Dagur - 06.02.1985, Side 6

Dagur - 06.02.1985, Side 6
6 - DAGUR - 6. febrúar 1985 6. febrúar 1985 - DAGUR - 7 „Það er ekkert vafa- mál, að þessar ratsjár- stöðvar stórauka ör- yggi í flugleiðsögn á víðáttumiklu og erfiðu svæði íslensku ttugum- ferðarþjónustunnar, “ sagði Pétur Einarsson, flugmálastjóri, spurð- ur um fyrirhugaðar ratsjárstöðvar á Vest- fjörðum og Langanesi, í samtali við Dag. Pét- ur ræddi þessi mál á fundi Varðbergs á Ak- ureyri sl. laugardag. Þar kom margt athygl- isvert fram og Pétur og Hallgrímur N. Sigurðs- son, fíugumferðar- stjóri, svöruðu fjöl- mörgum fyrirspurnum fundarmanna. Pétm var beðinn að útskýra nánargildi radarstöðv- anna fyrir fíugið. „Viö getum tekið sem dæmi vél sem er á leiðinni frá Reykja- vík til Akureyrar. Hún yrði á radarskermi alla leiðina, ef rad- arstöðvarnar verða að veruleika, allt þar til hún kemur í ákveðna hæð í aðflugi á Akureyrarflug- völl, sem í dag er meira og minna stýrt með radar. Par að auki sjást aðrar vélar, sem hugsanlega eru á sömu leið, einnig á radarnum, og þannig er hægt að koma í veg fyrir árekstra. Þar að auki koma ýmis fyrirbrigði af slæmum veðurskilyrðum fram á radar, sem síðan er svo hægt að forðast. Petta eru aðalatriðin,41 sagði Pétur. - En hvað með millilandaflug- ið? „Þar gildir í rauninni það ná- kvæmlega sama. Meginmarkmið- ið með flugumferðarstjórn er að koma í veg fyrir árekstra, en í öðru lagi er henni ætlað að auð- velda umferðina og létta hana. ÖIl töf er geysilega dýr. Og þetta verður ekki gert betur en með radartæki, þar sem flugumferðar- stjórn sér flugvélina. Þetta kalla Bandaríkjamenn „jákvæða flug- umferðarstjórn44. Núna höfum við ekki radar- mynd af nema mjög litlum hluta af okkar flugstjórnarsvæði. Flug- umferðarstjórinn situr í sínum klefa og hann veit af því hvenær vélin fer. Síðan kallar flugstjór- inn upp sína staðarákvörðun á ákveðnum stöðum. í rauninni veit enginn, hvorki flugstjórinn né flugumferðarstjórinn, hvort flugvélin er nákvæmlega á réttum ferli. En ratsjáin sýnir þetta tví- mælalaust. Þannig eykur hún ör- yggið og gerir mögulegt að raða fleiri flugvélum á hentugar flug- leiðir. Við getum tekið flugleið- ina milii Evrópu og Bandaríkj- anna sem dæmi. Á þeirri leið eru mjög hentugir loftstraumar á ákveðnu svæði. Ef hægt er að fjölga vélum á því svæði þýðir það mun hagkvæmari útkomu fyrir flugfélögin og vonandi fyrir farþegana líka. Þarna spilar hag- kvæmni í flugrekstri því líka inn í, en öryggisþátturinn er að sjálf- sögðu aðalatriðið.44 - Er árekstrahætta mikil á ís- lenska flugumferðarsvæðinu? „Það er ekki hægt að segja beint að árekstrar séu yfirvof- andi. Árlega fara um 42 þúsund vélar um okkar flugumsjónar- svæði, bara í úthafsfluginu, og þegar umferðin er mest fara þetta upp í 250 flugvélar á dag. Petta - Pétur Einarsson, flugmálastjóri í viðtali við Dag sem við erum nú þegar með sér- þjálfað starfslið. Við höfum mannskap sem hefur verið þjálf- aður á radarstöðvar, í viðhaldi þeirra og meðferð, auk þess sem við eigum hámenntaða tækni- menn á þessum sviðum.44 - Hvaða þýðingu getur þetta haft fyrir alþjóðaflugið, eigum við á hættu að missa það ef við höfnum ratsjárstöðvunum? „Já og nei. Það eru umræður í kringum okkur um að við séum óþarfa milliliður, en við höldum öðru fram. Hins vegar gefum við þessum umræðum byr undir báða vængi ef við bætum ekki okkar þjónustu, en með því að auka hana og bæta verðum við nauð- synlegir. Pað er staðreynd. Rad- armynd gerir það að verkum, að við verðum með eins fullkomna flugumferðarþjónustu og kostur er á með nútíma tækni.44 - Hvað með gervitunglin? „Það er talið hugsanlegt að gervitungl eigi eftir að leysa rad- arana af hólmi, en færustu sér- fræðingar telja útilokað að það gerist innan tuttugu ára, senni- lega ekki fyrr en eftir 30-50 ár og ef til vill aldrei.44 A//Í of litlar fjárveitingar En ef við hverfum frá þessu af- markaða máli. Það hefur löngum verið rætt um að flugsamgöngur á íslandi njóti ekki skilnings hjá fjárveitingavaldinu. Þar af leið- andi sé ástand flugvalla í mikium ólestri og sömu sögu sé að segja um tækjakost við flugumferðar- stjórn. Einhverjar stórfram- kvæmdir á döfinni í ár? „Nei, enda er ekki nema 61 m.kr. veitt til nýframkvæmda, sem er allt of lítið. Reiknað er með að heildarrekstur flugmála- stjórnar kosti 283 m.kr. Ef við reiknum með þeim tekjum sem ríkissjóður hefur af fluginu; frí- höfninni í Keflavík, farþega- skattinum og eigin tekjum flug- málastjórnar, þá kemur rekstur- inn út með hagnaði. Eina framlag ríkisins til flugmála er því það sem lagt er til framkvæmda í ár, 61 m.kr., sem rétt dugir til að fullgera 1 000 metra flugbraut.44 - Hvað með framkvæmdir á Norðurlandi? „Pað er nú ekki hægt að gera mikið fyrir þessa upphæð, en við stefnum þó að því að vígja flug- stöðina við Húsavíkurflugvöll í haust. Auk þess höldum við áfram undirbúningsvinnu við Sauðárkróksflugvöll, upphitun hans og varanlegum frágangi, hvort sem hann verður nú gerður að varaflugvelli fyrir alþjóðaflug- ið eða ekki.44 - Hvernig standa þau mál? „Það er nú svo merkiiegt með það, að mörg flugfélög eru bvrjuð að fljúga á tveggja hreyfla þotum yfir Atlantshafið. Þessi flugfélög verða að hafa Keflavík sem vara- flugvöll. Og sé hann lokaður geta þessi félög ekki flogið. Þess vegna fer að koma nauðsyn á að hér komi annar flugvöllur, sem er eins ólíkur Keflavíkurflugvelli hvað skilyrði varðar og hugsast getur, og getur tekið á móti stór- um þotum. Það er nú okkar niðurstaða að það sé Sauðár- króksflugvöllur, enda eru aðflugs- möguleikar þar mjög góðir.44 - Nú hefur Vegagerðin um 900 m.kr. til að spila úr í ár, á sama tíma og þið hafið 61 m.kr. Sérðu fram á bjartari tíð? „Já, já, ég er viss um að úr þessu rætist. Ef við hefðum sams konar löggjöf og er um vegamál- in, sem gerði það að verkum að þingmennirnir okkar ættu að fjalla um flugmálin einu sinni á ári, hvernig staða þeirra er Qg hvar sé þörf á úrbótum. Þar með fengjum við líka langtímaáætlun, sem ekki er til í dag. Þess í stað eru fjárveitingar nánast með höppum og glöppum. Ég get t.d. ekki sagt þér núna hverjar verða fjárveitingar til flugmála á næsta ári og ég get heldur ekki sagt þér það í október eða nóvember í haust ef að líkum lætur.44 - Að lokum Pétur, það hefur verið gert mikið úr yfirvofandi árekstrum á íslenska flugstjórn- arsvæðinu ekki alls fyrir löngu. Eru þar gloppur í kerfinu? „Já, þessi spurning hefur vakn- að hjá reykvískum fjölmiðlum eftir að þessi atvik áttu sér stað. Við höfum látið gera mikla úttekt á flugumferðarþjónustunni, tækjabúnaði, mannafla og starfs- aðferðum. Þessi úttekt var unnin af mjög færum bandarískum sér- fræðingi, einum þeim virtasta þar í landi. Niðurstaða hans var sú, að flugumferðarþjónustan sé í heild sinni eins og best verður á kosið. En það megi lagfæra margar starfsaðferðir og mennt- unaraðferðir. Þess vegna erum við nú að hrinda í framkvæmd ýmsum innanhússbreytingum hjá okkur, sem eru miðaðar við alþjóðlega gæðastaðla,44 sagði Pétur Einarsson í lok samtalsins. - GS eru vélar með kannski 350 far- þega hver, þannig að það getur verið um að ræða 700 mannslíf, ef árekstur verður. Og hvert mannslíf er dýrmætt. Það er því ástæða til að nota þau bestu ör- yggistæki sem völ er á,“ sagði Pétur. Hafa afstýrt slysum Það kom fram í máli Hallgríms N. Sigurðssonar, flugumferðar- stjóra, á Varðbergsfundinum, að með notkun radarsins á Keflavík- urflugvelli, sem reyndar eru víst tveir, hefur verið hægt að afstýra slysum. Hallgrímur sagðist því ekki í nokkrum vafa um, að með aukinni radarvæðingu væri hægt að auka öryggið enn frekar. Hann nefndi flugslys sem orðið hafa á síðustu árum. Hann vildi ekki fullyrða, að hægt hefði verið að afstýra þeim ef radarmynd hefði verið til staðar af öllu land- inu, en í það minnsta hefði ferill vélanna komið fram. Hallgrímur hefur mikla reynslu í flugumferð- arstjórn og hann taldi það hreint glapræði fyrir íslendinga, að hafna ratsjárstöðvunum. Það eru Bandaríkjamenn sem sýnt hafa því áhuga að setja upp áðurnefndar ratsjárstöðvar. Megintilgangur þeirra er sam- kvæmt upplýsingum Péturs á fundinum, að fylgjast með um- ferð rússneskra flugvéla við aust- urströnd Grænlands. Fyrr á árum voru ratsjárstöðvar á Vestfjörð- um og Heiðarfjalli á Langanesi, en þær voru lagðar niður. Ætlun- in var að láta ratsjárflugvélar taka við hlutverki þeirra, en reynslan hefur sýnt að þær geta ekki fyllt í skarðið, það er ekki hægt að halda þeim á lofti allan sólarhringinn. Fyrir vikið er ákveðin „renna“ við Grænland eftirlitslaus af og til og þetta telja Bandaríkjamenn að Rússar not- færi sér. Þess vegna vilja þeir koma aftur upp ratsjárstöðvum á Vestfjörðum og Langanesi. Það kom líka fram í máli Péturs, að radarstöðvarnar verða kærkomin tæki til að fylgjast með æfinga- flugi bandarískra orustuflugvéla yfir landinu, en það er ekki að öllu leyti inni á sviði radarsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta er hernaðarlegi tilgangurinn með ratsjárstöðvunum. En getum við íslendingar ekki keypt slíkar rat- sjárstöðvar sjálfir og sett þær upp? Dýr tæki „Nei, það getum við ekki, af fjár- hagslegum ástæðum er það von- laust,44 svaraði Pétur. „Ég get nefnt sem dæmi, að við höfum verið að skoða möguleikana á að endurnýja aðflugsradarinn hér á Akureyri. Þar eru ýmsir mögu- leikar, en sá radar sem við teljum hagstæðastan kostar milljón pund, eða 50 m.kr. íslenskar. Þessar ratsjárstöðvar sem við erum að tala um eru margfalt dýrari, auk þess sem þær eru dýr- ar í rekstri. Miðað við þjóðfélag- ið sjálft þá er það vonlaust dæmi að við getum staðið undir þessu sjálfir. Ég get nefnt til saman- burðar, að til framkvæmda í flug- málum á að verja 61 m.kr. á þessu ári. Það mun vera svipuð upphæð og Bandaríkjaher ver til að halda Keflavíkurflugvelli snjólausum nær allan sólarhring- inn.“ - í tengslum við þetta. Nú hafa andstæðingar ratsjárstöðv- anna viljað hafna þeim af því að þær eru hernaðarmannvirki. Hvað með Keflavíkurflugvöll; hefði hann verið byggður fyrir innlent fé? „Það er ákaflega ósennilegt miðað við fjárhagsgetu okkar, að við hefðum getað byggt flugvöll af þessari stærðargráðu. Það er líka ákaflega ósennilegt að við getum haldið honum eins mikið opnum og gert er. Og ef þessi stóri flugvöllur og mikli rekstur væri ekki fyrir hendi, væri millilandaflug okkar með öðrum hætti en nú er. Það væri miklu umfangsminna og þar að auki gíf- urlega erfitt að vinna það.“ - Hvað með hernaðargildi rat- sjárstöðvanna? „Það er engin spurning, auð- vitað eru þetta hernaðarstöðvar. En að mínu viti hafa þær meiri þýðingu fyrir friðsamlegt borgara- legt flug, heldur en nokkurn tíma í hernaðarlegum tilgangi á friðar- tímum. En auðvitað hafa þær mikla þýðingu komi til styrjaldar. En aðalatriðið er sem sagt geysi- legt gildi slíkra stöðva fyrir al- mennt flug.“ Rætt hefur verið um að 8-10 manns komi til með að starfa í hverri ratsjárstöð og reiknað er með að það verði íslendingar. Pétur var spurður um þetta at- riði; hvort mannskapur sé til stað- ar til að sinna þessu verkefni. Þekking til staðar „Þetta er nú ekki fullmótað að því er best ég veit, né heldur hvaða íslensk stofnun kemur til með að fara þarna með stjórn. En við hjá flugmálastjórn teljum eðlilegast að við gerum það, þar Hestar og bílar í umferöinni: Útreiðartúrar og bifreiðatúrar fara illa sainan, en á hestamannamótum er þetta auðskilið. Hér er Einar Magnússon á Tinnu Sörladóttur, semvar kjörin afbragð annarra hrossa á Vindheimamelum í sumar. ^ ^ Mvnd: GS „ Endar með stórslysi" - ef ekkert verður aðhafts, segir Jón Ólafur Sigfússon, formaður Hestamannafélagsins Léttis „Ef ekki verða gerðar lagfær- ingar þarna, þá sé ég ekki ann- að en að þetta eigi eftir að enda með stórslysi,“ segir Jón Ólafur Sigfússon formaður Hestamannafétagsins Léttis á Akureyri, en félagið hefur sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem vakin er athygli á því hættu- ástandi sem skapast hefur í sambandi við umferð bfla og hesta í bæjarlandinu. Jón Ólafur sagði í samtali við Dag að það sem fyrst og fremst væri um að ræða væri að umferð hestamanna á milli hesthúsa- hverfanna í Breiðholti og norðan Glerár væri mjög mikil, og þyrftu hestamenn að ríða þar innan um umferð bifreiða. „Gamla brúin á Glerá er orðin itórhættuleg og þar getur orðið stórslys hvenær sem er, eða brúin hreinlega hrunið,44 sagði Jón Ólaf- ur. „Við sjáum því ekki annað en að við verðum að fara upp á nýju brúna á malbikið þar og þá er hættunni boðið heim fyrir alvöru. Þarna er mikil umferð bíla sem aka hratt og hestarnir eru mjög óstöðugir og óöruggir á malbik- inu. Þarna verður stórslys ef ekki verður aðhafst í málinu.44 Jón Ólafur sagði að sú lausn sem hestamenn sæju á þessu máli væri sú að þeir fengju litla brú yfir Glerá niður af Vegagerðinni og losnuðu þannig við að ríða hrossum sínum innan um bílaum- ferðina. Kristján Þorvaldsson hefur unnið skipulagstillögu í samráði við garðyrkjustjóra og skipulagsstjóra og þar er m.a. vikið að þessum möguleika til lausnar á þessu vandamáli. Bæjarráð ræddi bréf Léttis á fundi 31. janúar og vísaði bréfinu síðan til skipulagsnefndar. gk-. Vetrarorlof bænda í Reykjavík 1985 Undanfarna vetur hefur verið efnt til orlofsvikna fyrir bænd- ur og þeirra fólk á Hótel Sögu. A síðastliðnum vetri voru tvær slíkar vikur, en þær hafa oft verið þrjár á vetri. Dagskrár orlofsvikna hafa ver- ið mjög fjölbreyttar, það hafa verið skipulagðar heimsóknir í helstu afurðasölufélögin í höfuð- borginni, einnig hefur verið farið í heimsóknir í nokkrar stofnanir borgarinnar og efnt hefur verið til ferðar austur fyrir fjall. Vetrarorlof bænda í Reykjavík hefur verið hæfileg blanda af fróðleik, skemmtun og hvíld. Næsta oriofsvika verður dag- ana 11.-17. mars ef nægileg þátt- taka fæst. Þátttökugjaldið er kr. 6.000 á mann, en í því er innifalin gisting og morgunverður á Hótel Sögu, tvisvar sinnum kvöldverð- ur, spilakvöld, dansleikur og ferðir með hópferðabifreið í 3 daga. Auk þess er boðið upp á ýmislegt, án aukakostnaðar fyrir þátttakendur. Nánari upplýsingar um vetrar- orlofið eru gefnar hjá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins og Ferðaþjónustu bænda í síma 19200.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.