Dagur - 09.01.1985, Page 1

Dagur - 09.01.1985, Page 1
68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 9. janúar 1985 3. töiublað GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR Skagafjörður: Rofar til í símamálum —Talsverðar truflanir á síma að undanförnu Taisvert hefur borið á síma- truflunum á Sauðárkróki og víðar í Skagafírði að undan- förnu. Stafar þetta af miklu áiagi á símstöðinni á ákveðn- um tímum og hafa notendur átt í erfíðleikum með að ná sambandi. Einnig munu vera brögð að því að símtöl rofni í miðjum klíðum. - Okkur er fullkunnugt um álagið og þau óþægindi sem af því stafa en hingað hafa hins vegar engar kvartanir borist um að sím- töl rofni, sagði Kári Jónsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki er við bárum þetta mál undir hann. Að sögn Kára er símstöðin á Sauðárkróki nú full, þ.e. öll níu hundruð númerin eru í notkun og hefur þetta valdið talsverðum óþægindum. Nefndi Kári sem dæmi að ef rnikið álag væri á viss- um númerum, t.d. í símatíma hjá sjúkrahúsinu, þá væri oft erf- itt að ná sambandi ekki aðeins við sjúkrahúsið heldur einnig við önnur númer innan stöðvarinnar. - Við eigum von á að þetta heyri brátt sögunni til. Það verð- ur byrjað að setja hér upp full- komna digitalsímstöð næsta sum- ar og til bráðabirgða verður þá sett hér upp 1.000 númera digi- talstöð. Hin eiginlega símstöð sem verður með 1.300 númer verður svo væntanlega komin í gagnið unt næstu áramót, sagði Kári Jónsson. Sú 400 númera aukning sem verður við tilkomu nýju stöðvar- innar verður ekki eingöngu fyrir Sauðárkrók og það svæði sem sjálfvirki síminn hefur þjónað að undanförnu. Fjórir sveitahreppar sem ennþá búa við handvirka kerfið bætast við nýju stöðina, en það eru Rípur-, Viðvíkur-, Hóla- og Skefilsstaðahreppur en auk þess verður lokið við að leggja sjálfvirka símann á alla bæi í Skarðshreppi. Pann 1. mars nk. er fyrirhugað að hætta nætur- vörslu á símstöðinni á Sauðár- króki fyrir umrædda hreppa en þess í stað verða þeir tengdir sím- stöðinni á Akureyri þar til sjálf- virki síminn kemst á. - ESE Pessa dagana er unnið aö því ad setja nýjan borðstokk á Eyborg EA 59 frá Hrísey. Unnið er að verkinu við Torfu- nefsbryggju og er ætlað að því Ijúki um eða upp úr næstu mánaðamótum. Frostið að undanförnu hefur gert viðgerð- armönnunum erfitt um vik og t.a.m. hafa þeir þurft að brjóta ísinn á höfninni á hverjum degi til að koma viðgerð- arflekanum að. Mynd: ESE „Reyni að ná bátnum upp a næsta vori Búið að stað- setja Þórunni ÞH á hafs- botni - Við fundum bátinn með neðansjávarmyndavélinni og erum nú búnir að miða hann út. Ég reikna þó ekki með því að reyna að ná honum upp fyrr en í vor, sagði Heiðar Bald- vinsson, skipstjóri á Grenivík í samtali við Dag, en Heiðar hefur að undanförnu leitað að Þórunni ÞH, 12 lesta bát sem Félag um laxeldi í Ólafsfirði: Stofnað í mánuöinum „Þeim aðilum sem höfðu lýst sig reiðubúna til að leggja fram hlutafé varðandi stofnun félags um laxeldi í Ólafsfírði voru send bréf og þeir spurðir hvort þeir vildu vera með upp á þau bíti að hlutafé yrði ekki meira í byrjun en 5 milljónir króna. Það er nú Ijóst að ailir þessir aðilar ætla sér að vera með utan SH og ég á von á því að félagið verði stofnað í þessum mánuði.“ Þetta sagði Valtýr Sigurbjarn- arson bæjarstjóri í Ólafsfirði er við ræddum við hann um stofnun félags um laxeldi í Ólafsfirði sem lengi hefur verið á döfinni. „Það má segja að gusugangur- inn í kringum stofnun þessa fé- lags hafi minnkað verulega, nú er að verða lygn sjór og verður svo vonandi áfram og góð samstaða þeirra aðila sem að því munu standa. Sú starfsemi sem í gangi er á vegum Veiðifélags Ölafs- fjarðar gengur vel en hið nýja fé- lag mun síðan yfirtaka þetta starf, er féiagið hefur verið stofnað. Ef við göngum út frá því að þetta félag verði stofnað í þessum mánuði þá verður fyrsta verkefni sem bíður stjórnar þess að taka ákvörðun um framkvæmdir næsta sumars og hversu geyst verður farið af stað. Ég held þó að dæmin sanni að sígandi lukka er best í þessum efnum, enda held ég að þetta sé dæmigerður búskapur þess efnis að það sé betra að flýta sér hægt," sagði Valtýr. gk-. sökk undan honum og tveim öðrum mönnum á Eyjafírði t nóvembermánuði sl. Heiðar keypti Þórunni af tryggingarfélaginu sem bætti tjónið en ástæðuna segir hann m.a. vera þá að tryggingin hafi ekki bætt allt tjónið. Veiðarfæri hafi t.a.m. verið ótryggð. Heiðar reyndi í síðustu viku að slæða bátinn upp með hjálp Drangs en tókst ekki. Á föstudag fékk hann síðan neðansjávar- myndavél frá einstaklingi í Reykjavík og um helgina tókst að staðsetja bátinn. Hann liggur á um 68 til 69 faðma dýpi, eina mílu frá landi skammt utan Ól- afsfjarðar. - Ég reikna með að reyna að ná bátnum upp í vor með hjálp Drangs og ég reikna með því að það takist, sagði Heiðar Bald- vinsson. - ESE Frystihús ÚS: Full vinna hefst í vikubyrjun Búist er við því að full vinna hefjist i Irystihusi Útgerðar- felags Skagfírðinga eigi síðar en nk. mánudag eftir hefð- bundið jóla- og áramóta- stopp. Að sögn Bjarka Tryggvason- ar, framkvæmdastjóra Utgerð- arfélags Skagfirðinga var unnið fram að jólum i frystihúsinu við vinnslu sjávarafurða en síðan hefur aðeins veriö unnið við viðhald og þvíumlíkt. Hegranesið og Drangeyin eru nú á sjó og í vikubyrjun höfðu togararnir fengið 50 tonn hvor. Þeir eru því væntanlegir til hafnar seint f þcssari viku þann- ig að vinna ætti að hcfjast af fullum krafti í síðasta lagi nk. mánudag. - ESE Stjórn flskveiðanna: „Hinir óánægðu velja vafalaust sóknarmarkið" - Útgerðarmenn eru sammála um það að takmörkun á físk- veiðum sé nauðsyn eins og ástand fískstofna er nú og það er persónuleg skoðun mín að með því að bjóða mönnum að velja á milli afla- og sóknar- marks þá sé um töluvert frjáls- ræði að ræða sem hugsanlega kveður niður óánægjuraddir undangenginna ára. Þetta sagði Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands í samtali við Dag er hann var spurður álits á þeim reglum sem gilda um stjórnun fiskveiðanna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að útgerðarmenn velji á milli afla- og sóknarmarksins eigi síðar en 20. febrúar nk. Afla- markið sætti talsverðri gagnrýni á síðasta ári ekki síst meðal þeirra sem töldu að með þessu formi á veiðunum nyti einstakl- ingsframtakið og hinn mannlegi þáttur sín ekki. - Það má ætla að þeir óánægðu velji nú sóknarmarkið sem miðað er viö 270 úthalds- daga á árinu en ég held þó að mjög margir velji aflamarkið. - Er ekki sóknarmarkið meira happdrætti fyrir menn? - Það fylgir því óneitanlega viss áhætta. Það verður að ákveða úthaldið fyrirfram fyrir hvert tímabil og menn verða að sækja talsvert stíft. Með afla- markinu er hins vegar að mínu mati hægt að hafa betri stjórn á veiðum gagnvart vinnslu. Fyrir stór fyrirtæki með rnörg skip eins og Útgerðarfélag Akureyringa hlýtur t.d. að vera betra að velja aflamarkið. Með sóknarmarki gæti mjög mikill afli borist á land samtímis, nokkuð sem er auð- veldara að skipuleggja ef vaiið er aflamark, sagði Sverrir Leósson. - ESE Litmynda- framköllun FILMUhus,d AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.