Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 2
14 - DAGUR - 3. desember 1984 Fjöldi manns kom og þáði kaffiveitingar. Stund milli stríða. Gestur Jónsson „messar“ og pollarnir fylgjast með af áhuga. Mörg hundruð manns mættu á KA-daginn Einn liðurinn í starfí knattspyrnudeildar KA á árinu, var að gangast fyrir svo- kölluðum KA-degi sem haldinn var í ágúst. Var þetta í fyrsta skipti sem slíkur dagur er haldinn hjá KA en örugglega ekki í það síðasta. Leitað var samstarfs við nýstofnað Foreldrafélag KA og tók félagið að séi að sjá um veitingar á svæðinu. Megintil- gangur með KA-deginum var að sjálf- sögðu að kynna starfsemi knattspyrnu- deildarinnar, og þá sérstaklega ungl- ingastarfið sem hefur staðið með mikl- um blóma. Mjög margt fólk kom á KA-svæðið á KA-daginn til þess að fylgjast með því sem þar fór fram og þiggja veitingar. Þessar góðu undirtektir, þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki leikið við hvern sinn fingur þennan dag, verða án efa til þess að KA-dagurinn verður árlegur viðburður í starfinu. Sem fyrr sagði var sérstök áhersla lögð á kynningu á unglingastarfinu hjá knattspyrnudeildinni sem Gunnar Kára- son stýrir með miklum ágætum. Strák- arnir í 7., 6., 5., og 4. flokki léku knatt- spyrnu á svæðinu og 3, flokkurinn fékk það erflða verkefni að glíma við „Old boys“ lið félagsins. Gamlingjarnir léku þarna við hvern sinn flngur, voru greini- lega ánægðir með að komast á hinn góða grasvöll sem félagið hefur komið sér upp og strákarnir í 3. flokki urðu að bíta í það súra epli að tapa leiknum. Einar Helgason sýndi snilldartakta í marki „öldunganna“. Útigrillið var til staðar - og margir kunnu vel að meta. Gestur „Ted“ Jónasson að sníkja sér sleikju í eldhúsinu. Árni Ingimundarson mætti á svæðið og greip í píanóið. Jón Arnþórsson fylgist hugfanginn með. Svipmyndir frá KA-degi - Svipmyndir frá KA-degi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.