Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 4
 10 - DAGUR - 21. nóvember 1983 NLFA Ingvar Gíslasyni, varðandi heils- uræktarstöð í nágrenni Akureyr- ar. Send voru bréf til Skógrækt- arfélags Akureyrar og Skógrækt- arfélags Eyfirðinga með beiðni um aðstoð við gróðursetningu skjólbeltis í landi Heilsuhælisins í Skjaldarvíkurlandi. 26. júní 1975 heldur stjórn N.F.L.A. fund með stjórn Sjálfs- bjargar á Akureyri varðandi hugsanlega samvinnu félaganna. A félagsfundi 23. september er lesið bréf sem stjórn Sjálfsbjarg- ar er sent með skírskotun til þess að skynsamlegt væri að standa saman um byggingu heilsurækt- arstöðvar. Svarbréf barst á fundinn þar sem Sjálfsbjörg telur af ýmsum ástæðum ekki koma til greina samvinna við N.F.L.A. Meðal annars ákvörðun Sjálfsbjargar að byggja á lóð sem því félagi var út- hlutað við Hörgárbraut. 22. október hófst vegalagning niður að væntanlegu Heilsuhæli N.F.L.A. í Skjaldarvíkurlandi. 22. nóvember berast þær fréttir að á Landsþingi N.F.L.Í. hafi verið samþykkt tillaga að „N.F.L.Í. byggi hæli hér í Eyja- firði og verði það rekið af N.F.L.A. undir stjórn N.F.L.Í“. Þennan sama dag hefst borun eftir heitu vatni á vegum Akur- eyrarbæjar inni í Eyjafirði. í mars 1976 barst bréf frá stjórn N.F.L.Í. þar sem óskað er eftir frekari athugun á staðarvali fyrir hælið, ef ske kynni að nægt heitt vatn yrði til ráðstöfunar inni í Eyjafirði. Sent bréf suður þar sem farið er fram á að stjórn N.F.L.Í. komi norður til að út um málið. aðstæður. Þar er umhverfi svipað og í Skjaldarvík og því ekki ástæða að skoða þann stað nánar. Skjaldarvík. Staðurinn og umhverfið failegt. Byggingargrunnur góður, stutt í kaldavatnsæð en alger óvissa varðandi heitt vatn. Óraunhæft virðist að leggja sérstaka leiðslu fyrir Skjaldarvík frá Laugalandi á Þelamörk. Við Kjarnaskóg. Svæðið norðan Kjarnaskógar skoðað. Lausleg könnun leiddi í ljós gott grunnstæði. Útsýni mjög fagurt yfir í Vaðlaheiði og inn Eyjafjörð og nálægð við Kjarna- skóg gefur þessum stað sérstakt gildi fyrir væntanlega dvalargesti. Kaldavatnslögn liggur um 200 m ofan við hugsanlegan byggingar- stað og verið að leggja hitaveitu- lögn 300 m fyrir neðan. Staður- inn er í nánd við flugvöllinn og á meðan staldrað var við hóf flug- vél sig á loft og kom mönnum saman um að flugumferð ylli ekki óþægilegum hávaða. Aftur á móti er nálægð flugvallarins kost- ur fyrir væntanlega dvalargesti. Þverá. Laugarland. Þá var ekið fram í Eyjafjörð að austan. Beggja vegna Þverár eru En 2. júlí 1977 kemur stjórn N.F.L.Í. norður á fund með N.F.L.A. Kosnir 3 menn frá hvoru félagi til endanlegs saman- burðar á staðarvali fyrir heilsu- hælið. Þessir menn voru kosnir: Frá N.F.L.A. Úlfur Ragnarsson, Jón Kristinsson, Sigurður Hermannsson. Frá N.F.L.Í. Árni Ásbjarnarson, Jón Guðmundsson, Karl Ómar Jónsson. Fer hér á eftir álitsgerð nefnd- arinnar: 12. júlí hittust þessir menn á skrifstofu Verkfræðiskrifstofu Norðurlands, Akureyri til þess að framkvæma umbeðið verk. Ákveðið að fara og skoða þá staði sem nefndir hafa verið sem líklegir byggingarstaðir. Þeir eru: Brávellir, Skjaldarvík, við Kjarnaskóg, Þverá og Laugaland í Eyjafirði. Brávellir. Byrjað var á að aka út að Brá- völlum og þar lauslega skoðaðar álitlegir byggingarstaðir. þetta eru bújarðir í einkaei því óvíst um byggingarlan Að Laugalandi var uml skólahús og sundlaug s! Landhalli er mikill, heitt v; hendina, en kalt vatn af sk skammti. Undirritaðir telja óhugs„ 6 "byggja_ heilsuhæli eins og hugað er nema tryggtsé-ja: vatn til starfseminnar. Að því leyti er landið við Kjarnaskóg miklu álitlegra en Skjaldarvík, eins og málin horfa við í dag. að rir- Auk þess er Kjarnaskógur innan bæjarmarkanna, aðeins 4 km frá miðbænum. Því mælum við með að leitað verði til bæjaryfirvalda um að fá umrætt land norðan Kjarnaskóg- ar. Úlfur Ragnarsson Árni Ásbjarnarson Jón Kristinsson Karl Ómar Jónsson Jón Guðmundsson Sigurður Hermannsson. Eftirfarandi bréf barst svo for- manni N.L.F.A. í mars 1978: Akureyri 8. mars 1978. Bæjarstjórn Akureyrar hefur á fundi sínum í gær samþykkt eftirfarandi úr gerðabók Skipu- lagsnefndar dagsett 14. febrúar sl. „Lóð fyrir heilsuhæli N.L.F. A. Erindi Náttúrulækningafélags Akureyrar sem tekið var fyrir hjá skipulagsnefnd 12. sept. 1977, en því var vísað til skipu- lagsnefndar frá bæjarráði. Síðar hafa átt sér stað umræður milli bæjaryfirvalda og N.L.F.A. um staðsetningu heilsuhælisins í norðausturhorni girðingar Kjarnalands og er skipulagsnefnd samþykk byggingu N.L.F.A. á þeim stað, eftir nánari útmæl- ingu. Fyrir liggur bréf frá Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga, þar sem stjórn Skógræktarfélagsins sam- þykkir staðsetningu hælisins, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: 1. Gengið sé tryggilega frá mörkum vestan við melinn. 2. Mörk að sunnan verði það norðarlega að allt Brunnárgil verði í framtíðinni hluti af úti- vistarsvæðinu. 3. Haft verði samráð við fram- kvæmdarstjóra útivistar svæðisins, bæði um staðsetn- ingu á þeim mörkum sem rætt er um í lið 1 og 2, svo og um skipulag þess opna svæðis sem liggja kann upp að útivistar- svæðinu. Skipulagsnefnd er samþykk þessum skilyrðum. Tillögur um lóðarmörk og nýt- ingu lóðar komi fyrir skipulags- nefnd. Þetta tilkynnist yður hér með.“ Helgi Bergs, bæjarstjóri. 79 kemur fram á arkvisst hælisbyggingu á hinum nýja s og margskonar fjáríjflanir gangi. Seldir happdra úr lánsbíl, ír, kortum og nierkimiðum. Haldið barst frá tufn Störl jttismið kkar með jólapap[ á o.s.í un landshappdrættinu ásamt ríkis- styrknum. 7. ágúst 1979 tekur formaður félagsins, Laufey Tryggvadóttir, skóflustungu að Heilsuhælinu við Kjarnaskóg að viðstöddum félög- um og gestum. Um kvöldið var Laufeyju svo boðið til veislu að Hótel KEA. - Þar var staddur Fredreich Grohe, þýskur verk- smiðjueigandi. Afhenti hann N.F.L.A. 20 vatnsnuddtæki að gjöf, til notkunar í væntanlegu hæli. 9. febrúar 1980 á aðalfundi er einróma samþykkt að hælið verði sj álfseignarstofnun. 15. apríl 1980 kemur loforð frá Jóni Ingimarssyni um 1. millj- ón króna frá Iðju félagi verk- smiðjufólks og var féð síðan af- hent í hans nafni. 24. júní 1980 á félagsfundi er þess getið að 370 bréf hafi verið send til félagasamtaka og fyrir- tækja víðsvegar um Norðurland með beiðni um fjárframlög. 1980 var unnið við að steypa kjallara hússins, var það bygging- arfyrirtækið Fagverk er annaðist þá framkvæmd. 22. júlí 1980 ákveður stjórnar- fundur að haldinn verði flóa- markaður á 3. hæð í Amaró á mánudögum og föstudögum kl. 3-5. Einnig rædd hugmynd um smámiðahappdrætti sem varð að veruleika og hefur síðan verið nokkurn veginn fastur fjáröflun- arliður. 17. maí 1981 var haldinn kynn- ingardagur að Hótel KEA. Þar flutti ísak Hallgrímsson, yfir- læknir Heilsuhælisins í Hvera- gerði fróðlegt erindi með mynda- skýringum. Hollvörur voru til sýnis frá versluninni Akur og veitingar á girnilegu hlaðborði sem félagskonur önnuðust. í júní 1981 samþykkir fundur í Sambandi norðlenskra kvenna að félög innan sambandsins styrki N.F.L.A. Söfnuðust kr. 23.700.00. Um sama leyti gaf Samband íslenskra samvinnufé- laga kr. 25.000.00. Jón Kristjáns- son, fyrrverandi formaður N.F.L:A. afhenti félaginu að gjöf tímaritið Heilsuvernd frá byrjun, innbundið af honum sjálfum. 24. október sama ár kemur einnig fram á fundi að Aðalgeir og Viðar hafi átt lægsta tilboðið í 1. hæð ofan á kjallara hælisins og því unnið verkið þá um sumarið. 26. febrúar 1983 á aðalfundi er þess getið að Félag verslunar og skrifstofufólks hafi greitt áætlað verð 1. herbergis í hælinu. 1.8. apríl 1983 á stjórnarfundi fjáröflunarherferð í liríksson í prent- ______ Jkjaldborg gaf magn ’ kvittanaheftum sem farið verð- J með í hús á Akureyri og ná- grannábyggöum og fólk beðið að efa gftir efnum og ástæðum. innig prentaður myndskreyttur- upplýsingabæklingur sem dreift verður sem víðast fyrir söfnun- ina. Sunnudaginn 3. júlí 1983 í indælu veðri, var veitingasala á vegum félagsins í og við Hælisbygging- una í Kjarnalandi. Gafst gestum kostur á að sjá með eigin augum framkvæmdir á staðnum. Föstudaginn 5. ágúst var veit- ingasala á göngugötunni í Hafn- arstræti í tilefni af fjögurra ára af- mæli skóflustungunnar. Þennan dag var formlega afhent stórgjöf frá ónefndum velunnara sem áður hefur gefið umtalsvert fé í byggingarsjóð. 23. ágúst kom tilkynning um dánargjöf frá Kristmundu Olafs- dóttur sem um fjölda ára var til heimilis í Heilsuhælinu í Hvera- gerði. Fyrst sem sjúklingur Jón- asar Kristjánssonar læknis og síð- an föndurkennari í hælinu til ævi- loka. Kristmunda var mjög list- ræn og lét meðal annars eftir sig undurfagurt málverk „Hugsjón" sem hún ánafnaði N.F.L.A. eftir sinn dag með þeim ummælum, að það skyldi prýða vegg í hælinu hér, þegar það væri tilbúið að veita því viðtöku. Áður hafði annar aðili gefið félaginu stórt landslagsmálverk. Ótaldar eru margar stórar og smáar peningagjafir á liðnum árum, t.d. arfur eftir Helgu Pét- ursdóttur, Skarðshlíð 17, kr. 20,000.00 og fleira sem of langt yrði að telja upp, en félagið þakkar innilega. Lokaorð Þessi fréttagrein á að gefa laus- lega mynd af störfum N.L.F.A. gegnum árin og eru heimildir að mestu úr fundargerðabókum fé- lagsins. Á bak við frásögnina er svo starfið sem félagsmenn hafa unnið og er það mikið og tíma- frekt, en einnig árangursríkt. Allt þetta starf hefur verið unnið af hugsjón frá fyrstu tíð, án þess að hugsa um daglaun. Það gefur því sitt gildi að gefa af sjálfum sér þjóðfélaginu til heilla. Eitt má ekki gleymast, að hugsjón Jónas- ar Kristjánssonar læknis hefur borið ríkulegan ávöxt til heil- brigðari hátta í fæðuvali fjölda fólks, auk fleiri þátta um heil- brigðari lífsmáta. Fullvíst er að brýn þörf er fyrir hressingarhæli á Norðurlandi. Það sannar langi biðlistinn að hælinu í Hveragerði. Á árinu 1984 'setur félagið framkvæmdamarkið hátt. Stór- gjöfin í ágúst nál. 2 milljónir króna verkaði sem vítamínsprauta á framkvæmdaáætlunina. Eftir er að steypa upp 2 hæðir og mun það verða unnið á næsta ári og húsið þar með fokhelt. Næsti áfangi er svo innréttingar og hvergi má slaka á fyrr en húsið stendur tilbúið til þess hlutverks sem því er ætlað og enn sem fyrr treystum við á stuðning samborg- aranna. Formenn Náttúrulækningafé- lags Akureyrar hafa verið þessir: Sigurður L. Pálsson 1944—1948 Barði Brynjólfsson 1949-1953 Páll Gunnarsson 1954—1955 Jón Kristjánsson 1956-1970 Laufey Tryggvadóttir 1971-1983. í bygginganefnd hafa setið þessir menn: Ágúst Jónsson Emil Sigurðsson Axel Jóhannesson Árni Ásbjarnarson Jón Kristinsson. Núverandi byggingarnefnd: Haukur Berg Ágúst Jónsson Lýður Bogason. Stjórn Náttúrulækningafélags Akureyrar skipa nú: Laufey Tryggvadóttir, formaður Haukur Berg, varaformaður Svanhildur Þorsteinsd., ritari Áslaug Kristjánsd., vararitari ísak Guðmann, gjaldkeri Baldvina Valdimarsd., v/gjaldk. Björg Ólafsdóttir, meðstjómandi. HVAÐ ER NYHUS? Nýhús er vömmerki fyrir nýja gerð húsa úr steinsteyptum samlokueiningum sem framleiddar em hjá Möl & Sandi hf. og Strengjasteypunni hf. á Akureyri. Steyptar samlokur er hagkvæmt að nota í alls konar hús, t.d. íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, bæði til sjávar og sveita, opinberar byggingar, svo sem skóla, íþróttahús, dagheimili, stjómsýsluhús o.fl. Samlokueiningar em auðveldar í flutningi milli staða og henta því vel í dreifbýli í ibúðarhús, vóla- geymslur, gripahús o.fl. Stuttur tími með vinnuflokki. Með framleiðslu Nýhúsa er húsbyggjendum gefinn kostur á vönduðu steinsteyptu húsi, til afgreiöslu á ákveðnum tíma, fyrir ákveðið verð. Hvers vegna NÝHÚS? Nýhús em steinsteyptar einingar, verksmiðjuframleiddar, á föstu verði. Nýhús hafa stuttan byggingartíma, sem sparar fé. Nýhús em í framleiðslu allt árið, óháð veðráttu. Nýhús spara kyndingarkostnað. Nýhús em 15-20% ódýrari. MOL&SANDUR HF. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓIF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI 196)21255 STREN0JA- STETB&NHF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.