Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 08.08.1984, Blaðsíða 4
16 - DAGUR - 8. ágúst 1984 - segja Árni og Svanur í 3. flokki „Það er óhætt að segja að okk- ur hafi gengið vægast sagt illa í sumar, við höfum tapað þrí- vegis fyrir Þór og til að kóróna allt töpuðum við líka fyrir Völsungi í íslandsmótinu,“ sögðu þeir Svanur Valgeirsson og Árni Hermannsson, tveir piltar úr 3. flokki er við spjölluðum við þá. Við spurð- um þá hverja þeir teldu vera ástæðuna fyrir þessum óför- um. „Ætli það spili ekki mikið þarna inn í að við erum eiginlega allir á fyrra ári í 3. flokki. Þórsar- Árni og Svanur: „Verðum betri næsta sumar. ekki komið á mölina síðan í vor. Þetta er það sem skiptir mestu máli og enn á aðstaðan eftir að batna þegar nýi grasvöllurinn verður kominn í gagnið.“ Þeir Svanur og Arni upplýstu okkur um að þeir æfi þrisvar í viku allt sumarið, og auk þess er æft vikulega alla vetrarmánuð- ina. En hvað skyldu þeir fá marga leiki yfir sumarið? „Þeir eru allt of fáir því miður, og sennilega fáum við ekki nema 10 leiki í sumar. Á sama tíma eru jafnaldrar okkar í Reykjavík að spila 2-3 leiki í viku allt sumarið. Okkur finnst að það ætti að spila tvöfalda umferð í íslandsmótinu hér. í fyrra t.d. vorum við með miklu betra lið en Þór í 4. flokki og unnum þá samanlagt 18:1 um sumarið. Við töpuðum hins vegar einum leik gegn Tindastóli og það varð til þess að Þór komst í úrslit á hagstæðara markahlut- falli. Þegar leikirnir eru svona fáir má ekkert út af bera til þess að besta liðið sitji eftir þegar að úrslitakeppninni kemur og auð- vitað eru það vandræði hvað leikirnir eru fáir. Við höfum áhuga á að reyna sjálfir að bæta aðeins úr þessu, og við strákarnir höfum verið að ræða það að reyna að komast til útlanda næsta vor og spila þar. Við förum vonandi að gera eitthvað í þessu, t.d. væri æski- legt að fara að safna peningum til ferðarinnar áður en langt um líður. Við viljum bara koma því á framfæri í lokin að næsta sumar munum við gera það gott í 3. flokknum, við lofum því,“ sögðu þeir Árni og Svanur og við ef- umst ekki um að þeir og félagar þeirra munu standa við þau orð. 3. flokkur KA. ar eru hins vegar með nær allt sitt lið á seinna ári og við erum því að keppa við stráka sem eru einu ári eldri en við og það munar um það ár. Það hefur ekkert sérstakt ver- ið að hjá okkur, Þórsararnir eru einfaldlega betri en við í ár en tapið á móti Tindastóli má rekja beint til dómarans. Hans frammi- staða var hneyksli og gulu spjöld- in oft á lofti.“ Þeir Svanur og Árni byrjuðu báðir að spila með KA í 6. flokki og hafa verið að síðan. Við spurðum þá hvernig aðstaðan hjá félaginu hefði breyst á þess- um tíma. „Aðstaðan er orðin frábær og hefur tekið stakkaskiptum síð- ustu árin. Við erum örugglega ekki með síðri aðstöðu en jafn- aldrar okkar t.d. í Reykjavík. Við æfum alltaf á grasi og höfum FjugMðir jljúga 101 sjmú í vjku frá Reykjavík til áfangastaða um allt land! Akureyn £^sstao)í Hotnafíöiðut Vlúsav^ ísafjotðut , p°!relsfjötðut Œóbff. 30 smtwitn \4 sitmutn 4 stítttíu» v-^u 4 stítntíttí t ^u 1 stttttutít t^ v.^u 15 sittttttítí t 2 sttítttíttí t vft_u ilx *s||pr> 2 sttttítttu v-ku 5 sS“ » \ \|u' «S£ta8i Þttv§£Víl ^ FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi „Okkur hefur gengið illa“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.