Dagur - 06.02.1985, Page 2

Dagur - 06.02.1985, Page 2
2 - DAGUR - 6. febrúar 1985 „Hugmyndin er sú að koma upp verkstœði þar sem fólk gæti unn- ið að sinni listgrein, þar vœri þá undir sama þaki unnið að grafík, tauþrykki, fatasaumi og leðri, svo eitthvað sé nefnt. í tengslum við verkstœðið yrði svo verslun sem seldi muni félagsmanna og einnig kaffistofa þar sem fólk gœti sest niður og það- an yrði jafnvel yfirsýn yfir verkstœðið, “ sagði Pórey Eyþórsdóttir, sem er aðalhvatamað- urinn að stofnun félags nytjalistamanna á Ak- ureyri. í nóvember sl. kallaði Þórey sam- an á fund og þar var undirbún- ingsnefnd komið á laggirnar til að vinna að stofnun félags nytjalista- manna á Akureyri og reyna að finna hentugt húsnæði undir list- iðnaðarmiðstöð þá sem ráðgert er að koma á fót. í nefndinni eru auk Þóreyjar, Guðmundur Ár- mann, myndlistarmaður, Guðný Stefánsdóttir, myndmenntakenn- ari og Sigríður G. Valdimarsdótt- ir, myndmennta- og textílkenn- ari. Stofnfundur félagsins verður auglýstur síðar og mun hann væntanlega verða í febrúar. „Við sendum atvinnumála- nefnd bæjarins greinargerð um fyrirhugaða stofnun félagsins og þeir hafa tekið vel í þetta. Okkur vantar hentugt húsnæði undir svona starfsemi og mér datt Nýja bíó í hug, það myndi henta alveg einstaklega vel undir þessa starf- semi, en eflaust eru fleiri hús líka hentug. En félagsmenn verða fleiri en þeir sem koma til með að vinna á verkstæðinu. Við vitum að það er fullt af fólki að vinna ýmiss konar heimilisiðnað heima hjá sér og það fólk viljum við endilega fá í félagið. Þeir munir sem fólk ynni heima hjá sér yrðu einnig seldir í versluninni og allir hlutir sem þar verða seldir munu fara í gegnum gæðamat til að tryggja að framleiðslan verði vönduð. Það sem fólk gæti m.a. unnið heima hjá sér eru prjóna- vörur, fatasaumur og ýmiss kon- ar smíðavörur." Nytjalist og heimilis- iðnaður á Akureyri - Rætt við Þóreyju Eyþórsdóttur um fyrirhugaða stofnun félags nytjalistamanna á Akureyri - Er þetta kannski gamall draumur sem þú ert að láta rætast? „Nei, ég vil ekki kalla það draum, en hugmyndin er gömul. Þegar ég útskrifaðist úr Handíða- og myndlistarskólanum ætlaði ég mér að setja upp eigið verkstæði og selja afurðir mínar. Ég fór að kenna og svo fyrir tilviljun fór ég síðar að kenna þroskaheftum. Þar sem kennslan átti mjög vel við mig festist ég í kennslunni." - Hvert er markmiðið með svona félagi? „Eins og ég sagði áðan þá verður þetta ekkert glingur sem verður framleitt, ekki plast með þrykktum myndum á, heldur vandaðir munir. Við viljum vekja áhuga á nýsköpun nytjahluta og endursköpun eldri þátta sem eiga rót sína að rekja til okkar gamla þjóðararfs. Félagar munu leggja áherslu á að framleiða vandaða og nytsamlega hluti sem þó svara kröfum nýs tíma. Félagið mun standa fyrir nám- skeiðum, við höfum hugsað okkur að reyna að fá fólk með sérþekk- ingu til að halda námskeið. Einn- ig mun félagið standa fyrir fræðslu og reyna að veita leið- beiningar á allan hátt. Við höfum þá trú að þetta geti laðað að ferðamenn. Akureyri er vaxandi ferðamannabær og það þarf eitthvað fleira en kirkjuna og Lystigarðinn. Ég bjó í mörg ár í Noregi og þegar ég kom hingað heim og ætlaði að kaupa ein- hverja fallega hluti sem minntu á ísland til að senda vinum mínum í Noregi, rak ég mig á það að úr- valið er ákaflega lítið. Svona list- iðnaðarmiðstöðvar eru víða er- lendis og því ekki að koma svona upp hérna. Það er bara að byrja og koma þessu af stað.“ - Þurfa félagsmenn að vera miklir listamenn, með langa skólagöngu að baki? „Nei, nei, nei, alls ekki. Það er engin krafa um langa myndlistar- menntun eða neitt slíkt. Það er til fullt af hagleiksfólki sem getur framleitt vandaðar vörur til sölu en hefur ekki lært neitt og við viljum endilega fá sem flesta í félagið.“ - Nú senduð' þið Atvinnu- málanefnd Akureyrar greinar- gerð um stofnun félagsins, myndi þetta hugsanlega skapa ný at- vinnutækifæri í bænum? „Ég veit ekki hvað skal segja um það, það fólk sem kemur til með að vinna við framleiðsluna er auðvitað flest í vinnu, en þetta mun hlaða utan á sig og þannig verða óbeint atvinnuskapandi. En það sem okkur finnst mikil- vægast er að þetta gæfi meiri vídd í mannlífið. Það er örvun fyrir einstaklinginn að hafa fólkið í kringum sig, það verður fyrir áhrifum hvert af öðru og getur miðlað hugmyndum hvert til annars.“ HJS Þórey Eyþórsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Sigrún G. Valdimarsdóttir og Guðmundur Armann. Mynd: HJS Hver á að bæta hiyssuna? Stefán Jakobsson hafði samband við blaðið og sagðist honum frá á þessa leið: Sumarið 1983 lánaði ég Akureyr- arbæ og Hestamannafélaginu Létti meri sem ég átti, til afnota í reiðskóla sem þessir aðilar hafa staðið að á undanförnum árum. Sjálfur var ég kennari við skólann. Einn morguninn þegar hrossin voru sótt í haga var merin mín draghölt, hafði verið slegin af öðru hrossi um nóttina og var greinilegt að hún hafði fengið mikið högg á bóginn. Það kemur m.a. fram í vottorði dýralæknis. Það var ekki um annað að ræða en bíða og vona að merin lagað- ist, en samt sem áður lét ég þá- verandi formann Léttis vita, að ég áskildi mér allan rétt til bóta. En heltin lagaðist ekki og þegar ár var liðið frá því að merin slas- aðist var hún felld. Þá fór ég fram á 40.000 kr. í bætur fyrir hana frá Akureyrarbæ. Að lokum náð- ist samkomulag milli mín og framkvæmdastjóra æskulýðsráðs, að höfðu samráði við bæjaflög- fræðing, um að greiða mér 20.000 kr. fyrir merina. En sagan er ekki þar með búin. Þegar ég ætlaði að sækja bæturn- ar fékk ég þær fréttir, að bæjar- ráð hefði hafnað samningi okkar. Forsendurnar voru þær, að þar sem ég hefði verið kennari við reiðskólann þegar atvikið átti sér stað þá hafi ég sjálfur borið ábyrgð á merinni. Þetta finnst mér fráleitt, því samkvæmt þess- ari kenningu hefði ég þá átt að bæta hrossið, ef einhver annar hefði átt það. Þar að auki gerðist þetta ekki á meðan á kennslu stóð og það er víst, að ekki sparkaði ég sjálfur í hróssið! Ég sætti mig því ekki við þessi málalok, því ég hef ekki efni á að taka einn á mig skakkaföll, sem verða á mínum eignum vegna starfsemi opinberra aðiia. Hins vegar er mér ekki vel við að sækja málið með lögfræðingum, en vonast til að ráðamenn bæjar- ins endurskoði sinn hug. Ég er tilbúinn til viðræðna hvenær sem er, sagði Stefán. Þvf má svo bæta við, að hryssa Stefáns var af góðum komin. í ættarskrá hennar má sjá nöfn eins og Þokki, Hörður og Hrafn, sem ailir hestamenn kannast við. Viðhorf bæjarins: Samkvæmt upplýsingum Hreins Pálssonar, bæjarlögmanns, var bótakröfum Stefáns hafnað á þeim forsendum, að félagið hafi ákveðið hvaða hross voru notuð. Ráðamenn þess hafi því átt að sjá til þess að ekki væru valin við- sjárverð hross til notkunar á námskeiðinu. Þar að auki hafi Stefán sjálfur verið umsjónar- maður með hrossunum og auk þess hafi þáverandi formanni Léttis verið bent á, að bæjarsjóð- ur væri ekki lengur með neinar tryggingar í þessu sambandi. - Þannig að ef Stefán á rétt á bótum, þá er það allt eins félagið sem á að greiða þær, að mati bæjarins? - Já, það er allt eins spurning, en hvað hefur verið rætt milli æskulýðsráðs og félagsins og hvað er sannað og viðurkennt í þessum efnum þori ég ekki að segja til um, sagði Hreinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.