Dagur - 09.01.1985, Síða 7
9. janúar 1985 - DAGUR - 7
ihafi ársins 1985?
stór-
igum“
stjóri í Ólafsfirði
hvort þetta á eftir að stuðla að
fjölþættara atvinnulífi hér og
fjölga atvinnutækifærum."
- Nú hefur undanfarin ár verið
rætt um fólksfækkun í Ólafsfirði
og jafnvel fólksflótta þaðan.
Hvað er um það að segja?
„Það hefur ekki reynst vera
svo. Árið 1983 fjölgaði t.d. um 9
manns hér í bænum, 49 fluttu
burt en 58 komu í staðinn. Það
var því talsverð hreyfing en ekki
fækkun. Ég held að Ólafsfjörður
hafi þá verið eini kaupstaðurinn
á Norðurlandi sem hafði vinning
gegn höfuðborgarsvæðinu.
Reyndar er ekki um það háar
tölur að ræða að þær séu mark-
tækar á nokkurn hátt og einstök
tilvik geta haft þarna veruleg
áhrif á.
Ég hef ekki ennþá niðurstöðu-
tölur ársins 1984 en ég hef sagt
það áður og ég segi það enn að ég
er ansi hræddur um að tölurnar á
sl. ári séu okkur óhagstæðari. En
um fólksflótta hefur alls ekki ver-
ið að ræða.“
- En þegar á heildina er litið
sérð þú ekki að um neinar stór-
vægilegar breytingar verði að
ræða á Ólafsfirði á því ári sem
nú er nýbyrjað?
„Nei, ég sé ekkert í augnablik-
inu sem bendir til þess.“ gk-.
Unnið við niðuriagningu hjá Sigló hf.
„Lifum í skugga vanda
útgerðarinnar“
- segir Óttarr Proppé bæjarstjóri á Siglufirði
- Ég er bjartsýnismaður og
auðvitað reynir maður að
halda eins lengi í bjartsýnina
og hægt er. Horfur verða al-
mennt séð að teljast nokkuð
þokkalegar miðað við allt og
alla, en hins vegar ber á það að
líta að hér er byggt á fyrirtækj-
um í sjávarútvegi og það er fátt
sem bendir til þess að þar verði
á mikil breyting til batnaðar,
sagði Óttarr Proppé, bæjarstjóri
á Siglufirði er rætt var við hann
um horfur á árinu 1985.
- Það er þetta sem veldur
manni áhyggjum. Það er ekkert
sem bendir til þess að sjávarút-
vegur og fiskvinnsla muni búa við
betri greiðslufjárstöðu á þessu
ári, þó svo að maður gefi sér það
að afli verði svipaður og á síðasta
ári. Að vísu er ekkert fyrirtæki
hér í viðlíka erfiðleikum og við
heyrum um á Húsavík og Ólafs-
firði en þessi skuggi hann er
þarna alltaf. Ég vek athygli á því
að það er aðeins lítill hluti sveitar-
félaga í landinu sem býr við þetta
vandamál, þ.e. sveitarfélög við
sjávarsíðuna. Við höfum lent í
því, til þess að leysa einhvern
þjóðfélagslegan vanda, að taka
stóran hluta af álögðum gjöldum
á okkur og breyta þeim í lang-
tímalán í formi skuldbreytinga til
útgerðarinnar.
- Nú fenguð þið mikið og stórt
atvinnufyrirtæki í bæinn á síðasta
ári?
- Mikið rétt. Sigló hf. hóf
starfsemi og þó að hún hafi lagst
niður í nóvember þá vantaði fólk
hér í vinnu stóran hluta ársins og
ég er að vona að nú þegar fyrir-
tækið fer í gang á nýjan leik þá
verði það til þess að þurrka flesta
út af atvinnuleysisskrá.
- Hvernig hefur fólksfjölda-
þróunin verið?
- Hún hefur því miður verið
niður á við. Ef við tökum fjögur
til fimm síðustu ár sem dæmi hef-
ur fækkun orðið um það bil eitt
hundrað manns. Það voru 1.915
manns á íbúaskrá 1. des. sl. en
við erum að vona að þetta snúist
nú við.
- Hvað er til ráða varðandi
sjávarútveginn að þínu mati?
- Það er erfitt að alhæfa en ef
einhver tæki sig nú til og gerði
skynsamlegar „strúktúrbreyting-
ar“ á þessu, þá væri það auðvitað
spor í rétta átt. Ég get nefnt sem
dæmi mann sem vinnur hér sjáv-
aríang og selur á evrópskum
mörkuðum fyrir evrópskan gjald-
miðil, hann ætti auðvitað ekki að
þurfa að taka afurðalánin í SDR
(sérstökum dráttarréttindum),
þar sem dollarinn vegur
langþyngst, sagði Óttarr Proppé.
„Allt útlit fyrir
að árið verði gott“
- segir Þórður Þórðarson, bæjarstjóri á Sauðárkróki
- Mér líst bara vel á þetta ný-
byrjaða ár. Það er allt útlit fyr-
ir að ástand í atvinnumálum
verði hér gott á árinu, sagði
Þórður Þórðarson, bæjarstjóri
á Sauðárkróki, er hann var
spurður hvemig árið 1985
leggðist í hann.
Að sögn Þórðar eru miklar
vonir bundnar við steinullarverk-
smiðjuna sem fyrirhugað er að
hefji framleiðslu um mitt þetta
ár. Mikil vinna hefur verið við
byggingarframkvæmdir vegna
verksmiðjunnar og þegar hún
tekur til starfa fá þar tugir manna
atvinnu.
- Hverjar verða helstu fram-
kvæmdir á Sauðárkróki á árinu?
- Það er að vísu ekki búið að
setja saman fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlun en það er þó ljóst
að það verður unnið mikið við
íþróttahúsið sem er í smíðum og
stefnt er að því að það fari sem
lengst á árinu. Einnig verður
unnið áfram við heimavist Fjöl-
brautaskólans, en annar áfangi
þeirrar byggingar var gerður fok-
heldur á síðasta ári.
- Hvernig hefur íbúaþróunin
verið á síðustu árum?
- Hún hefur verið mjög
ánægjuleg. Það hefur verið
stöðug fjölgun í bæn im í fjöl-
mörg ár og sú þróun virðist ætla
að halda áfram, sagði Þórður
Þórðarson, bæjarstjóri. • - ESE
Frá Sauðárkróki.