Dagur - 10.12.1982, Page 8
Skóvinnustofa Akureyrar
Nú er svarta og bláa skósprayið komið
aftur. Einnig mikið úrval af skóáburði
fyrirliggjandi.
Mannbroddar og tréklossar.
Verið velkomin.
Skóvinnustofa Akureyrar
Hafnarstræti 88, sími 23450.
Leikfélag Akureyrar
Siggi var úti
Nýtt barnaleikrit eftir Signýju Pálsdóttur sem
einnig er leikstjóri.
Leikmynd geröi Þráinn Karlsson.
Búninga gerði Freygerður Magnúsdóttir.
Lýsingu annaðist Viðar Garðarsson.
Tónlist: Bara-flokkurinn.
Sýning laugardag kl. 17.00.
Sýning sunnudag kl. 15.00.
Aðgöngumiðasalan er opin alla daga frá kl.
13.00-17.00. Sími 24073.
Skyrtur jt Peysur
Mikið og fjölbreytt úrval
* Velour-
sloppar
* Frotté-
sloppar
Framleitt úr íslenskum
úrvals kartöflum.
sími (96) 25800
VISNAÞATTUR
Jón Bjarnason
Vfir sollinn sæ ég flýt
Maður sem ekki vill láta nafns
síns getið, en við getum kallað
gamlan Eyfirðing, kom heim frá
vinnu sinni. Þá sat húsfreyjan
við símann, eins og hendir á
bestu bæjum. Karl orti að
bragði:
Siturhún viðsímaborð
sæl með brosi hlýju.
Parfað nota þúsund orð,
þarsem dygðu tíu.
Þegar Ijóðabókin Dvergmál,
eftir Baldur Eiríksson kom út
1981, orti gamall Eyfirðingur:
Hverjirlesa Hávamál?
Hlustar þú á Daglegt mál?
Það varorðið meira en mál
að maður heyrði dvergamál.
Á verkstæði nokkru voru strák-
ar að gaspra um kvennamál og
þóttust verða þess varir að einn
þeirra hefði verið rændur kær-
ustunni. Þá kvað gamall Eyfirð-
ingur:
Ástin brennir ungdóminn.
- Oft slær henni niður -.
Á því kennir einn um sinn
okkar rennismiður.
Þetta hefur gamall Eyfirðingur
að segja um hin svokölluðu
órímuðu ljóð:
Atombullið, þaðýmsa særir,
enerað komast í móð.
Peir eru ekki lengur ferskeytlufærir
sem fást viðaðyrkja Ijóð.
Um meðalanotkun sína hefur
gamli maðurinn þetta að segja:
Óðum þrek og dugur dvín.
Daprast bæði heyrn og sýn.
Einu meðul eru mín
alkóhól og nikótín.
Ekki er umsjónarmaður þáttar-
ins það kunnugur veraldarsög-
unni að hann þori að fara með
nafn þess er næstu vísu orti, en
hún er orðin nokkuð gömul.
Tveir ungir menn mættust á götu
á Blönduósi og spurði annar
hinn, hvert hann væri að fara.
Svarið kom án tafar:
Út í skóla ætla ég
auðarsól að finna.
Þennan róla verð ég veg
vegna tóla minna.
Rósberg Snædal virðist hafa ver-
ið eitthvað hnugginn er hann
orti þessa vísu:
Yfir sollinn sæ ég flýt,
syndum hlaðinn gæi.
Öskabyrinn aldrei hlýt,
æski samt hann lægi.
Ekki virðist næsta vfsa heldur
hafa verið ort í k-átínu. Hún er
eftir Aðalstein Ólafsson frá
Melgerði:
ímörgu ég snúast mátti
frá morgni til sólarlags.
Smiðursem aldrei átti
efnitilnæsta dags.
Um drukkinn mann með hár-
kollu orti Kristján Benedikts-
son:
Kallinn svallarmeir en má,
en mesta gallann hylur
að fallegt hallast hausnum á
hárerskallan dylur.
Fyrr á þessu hausti birtist f
Tímanum grein eftir Helga
Hannesson. Öldungur þessi hef-
ur aldrei farið dult með áhuga
sinn fyrir dýraverndun. í nefndri
grein fer hann hlýlegum orðum
um bóndann á Bergþórshvoli
vegna þess hve hrossskrokkur
hans fékk að liggja lengi á tún-
inu, hröfnunum til glaðningar.
Þetta varð umsjónarmanni þátt-
arins að strákslegri vísu:
Hvað sem skrafast manna milli
merka sögustaðinn kring um,
fyrir víst á Haukdal hylli
hrafnanna í Rangárþingum.
8 - DAQUR -1Q. de$embeM 98£,
DELFI