Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 1
NLFA foa> ¦.^¦¦-jf.-,m...Art í-r- .. QtíSíAn „ Háttúrulækningafélag Akureyrar Agrip af sögu tekið saman af stjórn N.L.F.A. Dagsprent hf. Hvernig standa byggingamál heilsuhælisins í Kjarnaskógi? Byggingamál heilsuhælisins standa þannig nú að steyptur hef- ^r verið kjallarí, sundlaug og fyrsta hæðin af þremur er verða í þessum fyrsta áfanga. Mikill og almennur áhugi er fyrir því innan félagsins að á næsta ári verði mögulegt að steypa upp þær 2 hæðir sem eftir eru og gera húsið fokhelt og er stefnt að því nú. í þessari byggingu er jafnframt steypt upp lyftuhús. Varið hefur verið til byggingarinnar um 5,5 milljóna krónum. Framkvæmdir hafa legið niðri á þessu ári en á næsta ári er fyrirhugað að gera stórt átak eins og fyrr segir. Hvenær sér fyrir endann á framkvæmdum - hvenær verður það tekið í notkun? Það er ákaflega erfitt á þessari stundu að segja til um það þar sem fastir tekjustofnar eru ekki margir. Afkoma okkar byggist að mestu á framlögum almennings og eigin fjáröflun. Hvemig hefur fjármögnun gengið? Söfnunarfé - gjafafé - frá fyrirtækjum o.il. Fjármögnun hefur gengið að mínu mati mjög vel sem sjá má af þeirri fjárhæð er þegar er komin í bygginguna. Það hafa verið hafðar margs konar aðferðir innan félagsins til öflunar fjár og hefur það gengið framar öllum vonum. Gjafafé frá félagasam- tökum, einstaklingum og fyrir- tækjum hefur verið okkur drjúg tekjulind og margar stórar gjafir hafa borist okkur í hendur sem við erum afar þakklát fyrir. Hvernig verður rekstrinum háttað og hvað verður boðið upp á? Fullbúið mun heimilið bjóða upp á alla þá bestu fáanlega endurhæfingarþjónustu. Má nefna nudd, ljósböð, leirböð, sjúkraþjálfun, sund og öll þau tæki er heyra til endurhæfingar- heimili sem þessu. Þarna dvelur fólkið meðan á meðferð stendur 3-5 vikur, stundum leneur ef læknir telur þess þörf. Áhersla verður lögð á hvíld bæði líkam- lega og andlega þannig að dvöl manna geti borið sem bestan árangur og þar með lengt starfs- þrek hjá þeim er þennan stað sækja. Er mikil þörf fyrir heilsuhæli af þessu tagi hér í Iandshlutanum? . Við erum ávallt vakandijyrir verkefninu - Laufey Tryggvadóttirformaður NLFA tekin tali Hví skyldi ekki þessi landshlúti eiga sitt endurhæfingarheimili sem fyrst og fremst er þeim ætlað er hér búa á Norður- og Austur- landi. Hvað snertir þörfina fyrir þetta hressingarhæli þá má benda á endurhæfingu og hvíld frá erf- iðum aðgerðum af sjúkrahúsum, mætti þar með lækka kostnað til muna samfara skjótari bata hins sjúka. Þörfina má rökstyðja með því að á heilsuhælinu í Hvera- gerði er biðlistinn ávallt mjög langur, allt upp í 500 manns og virðist ekkert lát þar á þrátt fyrir að rými er þar fyrir 176 manns í einu. Talsvert hefur verið til mín leitað um fyrirgreiðslu frá sjúk- um er pantað eiga pláss í Hvera- gerði en þurfa oft að bíða lang- tímum saman eftir að komast þar inn. Framansagt hlýtur að rök- styðja þörfina fyrir því að hress- ingarhæli komist upp hið fyrsta hér á Norðurlandi. Hvað amar að því fólki sem kemur til með að leita til ykkar á þennan stað? í Hveragerði er það svo að sjúkrahúsin hafa forgang að rými fyrir þá sjúklinga er koma úr erfiðum aðgerðum og þurfa endurhæfingu og hvíld. Það er fólk með atvinnusjúkdóma gigt, líkamsbólgur og ótal margt fleira, aldrað fólk er fær aukin þrótt til að búa lengur í heima- húsum með nokkurra vikna endurhæfingu á slíkum stað og svo mætti lengi telja. Hvað annað er á döfinni hjá Náttúrulækningafélagi Akureyr- ar? Laufey Tryggvadóttir telur brýnt að sem tlestir taki á með N.L.F.A. til að koma upp heilsuhæli á Norður- landi sem fyrst til hjálpar þeim fjölmörgu er á meðterð þurta að halda. Biðlistinn ettir endurhæfíngu og hvÚd er langur nú þegar. Þessari spurningu má raunar svara á þann veg að það er alltaf eitthvað á döfinni hjá okkur. Það er sífellt verið að starfa að t.d. fjársöfnunum í einhverju formi bæði smáu og stóru; við erum ávallt vakandi fyrir verkefninu. Hvernig stendur á því að þú og þínir félagar vinna að þessum málum í sjálfboðavinnu og eyðið í þetta miklum tima og pening' um? Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér það skalt þú og þeim gera ef það er af því góða. Að sjá eitthvað verða til, gera eitt- hvert gagn hvort sem það er fyrir náungann eða sjálfan sig, ef unn- ið er að þörf til þess að heildin fái notið þess. Flest þurfum við að hafa skapandi starf í tómstundum okkar.Mörg af okkur erum það miklar félagsverur að við blátt áfram þurfum að hafa félagsverk- efni til að vinna að. Unnið er að áhugamálunum ánægjunnar vegna, er sigur vinnst fögnum við honum, við höfum fólkið með okkur og stöndum ekki ein. Þeg- ar að þessum málum er staðið á þennan hátt er launahliðin ekki á dagskrá né þær krónur er kunna að vera af hendi látnar. Ætti það ekki fremur að vera í verkahring opinbera heilbrigð- iskerfisins að sjá um þessa hluti? Felst í þesari starfsemi einhver gagnrýni á heilbrigðiskerfið eða er þerta viðbót við það? Gagnrýni á hið opinbera heil- brigðiskerfi er ekki það sem kem- ur okkur til að taka þetta verk- efni til meðferðar, mikið fremur er það samansafnaður eiginleiki þeirra manna sem reiðubúnir eru til starfa við hin ýmsu viðfangs- efni og hafa það að áhugamáli. Þetta verk sem N.L.F.A. er að framkvæma má kalla viðbót við þau viðfangsefni er hið opin- bera heilbrigðiskerfi vinnur að. Við vitum það öll að fjölmörg félög vítt um landið hafa unnið og vinna enn að margsl onar verkefnum er nauðsyrdeg eru heildinni, mörg félög hafa átt frumkvæðið síðan hefur það sannast að slíkt vantaði í þjóðfé- lagsmyndina. Þannig er þessu háttað með hressingarhælið í Kjarnalandi er við vinnum nú að, það vantaði mjög tilfinnanlega að hér yrði byggt hressingarheimili til að þjóna þeim er svo sárlega þurfa á því að halda. KJÖRBUÐ KEA HAFNARSTRÆTI 91 KJÖRBUÐ KEA HAFNARSTRÆTi 91 KJÖRBÚÐ KEA HAFNARSTRÆTI 91 KJÖRBÚÐ KEA N.LF. vörur Blómafræflar Biostrath töflur og vökvi Gev-E-Tabs m/ginseng Þaratöf lur Ölgerstöflur Maxi-Vit fjölvítamín Livol vítamín Pollitabs Melbrosia fyrir konur og karla Megrunartöflur margar teg. Megrunarsúpur Eden hunang í krukkum og 2V2 kg fötum. Auk þessa fjölbreytt úrval af hollustufæði Lítið inn HOr>i 1-6 113/UlSblVNdVH V3>\ QQUUQPyi 16 113/idlSHVNdVH V3X QQadQrX

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.