Dagur - 16.12.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 16. desember 1982
RAFGEYMAR
í BfLINN. BÁTINN, VINNUVÉLINA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Hjálpar-
sveit skáta
fær nýja
vélsleða
Nú fyrir skömmu festi Hjálpar-
sveit skáta á Akureyri kaup í
tveimur vélsleðum. Þeir eru
af gerðinni Polaris og eru
keyptir af Hjólbarðaþjónustu
Tómasar Eyþórssonar.
Sleðarnir eru sérstaklega pant-
aðir fyrir hjálparsveitina, en þeir
eru mun sterkari en þeir sleðar
sem á markaðnum eru, með
lengra belti og sérstaklega gerðir
til að draga á þeim. Skátarnir eru
nú að smíða aftan í þá sérstaka
sjúkrasleða. Með tilkomu sleð-
anna auka skátarnir ennþá tækja-
kost sinn og veita þá um leið
rnikið öryggi.
Blönduós:
Nær engar
framkvæmdir
Á Blönduósi hafa nær engar
opinberar framkvæmdir verið í
gangi á þessu ári og hefur það
sett nokkurt strik í reikninginn
með allar byggingafram-
kvæmdir, sagði Hilmar Krist-
jánsson, oddviti á Blönduósi á
fundi sem haldinn var með al-
þingismönnum fyrir nokkru. Á
fjárlögum fyrir árið í ár voru
ætlaðar verulegar upphæðir til
heilsugæslustöðvar, en fyrir
klúður heimamanna og kerfis-
ins hefur þetta verk ekki fari í
gagn ennþá.
Það kom einnig fram á fundin-
um að Pólarprjón átti í verulegum
rekstrarerfiðleikum, en nú virðist
vera að rætast úr þeim málum.
Framan af árinu voru verkefnin
ákaflega lítil og vandinn safnaðist
upp en um þessar mundir virðast
verkefnin vera næg og fyrir
skömmu a.m.k. vantaði fólk til
starfa.
Samvinnufélögin hafa verið
geysilega framsækin í sinni upp-
byggingu á Blönduósi. Fyrr á ár-
inu keypti Sölufélagið hluta í hót-
elfélagi, en þó það vegi ekki þungt
þá veitir þetta hótel 6 til 8 ársstörf
á Blönduósi.
Aldrei borið eins mikið
á peruþjófnaði og nú
„Það er furðulegt að fólk skuli
leggja sig niður við þetta at-
hæfí, og því miður hefur aldrei
borið eins mikið á þessum
peruþjófnaði og núna,“ sagði
Björn Ævar Guðmundsson,
hjá fyrirtækinu Ljósgjafanum
hf. á Ákureyri. Það fyrirtæki sá
m.a. um uppsetningu á jóla-
Ijósunum við kirkjutröppurnar
á Akureyri og hefur eftirlit með
þeim.
„Við settum ljósin við kirkju-
tröppurnar upp á föstudagskvöldi
og á sunnudag var búið að stela
þar um 100 perum. Perurnar eru
skrúfaðar úr og það er ekkert um
annað að ræða fyrir okkur en að
skipta um perur á meðan menn
gefast ekki upp á því að standa
fyrir þessum skreytingum."
Jón Björnsson starfsmaður
garðyrkjustjóra, sem hefur um-
sjón með jólatrjám víðsvegar um
bæinn, tjáði Degi að mikil brögð
væru að því að ljósaperum væri
stolið af jólatrjánum. „Um síð-
ustu helgi var t.d. stolið 58 perum
af trénu sem er við höfnina. Á
föstudag hvarf af þessu eina tré 31
pera og voru settar nýjar perur á
daginn eftir. Á mánudaginn
mátti síðan bæta við um 20 perum
fyrir jafnmargar sem stolið hafði
verið. Þá er tré við Glerárskóla og
það hefur miklu verið stolið af
því,“ sagði Jón.
Aðspurður sagðist Jón telja að
hér væri ekki eingöngu um börn
og unglinga að ræða. „Ég tel að
fullorðnir eigi líka'hlut að máli,“
sagði Jón.
Um síðustu helgi þurfti að skipta um 100 perur í Ijósaskreytingunni á kirkju-
tröppunum. Mynd: H.Sv.
Búið að selja tvo
togara af fimm
Tveir togarar sem geröir voru
út frá Siglufirði hafa verið seld-
ir þaðan, eins og kunnugt er, en
án þess þó að samsvarandi
aukning hafi orðið á skipakosti.
Afleiðingin er sú að allmargir
sjómenn hafa flutt úr bænum.
Það eru togararnir Dagný og
Sigurey sem hér um ræðir. Hið
opinbera hefur hlaupið undir
bagga með því að leigja Sigl-
firðingum togarann Hafþór
sem landaði á Siglufiröi í
nokkrar vikur fyrr á árinu og
hann er búinn að landa þar tvis-
var að undanförnu.
Kolbeinn Friðbjarnarson,
formaður atvinnumálanefndar
Siglufjarðar, sagði að það væri
lífsnauðsynlegt fyrir Siglfirðinga
að eignast sjálfir a.m.k. tvö skip í
stað togaranna tveggja sem voru
seldir, en hann tók það fram í við-
tali við Dag að eins og málum væri
háttað í dag væri ekki hægt að fá
skip. Þegar best lét áttu Sigl-
firðingar sjálfir fimm togara en í
dag eru þeir þrír.
„Við höfum misst sjómenn frá
Siglufirði,“ sagði Kolbeinn, „og
það er ófrágengið hve lengi Haf-
þór verður hér að þessu sinni.
Þegar við höfðum fimm skuttogara
var ágætt atvinnuástand á Siglu-
firði, sem var nýtt fyrir okkur.
Það má segja að áttundi áratugur-
inn hafi verið sá eini sem
atvinnuástand hefur verið gott
síðan síldarævintýrinu lauk.“
En hvaða möguleika hafa Sigl-
firðingar til að bæta stöðu útgerð-
armála á Siglufirði? „Við höfum
reynt að tryggja okkur skip í stað-
inn fyrir þau tvö sem voru seld.
Það hefur ekki tekist, enda er
ekki auðvelt að fá skuttogara.
Þeir fáu togarar sem vitað er um
að hægt sé að kaupa hafa verið svo
dýrir að þeir eru ókaupandi."
Kolbeinn sagði að í raun væri
málið í sjálfheldu og hann vildi
engu spá um hvort úr rættist á
næstunni.
Miklar
skemmdir á
Siglufirði
Greinilegt er að gífurlegar
skemmdir áttu sér stað á Siglu-
firði í óveðrinu mikla sem gekk
yfir Norðurland í síðasta mán-
uði. Mestar urðu skemmdirnar
á Siglufirði við höfnina.
Flóðvarnargarðurinn gamli
kvaddi kóng og prest og hélt sína
leið og fjaran hefur færst innar.
Fremri hluti öldubrjóts er stór-
skemmdur og sjór gengur í gegn
um hann á kafla. Við Hafnar-
bryggju tók talsvert úr uppfyll-
ingu og sunnan á Eyrinni varð
talsvert landbrot þegar sjórinn
gekk upp Gránugötu.
Ljóst er að skemmdirnar urðu
meiri en talið var í fyrstu. Virðist
sem af Siglfirðingum eigi ekki að
ganga, því stuttu áður en þetta
veður gekk yfir kom óveður þar
og skemmdir urðu þá talsverðar
víðar um bæinn, og fyrr á árinu
urðu einnig talsverðar skemmdir
er aurskriður féllu á bæinn.
I
rrj
- >—* ð "ll
u ^> UlíLI
# Skörðótt
sálarlíf
Eins og fram kemur í frétt
annars staðar í blaðinu er
mjög mikið um það að perum
sé stolið eða þær eyðilagðar í
jólaskreytingum í bænum.
Þannig þurfti að bæta um 100
perum í skreytinguna í kfrkju-
tröppunum eftir fyrstu helg-
ina sem hún var uppi. Nú er
eins víst að ekki verði bætt
meiru í skörðin sem aftur eru
orðin stór. Það verður verð-
ugur minnisvarði um skörðótt
sálarlíf þeirra Akureyringa
sem að þessu standa.
# Jóla-
sveinarnir í
Hafnarstræti
Það spurðu margir sig þeirrar
spurningar hvort jólasvein-
arnir, sem sungu á svölum
Vöruhússins á dögunum
hefðu ekki mátt æfa sig örlítið
betur áður en þeir tróðu upp.
Að auki stöidruðu þeir stutt
við - eða í röskar 15 mínútur.
Eflaust munu þeira gera betur
næsta ár - eða hvað?
# Hækjurnar
vantar enn
Um þessar mundir er mikill
skortur á hækjum hjá Sjálfs-
björgu. Eftir því sem S&S hef-
ur heyrt og fengið staðfest þá
eru um 100 hækjur í útláni og
næsta öruggt að meirihluti
þeirra er ekki lengur í notkun,
en lánþegarnir hafa trassað
að skila þeim.
# Blönduós-
búar
óánægðlr
Blönduósbúar eru óánægðir
með skiptingu rækjukvótans í
Húnaflóa, telja hana ósann-
gjarna. Þeir munu fá um 10%
af því sem aflað er en íbúar á
Blönduósi eru mun fleiri en
íbúar allra hinna staðanna
sem einnig gera út á rækju í
Húnaflóa. Þá eru forráða-
menn Blönduóss ekki
ánægðir með þróun mála hjá
Vegagerð ríkisins á Blöndu-
ósi. Mikil uppbygging hefur
átt sér stað t.d. hjá RARIK á
Blönduósi, starfsmenn þar
eru tæplega 20 og sömu sögu
er að segja hjá Pósti og síma
og hjá sjúkrahúsinu, en á
báðum þessum stöðum hefur
starfsmönnum fjölgað veru-
lega. Hins vegar eru starfs-
menn Vegagerðarinnar jafn
margir í dag og þeir voru fyrir
10 til 15 árum. Á sama tíma
hefur orðið geysileg fjölgun
starfsmanna hjá Vegagerð-
inni á Sauðárkróki og
Hvammstanga. Hftt er svo
aftur annað mál hvort for-
ráðamenn Vegagerðarinnar á
Blönduósi búi ekki yfir þeirri
gætni i mannaráðningum
sem svo sannarlega mætti
einkenna fleiri ríkisfyrirtæki,
sem þenjast út eins og blaðra.