ Sannarlega
orð í tíma töluð. Karlmönnum
er heldur ekki vanþörf á að átta
sig á kveneðlinu samkvæmt trú-
verðugri heimildum en óhroð-
anum, sem flæðir yfir löndin
hindrunarlítið.
Þegar þagnarmúr aldinna for-
dóma loksins tók að rofna skap-
aðist þörf fyrir hlutlægar og
réttar upplýsingar eins og finna
má í þessarri bók.
Því miður varð reynslan sú, að
óvandaðir aðiljar tóku að ausa
yfir heiminn villandi og tryllandi
óhroða, sem ekkert á skylt við
sanna fræðslu og á sér sjaldnast
annað markmið en það að espa
og afflytja frumstæðar kenndir í
fjárgróðaskyni.
Frumstæðar kenndir búa með
hverri einustu lifandi mannveru.
Þær eru eðlilegur hluti sköpun-
arverksins, hluti gróandi lífs,
sem ástæðulaust er að kúga eða
amast við, heldur ber að virða að
verðleikum. Bannhelgin kring-
um kynlífið stuðlaði ekki að
sannri þekkingu, heldur hindr-
aði lífshamingju, heilbrigður
eðlisþáttur var vanmetinn, lítils-
virtur og jafnvel talinn synd-
samlegur. Það er sönnu nær, að
einungis það, sem vísar kynhvöt
okkar þar á bekk sem henni ber
meðal verðmætra lífskennda á
erindi til þeirra, sem horfa til
betri framtíðar á jörð. Hitt, sem
ausið er yfir alla um fjölmiðla
kynlífinu til óvirðingar réttir
ekki hlut vanmetinnar lífs-
kenndar, heldur viðheldur
gamla vanmatinu, vísar úr ösk-
unni íeldinn. Slíkter kennimark
siðmenningar, sem er að líða
undir lok. En bók eins og þessi á
aftur á móti hlut í því að ný
siðmenning og betri rísi á rúst-
um þeirrar, sem er að falla.
Þess skal að lokum getið, að
ekki mun til þess ætlast, að bók
þessi sé lesin frá upphafi til enda
eins og reyfari, heldur er rituð á
þann hátt, að auðvelt sé að nota
hana sem uppsláttarrit. Efnisyf-
irlit er framan við meginefni
bókarinnar og auk þess skrá at-
riðisorða (index) aftan við.
Þannig þarf ekki annað en leita
uppi lykilorð að því, sem óskað
er eftir að vita, og fletta síðan
upp á þeirri blaðsíðu, sem vísað
er til.
Þýðingin er lipur og íslenskun
erlendra orða smekkleg, formáli
hins íslenska læknis eykur gildi
bókarinnar.
Hver veit nema hann eigi eftir
að rita bókina „Frá karli til
karls“ fáfróðum karlpeningi til
sjálfsþekkingar?
ENN KUKUNS. VIÐ FJÖLBREYTNINK
Auglýsingastofa
Elnars Pálma.
FrÖnsk
K. Jónsson & Co. hf., Akureyri.
Nú bjóðum við 9 mismunandi grænmetistegundir
Grænar baunir, Gulrætur og grænar baunir, Ameríska
grænmetisblöndu, Gulrótarteninga, Maískorn og Rauðrófur.
!—0G NÚNA ÍINNIG:
I Klítölsk grænmetisblanda
I SFrönsk grænmetisblanda
IJXI Rauðkál
KJ grænmeti á
hvers manns disk
Reynið þessar tegundir með hátíðarmatnum, í salatið, eða bara hvenær sem er.
Kkdesember 1932-DAQUR-5