Dagur - 10.03.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 10.03.1983, Blaðsíða 8
DNY-FLEX Akureyri, fimmtudagur 10. mars 1983 Þessi mynd af nýbyggingunni var tekin í fyrrahaust. Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki: Nýtt verslunarhús opnað í sumar Sauðárkróki og eru margir bæjar- búar uggandi um tilveru gamla bæjarins, þar sem uppistaða allrar fólksumferðar um hann hefur ver- ið í sambandi við þær verslanir Kaupfélagsins sem nú verða lagð- ar niður. Telja margir að bæjar- yfirvöld verði nú að vinda bráðan bug að því að taka málefni gamla bæjarins til skoðunar hvað varðar skipulagningu og nýtingu í fram- tíðinni. Ó.J. Stefnt er að því að flytja versl- unarstarfsemi Kaupfélags Skagfírðinga í nýtt og glæsilegt verslunarhús á Sauðárkróki í júní í sumar. Byrjað var á bygg- ingu hússins árið 1976 en veru- legur kraftur ekki settur í bygg- inguna fyrr er í fyrra. Nú hefur verið ráðinn verslun- arstjóri við hið nýja vöruhús og er það Magnús Sigurjónsson, sem verið hefur deildarstjóri í bygg- ingarvörudeild KSsíðan 1957. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, kaup- félagsstjóra, var komið svo mikið fé í húsið að ekki var hægt að stöðva framkvæmdir við það svo setja varð stefnuna á að klára húsið, en öllum öðrum fram- kvæmdum og fjárfestingum var frestað vegna efnahagsörðug- leika. Með tilkomu hins nýja verslun- arhúss mun verða mjög mikil breyting á verslunarháttum á Lítið rofar til í byggingariðnaði - að sögn Sigurðar Hannessonar múrarameistara Framhalds- stofnfundur FUF Akureyri Framhaldsstofnfundur Félags ungra framsóknarmanna á Ak- ureyri og nágrenni verður á Hótel KEA næst komandi laugardag 12. mars og hefst kl. 14.00. Stofnfundur félagsins var hald- inn þann 18. febr. s.l. Á þann fund komu þeir Finnur In^ólfs- son, formaður S.U.F. og Askell Þórisson, framkvæmdastjóri S.U.F. og kynntu þeir fundar- mönnum störf, stefnu og mark- mið sambandsins. Efnt var til almennra umræðna og kom fundarmönnum saman um að full þörf væri á félagi sem þessu því þátttaka ungs fólks í stjórnmálum væri allt of lítil. Síðan var kosin stjórn til þess að vinna að því að semja lög og reglur fyrir félagið og til þess að vinna að undirbúningi fyrir fram- haldsstofnfund. Þessa stjórn skipa: Áslaug Magnúsdóttir, formaður, Bragi V. Bergmann, varaformaður, Björn Snæbjörnsson, ritari, Ás- geir Arngrímsson, gjaldkeri og Fjóla Friðriksdóttir, meðstjórn- andi. Stefnt er að því að þingmenn flokksins í kjördæminu komi á fundinn og einnig Níels Lund, æskulýðsfulltrúi ríkisins. Allt áhugafólk á aldrinum 14- 35 ára er hvatt til að mæta og ger- ast þar með stofnfélagar í hinu nýja félagi. Sérstaklega er bent á að félagið er eínnig fyrir fólk úr nágrenni Akureyrar eins og nafn- ið reyndar ber með sér. „Það mætti vera meira að gera og það versta við þetta er að mér fínnst ekkert vera að rofa til“, sagði Sigurður Hannesson múrarameistari á Akureyri, í viðtali við Dag. Sigurður sagði áberandi hve lít- ið færi í gang af nýjum byggingum og lítið af stórum verkefnum nema Verkmenntaskólinn. Hann sagði að orðið hefði vart nokkurs atvinnuleysis hjá múrurum fyrir nokkru en þeir hefðu verið a tín- ast út á vinnumarkaðinn aftur. Auk Verkmenntaskólans sem menn gera sér vonir um að fram- kvæmdir verði við í sumar nefndi Sigurður Hannesson að heyrst hefði að verkalýðsfélögin ætluðu að hefjast handa við viðbyggingu í sumar. Hann sagði að það væri stórt verk. Þá yrði e.t.v. eitthvað framkvæmt við skólana, en það væri óákveðið og væntanlega lítið, auk þess sem horfur væru á að lítið yrði framkvæmt við sjúkrahúsið í sumar. Þar var farið langt fram úr áætlun á síðasta ári og það yrði að greiða upp á þessu ári, sem gæti komið niður á fram- kvæmdum í ár. Óvíst væri um framkvæmdir hjá verkamanna- bústöðum og ekki enn komið grænt ljós frá Húsnæðismála- stofnun um framkvæmdir sam- kvæmt samningum sem búið væri að gera við verktaka. Þá gat Sig- urður þess að lokum að einkaaðil- ar færu sér hægt í byggingafram- kvæmdum um þessar mundir. Glerárstíflan: Gert ráð fyrir sem minnstum breytingum Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að Glerárstíflan verði lagfærð og endurbætt samkvæmt tillögu sem Verk- fræðistofa Sigurðar Thor- oddsen h.f. hefur gert. Kostn- aður við þetta verk er áætlaður 1,2 milljónir króna miðað við verðlag í nóvember á s.l. ári. Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen h.f. gerði þrjár tillögurum endurbætur á stíflunni, og sú til- laga sem valin var er talin hafa sem minnstar útlits breytingar í för með sér á stíflunni frá því sem nú er. Steypa þarf undir yfirfallið að nýju og að öllum líkindum stöpul til hliðar vegna þess að sá sem fyrir er, er orðinn lélegur. Þá er ætlunin að lækka hliðaryf- irfallið að sunnanverðu og sprautuhúða þau mannvirki sem fyrir eru með þurri múrhúðun. „Það má segja að þetta sé ekki annað en minnstu viðhaldsað- gerðir sem hægt er að komast af með“, sagði Haraldur Svein- björnsson hjá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen, „en það er eftir að útfæra þessa tillögu nánar áður en verklegar framkvæmdir hefjast“. m SLRBBIT Það er kannski bara lygi # Aðbúnaður af bestu gerð Það er ekki slorlega búið að nemum í tannlækningum við Háskóla íslands, en tann- læknadeildin hefur nýverið flutt í nýtt húsnæði. Sem dæmi um flottheitin við hina nýju deild má geta þess að pantaðir voru 23 tannlækna- stólar - nýjasta og fullkomn- asta gerð að sjálfsögðu - á deildina, og mun andvirði þeirra vera tæpar 12 milljónir króna (ekki g.kr.). Vonandi verður umgengni tannlækna- nemanna betri á nýja staðn- um en var er þeir héldu kveðjuhóf sitt á þeim stað er deildin var áður til húsa, en þá ollu þeir talsverðum skemmd- um á því húsnæði. # Átti að vera framhjáhaid Ólafur Jóhannesson utanrík- isráðherra er orðheppinn maður með afbrigðum og vinsæll, og var mikið um dýrðir er hann varð sjötugur á dögunum. M.a. barst það í tal að Ólafur hefði lent í stjórn- málum fyrir tilviljun, og sjálfur sagðist hann hafa ætlað sér að hafa pólitíkina sem fram- hjáhald. En hann bætti því við að öll framhjáhöld væru við- sjárverð og ættu það til að draga dilk á eftir sér! Kristján Jóhannsson stór- söngvari vekur sífeilt meiri og meiri hrifningu þar sem hann kemur fram. í Tímanum á dögunum var fjallað um frammistöðu hans í hlutverki Cavaradossi í óperunni Tosca sem Sinfóníuhijóm- sveit íslands, Söngsveitin Fíl- harmonía og einsöngvarar fluttu á dögunum í Háskóla- bíói. Þar sagði greinarhöf- undur m.a.: „Kristján ætlar að fara fram úr þeim vonum sem aðdáendur hans hafa við hann bundið hingað til. Hann söng stórkostlega vel. Það er kannski lygi, en ég heyrði það einhversstaðar haft eftir Stef- áni (slandi að hann hefði ekki heyrt svona vel sungið síðan hann var sjálfur upp á sitt besta. Hvort sem það er rétt eftir haft eða ekki, þá hefði það a.m.k. verið alveg hárrétt“. - Og eins og fram hefur komið í Degi mun óper- an verða flutt í íþróttahöilinni á Akureyri n.k. laugardags- kvöld kl. 19 og þá gefst fólki kostur á að njóta þessa list- viðburðar sem hefur fengið frábæra dóma syðra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.