Dagur - 09.01.1985, Side 6

Dagur - 09.01.1985, Side 6
6 - DAGUR - 9. janúar 1985 Hvað segja bæjarstjórarnir í upf - segir Valtýr Sigurbjarnarson bæjar Þessi mynd er tekin við höfnina á Da ■ S'*. „Ég á sannast sagna ekki von á stórfelldum breytingum á því ári sem nýbyrjað er hvað snertir okkur hér í ÓIafsfirði,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði er við báðum hann um að horfa fram á við og reyna að meta hvað nýbyrjað ár muni hafa í för með sér þar. „Ég hygg að árið 1985 verði í flestu svipað því sem var að kveðja. Hér byggist að sjálfsögðu allt á sjávarfangi og það er ansi erfitt að spá um gæftir eða það hvernig gengur að ná þeim afla sem leyfilegt verður að taka. En fyrirfram er ekki hægt að búast við öðru en að þetta muni ganga fyrir sig á svipaðan hátt og verið hefur undanfarin ár.“ - Sérð þú einhver teikn á lofti um öruggara atvinnuástand í Ólafsfirði en verið hefur? „Nei, því miður geri ég það ekki. Þó vona ég að þetta ár færi okkur eitthvað meiri fjölbreytni í atvinnulífinu og þá á ég við að okkur takist að fylla upp í Iðn- garðana með einhverri starfsemi, sem komi sem viðbót við það sem Gatnagerðarframkvæmdir í Olafsfirði. þegar er þar fyrir hendi. Hvað það verður eða hvenær að því kemur er hins vegar ekkert hægt að segja fyrir um. Það hafa verið ýmis atriði í skoðun og ég á von á skýrslu frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. Þegar sú skýrsla liggur fyrir og svör við beiðni um ákveðna út- tekt þá vona ég að unnt verði að taka ákvörðun um hvort reyna skuli eitthvað af því sem athugað hefur verið. Ef eitthvað af því reynist fýsilegt þá reikna ég með að við sláum til og reynum það. Reynslan verður svo að skera úr um það hversu vel tekst til, eða j i. r r r r ■ Kolbeinscy landaði 40% bolfisksaflans sem barst til Húsavíkur á síðasta ári. „Heilt yfir leggst árið 1985 ekki illa í mig og það byggi ég e.t.v. ekki síst á því að sjórinn hér við Norðurland og reyndar við landið allt er hlýrri en verið hefur, sem þýðir vonandi betra og hlýrra tíðarfar og það færir okkur vonandi einnig aukinn fisk,“ sagði Bjarni Aðalgeirs- son bæjarstjóri á Húsavík er við ræddum við hann um hið nýbyrjaða ár. „Fiskveiðarnar og vinnslan er höfuðundirstöðupunkturinn hjá okkur þannig að mikið veltur á þeim málum og þær forsendur sem ég nefndi hér að framan gefa manni leyfi til að vera hæfilega bjartsýnn á nýja árinu. Atvinnu- málin hjá okkur í vetur eru ann- ars svipuð og á undanförnum árum, það er tímabundið dautt yfir ákveðnum hlutum yfir vetrarmánuðina. Hins vegar virðist mér að ef þær opinberu framkvæmdir sem reiknað er með að unnið verði að á þessu ári fari í gang þá sé bygg- ingariðnaðurinn þokkalega vel settur. Við erum að byggja hér íþróttahús og það er stórt verk, það á að ljúka við flugstöðvar- byggingu við Aðaldalsflugvöll, það eru heimiidarákvæði í fjár- lögum til að hefja byggingu að- stöðu fyrir sýslumannsembættið og svo er í burðarliðnum bygging nýrrar heilsugæslustöðvar. Sú framkvæmd er að vísu ekki inni á fjárlögum þessa árs en spurning hvort framkvæmdir við það mannvirki gætu hafist síðast á ár- inu.“ - Hvað með nýjar atvinnu- greinar eða fjölgun atvinnutæki- færa? „Það er verið að vinna skipu- lega að ýmsum smáfyrirtækjum og stendur til að ráða sérstakan iðnfulltrúa fyrir Húsavík á vegum iðnþróunarfélagsins sem hér var stofnað í fyrra. Ég get ekki nefnt nein ákveðin dæmi um þetta en þessi mál eru öll í athugun. Það sem við höfum horft til og höfum áhuga á, er að hér komist upp einhver meiriháttar iðnaður, menn geta kallað það stóriðju ef þeir vilja. í því sambandi höfum við ekki Ekki ástæða til ann- ars en bjartsýni“ - segir Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík hvernig árið 1984 kemur út. Hér 1 horft á neitt sérstakt, en bent á þá kosti sem hér eru, í framhaldi af þeirri miklu vinnu sem unnin var varðandi trjákvoðuverk- smiðjuna á sínum tíma og ekki gekk upp. Það liggja hér fyrir miklar upplýsingar og við höfum lagt mikla áherslu á að það verði hugað að þessum stað í þessu sambandi.“ - Hefur orðið fólksfjölgun hjá ykkur eða fækkun? „Það hefur orðið fjölgun og við höfum haldið okkar hlut fyllilega þótt ég viti ekki nákvæmlega er að mörgu leyti gott að búa, hitaveitan t.d. mjög hagstæð og með þeim allra lægstu á landinu, mannlífið er gott og ekki ástæða til annars en bjartsýni. Hins vegar sýnist mér að hagur bæjarins muni verða þrengri á ár- inu en á síðasta ári. Rekstrarút- gjöld munu hækka meira en rekstrartekjur vegna þeirrar verðbólgusveiflu sem kom í lok síðasta árs. Hún þýðir hærra verðlag á þessu ári en tekjurnar byggjast á verðlagi síðasta árs. Það verður einhver mismunur þar á okkur í óhag. Það er heldur ekki á hreinu hvernig fer með mál togarans Kolbeinseyjar en það er stórmál fyrir okkur að við höldum þessu atvinnutæki. Kolbeinsey fiskaði á síðasta ári um 40% af þeim bolfiskafla sem hér var unninn þannig að því ástandi sem nú er uppi fylgir viss óvissa þangað til þetta mál verður komið í höfn. Þetta skýrist á næstunni en við trúum ekki öðru en að við höld- um togaranum hér í byggðarlag- inu.“ gk-. „Ekki ástæða til svartsýnishjals" - segir Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri á Dalvík „Ég má segja að árið leggist tiltölulega vel í okkur hér á Dalvík. Það var gott atvinnulíf hér á síðasta ári fyrir utan það að við urðum að stöðva rækju- vinnsluna í október eða nóv- emberbyrjun. Hún fer vonandi í gang fljótlega og ég vona að atvinnuástand verði gott hér a.m.k. framan af,“ sagði Stef- án Jón Bjarnason bæjarstjóri á Dalvík er við spurðum hann hvernig nýbyrjað ár leggðist í hann. „Það er hins vegar staðreynd hvað iðnaðarmenn varðar að það er ekki mikið sem liggur ljóst fyr- ir þegar líður á sumarið. Það er mikið að gera núna en má segja áð það sé minna framundan en ekki víst að það sé ástæða til þess að vera mjög hræddur við það. Það sem snýr beint að bænum framkvæmdalega þá eru línur enn mjög óljósar því við erum rétt að byrja að skoða fjárhags- áætlun og staðreyndin er sú að ýmsir hlutir urðu þess valdandi að síðasta ár varð okkur fjárhags- lega erfitt. Það þýðir að við för- um inn í þetta ár með nokkuð mikið af skammtímaskuldum sem væntanlega kemur niður á framkvæmdahliðinni. Við erum með í gangi ákveðin verkefni eins og skólabyggingu, áhaldahús og framkvæmdir við höfnina og það verður verulega reynt að halda áfram við þessi verkefni. Þá hefur verið á döfinni í 2 ár að hefja byggingu á hluta af barnadagheimili sem er þjón- ustuhluti og er mjög aðkallandi mál. Það er aðeins fyrsti áfangi af þremur sem nú er í notkun og var hann ætlaður sem leikskóladeild og þar er orðið mjög þröngt og óhentugt. Þetta veltur auðvitað allt á því hvað við fáum af peningum. Það er ekki beint hægt að segja að fjárveitingar séu litlar vegna þess að við vitum að það er skorið niður á öllum sviðum. Við fáum rúmar 3 milljónir í höfnina, 500 þúsund í dagheimilisbygginguna, 700 þúsund í skólann og ákveðna fjárveitingu til lokafrágangs innanhúss í heilsugæslustöðinni. Þetta eru stærstu þættirnir.“ - Hvað með útvegsmálin? „Þau standa nokkuð vel. Við erum hér með fjögur togskip sem hugmyndin er að hafi mjög mikið samstarf um veiðar á árinu, og það kemur vel til greina að færa á milli þeirra afla eftir því sem hagkvæmt og rétt þykir á hverj- • um tíma. Við gerum okkur vonir ' um að það verði hægt að stýra þessum skipum svo til veiða að ' hægt verði að halda uppi sem jafnastri atvinnu. Rækjuvinnslan sem við vonumst til að fari í gang ■ fljótlega byggir á því að við fáum "báta til að leggja hér upp en það er í sjálfu sér ekki nema einn bát- ur hér fyrir utan Dalborg sem mundi veiða rækju héðan fyrr en ’ í sumar þegar smærri bátarnir * :fara af stað. Það má því segja að ég sé svona hæfilega bjartsýnn þegar allt kemur til alls. Mér finnst ýmsir hlutir lofa góðu og ég sé ekki ástæðu til þess að vera með neitt svartsýnishjal. Það má segja að íbúafjöldi hafi hér staðið í stað þótt við höfum ekki nýjar tölur þar að lútandi, mannlífið hefur verið gott eins og tíðarfar- ' ið. Vegna þess hversu vel hefur viðrað hefur ýmislegt gengið bet- ur fyrir sig og hvern dag erum við ‘ að græða peninga vegna þess að sniómokstur er enginn.“ gk-. „Ekki von á felldum breytii

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.