Dagur


Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 1

Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 1
TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Litmynda- framköllun FILMUhúsio AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, mánudagur 18. febrúar 1985 20. tölublað Mokveiði á Skagagrunni við „bæjardyr“ Siglfirðinga: Sigluvíkin verður að hunsa þorskinn - þar sem togarinn er búinn með úthaldsdagana Það verður ekki við öllu séð þegar kvótakerfi er annars vegar. Það fá stjórnendur Þormóðs ramma hf. á Siglu- firði að reyna þessa dagana. Þegar Sigluvíkin kemur úr veiðiferð í dag er hún búin með þá 44 daga sem gera má út í janúar og febrúar samkvæmt sóknarmarkinu og skipverjar verða því að snúa sér að ein- hverju öðru en þorskveiðum á meðan. Það grátlega við þetta er að síðustu daga hefur verið mokveiði á Skagagrunni, nán- ast við bæjardyrnar á Siglu- firði. - Þetta er auðvitað fáránleg staða sem er komin upp og ég trúi ekki að skömmtunarstjórarn- ir verði það harðir í framtíðinni að þeir taki ekki mið af stað- reyndum, sagði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. er rætt var við hann. - Við völdum sóknarmarkið fyrir togarana vegna þess að afli okkar var það lítill tímabilið sem kvótakerfið tekur mið af. Ef allt Heilsugæslulæknar á Akureyri: Flestir hafa sagt upp Um 90% allra heilsugæslu- lækna á landinu hafa sagt upp störfum sínum og eru flestir af 10 heilsugæslulæknum á Akur- eyri í þeim hópi. Uppsagnirnar voru lagðar fram 10. febrúar og eiga því að koma til fram- kvæmda 10. maí. Að sögn Hjálmars Freysteins- sonar heilsugæslulæknis á Akur- eyri eru það einkum tvö atriði sem snerta lækna hér í bænum og blandast í kjaradeilu þessa. í fyrsta lagi er það ágreiningur um gjaldskrá og hins vegar varðandi greiðslur fyrir vaktir. „Við viljum fá endurskoðun á gjaldskránni varðandi greiðslu fyrir hvert læknisverk, en við höfum ekki fengið neitt tilboð um tejandi hækkun á henni. Það sem heilsugæslulæknar hafa farið fram á er að þessi gjaldskrá verði í stórum dráttum eins og gjaldskrá sérfræðinga, við fáum sömu greiðslu og aðrir sér- fræðingar fá fyrir sama verk. Hitt málið er varðandi vaktir. Það hafa verið greiddir í hverju heilsugæsluumdæmi 300 klukku- tímar á mánuði sem skiptist á þá lækna sem þar eru. Það eru um 500 klukkutímar á mánuði sem falla utan dagvinnu, greitt er fyrir 300 þeirra og þarna er því verið að ræða um 200 klukkutíma sem ekki er greitt fyrir. Við viljum fá lagfæripgu á þessu, og okkar krafa er sú að greitt verði fyrir þessar vaktir eins og greitt er fyr- ir bakvaktir á sjúkrahúsum. í dag erum við talsvert undir þeim greiðslum,“ sagði Hjálmar Freysteinsson. gk,- gengur að óskum ætti sóknar- markið að geta fært okkur um 450 tonn af þorski umfram afla- markið en aðrar fisktegundir eru meira spurningarmerki, sagði Einar Sveinsson. Stjórnendur Þormóðs ramma hf. munu auðvitað hlýta kvóta- kerfinu og settum reglum um út- haldsdaga og að sögn Einars hef- ur sú ákvörðun verið tekin að gera tilraun með veiðar á úthafs- rækju í stað þess að binda togar- ann við bryggju í tíu daga. - Það má kannski segja að þessi staða sem upp er komin sé sjálfskaparvíti. Við hefðum get- að stjórnað úthaldinu með þriggja daga stoppi milli allra túra en vegna verkfallsins sem var yfirvofandi þorðum við ekki að taka þá áhættu, sagði Einar Sveinsson. Sigluvíkin verður því að sigla í gegnum þorsktorfurnar á leið til rækjumiðanna en Stálvíkin sem landaði tæpum 70 tonnum af þorski á Siglufirði fyrir helgina fær tækifæri til að veiða þorskinn við bæjardyrnar. Þökk sé átta daga bilun sem togarinn lenti í fyrir nokkru. - ESE Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal gesta á síðustu sýningunni á „Ég er gull og gersemi“ hjá Leikfélagi Akureyrar á laugardagskvöldið. Að lokinni sýningu heilsaði forsctinn upp á leikarana og hér ræðir hún við Tlico- dór „Sólon“ Júlíusson. Útgerðarfélag Ólafsfjarðar: Hlutafé aukið Ólafsfjarðarbær, Hraðfrysti- hús Ólafsfjarðar hf. og Hrað- frystihús Magnúsar Gamalíels- sonar hf. hafa fengið lán úr Byggðasjóði til þess að auka hlutafé sitt í Útgerðarfélagi Ól- afsfjarðar hf. „Þessir aðilar fengu eina millj- ón hver að láni til þessarar hluta- fjáraukningar," sagði Valtýr Sig- urbjarnarson bæjarstjóri í Ólafs- firði er við ræddum við hann, en þessir aðilar eru stærstu hluthafar Útgerðarfélagsins. „Það hefur verið mikill rekstr- arfjárskortur hjá Útgerðarfélag- inu og fyrirtækið hefur liðið fyrir það. Reksturinn hefur þó gengið vel að undanförnu, en skort hef- ur rekstrarfé og þessar þrjár milljónir eru fengnar að láni til að reyna að bæta úr því," sagði Valtýr. gk-. Breytt innheimta Hitaveitu Akureyrar: Einn reikningur á hvert fjölbýlishús! „Sölufyrirkomulagi hjá hita- veitunni verður breytt 1. júlí á þessu ári, þá kemur inn nýtt áætlana- og innheimtukerfí og það mun gerast að sjálfu sér að sendur verður einn reikningur á hvern mæli, þetta vandamál verður þá úr sögunni,“ segir Wilhelm V. Steindórsson hita- veitustjóri á Akureyri. Deilur hafa komið upp á Akur- eyri ef lokað hefur verið fyrir vatn til viðskiptavina hitaveit- unnar þótt þeir hafi staðið f skilum með greiðslur sínar. Hef- ur þetta t.d. komið upp í fjöibýl- ishúsum þar sem einn aðilinn hef- ur verið í vanskilum, þá hafa hin- ir orðið að gjalda þess. „Ég get að sumu leyti skilið þau viðhorf Akureyringa sem hafa komið upp. Hjá nær öllurn orkuveitum er skilgreindur ákveðinn notandi, og notandinn er mælirinn eða heimillinn, hvort sem við á. Það er sendur út einn reikningur til þessa notanda, þ.e. einn reikningur á mæli eða hemil. Þannig var innheimtan fram- kvæmd hér í upphafi, eða þar til beiðni kom frá nokkrum fjölbýl- ishúsum í bænum um að reikn- ingunum væri skipt upp, það væri auðveldara að eiga við slíkt í stað þess að einn gjaldkeri þyrfti að vera að eltast við peningana hjá öllum. Þetta var fyrir minn tíma og ég hefði lagst gegn þessu því þetta hefur alls staðar kallað á vandamál. Hitaveitan leit á það sem þjón- ustu að verða við þessum óskum. Síðan þróuðust mál þannig að farið var að senda út þessa skiptu reikninga og þá kom sú staða upp að við okkur var sagt: „Ég er sjálfstæður notandi og greiði minn reikning á réttum tíma og þoli ekki að það sé lokað á mig þótt einhver annar skuldi.“ Við höfum hins vegar iitið á reikning- inn einan og sér og hafi hann ekki vcrið að fullu greiddur höfum við lokað á viðkomandi mæli.“ gk-. Skákþing Akureyrar: Áskell sigraði Áskell Örn Kárason varð um helgina skákmeistari Akureyrar 1985. Kom það ekki á óvart þar sem Áskell hafði hálfan annan vinning í forskot á helsta and- stæðing sinn, Pálma R. Pétursson þegar tvær umferðir voru eftir. Pálmi Pétursson varð annar að þessu sinni en skákmeistari Ak- ureyrar frá í fyrra Kári Elíson, hafnaði í þriðja sæti. Nánar verður gert grein fyrir úrslitum á Skákþinginu í mið- vikudagsblaði en þá verða skákir jafnframt skýrðar. - ESE

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.