Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 1
FRETTIR - blað Knattspyrnudeildar F • adidas^ Glæsilegur árangur 4. flokks í sumar: „Munum gera okkar besta í úrslitunum" — segja tvíburabræðurnir Björn og Stefán — Björn hefur skorað 20 af mörkum KA í íslandsmótinu 4. flokkur KA undir stjórn Gunnars „Gassa" Gunnars- sonar hefur staðið sig afburða- vel í sumar. Liðið er komið í úrslit íslandsmótsins eftir frækilega frammistöðu í Norðurlandsriðlinum þar sem Iiðið vann alla leiki sína og markatalan 40:0 segir allt sem segja þarf. Einn af piltunum í 4. flokki er Björn Pálmason og er óhætt að segja að sá huli verið á skotskónum frægu í sumar því eftir hann liggja 20 mörk af þessum 40 í íslands- mótinu í aðeins 5 leikjum. 4. flokkur KA. Bjöm geysist að marki andstæðinga KA og þá er mark á næsta leiti. „Ánægður með (£ arangunnn - segír Gunnar Kárason formaður unglinganefndar knattspyrnudeildar „Ég licld að það sé ekki hægt annað en að vera ánægður með árangur yngri flokka okk- ar í suaiur, við eriiin með 4 af fimm liðum í úrslitum íslands- mótsins, tvö lið úr 6. Ilokki, 5. flokk og 3. Ilokk," sagði Gunnar Kárason í stuttu spjalli, en Gunnar er formaður unglinganefndar KA og ásamt honum er í nefndinm Eiður Eiðsson. Gunnar sagði að auk þess hefði hver stjórnarmaður í knattspyrnu deild tekið að sér að hafa umsjón með hverjum flokki og þetta hefði gengið mjög vel í sumar. „Það sem er erfiðast er að á vorin þegar við höfum bara mal- arvölhnn þá er erfitt að koma fyr- ir æfingum allra flokkanna. Vegna þess höfum við ekki getað byrjað með 5. og 6. flokk fyrr en gras- vellirnir hafa veríð komnir í gagnið. En þetta hefur allt bless- ast það hafa allir hjálpast að, við höfum verið heppnir með þjálf- ara sem hafa lagt sig verulega fram og unnið gott starf. Við eig- um mikið af efnilegum knatt- spyrnumönnum og framtíðin er björt," sagði Gunnar Kárason. Tvíburabróðir Björns, Stefán, er einnig í liðinu, leikur þar tengilið og við fengum piltana til þess að spjalla örlítið við „KA- fréttir". Við spurðum Björn fyrst hver væri galdurinn við þessa miklu markaskorun hans. „Ég veit það eiginlega ekki," sagði Björn og var greinilega hógvær um þetta allt saman. Við fengum það hins vegar upp úr honum að hann hefur skorað mikið af mörkum eftir horn- spyrnu og þá með skalla, og eins sagðist hann ætíð fyígja vel eftir skotum frá öðrum og þá gjarnan skora eftir að markvörðurinn hefði misst boltann frá sér. Björn er enginn nýgræðingur í markaskoruninni, hann skoraði 26 mörk í 5. flokki annað sumar- ið sitt þar en í fyrra sagðist hann ekki hafa skorað „nema" 13 mörk og þykir það greinilega lítið á þeim vígstöðvum. I sumar skor- aði hann tvívegis 6 mörk í leik, gegn KS og Hvöt og fimm mörk gegn Tindastóli. Stefán bróðir hans er tengilið- ur sem fyrr sagði og við spurðum hann hvort Björn skoraði mikið af mörkum eftir sendingar frá tvíburabróðurnum. „Svo sem al- veg nóg, en annars geri ég mikið af því að reyna skot sjálfur og hef skorað 6 mörk í sumar," sagði Stefán. Þeir bræður „bera því ábyrgð" á 26 af 40 mörkum liðs- ins í íslandsmótinu. - Hverju þakkið þið þennan góða árangur liðsins í sumar strákar? „Við erum með góðari þjálf- ara, og liðsheildin hjá okkur er sterk. Við erum núna sterkari en Þór þótt þeir hafi kannski verið betri undanfarin ár. Við erum búnir að vinna þá 1:0 í íslands- mótinu og 5:3 í Akureyrarmót- inu." - Og hvernig leggst úrslita- keppni íslandsmótsins svo í ykkur? „Mjög vel. Við vitum að vísu ekki hvaða lið við eigum að spila við en það er alveg öruggt að við munum gera okkar besta í úrslit- unum og reyna að vinna alla leiki okkar þar. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer." - Hvernig er búið að ykkur hjá KA? „Vel núna. Við fáum að æfa á grasvellinum við Menntaskólann og einstaka sinnum á KA-grasinu svo við höfum ekki yfir neinu að kvarta." - Við þökkum hinum geð- þekku tvíburum fyrir spjallið og vonumst til að þeir haldi áfram að standa sig jafn vel á knatt- spyrnuvellinum í framtíðinni og hingað til. Piltunum öllum í 4. flokki óskum við til hamingju með árangurinn í sumar og ósk- um þeim góðs gengis í úrslita- keppninni sem fram fer síðar í þessum mánuði. Tvíburabræðumir Björn og Stefán. KA-liðin sigursæl Óhætt er að segja að árangur yngri flokka KA í sumar hafi verið mjög góður, og eru a og b Iið 6. flokks, 5. flokkur og 4. flokkur komnir í úrslit íslands- mótsins. Ekki gekk eins vel hjá 3. flokki þar sem flestir piltarnir eru á fyrra ári. En þegar á heildina er litið er ekki ástæða til annars en að vera ánægður, og það sjá menn bet- ur ef þeir yirða fyrir sér úrslitin í íslandsmótinu hér á eftir. 6. flokkur a: Ehnskipafélagsmót: KA-Þór 5:2 KA-Tindastóll 9:0 KA-KS 11:0 KA-Völsungur 4:2 Mót í Vestmannaeyjum: KA-Fram 6:4 KA-Týr 0:2 KA-ÍA 2:1 KA-Reynir 5:0 KA-ÍK 3:1 Vormót: KA-Þór 2:4 Akureyrarmót: KA-Þór 1:4 5. flokkur: Islandsmót: KA-Þór 1:1 KA-Hvöt 8:1 KA-Tindastóll 8:0 KA-KS 12:0 KA-Völsungur 2:1 Vormót: KA-Þór 0:1 KA-Þór b-lið 2:0 KA-Þór c-lið 4:0 Eimskipafélagsmót: KA-Þór a 6:4 KA-Völsungur a 2:4 KA-Þór b-lið 1:2 KA-Völsungur b-lið 8:1 4. flokkur: íslandsmót: KA-Þór 1:0 KA-Tindastóll 9:0 KA-Hvöt 11:0 KA-Völsungur 8:0 KA-KS 11:0 Vormót: KA-Þór a-lið 1:1 KA-Þór b-lið 2:2 Akureyrarmót: KA-Þór a-lið 5:3 KA-Þór a-lið 2:2 KA-Þór b-lið 2:2 KA-Þór b-lið 1:2 3. flokkur: íslandsmót: KA-Þór 0:6 KA-Hvöt 7:0 KA-KS 11:0 KA-Völsungur 3:1 KA-Tindastóll 2:4 Vormót: KA-Þór 1:2 Akureyrarmót: KA-Þór 0:2 KA-Þór 1:3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.