Dagur - 15.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 15.07.1983, Blaðsíða 3
5T Þa ð gei ta al r lært t a ) lci ka £ fjöl- Golfkennarar eru ekki menn stétt hér á landi en þeireru samt nokkrir sem fást við golfkennslu samhliða öðrum störfumj Þekktastur þessara manna er tvímælalaust Þorvaldur Asgeirsson en hann er jafnframt sá maður sem lengst hefur fengist við golfkennslu á íslandi. Þor valdur var staddur hér á Akureyri í vikunni á vegum Golfsambands íslands og í samtali við blaðamann Dags sagði hann að hann hefði ekki Iengur tölu á öllum þeim fjölda sem notið hefði leið sagnar hans undanfarin ár. - Ætli það láti ekki nærri að ég kenni um 500 til 600 manns á hverju sumri og svo hef ég verið með innikennslu á vetrum, þann- ig að þetta er orðinn töluvert stór hópur sem komið hefur til mín, sagði Þorvaldur eftir að við höfð- um komið okkur þægilega fyrir í golfskálanum að Jaðri. Að sögn Þorvalds þá hóf hann að kenna golf af fullri alvöru sem atvinnukennari veturinn 1967- 1968.. - Ég hafði áður sagt mönnum til eins og gengur og gerist og aðallega leiðbeint byrjendum en 1967 gerði ég þetta sem sagt að atvinnu minni. Það má eiginlega segja að tildrögin hafi verið þau að við vorum með inniæfingar hjá GR og við vorum nokkrir í því að segja byrjendunum til. Mig hafði lengi langað til að snúa mér að golfkennslu en það var ekki fyrr en þennan vetur að ég sá fram á að grundvöllur væri fyrir þessu starfi. Þessar inniæf- ingar voru upphaflega hugsaðar til þess að lengja golftímabilið enda mikil þörf fyrir kylfinga hér á landi að leika lengur á hverju ári og halda sér við í íþróttinni. Síðan þá hefur mikið gerst. Golf- íþróttin hefur eflst gífurlega og klúbbum og iðkendum hefur fjölgað mjög mikið. - Hvenær hófst þú að leika golf? - Það var strax á öðru ári golf- íþróttarinnar hér á landi, sumar- ið 1936. Golfið hafði borist hing- að til lands árið áður og við lék- um þá á sex holu velli á túninu þar sem nú eru sundlaugarnar í Laugardal. Ætli það hafi ekki verið um 100 manns í Golfklúbbi íslands, sem síðar varð Golf- klúbbur Reykjavíkur, þegar ég hóf að leika en stofnfélagar i klúbbnum munu hafa verið á milli 70 og 80 talsins. Golfið fór ákaflega hægt af stað hér en það var viss stígandi í þessu og iðkendafjöldinn jókst jafnt og þétt. Stóra stökkið verð- ur svo fyrir svona tíu til tólf árum og í dag er golf orðið sannkölluð almenningsíþrótt. - Hvers konar fólk er það sem fær tilsögn hjá þér? - Það er mjög misjafnt. Stund- um eru það algjörir byrjendur en oftast er það þó fólk sem hefur leikið eitthvað áður. Menn verða eiginlega aldrei það góðir að þeir geti ekki þegið góð ráð og lært meira. - Hvað byrjar þú að gera þeg- ar þú kennir algjörum byrjanda? - Það er fyrst og fremst gripið sem ég byrja að kenna og hvernig golfleikarinn á að bera sig að. Ég kenni síðan eftir ákveðnu kerfi sem Golfkennarasamband " % bo'ta^ út r “oMvelU landsins á f*tur H pria biníirunina og Þ \30unce og ''nnarri Orö eins og súce^ wjóffla bönkerár, húkk dr®ffl alrnennings, eins og kebres a á goiíve'knum vera^Æ oV nokkur ve' 'undm ka ' et sama kve go u brrdre. En P er aldrei ot g mnetSÓðuv ^ Qg gamalreynú ^ ^ að þrgg) S’.,. óspurrr og hausinn ingar eru 'r» ®Wi hreyfa ha® ti' go'íkennarans Rætt við Þorvald / Asgeirsson, goiennara ég þarf ekki að eyða tíma í að venja hann af einhverjum vitleys- um sem hann hefur tileinkað sér. Það aetur oft verið mjög erfitt og kostað mikla vinnu. - Hvernig er það. Leikur þú golf oft sjálfur? - Ég leik alltaf dálítið á vorin og á haustin en það getur verið erfitt að finna sér tíma yfir há sumarið. Mín ánægja af golfinu er því fólgin í því að kenna og þær eru margar ánægjustundirnar sem ég hef átt við golfkennsluna. - Hvað með keppnir? - Ég fékk alveg nóg af því að keppa á sínum tíma en það kem- ur þó einstaka sinnum fyrir að mig langar til að vera með og það er e.t.v. skiljanlegt eftir að hafa keppt í 30 ár. Matarhlé Þorvaldar Ásgeirs- sonar, golfkennara, er nú að renna út og úti á golfvellinum bíða nýir nemendur og ný verk- efni sem krefjast úrlausnar. Við tefjum því Þorvald ekki frekar en samtali okkar kom fram að Þorvaldur Ásgeirsson. Þorvaldur fer oftast einar tíu ferðir á hverju sumri út um land og kennir golfíþróttina. Venju- lega eru þetta helgarferðir en hér á Akureyri er Þorvaldur alltaf viku í senn. Þorvaldur Ásgeirs- son hefur því haft tækifæri til þess undanfarin ár að fylgjast náið með uppbyggingu golfsins á íslandi og þar á hann sjálfur sinn stóra hlut að máli. Uppbygging golfíþróttarinnar hefði ekki tek- ist svo giftusamlega sem raun ber vitni ef Þorvaldar Ásgeirssonar hefði ekki notið við. Bandaríkjanna hefur látið gera og Golfsamband Bandaríkjanna hefur samþykkt. Mér hefur reynst það best að nota mikið af skýringarmyndum við kennsluna og ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi auðveldast með að tileinka sér leyndardóma íþróttarinnar ef það fer eftir þessum skýringar- myndum. - Hvað með vídeóið. Notar þú það við kennsluna? - Vídeóið hefur verið að ryðja sér til rúms við golfkennslu á undanförnum árum og það er vafalaust ágætis hjálpartæki fyrir þá sem t.d. eru komnir í meist- araflokk. Byrjendur hafa lítið með það að gera að fylgjast með sjálfum sér í vídeói. Þeir vita ekki hvaða áhrif þessi eða hin hreyfingin hefur og það er ekki fyrr en þeir eru farnir að gjör- þekkja leik sinn að vídeóið getur komið að gagni, segir Þorvaldur og getur þess jafnframt að hann hafi ekki séð ástæðu til að nota vídeó við kennsluna. A.m.k. ekki enn sem komið er. - Geta allir lært að leika golf? - Já, það myndi ég halda, seg- ir Þorvaldur og hlær. - Mín reynsla er a.m.k. sú að allir ættu að geta lært að leika golf ef vilji er fyrir hendi. Það er auðvitað mjög misjafnt hvað fólk hefur mikla hæfileika. Sumir eru hæfi- leikaríkir - hafa þetta í sér - og geta náð langt. Það er undir þeim sjálfum komið og framhaldið veltur ekki minnst á andlegu hlið- inni. Hún verður að vera í lagi ef menn ætla að ná árangri. - Hvernig manni er best að kenna? - Það er best að kenna þeim sem aldrei hefur komið nálægt golfkylfu á ævinni. Maður sem aldrei hefur snert á golfkylfu er fljótastur að læra og kosturinn við að fá slíkan nemanda er sá að „Ekki beygja úlnliðina.“ Þorvaldur sýnir einum nemanda sínum hvað hann liefur gert rangt. Mynd: KGA 15;, júlí l 983 - DAGUR3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.