Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 1
FRETTIR - blað Knattspyrnudeildar adidas^ - segir Gústaf Baldvinsson þjálfari meistaraflokks deildin verður sterkari en áður og það verða ekki nema tvö lið sem komast upp eins og allir vita.“ - Hvernig verður undirbún- ingur KA fyrir sumarið? „Pað er meiningin að hefja æfingar um miðjan febrúar eða nokkru síðar en í fyrra, en við vorum e.t.v. of fljótir í gang þá. Ég er ekki búinn að setja það niður endanlega fyrir mig hvernig þessu verður háttað en auðvitað reynir maður að læra af reynsl- unni sem þegar er fengin. Ég get því sagt að þetta verður á ein- hvern annan hátt byggt upp.“ - Vilt þú eitthvað úttala þig nánar um möguleika KA í 2. deildinni? „Ég held að menn verði að vera raunsæir og gera sér grein fyrir því að þetta verður erfitt. Ég held að það verði ekki miklar breytingar hjá okkur, Ormarr mun þó fara og Þorvaldur Þor- valdsson úr Þrótti kemur í hans stað. Við erum ekkert í því að reyna að laða hingað mannskap annars staðar að, en við verðum að byggja á þeim mannskap sem hér er fyrir hendi.“ - Hvað með þig sjálfan. Nú lékst þú ekki mikið með liðinu vegna meiðsla? „Nei, ég meiddist fljótlega og var ekki mikið með eftir það. Ég hef átt við slæm meiðsli á hásin að stríða en er nýkominn úr upp- skurði vegna þess. Það má segja að ég hafi verið á einum fæti í sumar en vonandi hefst þetta vel við svo ég verði tilbúinn í slaginn eins og aðrir." ið erum alltaf höflega bjartsýnir „Markmiðið að komast upp næsta sumar“ Erlingur Kristjánsson. „Það er auðvitað áfall fyrir okkur að falla í 2. deild, en það þýðir samt ekki að leggja árar í iiát. Við verðum að vera ákveðnir og setja stefnuna strax aftur á 1. deild og hafa það markmið að komast upp næsta sumar,“ sagði Gústaf Baldvinsson, en Gústaf hefur verið endurráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KA fyrir næsta keppnistímabil. „Ég sé ekki betur en að félögin sem verða í 2. deild séu með stór- ar yfirlýsingar uin að þau ætli sér að komast upp úr deildinni og það er ýmislegt í gangi hjá sumum þessara félaga til þess að af því geti orðið. Keppnin í 2. deild verður geysilega erfið, Nú fer að Ijúka sölu á KA- peningnum 1984. Þeir sem hafa ætlað sér að ná í pening ættu að gera það sem fyrst. Ath. Þetta er fyrsti KA-pen- ingurinn sem gefinn er út, og því dýrmætur í safnið. KA-peningurinn er núm- eraður. Gefiö KA-peninginn í jólagjöf. Knattspyrnudeild KA. KA -peningurínn góð gjöf stöðuna enn og eins og fram hef- ur komið hefur KA sótt um við- bótarsvæði til þess að koma upp sparkvöllum og gera félögum okkar auðveldara fyrir að ná ár- angri.“ - Hvað með fjármálin? „Fjármálin standa vel. Þegar ég segi þetta á ég við að við eig- um fyrir skuldum þótt ekki eigum við peninga þar fyrir utan. Við erum þó lausir við þrúgandi vaxtagreiðslur af lánum og óreiðuskuldir og við sjáum ekki annað en við getum rekið þetta fjárhagslega þótt dýrt sé.“ - Þannig að þú ert bjartsýnn þegar þú horfir fram á næsta ár? „Við erum alltaf hóflega bjart- sýnir. Við gerum okkur grein fyr- ir því að það tekur mörg ár að ná góðum árangri á öllum vígstöðv- um. Það má segja að knatt- spyrnudeildin sé 10 ára, því það eru ekki nema 10 ár síðan KA og Þór fóru að senda aðskilin lið í meistaraflokki. Starfið í yngri flokkunum varð ekki nógu þrótt- mikið fyrr en þessi skipting átti sér stað, þannig að ég er ósam- mála þeim sem eru að ræða um að æskilegt væri að sameina liðin aftur undir merki ÍBA. Fyrir nú utan það aö helmingi færri fengju tækifæri til að leika. Mér sýnist að það sé frekar grundvöllur fyrir þriðja sterka félagið f bænum er fram líöa stundir en að KA og Þór fari að rugla saman reytum sínum aftur.“ Gústaf á hækjunum eftir uppskurðinn. Ljósi punkturinn er sá að við vorum með yngri flokka sem voru greinilega í mikilli framför, á því er ekki vafi. Við erum ákveðnir í því að halda unglinga- starfinu áfram og reyna að efla Stefán Gunnlaugsson. það enn, m.a. með því að halda áfram að fá hæfa leiðbeinendur til að starfa að þessum málum. Það var stofnað unglingaráð inn- an deildarinnar og þá var stofnað foreldrafélag. Það hefur viljað brenna við undanfarin ár að for- eldrar og aðstandendur væru ekki nægilega virkir í starfinu. Mér sýnist þetta vera að breytast mjög til batnaðar og við höfum fengið öfluga starfskrafta frá þessum aðilum. Þá er því ekki að leyna að bætt aðstaða eins og KA hefur boðið upp á gerir beinlínis kröfur um bættan árangur. Nú er bara að stefna að því að bæta að- Stefán Gunnlaugsson var á aðalfundi knattspyrnudeildar KA sem haldinn var á dögun- um, endurkjörinn formaður deildarinnar. Af því tilefni var Stefán spurður hvernig hann teldi að til hefði tekist á sl. starfsári og hvað væri fram- undan. „Ég er auðvitað sáttur við sumt og miður sáttur við annað hjá okkur á síðasta starfsári eins og gerist og gengur. Árangur liða okkar var vel viðunandi á sl. sumri þótt fallið í 2. deild sé auð- vitað hlutur sem olli öllum KA- mönnum vonbrigðum. Meistara- flokkurinn vann þó til verðlauna á árinu, sigraði í Akureyrarmóti og KRA-móti. Erlingur bestur Fimm leikmenn KA léku með landsliði íslands í knattspyrnu sl. sumar. Þeir Njáll Eiðsson og Erlingur Kristjánsson léku báðir með A- landsliði, og Njáll m.a. í leik Wales og Islands í Cardiff á dögunum. Þá léku þeir Hafþór Kolbeinsson, Mark Duffield og Steingrímur Birgisson allir með landsliði 21 árs og yngri. Erlingur Kristjánsson var í haust útnefndur „Knattspyrnu- maður Akureyrar 1984“. Erl- ingur náði einnig þeim áfanga á árinu að leika sinn 100. leik með meistaraflokki í mótum á vegum KSÍ og þeim áfanga náði einnig Ásbjörn Björnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.