Dagur - 13.02.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 13.02.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -13. febrúar 1984 Hvað er skemmti- legast að gera? (Spurt á Besta bæ á Húsavík) Sirrý Kata, 4 ára: Róla og vega salt. Þórunn Hilda, 5 ára: Vcit ekki. Kannski aö pússla. Jóna Björk, 5 ára: Að vera heima og sofa. Eyrún Ýr, 5 ára: Sofa og leika mér þegar ég er ekki sofandi. Kristján, 5 ára: Leika mér inni. I). 99*M a fOIÍ BKKI ð vera me ð neinn væ iugang“ — segir Gústaf Baldvinsson sem þjálfar 1. deildar lið KA í sumar „Það er alveg óhjá- kvæmilegt að það verði einhver breyting með nýjum þjálfara. Eg hygg að KA-Iiðið verði grimm- ara lið en verið hefur, meira baráttulið sem mun spila stíft upp á sigur í hverjum leik,“ segir Gústaf Baldvins- son. Gústaf sem kemur frá Vestmannaeyjum hefur verið ráðinn þjálf- ari KA í sumar og hann hóf æfingar með liðinu fyrir helgina. Gústaf á glæsilegan feril að baki þótt ungur sé að árum. Hann var í sigursælum liðum í yngri flokkum í Eyjum, liðum sem urðu íslandsmeistarar í 5., 3. og 2. flokki, hann hefur orðið bikarmeistari í 2. flokki og með meistaraflokki ÍBV hefur hann unnið alla helstu titla íslenskrar knattspyrnu, en hann lék með ÍBV frá 1976 og þar til hann hélt upp á land í fyrra. Og hann fór ungur að fást við þjálfun. - „Ég held ég hafi ekki verið nema 14 ára þegar ég fór að þjálfa yngstu strákana heima í Eyjum og í þrjú sumur gerði ég ekkert annað en þjálfa Tý, en ég hef alltaf verið Týrari.“ Sl. sumar kom svo frumraunin sem þjálfari meistaraflokks en þá stýrði hann liði Einherja frá Vopnafirði í 2. deild sem leik- maður og þjálfari. Og óhætt mun að segja að Einherjarnir hafi komið mjög á óvart undir hans stjórn. „Ég held að árangur Einherja hafi verið betri en menn áttu von á, að minnsta kosti voru allir mjög ánægðir á Vopnafirði með frammistöðuna. Það var að vísu ekki mjög stór hópur sem æfði og ekki mikil breidd í liðinu en .strákarnir lögðu sig alla fram og trúðu á allt sem fyrir þá var lagt.“ - Ég hef heyrt haft eftir þér að þér hafi fundist kæruleysi ein- kenna KA-liðið undanfarin ár, er þetta rétt? „Þetta er alveg rétt eftir haft, mér hefur fundist þetta í öll þau ár sem ég hef leikið gegn KA. Ég held að í KA-liðinu hafi ekki ver- ið ábyrgðarfullir leikmenn og þeir hafa t.d. alltaf „dekkað“ mjög illa upp. Ég get nefnt dæmi Þegar Einherji spilaði gegn KA i fyrra var KA 2:0 yfir eftir 2 mín- útur. í hálfleik sáum við að eitthvað varð að gera og ég breytti „taktikinni“ þannig að ég setti einn varnarmanninn inn á miðjuna. Hann fékk að valsa um allan síðari hálfleikinn án þess að vera valdaður. Við jöfnuðum 2:2 og hann átti síðustu sendingu í báð- um mörkunum. Þeir höfðu engar áhyggjur af þessum manni. Ég er búinn að spila flestar stöður á móti KA og hef alltaf þótt það frekar þægilegt. Þeir hafa hvorki verið grimmir í „tæklingum" eða dekkað stíft upp. Ég held að margir andstæðingar KA geti verið sammála þessu.“ - Nú verða miklar breytingar Gústaf Baldvinsson. hjá KA, leikreyndir menn fara og nýir koma í staðinn. Verður þetta ekki erfitt? „Það eru fimm leikmenn farnir frá KA og af þeim eru fjórir sem hafa verið fastir „póstar" í liðinu. En það koma leikmenn í staðinn. Njáll Eiðsson er mjög sterkur leikmaður. Hafþór Kolbeinsson spilaði vel í 2. deildinni er hlýtur að vera spurningarmerki í 1. deild. Bjarni Jóhannesson kemur frá ÍBV og Birkir markvörður sem lék með Einherja í fyrra. Þá ætla ég að spila með liðinu þótt ég líti fyrst og fremst á mig sem þjálfara. Ég held að ef við lítum á þetta, þá séu skiptin KA í óhag, þeir nýju fylli ekki skörðin sem hinir skilja eftir sig, því miður. Það hefði verið auðveídara fyrir mig sem þjálfara að koma að hópi þar sem enginn væri nýr og allt í föstum skorðum. Það eru margir endar lausir, en við þessu er ekk- ert að gera. En auðvitað hjálpar að leikmenn og stjórn deildarinn- ar gera sér grein fyrir þessu. Við þurfum að spila mikið fyrir ís- landsmótið til að fá samæfingu því lið sem kernur úr 2. deild þarf að fá styrk, en KA missir fimm menn þegar 1. deildin bíður og það menn sem hafa reynslu í 1. deild.“ - Snúum okkur aðeins frá knattspyrnunni. Unnusta þín, Anna Gunnlaugsdóttir sem er flutt hingað norður með þér er þekkt skíðagöngukona, ekki rétt? „Já, hún varð íslandsmeistari í skíðagöngu tvö ár í röð og hún kann því vel að flytja hingað enda á hún skyldfólk hér. En ég held að hún ætli sér ekkert að keppa á skíðum í vetur. - Og að lokum, hvernig leggst svo sumarið í þig hvaö varðar KA og 1. deildina? „Eigum við ekki að segja að það leggist þokkalega í mig, það þýðir ekki að vera með neinn vælugang. Það hafa orðið miklar breytingar hjá öllum liðum nema KR og Skagamönnum svo það getur ýmislegt gerst.“ gk-. Leggjum bónusinn niður - og fáum atvinnu fyrir alla að vinna. Mér finnst að vinnu- einn dag og halda fund út af komulagi á að allir fengju vinnu veitendur ættu að koma saman þessu og reyna að koma því sam- sem vildu. Merkið bílastæðið Magnea skrifar: Mikið er það slæmt að svona margt fólk skuli vera atvinnulaust hérna í bænum. Mér finnst ekki réttlátt að sumir fái vinnu átta til tíu tíma á dag en hinum sé neit- að. Væri ekki miklu réttara að leyfa fólkinu að vinna? Annar hópurinn gæti unnið fyrri partinn og hinn hópurinn seinni partinn. Svo er það þetta helvítis bónuskerfi sem er að gera alla þjóðina snarvitlausa með alltof miklum hraða og ólátum. Ég held að það væri nær að leggja bónusinn niður og leyfa fólkinu Ökumaður hafði samband við blaðið: Ég get ekki lengur orða bundist yfir því hvernig menn leggja bíl- um sínum á bílastæðinu norðan biðskýlisins í miðbænum. í hvert einasta sinn sem ég á leið þarna um þá er aðeins ein röð bíla á bílastæðinu. Allir eru úti við götu og það er lagt í hugsanlegar inn- og útkeyrslur. Innan við þessa bílaröð er bílastæðið autt. Ég ræddi við einn ökumann sem lagði þarna í innkeyrslu á dögunum og spurði hann hvort honum fyndist þetta eðlilega lagt. Hann svaraði því til að hinir gætu bara lagt á einhverjum öðrum stað. Nú er þetta ekki bara sök öku- mannanna. Kannski eru margir hræddir um að lokast inni á stæð- inu ef þeir leggja eins og menn og eina leiðin sem ég sé til úrbóta er sú að umferðarnefnd beiti sér fyr- ir því að stæðið verði merkt skikkanlega og lögreglan sjái um að fjarlægja þá bíla sem þá leggja ólöglega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.