Dagur


Dagur - 16.12.1982, Qupperneq 1

Dagur - 16.12.1982, Qupperneq 1
DEMANTS- HRINGARNIR KOMNIR GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR ' AKUREVRI PÉTUR 65.árgangur Fjögur þúsund afsláttar- kort „Það er óhætt að segja að þetta hafi mælst vel fyrir á meðal fé- laga KEA og bara hér á Akur- eyri komu inn um 4 þúsund af- sláttarkort,“ sagði Björn Bald- ursson hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga í stuttu spjalli við Dag. Kaupfélag Eyfirðinga veitti tímabilinu 13. nóvember til 4. desember félögum sínum 10% afslátt gegn framvísun afsláttar- korta. Gat hver félagsmaður fengið 6 afsláttarkort og giltu þau í öllum sérverslunum félagsins á Akureyri og einnig í útibúum á öðrum stöðum. „Ég hef ekki þá upphæð hand- bæra ennþá," sagði Björn er við spurðum hann um hvað heildaraf- siáttarupphæðin sem veitt var fé- lagsmönnum hafi verið há. „Það er hinsvegar ljóst að hinn almenni félagsmaður notfærði sér þessa kjarabót. í Vöruhúsinu gilti þessi afsláttur t.d. í öllum deildum og á öllum vörum nema gólfteppum og heimilistækjum en á þeim vörum nam hann 5%. Hinsvegar buðum við gólfteppi án útborgunar og það var einnig mjög vinsælt.“ Jólablað Dags kemur út á morgun. Það er 32 síður að stærð og fjölbreytt að efni. Meðal efnis í blaðinu er Jóla- hugvekja eftir séra Þórhall Hösk- uldsson, frásögn af Lindu-veðrinu svokallaða, sem reyndar ber nafn- ið Steindórsveðrið, matarþáttur, barnaefni, krossgáta og vísna- þáttur. Þá má nefna frásögn Stef- áns Valgeirssonar af Allsherjar- þingi SÞ í bundnu máli og kvæði og mynd Úlfs Ragnarssonar um Betlehemsstjörnuna, sem Heið- dís Norðfjörð hefur gert lag við. Tvær greinar eru eftir frétta- mann Dags á Húsavík, önnur um kirkjuna á staðnum og svo viðtal við Harald Gíslason, mjólkur- samlagsstjóra. Síðast en ekki síst má nefna fréttaannál fyrir árið 1982, sem nær fram að miðjum desember. Jólakveðjur eru að vanda margar í blaðinu. Síðasta blað fyrir jól kemur út þriðjudaginn 21. desember. í því verður einnig fjölbreytt efni, m.a. íþróttaannáll ársins, hvað verður á seyði um jól og áramót, grein um hafís í Eyjafirði o.m.fl. Akureyri, fímmtudagur 16. desember 1982 140. tölublað Vetrarkvöld í Innbænum. Sigíósíld starfrækt í þrjá og hálfan mánuð á árinu: Taprekstur eykst með aukinni framleiðslu Rekstur Siglósfldar á Siglufírði hefur gengið erflðlega það sem af er ársins. Verksmiðjan hefur aðeins veriö starfrækt í þrjá og hálfan mánuð í ár. Hjá Siglósíld hafa unnið 60 til 70 manns og afleiðingarnar af rekstrarstöðv- uninni hafa orðið þær að á tímabilinu mars til október hafa 50 til 60 konur á Siglufirði verið samfellt á atvinnuleysis- skrá. Ástæður fyrir hinum erfiða rekstri Siglósíldar er fyrst og fremst mikil verðbólga. Fram- „Þetta er stórlega ýkt,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Ut- vegsmannafélags Norðurlands um ummæli sem viðhöfð voru í útvarpsfréttum fyrr í vikunni, en í þeim var sagt að norðlensk- ir bátar væru að flykkjast suður í stórum stfl vegna aflabrests fyrir norðan og sjómenn jafn- vel að flytjast búferlum. Að- eins var rætt um tvo aðila um málið, þ.e. útgerðarmann á Grenivík og skipstjóra á skuttogara frá Ólafsfírði. leiðslukostnaðurin* hefur hækkað um 40 til 60% á ári, þannig ef dæmið á að ganga upp, þarf annað hvort að vera hægt að selja vöruna á sífellt hærra og hærra verði er- lendis eða gengið þarf að falla sem þessu nemur. Hvorugt hefur gerst og niðurstaðan er þvf sú að gaffal- bitaframleiðslan er í rauninni rek- in með þeim mun meira tapi sem meira er framleitt. Lengi hefur verið í athugun hvað hægt væri að gera við Siglósíld og gera menn sér vonir um að hægt verði að beina fyrirtækinu inn á nýjar Sverrir gat þess að Útvegs- mannafélag Norðurlands hafi oft- lega fjallað um aflaminnkun fyrir Norðurlandi að undanförnu, en „ég hef ekki heyrt um flótta báta suður fyrr en í fréttatíma útvarps. Það fer ekki á milli mála að við hefðum verið búnir að heyra það ef einhver fótur væri fyrir frétt- inni, en það er ekkert sem gefur vísbendingu um að hún sé rétt. Við höfum svo sem orðið fyrir því áður hér á landi að afli hafi dregist saman og það er rétt að um brautir, fá nýjar vélar og fara að reka það með hagnaði. „Það hefur verið botnlaus tap- rekstur á fyrirtækinu undanfarin þrjú ár og er eflaust mörgu um að kenna,“ sagði Kolbeinn Frið- bjarnarson, formaður atvinnu- málanefndar. Kolbeinn sagði að m.a. hefði verið rætt um aðgaffal- bitar yrðu framleiddir úr síld sem söltuð væri í verksmiðjunni, en fyrst og fremst þyrfti að stuðla að fjölbreyttari framleiðslu. Iðnaðarráðuneytið hefur skip- að nefnd til að fjalla um fram- tíð Siglósíldar. Formaður nefnd- það er að ræða á Norðurlandi í ár. Hinsvegar á það sér töluverðan aðdraganda ef fólk ætlar að fara að rífa sig upp með rótum og fara á milli staða. “ Sverrir sgaði að það væri ekkert launungarmál að út- vegsmenn sendu báta sína suður á vetrarvertíð og hann tók Greni- vík sem dæmi um það. En slíkt hefur gerst ár eftir ár og telst vart til tíðinda og nú er svo komið að þeim bátum fer fækkandi sem fara suður, enda verka allmargir aflann sjálfir. arinnar er Guðrún Hallgrímsdótt- ir. Kolbeinn átti ekki von á að hún skilaði áliti fyrr en eftir áramót. En bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ur samþykkt ályktun þar sem fram kemur að skorað er á eig- anda Siglósíldar, ríkissjóð, að tryggt verði nægjanlegt hráefni til rekstrar á næsta ári með kaupum á 6000 tunnum af síld til vinnslu í gaffalbita og kaupum á rækju en með því móti er tryggt að verk- smiðjan verði í gangi á meðan við- ræður bæjaryfirvalda og ríkisins fara fram. Jóla- pósturinn Afgreiðsla Póststofunnar á Akur- eyri verður opin til kl. 20 annað kvöld (föstudag). Fyrir þann tíma þarf að vera búið að skila jóla- pökkum og jólakortum ef fólic vill vera öruggt um að sendingin ber- ist viðtakanda fyrir jól. Að sjálf- sögðu verður tekið við jólapósti eftir þann tíma en þetta er sá tími sem fólk þarf að vera búið að skila póstinum ef það vill ekki eiga neitt á hættu. Að sögn starfsmanna Póstsins á Akureyri, er Dagur ræddi við, er meira um böggla nú en oftast áður en minna af jólakortunum, ef eitt- hvað er. „Stórlega ýkt“ — segir Sverrir Leósson um frétt útvarpsins

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.