Dagur - 18.02.1985, Síða 3

Dagur - 18.02.1985, Síða 3
. 18. febrúar 1985 - DAGUR - 3 SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. NÝLAGNIR VIÐGEROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Bridgefélag Akureyrar Minningarmót um Mikael og Angantý - Selfyssingar sigruðu Minningarmót Bridgefélags Ak- ureyrar um þá félaga Mikael Jónsson og Angantý Jóhannsson var haldið um helgina í Síðuskóla og var þátttaka mjög góð, eða alls 70 pör, þar af 30 aðkomupör. Spilaður var tvímenningur. Segja má, að Selfyssingarnir Sigfús Þórðarson og Vilhjálmur Þ. Pálsson hafi komið, séð og sigrað f þessu móti, en þeir voru yfirburðasigurvegarar, hlutu alls 149 stig. í öðru sæti urðu Eiríkur Helgason og Jóhannes Jónsson, Dalvík, með 65 stig. í þriðja sæti Jón Baldursson og Þórarinn Sig- þórsson, Reykjavík 57 stig. Ak- ureyringarnir Þórarinn B. Jóns- son og Páll Jónsson urðu í fjórða sæti með 53 stig og Örn Arnþórs- son og Hörður Arnþórsson, Reykjavík í fimmta sæti með 44 stig. Framkvæmd mótsins tókst með miklum ágætum undir ör- uggri stjórn keppnisstjóranna, Ólafs Lárussonar, Reykjavík og Alberts Sigurðssonar, Akureyri, en undirbúningur mótsins hvíldi aðallega á herðum Þórarins B. Jónssonar og Grettis Frímanns- sonar. Mikael Jónsson og Angantýr Jóhannsson voru um árabil virkir félagar í Bridgefélagi Akureyrar, en þeir létust báðir á síðasta ári. Þátttakendur voru víða af landinu, t.d. frá Akranesi, Sel- fossi, Suðurnesjum, Reykjavík, Kópavogi auk þess frá flestum bridgefélögum á Norðurlandi. Sigurvegarar mótsins, Selfyssingarnir Vilhjálmur Þ. Pálsson og Sigfús Þórð- arson við spilaborðið. Gert við Allir kannast við grjótflugið á þjóðvegunum á sumrin. Þeir eru margir sem hafa lent í því að koma með brotna framrúðu heim úr annars vel heppnuðu ferðalagi og þó tryggingarnar bæti skaðann vegna framrúðutryggingarinnar hlýst af þessu mikið óhagræði. Nú er komið á markað efni hjá BSA var þá meðfylgjandi mynd tekin. Og árangurinn er ótrúlegur þó mörgum finnist kannski verðið fullhátt enn sem komið er en rúðuviðgerðin kostar 1.524 krón- ur fyrir fyrstu skemmd en síðan 400 kr. til viðbótar fyrir hverja „rós“. Gjaldið er 30% hærra fyrir vörubíla og rútur. - ESE bílrúður sem hægt er að nota til að gera við minni háttar skemmdir á rúðum. Það er Bílaborg í Reykjavík sem er umboðsaðili hér á landi en á Akureyri fer BSA með viðgerðarþjónustuna. Umboðsmönnum tryggingafélag- anna á Akureyri var kynnt þessi nýja þjónusta sl. fimmtudag og Nýkomið Sokkabuxur barna. Stærðir 2-6. Verð frá kr. 145,- Barnatrimmgallar. Stærðir 116-164. Verð kr. 935,- Barnajogginggallar. Stærðir 92-110. Verð kr. 468,- Dömugallabuxur. Stærðir 28-35. Verð aðeins kr. 550,- Dömubolir, langerma. Stærðir S-XL. Verð kr. 247,- Herragallabuxur. Stærðir 30-40. Verð kr. 645,- Á skíðum og vélsleðum á Tungnahryggsjökli 1983. Ferðaáætlun Ferðafélag Svarfdæla hyggst gangast fyrir eftirtöídum skíða- ferðum á þessum vetri: Laugardaginn 23. febrúar: Ferð frá Koti í Svarfaðardal upp að Skeiðsvatni. Létt ferð fyrir alla. Laugardaginn 9. mars: Ferð frá Syðra-Holti fram „heiðar" með viðkomu á Nykurtjörn og niður hjá Steindyrum. Tveggja til þriggja tíma ganga, ca. 700 metra hæð. Laugardaginn 23. mars: Ferð suður yfir Hamarinn frá þjóðvegi á Hrísamóum á þjóð- veg hjá Sökku. Lauflétt ferð fyrir alla. Laugardaginn 5. aprfl, föstudaginn langa: Yfir Heljardalsheiði frá Atlastöðum að Hólum í Hjaltadal. Ca. 5-6 tíma gangur. Sunnudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta: Ferð í Tungnahryggsskála upp úr Skíðadal með aðstoð vél- sleða. Allir eru velkomnir til þátttöku í öllum ferðunum, ekki síst fé- lagar í ferðafélögunum á Akureyri og í Hörgárdal. Stjórn Ferðafélags Svarfdæla.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.