Dagur


Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 5

Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 5
18. febrúar 1985 - DAGUR - 5 Tölvuaflestur í verslunum? - Kaupfélögin íhuga þann möguleika Flestir neytendur hafa án efa tekið eftir einkennilegum þverstrikamyndum sem sjá má á umbúðum fjölmargra tegunda af innfluttum neyslu- vörum. Þetta er sérstök al- þjóðleg vörumerking, sem gef- ur möguleika á mjög auknum hraða við afgreiðslu á búða- kössum, með aðstoð sérstaks tölvubúnaðar. Samvinnuversl- unin hér á landi hefur eins og kunnugt er jafnan lagt á það áherslu að fylgjast sem best með öllum nýjungum á sviði verslanarekstrar, og nú er það í athugun hvort hagkvæmt geti orðið að innleiða þessa tækni í kaupfélagabúðunum hér á landi, eftir því sem segir í nýj- ustu Sambands-fréttum. Það er Sigurður Jónsson for- stöðumaður markaðsráðs sem hefur einkum fylgst með þessu máli af hálfu samvinnuhreyfing- arinnar. Hann gaf okkur þær upplýsingar að þetta gengi undir nafninu EAN-kerfið, en á ís- lensku hefur m.a. verið notað orðið stuðlamerkingar um þessa tækni. Á síðasta ári voru stofnuð sérstök samtök, EAN-nefndin á íslandi, og auk Sambandsins eiga þar aðild Félag ísl. iðnrekenda, Félag ísl. stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök íslands og Versl- unarráð íslands. Auk þess eiga Neytendasamtökin áheyrnarfull-. trúa í nefndinni. Þetta eru þeir aðilar, sem hagsmuna eiga að gæta vegna vörumerkinga, og til- gangur nefndarinnar er að kynna og koma á EAN-númerakerfi á vörum sem framleiddar eru og verslað með á íslandi. Nefndin er aðili að EAN-alþjóðasamtökun- um í Brussel. en Iðntæknistofn- un Islands mun annast rekstur númerabanka hér á landi og ráð- gjöf í umboði EAN-nefndarinn- ar. EAN-númerakerfið saman- stendur af röð af strikum, sem prentuð eru á umbúðirnar, og standa þessi strik fyrir 13 tölu- stafi. Fyrstu tveir stafirnir standa fyrir upprunaland vörunnar, en næstu 10 stöfum getur hvert land ráðstafað að eigin vild, og tákna venjulega 5 fyrri stafirnir fram- leiðandann og næstu 5 vörunúm- er hans. Síðasti stafurinn er svo- nefnd vartala sem gegnir hlut- verki í sambandi við sjálfvirkan aflestur. Við kassaborðið er síðan lesið af þessu merki á sjálfvirkan hátt, og er sá verknaður nefndur skönnun (scanning á ensku). Þá ýtir gjaldkerinn vörunni undir aflestrarauga skannans, og ljós- geislar frá auganu lesa númerið, sækja upplýsingar um vöruna inn í tölvu, færa þær yfir í kassann þar sem verð hennar og e.t.v. fleiri upplýsingar prentast á kassamiðann. Að því er snýr að neytendum þá er meginkosturinn sá að þessi tækni flýtir mjög allri vinnu við kassana, dregur úr villuhættu og gerir í stuttu máli alla afgreiðslu fljótari. Fyrir verslanir hefur þessi tækni auk þess ýmsa kosti, t.d. auðveldar hún birgðabókhald og innkaup verulega. Það virðist ljóst að þessi tækni muni fyrr eða síðar hefja innreið sína í íslenska smásöluverslun. Á þessu stigi er ekki unnt að se^ja hvenær, en af hálfu Sam- bandsins verður fylgst grannt með framgangi þessara mála og allar upplýsingar sendar jafnóð- um út til kaupfélaganna. Einnig er ljóst að íslensk útflutningsfyr- irtæki hljóta að vera vakandi yfir þessari nýjung, því að nauðsyn- legt getur orðið að merkja ís- lenskar vörur, sem seldar eru er- lendis, með þessum hætti. Trérennibekkirnir vinsælu komnir aftur. Verð aðeins kr. 14.220,- Áltröppur - Álstigar. Rúllugardínur, nýefni í vikunni. Fljót og góð þjónusta. Norðurfell hf. byggingavöruverslun Kaupangi 602 Akureyri, sími 23565. Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn sunnudaginn 24. febrúar nk. í Félagsmiðstöð- inni Lundarskóla og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stofnun kvennadeildar Léttis. Kaffiveitingar. Félagar mætum vel og stundvíslega. Y Stjórn Léttis. Aðalfundur íþróttadeildar Léttis verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar nk. í Lundarskóla kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórn Í.D.L. LETTIH ACTIGENER HRINGDU í SÍHHA 26911 og fáðu nánari upplýsingar um útvarpsauglýsingaþjónustu okkar. Með tilkomu Rásar 2, og staðbundins útvarps á Norðurlandi, eru útvarpsauglýsingar orðnar sterkur möguleiki fyrir auglýsendur á Norðurlandi. LEITAÐU TIL FAGFÓLKS ÞAÐ BORGARSIG /4UGLÝSING/4STOM FMÐHÚSTORGI 3 SÍMI 2 6911 21 kennari Menntaskólans á Akureyri auglýsir eftir vinnu frá 1. mars: Við höfum flest langa reynslu í ábyrgðarstarfi hjá ríkinu og mörg okkar einnig á öðrum stöðum. Við erum vön verkstjórn og þjálfuð í mannlegum samskiptum, auk þess sem við getum unnið sjálfstætt. Við erum vön löngum vinnudegi auk heimavinnu um kvöld og helgar. Við erum vön því að leggja til vinnuaðstöðu á heimilum okkar. Við óskum eftir atvinnu og viðunandi kjörum. Við veitum sjálf upplýsingar og svörum tilboðum. Upplýsinga um starfsferil má einnig leita hjá skólameistara Mennta- skólans á Akureyri og Menntamálaráðuneytinu. Aðalheiður Steingrímsdóttir, Smárahlíð 22h. B.A. próf í sagnfræði og félagsfræði. Góð kunnátta í Norður- landamálum. Reynsla á sviði sjálfstæðrar stjórnunar, skiplagn- ingar, verkstjórnar, erlendra bréfaviðskipta, hótelstarfa og blaðaútgáfu. Bragi Guðmundsson, Tjarnariundi 19e. Cand. mag. próf í sagnfræði og 11/2 árs nám í uppeldis- og kennslufræðum. 3ja ára starfsreynsla við kennslu. Rannsókna- störf í sagnfræði í nokkur ár. Erlingur Sigurðarson, Vanabyggð 10c. B.A. í íslensku og sagnfræði. 8 ára starfsreynsla við kennslu. Auk þess blaðamennska o.fl. Grétar Ingvarsson, Hrísalundi 6g. B.S. próf í jarðfræði. 8 ára starfsreynsla. Er vanur forritun og tölvuvinnslu. Gunnar Frímannsson, Daisgerði 5b. Fil. kand. próf í félagsfræði, hagfræði, tölfræði og sálarfræði. Starfsreynsla: Kennslu- og stjórnunarstörf í 121/2 ár. Jón Hafsteinn Jónsson, Þórunnarstræti 128. Cand. mag. í stærðfræði frá Kaupmannahöfn. Framhaldsnám i Sviss 1 ár. Hefur fengist við forritun í BASIC og PASCAL. Jónas Helgason, Kringlumýri 33. B.S. próf í landafræði. Kennsla við grunnskóla í Reykjavík 1978-1981. Kennsla í menntaskóla frá hausti 1981. Meirapróf og rútupróf og margvísleg reynsla viö störf í iðnaði og landbún- aði. Kristján Kristjánsson, Arnarsíðu 8a. B.A. í heimspeki og þýsku. Reynsla af bankastörfum í 2 ár og kennslu í 3 ár. Magnús Jónsson, Brekkusíðu 11. Fil. kand. í veðurfræði auk viðbótarnáms í veður- og stærð- fræði. Kennslureynsla 7 ár. Starf sem veðurfræðingur 2 ár. Meirapróf bifreiðastjóra og 30 tonna skipstjórnarréttindi. Magnús Kristinsson, Dalsgerði 4d. B.A. enska, þýska. Löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur. Rút- upróf. 17ára starfsreynsla við kennslu, stjórnun, fararstjórn inn- an lands og utan og þýðingar. Margrét Baldvinsdóttir, Dalsgerði 7c. íþróttakennari. 5 ára starfsreynsla við kennslu, þjálfun og fé- lagsmál. Níels Karlsson, Steinnesi. B.S. í eðlisfræði. 7 ára starfsreynsla við kennslu. Kennslugrein- ar eðlisfræði, stærðfræði, stjörnufræði. Auk þess reynsla við tölvunotkun. Olafur Rafn Jónsson, Þingvallastræti 22. B.A. í stjórnvísindum. Starfsreynsla: 15 ára kennsla við menntaskóla, löggiltur skjalaþýöandi í ensku. Reynsla af starfs- mannahaldi og ferðaþjónustu. Rafn Kjartansson, Byggðavegi 134. M.A. í ensku og enskum bókmenntum. 17 ára starfsreynsla við kennslu. Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku. Hótel- stjórn og önnur störf sem tengjast ferðamálum. Ragnheiður Gestsdóttir, Furulundi 10h. Háskólapróf í dönsku frá Kaupmannarhafnarháskóla. 12 ára kennslureynslja. Þýðingar. Auk þess nokkur reynsla við hótel- störf, verksmiðjustörf (Tuborg, Kaffibrennsla Akureyrar) og barnagæslu. Sigríður Pálína Erlingsdóttir, Þingvallastræti 24. B.A. í frönsku og sögu. 20 ára kennslureynsla. 4ra ára starfs- reynsla við almenn skrifstofustörf og bókhald. Stefania Arnórsdóttir, Oddeyrargötu 24. M.A. próf í þýsku og rússnesku. Meinatæknir. 12 ára starfs- reynsla. Auk þess 18 ára starfsreynsla viö matreiðslu og ræst- ingar. Stefán Jónsson, Kringlumýri 4. Fil. kand. í eðlisfræði og stærðfræði. Doktorspróf (fil. dr.) í eðl- isfræði. Starfsreynsla: Kennsla í 7 ár, rannsóknastörf í 5 ár. Reynsla af tölvunotkun. Sverrir Páll Erlendsson, Ásvegi 29. B.A. í íslensku og sagnfræði auk uppeldis- og kennslufræða. 12 ára reynsla viö kennslu, stjórnun og ráðgjöf í félagsmálum. Auk þess reynsla við dagskrárgerö o.fl. í útvarpi og þýðingar. Valdimar Gunnarsson, Brekkugötu 43. B.A. í íslensku og sagnfræði. Meirapróf bifreiðastjóra með rútu- prófi. 13 ára kennslureynsla. Er vanur tölvuvinnslu, forritun og stjórnun. Þórir Haraldsson, Furulundi 11 d. B.S. 120 einingar í líffræði. Uppeldis- og kennslufræði. Kennslureynsla í 13 ár. GEYMIÐ AUGLYSINGUNA.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.