Dagur - 14.09.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 14.09.1983, Blaðsíða 7
Ieikjum“ Audbjörg og Emma. „Meiri arfi í hinum görðunum Auðbjörg Geirsdóttir og Emma Árnadóttir fengu verðlaun fyrir bestu garðana. - Eruð þið duglegar að arfa- skafa, stelpur? „Ekkert ofsalega, það er stundum arfi í garðinum hjá okkur, það er líklega bara meiri arfi í hinum görðunum. Það er svolítið gaman að hafa garðana fína. Við ætlum að fara í skóla- garðana aftur næsta sumar og þá stefnum við líka að þvt að hafa garðana fína.“ „Þær fóru óbeðnar að arfa- skafa, þess vegna fengu þær verð- launin,“ sagði Lovísa, sem hlýddi á samtal okkar. 14. september 1983 - DAGUR Erna Friðfinnsdóttir. 6 - DAGUR - 14. september 1983 99 Veistu hvað er best?“ „Við erum búnar að taka upp kartöflur síðan klukkan eitt í dag og ætlum að selja mömmu þær,“ sögðu Rakel, Þóra, Lilja og Hulda. „Við seljum henni bara á því verði sem hún setur upp.“ - Hvað ætlið þið að gera við peningana? „Setja þá í banka og eiga í Ekkert undir grösunum“ „Ja, það er bara verst hvað er lítil kartöfluuppskrift. Nei, ég meina uppskera, það er bókstaflega ekkert undir grösunum," sagði hún Sigríður og vinkona hennar hún Arnbjörg samsinnti. „Heyrðu, við þekkjum þig, þú hefur áður talað við okkur. Við ætlum ekki að fara á diskótekið í kvöld, það eru svo mikil læti þar og hávaði.“ vetur. Við erum ekki að safna fyrir neinu sérstöku. Við seljum sumt af uppskerunni og borðum sumt. Við borðum það besta, veistu hvað er best, g'ettu?“ - Ja, látum okkur nú sjá, spín- atið eða grænkálið! „Nei, blómkálið er langbest, við fengum átta hausa. Það var einum blómkálshaus stolið frá okkur, við höfum tvo stráka grunaða, þeir eru samt ekki í skólagörðunum. í fyrra var öllum kartöflunum okkar stolið.“ - Jæja, stelpur, ætlið þið aftur í skólagarðana næsta sumar? „Nei, við erum orðnar of gamlar, við förum bara í Vinnu- skólann. Kutrín og Hanna Gerður voru að flýta sér heim með uppsker- una þegar við rákumst á þær. Þær stöldruðu þó við stund- arkorn og sýndu okkur kartöfl- urnar, sem þær voru að taka upp. Þær voru búnar að taka upp allt grænmetið og fara i með það heim til sín. Þær sögðust selja uppskeruna. - Og á hvað ætlið þið að selja þennan kartöflupoka, stúlkur? „Það er nú frekar ódýrt miðað við verð á kartöflum," sögðu þær og ætluðu greinilega ekki að okra á skyldfólki sínu. - Hvað er skemmtilegast í skólagörðunum? „Setja niður og taka upp. Nei, við erum sjaldan í leikjum, því þá missum við svo oft af strætó heim.“ Myndir og texti: M.Þ. Arndís Ólafsdóttir. SKOLAGORÐUNUM „Forstöðukerlingarnar.“ ■ „Skemmtiiegast að láta fræin niður' „Eg er búin að taka allt upp,“ sagði Erna Friðflnnsdóttir 10 ára gömul. Hún var með garð í skólagörðum Akureyrar í sumar. „Ég fékk mest af radís- um, held ég, blómkálið er samt best. Ég setti niður 8 plöntur og fékk 6 blómkálhausa.“ - Hvað á að gera við uppsker- una? „Ég fer með hana til mömmu. Frænka mín færsvolítiö líka. Það skemmtilegasta í skólagörðunum er að láta fræin niður og líka að vökva. í sumar fórum við í ferða- f lag til Hríseyjar og fórum í sund þar, það var ofsalega gaman. Við fórum með nesti með okkur.“ - Eru strákarnir ekkert að stríða ykkur? „Nei, það eru svo fáir strákar á morgnana, þá er ég í skólagörð- unum. Það var bara verst að við gátum ekki vökvað núna síðast, því það var allt frosið snemma á morgnana," sagði Erna Frið- finnsdóttir, sem var í skólagörð- unum í fyrsta sinn í sumar, en ætlar alveg örugglega aftur. Til þeirra hefur ekkert spurst síðan Það leyndi sér ekki hvar upp- skeruhátíð skólagarðanna var haidin. Við fylgdum poppslóð- inni og þar sem við vorum ekki með bómull i eyrunum heyrð- um við fljótlega torkennileg hljóð. Prúðbúnir krakkar svolgruðu glóðvolgt mixið og hrauninu varð að sporðrenna á tveimur sekúndum, svo það bráðnaði ekki í höndum hátíð- argesta, sem fyrr um daginn höfðu í sveita síns andlitis tek- ið upp kartöflur. „Hey, taktu mynd af mér, ég er sætasti strákurinn í skólagörðunum.“ „Nei, taktu frekar mynd af mér, ég vann verðlaun! Ég fékk stærsta hvítkálshausinn.“ „Eruð þið frá sjónvarpinu?“ Við sáum okkur þann kost vænstan að ryðjast inn í sjoppuna og hittum þar að máli „forstöðu- kellingarnar". „Það var svona meðaluppskera hjá okkur í sumar, ekki meira,“ sögðu þær Lovsa Kristjánsdóttir, Auður Björnsdóttir og Emma Ingólfs- dóttir umsjónarmenn skólagarð- anna. „Hvítkálið kom illa út í sumar, en blómkálið með besta móti. Við vorum með ýmsar til- raunir í sumar og settum m.a. niður belgbaunir. Til þeirra hefur ekkert spurst síðan. Þú getur auglýst eftir þeim í Degi! Veður- skilyrði voru ekki nógu góð, þær þurfa heitara og lengra sumar. Við settum niður um hálfum mánuði seinna en venjulega, því garðurinn var svo blautur. Krakkarnir eru misjafnlega áhugasamir, sumir mæta næstum alltaf, aðrir setja niður og koma á haustin að taka upp.“ - Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er voðalega gaman að reyta arfa, það eru fáir sem gera sér grein fyrir hversu skemmti- legt er að fást við arfanri. Við get- um ekki lýst þessari tilfinningu hún er svo yfirþyrmandi." - Hvað er þá leiðiníegast? „Það er óskaplega leiðinlegt þegar verið er að stela uppsker- unni frá okkur á haustin. Fljót- lega eftir að við byrjuðum að taka upp fór kálið að hverfa. Jafnvel óþroskað. Því var bara hent niður í stígana og látið liggja þar. Þetta er bara skemmdar- verkastarfsemi. Ákaflega hvim- leitt.“ „Sjaldan r f „Jú þær tryllast alveg Arndís Ólafsdóttir fékk verð- laun fyrir góða mætingu. „Ég hef ekki mætt á hverjum degi, en næstum því.“ - Hress að vakna á morgnana? „Já, ég er svolítið hress á morgnana. Ég á heima úti í Þorpi og hjóla inneftir." - Hvað fékkstu í verðlaun? „Fingravettlinga, ég ætla að nota þá í skólann í vetur. Mér finnst skemmtilegast að vökva, þá förum við stundum í vatnsslag.“ - Verða konurnar þá ekkert reiðar? „Jú, þær tryllast alveg!“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.