Dagur - 09.01.1985, Síða 12
RAFGEYMAR
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VIÐHALDSFRÍIR
VEUIÐ RÉTT
MERKI
í 1. tbl. Lögbirtingablaðsins á
þessu ári eru auglýst hvorki
fleiri né færri en 53 nauðungar-
uppboð á fasteignum og
skipuin hjá bæjarfógetaemb-
ættinu á Akureyri og sýslu-
manni Eyjafjarðarsýslu. Þar af
eru 42 fasteignir á Akureyri, 7
á Dalvík, 1 í Hrísey og 1 í
öðrum sveitahreppi og 2 skip.
Nauðungaruppboðin eru aug-
lýst föstudaginn 22. febrúar og ef
að líkum lætur verða einhverjir,
vonandi allir, þeirra sem auglýst-
ir eru búnir að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Flestar auglýsing-
arnar eru vegna íbúðarhúsnæðis en
um 10 vegna atvinnurekstrar og
er þar yfirleitt um mun hærri
upphæðir að ræða.
Til samanburðar við þessi rúm-
lega 50 mál sem nú hafa verið
auglýst í fyrstu viku ársins má
nefna, að allt árið í fyrra voru
þingfest um 190 uppboðsmál hjá
bæjarfógetaembættinu á Akur-
eyri, en þá voru 14 íbúðir seldar
Oddfellow-reglan hefur fengið
vilyrði fyrir því hjá Bygginga-
nefnd Akureyrarbæjar að regl-
an fái að byggja nýtt hús yfir
starlsemi sína á lóðinni á horni
Þórunnarstrætis ög Byggða-
vegar. Lóðinni hefur þó ekki
verið úthlutað ennþá vegna
þess að eftir á að gera deili-
skipulag fyrir svæðið.
Lóðin sem hér um ræðir hefur
lengi þótt eftirsótt. Frímúrarar
fengu úthlutað spildu á horninu
á sínum tíma sem ekki var byggt
á og eins hafa ýmis félagasamtök
svo sem Félag aldraðra verið orð-
uð við umrædda lóð. Eitt sinn var
jafnvel um það rætt að ný
slökkvistöð risi þarna á horninu.
Að sögn Finns Birgissonar,
skipulagsstjóra þarf að gera deili-
skipulag fyrir svæðið vcgna þess
að lóðin sem Oddfellowar þurfa
tekur ekki yfir nema hluta
á nauðungaruppboði. Þessi mikli
málafjöldi í upphafi þessa árs á
sína skýringu, því þau áttu raun-
ar að vera á dagskrá í nóvember
og desember, en af því gat ekki
orðið vegna verkfalls og stöðvun-
ar útkomu Lögbirtingablaðsins,
að sögn Elíasar I. Elíassonar,
bæjarfógeta. Hann sagði að áður
en til þingfestingar kæmi, við
fyrsta uppboð, yrðu flest þessara
mála væntanlega úr sögunni,
samkvæmt fyrri reynslu.
Súlan fór til veiða á ný á
sunnudag, eftir að gert hafði
verið við skemmdirnar sem
urðu í rokinu 28. desember.
Þá hafði verið unnið sleitulaust
svæðísins. Þarna er þegar búið að
teikna inn dagvistun og er það
mál manna að önnur bygging
álíka og Oddfellow-húsið komist
fyrir á þessari eftirsóttu hornlóð.
Allt er reyndar óvíst um það
hvort yfirleitt verður nokkuð
hægt að stunda skíði í Hlíðar-
fjalli í vetur. Fari svo verða
skíðaáhugamenn hins vegar að
greiða 10% hærra gjald fyrir
lyftur heldur en í fyrra og
25-30% hærra fyrir skíðaleigu,
skíðakennslu o.fl.
Þetta varð niðurstaða um-
fjöllunar bæjarráðs um verðskrá
Eins og áður sagði voru 14
uppboðssölur hjá fógetaembætt-
inu á síðasta ári, 2 árið þar áður,
7 árið 1982 og 8 árið 1981. Nokk-
ur tröppugangur virðist því vera
í þessu.
Hjá héraðsdómara fjölgaði
vanskilamálum vegna víxla og
þvílíkra fjárskuldbindinga á síð-
asta ári. Þau urðu 814 eða 96% af
málafjöldanum fyrir héraðsdómi,
en voru árið áður um 780 eða
93% af málafjöldanum. HS
við viðgerðina frá 2. janúar.
Viðgerðin var aðeins til bráða-
birgða, klæðning innan á síð-
unni var rifín og bönd styrkt.
„Skipið er að styrkleika til
jafngott og það var, eftir þessa
viðgerð, en endanleg viðgerð fer
fram í mars, eftir loðnuvertíð.
Þá verður síðan endurnýjuð og
innréttingar sem skemmdust í
borðsal, eldhúsi og einni íbúð.
Að morgni 2. janúar kom vösk
sveit manna undir stjórn Jóhann-
esar Óla Garðarssonar og vann
stórt verk á stuttum tíma. Slipp-
stöðin vann þarna frábært verk
og á slíkum stundum metur mað-
ur tilvist Slippstöðvarinnar, því
fáir eða engir hefðu getað gert
þetta jafn vel á jafn skömmum
tíma,“ sagði Sverrir Leósson, út-
gerðarstjóri Súlunnar í viðtali við
Dag. HS
fyrir Skíðastaði í vetur. íþrótta-
ráð hafði hins vegar lagt til að
lyftugjöldin yrðu lækkuð um
15%.
„Við erum búnir að hafa sára-
litla aðsókn undanfarna tvo
vetur, líklega mest vegna veður-
fars, en fjölmargir hafa minnst á
að þeim finnist þetta dýrt. Því
fannst mér reynandi að lækka
lyftugjöldin í þeirri von að að-
Oddfellowar gegnt lögreglu?
Fengu vilyrði
fyrir lóðinni
Súlan farin á veiðar:
„Frábært verk“
- ESE
Lyftugjöld í
Lækkunarbeiðni
Þessi skringilegi asni var á ferli á þrcttándanum ásamt fleiri furðuverum.
Fleiri myndir frá þrettándagleði Þórs eru á bls. 8. Mynd: HS
Hlíðarfjalli:
breytt í hækkun
sókn ykist. Þegar litið er til þess
að tímar í sundlauginni og
íþróttahúsinu eru niðurgreiddir
og að bærinn borgar hvort eð er
með þessu, finnst mér ekki til-
tökumál hvort hann borgar 500
þúsundunum meira eða minna ef
það gæti orðið til þess að 500
fleiri nýttu sér þessa aðstöðu,"
sagði Ivar Sigmundsson, for-
stöðumaður Skíðastaða.
En tillaga hans féll sem sagt í
bæjarráði og því verða fullorðnir
að greiða einar 200 krónur fyrir
dagsmiða í stað 150, en hann
kostaði 180 krónur í fyrra. Lík-
lega verður barnamiði í einn dag
látinn kosta 100 kr. í stað 95 í
fyrra, en íþróttaráði var falið að
útbúa verðskrá í samræmi við
ákvörðun bæjarráðs.
HS
Allt útlit er fyrir hið þokkalegasta
veður næstu sólarhringa. Á
Veðurstofu íslands fengust þær
upplýsingar í morgun að hæg
sunnanátt yrði á morgun og bjart.
Þessi sunnan- eða suðaustanátt
færist síðan í aukana á föstudag en
þá hlýnar jafnframt og líkur eru á
því að hitastig fari upp fyrir frost-
markið. Einhver úrkoma gæti
orðið á NV.-landi. IJm helgina
verður síðan áframhaldandi sunn-
anátt og hugsanlcga nokkur úr-
koma í formi slyddu.
# Nýjar myndir
Ólögleg leiga á myndböndum
hefur verið nokkuð til um-
ræðu hér í Degi. Þannig er að
ýmsir aðilar hafa aflað sér
einkarettar á efni erlendra
myndbandafyrirtækja eða
einstökum kvikmyndum, en
sá réttur er sífelldlega brot-
inn af þeim sem fara í inn-
kaupaferðir til útlanda og
kaupa þetta efni, sem selt er
til einkanota, og ieigja það
síðan út. Þessir framtaks-
sömu einkaaðilar hafa gjarn-
an langmesta úrvalið af
góðum, nýjum myndum á
myndbandaleigum sínum og
skáka þeim algjörlega sem
eru að brasa í því að ná sér í
einhvern rétt, setja íslenskan
skýringartexta á myndirnar
o.s.frv.
# Vernd dóms-
kerfis
Athyglisverðast við þetta er
e.t.v. það að löggjafinn og
dómstólarnir hafa nánast
gert þetta frumskógareðli
hins frjálsa framtaks að raun-
veruleika. Áður var það i
höndum rétthafa myndband-
anna að lögsækja þá sem
brotlegir gerðust. Nú eru
þetta mál sem fara eftir regl-
um opinbers réttarfars og
það eru hinir opinberu sem
bregðast. Mál ganga seint og
illa og mun verr en þegar um
einkamál var að ræða. Það er
sem sagt undir verndarvæng
seinvirks dómskerfis sem
ólöglegu eigurnar standa sig
svo frábærlega í þvi að hafa
sífellt nýjar myndir á boðstól-
um.
# Tvöfalt gjald
Fólk er nú almennt að jafna
sig eftir „sjokk-fréttirnar“ um
meinta skaðsemi sólarlampa.
Með kjörorðið „hóf er best í
öllu“ gefa menn sig nú geisl-
unum á vald og breyta um lit
í skammdeginu.
Vafalaust er hófleg ástund-
un sóllampa bara holl en svo
undarlega bregður við að
hollustan er mismunandi
dýru verði keypt eftir því á
hvaða sólstofu er farið. Smátt
og stórt hefur það fyrir satt að
á einni nýjustu og best búnu
sólstofunni, kosti Ijósatíminn
hvorki meira né minna en 170
krónur. Þetta er tvöfalt gjald
ef miðað er við sólstofur t
Reykjavík og eins má nefna
að stofa á Akureyri (vafalaust
fleiri en ein) selur tímann á 80
krónur. Sóldýrkendum er því
bent á að kynna sér verð og
gæði fyrirfram. Á því má
spara verulega og ekki mun
af veita.