Dagur - 18.02.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 18.02.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 18. febrúar 1985 18. febrúar 1985 - DAGUR - 7 Friðjón Jónsson reynir að komast í gegnum vörn Þórsara en er stöðvaður og honum Mynd: KGA haldið. Anton tiyggði KA sigur - er liðið vann Þór með 26:25 „Þetta var mjög gaman, það er alltaf gaman þegar manni gengur vel,“ sagði Anton Pétursson, 17 ára piitur í KA sem var maður kvöldsins er KA sigraði Þór 26:25 í fyrri leik liðanna í Akureyrarmótinu í handknattleik á fímmtudagskvöldið. Anton sem er nýliði í meistaraflokki var betri en enginn á lokamínútu leiksins, hann jafnaði metin 25:25 þegar 40 sek. voru til leiksloka og 4 sek. fyrir leiks- lok slapp hann inn úr horninu og skoraði sigurmark KA við mikil fagn- aðarlæti áhorfenda. Hann á ekki langt að sækja það pilturinn að geta slegið um sig á handboltavellinum, Pétur Antonsson faðir hans var hér á árum áður einn af snillingum gullald- arliðs FH. Hvorugt liðið stillti upp sínu sterkasta á fimmtudagskvöldið, KA án Þorleifs Ananíassonar, Erlings Kristjánssonar og Erlends Hermannssonar og Þór án Kristjáns Kristjánssonar og Davíðs Þor- steinssonar. En það var sami gaura- gangurinn og venjulega er þessi lið mætast, og aldrei gefin þumlungur eftir. Á köflum var talsverð harka í leiknum og verður að segjast eins og er að dóm- ararnir einbeittu sér meira að því að reka menn útaf fyrir nöldur og þvíum- líkt en að leggja áherslu á að hafa hemil á brotum leikmanna. Leikurinn þróaðist þannig i fyrri hálf- leik að jafnt var á öllum tölum upp í 7:7 en þá komust Þórsarar yfir, forskot þeirra mest 3 mörk er staðan var 12:9 en í hálfleik leiddi Þór 13:11. í upphafi síðari hálfleiks var nánast um einvígi þeirra Friðjóns Jónssonar KA og Rúnars Steingrímssonar Þór að ræða, þeir skoruðu á víxl og talsvert gekk á. KA jafnaði 15:15 og eftir það má segja að jafnt hafi verið á öllum tölum og liðin skiptust á um að skora á undan. Lokamínútunni er áður lýst, eða þætti Antons Péturssonar þar, en vissu-' lega geta Þórsarar nagað sig í handar-* bökin, þeir höfðu mark yfir og fengu boltann er ein og hálf mínúta var eftir, en tókst ekki að nýta sér það til sigurs. Bestu menn KÁ í þessum leik voru þeir Þorvaldur Jónsson í markinu sem varði oft mjög vel og Friðjón Jónsson, en ekki má gleyma þætti Antons í lokin. Hjá Þór var Rúnar seigur í horninu og Sigurður Pálsson sýndi takta á köflum en getur meira. í heild var leikurinn hin besta skemmtun, en handboltinn hefði þó getað verið mun burðugri. Mörk KA: Friðjón Jónsson 9 og þar af nokkur víti, Jón Kristjánsson 5, Ragnar Gunnars- son, Anton Pétursson og Logi Einarsson 3 hver, Pétur Bjarnason 2, Hafþór Heimisson 1. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 12 og þar af nokkur víti, Rúnar Steingrímsson 6, Gunnar M. Gunnarsson 3, Guðjón Magnússon 2, Árni Stefánsson og Hörður Harðarson 1 hvor. Framarar áttu ékki nokkurn möguleika - þegar Þórsarar unnu þá 93:82 Þórsarar áttu ekki í vand- var alltaf öruggur í síðari hálf- ræðum með að sigra Framara leik, og verður að telja það í síðari leik liðanna í körfubolt- furðulegt að Þór sé búið að anum um helgina. Sigur Þórs tapa þvívegis í vetur fyrir þessu Þórsarar töpuðu á lokamínútunum slaka liði Fram. Urslitin í ósigrinum illa, og einn þeirra leiknum 93:82 fyrir Þór og bæði sparkaði niður auglýs- hefði sá sigur hæglega getað ingaskiltum og hrækti á gólfíð verið stærri. Framarar tóku er honum var vísað úr hús- ______________________________ inu!!! Fyrri leikur Þórs og Fram í 1. deildinni í körfubolta um helg- ina var vægast sagt köflóttur hjá Þórsurum. Liðið lék afar vel í fyrri hálfleik og virtist þá hafa leikinn í hendi sér en í þeim síðari var allt annar svip- ur á leik liðsins og Framarar náðu að tryggja sér sigurinn verðskuldað. Reyndar töpuðu Þórsarar þess- um leik ekki endanlega fyrr en á lokamínútum leiksins, en þá var liðið komið í mikil villuvandræði. Hins vegar er lið Fram það slakt að með þokkalegum leik í 40 mínútur á Þór alls ekki að tapa fyrir Fram á heimavelli sínum. Þór hafði ávallt forustuna í fyrri hálfleiknum. Liðið komst strax í 6:2 og síðan 16:8 og Þórs- arar virtust hafa þeta í hendi sér. Minnsti munurinn í hálfleiknum var 2 stig, en staðan í leikhléi 41:37 Þór í vil. Leikurinn var áfram í járnum í síðari hálfleik, liðin skiptust á um forustuna og er staðan var 61:61 voru 7 mínútur eftir. En þá datt allur botn úr leik Þórsara. Fram skoraði næstu 8 stig, staðan orðin 69:61 þeim í vil og úrslit leiksins ráðin. Lið sem skorar ekki nema 8 stig á síðustu 7 mínútum leiks sigrar varla og það sannaðist hér. Jóhann Sigurðsson var besti maður Þórs að þessu sinni. Hann er orðinn mun betri skotmaður en hann hefur verið, og var t.d. með um 76% hittni í þessum leik sem er geysilega gott. Jón Héð- insson lék ekki með liðinu að þessu sinni og veikti það liðið verulega. Jóhann var stigahæstur Þórsara með 26 stig, Konráð Óskarsson með 19, Björn Sveinsson 10, Guðmundur Björnsson 7, Björn Sigtryggsson 5, Þórarinn Sigurðs- son 2 stig. - Hjá Fram var Þor- valdur Geirsson stigahæstur með 24 stig, Jóhann Bjarnason 19. Handbolti 2. deild: Mikilvægir leikir um helgina Geysilega mikilvægir leikir verða hjá Akureyrarliðunum í 2. deild handboltans um næstu helgi, en þá leika bæði liðin tvo leiki syðra. Má segja að hér geti úrslit mótsins ráðist að miklu leyti fyrir liðin. KS, sem keppir um sæti í 1. deild á að leika við þau lið sem einnig berjast á toppnum, Fram og HK. Er ekki að efa að þar fá KA-menn erfitt verkefni, en sigr- ar í þessum leikjum geta svo gott sem tryggt KA sæti í 1. deild að ári þrátt fyrir að talsvert sé eftir að leikjum. Þórsarar eiga að leika gegn Fylki og Haukum, og tapi Þórsar- ar þessum leikjum eru þeir endanlega fallnir í 3. deild eftir árs veru í 2. deildinni. Svo virðist sem liðið hafi verið að sækja sig mjög að undanförnu og liðið á möguleika, en þó verður róður- inn án efa erfiður gegn Haukun- um sem hafa verið í mikilli fram- för að undanförnu. Það er því óhætt að segja að um næstu helgi sé það alvaran sem gildir, og það þýðir ekkert hálfkák hjá Akureyrarliðunum ef þau ætla sér að koma með fjóra sigra úr þessum leikjum. Fyrri hálfleikurinn var oftast mjög jafn, en þó voru Þórsarar yfirleitt með forustu. Þannig var staðan 21:16 fyrir Þór eftir 10 mínútur en síðar mátti sjá á töfl- unni 31:31 og í hálfleik 38:38. Þórsarar náðu strax yfirhönd- inni í síðari hálfleik. Konráð Óskarsson fór hreinlega á kost- um þá og réðu Framarar ekkert við hann. Fór þetta greinilega í skapið á þeim, þeir voru sínöldr- andi út í allt og alla og komust reyndar upp með það. Staðan var orðin 61:48 fyrir Þór um miðjan hálfleikinn og eftir það var spurn- ingin aðeins hversu stór sigur liðsins yrði, lokatölur sem fyrr sagði 93:82. Þrátt fyrir sigurinn var leikur Þórs ansi köflóttur að þessu sinni. Langir kaflar í fyrri hálfleik voru afar slakir, og það er eins og strákarnir nái ekki og ætli seint að læra að taka mótlæti í leik. Sennilega hefur verið „messa“ í búningsklefanum í leikhléi því það var allt annar bragur á liðinu í síðari hálfleik, meiri keyrsla og betri vörn. Konráð Óskarsson var besti maður vallarins að þessu sinni. Jón Héðinsson lék nú með liðinu og sýndi enn einu sinni að hann þarf ekki að æfa mikið til þess að geta haft svokallaða toppmenn í 1. deild í vasanum. Aðrir leik- menn voru jafnir, og nú er bara að sjá hvað liðið gerir gegn ÍBK um næstu helgi. Framarar bíða spenntir eftir þeim leikjum því eina von þeirra um sæti í Urvals- deild byggir m.a. á sigri Þórs í báðum leikjum liðsins við ÍBK. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 29, Jón Héð- insson 21, Jóhann Sigurðsson 15, Björn Sveinsson 11, Hólmar Ást- valdsson 6, Björn Sigtryggsson og Guðmundur Björnsson 5 hvor. Stig Fram: Hjá Fram voru þeir stigahæstir Þorvaldur Geirsson með 17, Ómar Þráinsson með 15 og Björn Magnússon með 14 stig. Það var lítið gefið eftir í leikjum Þórs og Fram eins og sjá má á þessari mynd úr fyrri leiknum. Mynd: KGA íslandsmótið í knattspyrnu innanhúss: Úvænt er Fylkir varð íslandsmeistari! Fylkir varð um helgina íslands- meistari í knattspyrnu innan- húss er liðið sigraði Akranes í úrslitum með 6:3 í leik sem var mjög tvísýnn fram undir lokin. Leikið var í 4 riðlum í keppn- inni og eftir að riðlakeppninni lauk var ljóst að Víkingur, Víðir, HSÞ-b og ÍBÍ höfðu fallið í 2. deild, HSÞ-b á markahlutfalli. HSÞ tapaði fyrir ÍBK 4:5, vann UBK 6:5, tapaði fyrir Fylki 6:9. Þórsarar töpuðu fyrir Akranesi 2:3 og Skallagrími 1:2, en unnu ÍBÍ 6:5. í öðrum riðli lék KA sem gerði jafntefli við Val 4:4, vann Víking 6:4 en tapaði fyrir FH 4:5. 3. deild: Þar kepptu einnig 16 lið í fjórum riðlum, en leikið var með öðru fyrirkomulagi en í 1. deild. Neðstu iiðin í riðlakeppninni féllu í 4. deild en það kom í hlut Súlunnar, Tindastóls, Augna- bliks og Magna. Þau lið sem urðu í efstu sætum riðlanna og komust í 2. deild voru hins vegar HV, Neisti, Reynir S. og ÍK. Konur: Konurnar kepptu í tveimur riðl- um og þegar upp var staðið sigr- aði Breiðablik, vann Akranes í úrslitum 3:2. Þór lék við Hveragerði og vann 4:1, Þór vann Víði 4:2 og Selfoss 3:0 en stóri skellurinn kom gegn Akranesi en þeim leik tapaði Þór 1:7. KA gerði jafntefli gegn Fylki 2:2, en tapaði 1:7 fyrir ÍBÍ og 0:7 fyrir Akranesi. Gísli fer til Siglufjarðar Við höfum áður hér á íþrótta- síðunni fjallað um fyrirhuguð félagaskipti Gísla Sigurðssonar markvarðar Tindastóls tii KA. Reyndar feðruðum við Gísla ekki rétt í blaðinu sl. miðviku- dag, sögðum hann Bjömsson og er beðist velvirðingar á því. Frá því var sagt samkvæmt upplýsingum frá Siglufirði að Gísli myndi leika með KS í sumar. Eftir samtal við Árna Stefánsson þjálfara Tindastóls síðar, var sagt frá því að Gísli væri hættur við að fara til Siglu- fjarðar, en fyrir helgina tjáði Karl Pálsson formaður KS að Gísli væri ákveðinn í að skipta um félag og myndi leika með KS í sumar. Gísli varði mark Tindastóls á sl. ári og stóð sig vel, enda talinn mikið markmannsefni. Ef hann fer til KS er því ekki annað fyrir- sjáanlegt en að Árni Stefánsson verði að klæðast markmanns- hönskunum að nýju og eru Tindastólsmenn reyndar ekki á flæðiskeri staddir með þennan fyrrverandi landsliðsmarkvörð á milli stanganna. ennþá í sviðsljósinu Vetur konungur heldur áfram að gera knattspyrnumönnum Evrópu lífíð leitt. Þetta ástand er farið að hafa erfíð- leika í för með sér fyrir félög- in sem eiga sum hver í hinu mesta basli fjárhagslega. Bikarkeppnin átti að vera á dagskrá, en aðeins tókst að leika þrjá leiki í henni. Á föstu- dagskvöld léku Blackburn og Manchester United og var þeim leik sjónvarpað um England. Strax á 7. mínútu gerði bak- vörður Blackburn, Mike Rath- bone sig sekan um herfileg mis- tök þegar hann rann á rassinn í eigin vítateig, og Gordon Strachan fékk boltann í fæturn- ar í dauðafæri og skoraði. Mikið líf færðist í heimaliðið þegar markaskorarinn Simon Garner kom inná sem varamað- ur og m.a. átti kappinn skot í stöng. Á 82. mínútu var dæmd vítaspyrna á Blackburn þegar Rathbone sparkaði Mark Huges niður í teignum. Strach- an tók spyrnuna en skaut vel yfir markið. í lokin lagði Black- burn allt í sölurnar til að jafna en það reyndist liðinu dýrt því Paul McGrath komst einn inn- fyrir vörnina og skoraði. í ágætum sjónvarpsleik feng- um við að sjá óvænt úrslit, jafn- tefli 3. deildar liðsins York Citv og Evrópumeistara Liverpool. Það var erfitt í fyrri hálfleik að sjá hvort liðið bæri Evrópu- meistaratitilinn því Jórvíkingar áttu fullt eins mikið í leiknum. Eftir að John Wark komst í dauðafæri strax í byrjun var leikurinn algjörlega í höndum 3. deildar liðsins. Þeir Allan Hansen og stóri Keith Walwyn áttu í mikilli baráttu allan leikinn og gerði Walwyn Hansen oft líf- ið leitt. York skoraði reyndar mark sem við fyrstu sýn virtist löglegt en dómarinn dæmdi það ógilt. Ricky Spragia sem áður lék með Birmingham átti góðan skalla á mark Liverpool sem Grobbelar varði vel. Eftir hlé komst Liverpool meira inn í leikinn og á 52. mín- útu skoraöi Ian Rush feikifal- legt mark og héldu nú flestir að dagar York væru taldir. En þeg- ar 6 mínútur voru til leiksloka kom jöfnunarmarkið. Tvívegis fór boltinn í marksúlur Liver- pool og loks náði Ricky Sprakia að koma boltanum í markið og tryggja York annan leik sem háður verður á Anfield. Everton vann utandeildarlið- ið Telford United með þremur mörkum gegn engu. Telford varðist í 68 mínútur og hinir 47 þúsund áhorfendur sem komu til að sjá hclling af mörkum voru farnir að örvænta. Engu munaði að Colin Williams kæmi utandeildarliðinu yfir á 28. mín- útu, en Southall í í marki Ever- ton varði meistaralega. Á 68. mínútu sendi Kevin Sheedy fyrir Telfordmarkið. Garry Stevens skaut á markið en boltinn fór í varnarmann Telford, þaðan fyrir fætur Peter Reid sem kom Everton yfir. Fjórum mínútum síðar felldi bakvörður Telford Tony Turner, Allan Harper inn í teignum og Sheedy skoraði úr vítaspyrnunni. Trevor Steven tryggði svo Everton öruggan sigur í lokin með vinstri fótar snúningsbolta. Aðeins einn leikur var Ieikinn í 1. deild, leikur Chelsea og Newcastle. Chelsea mátti eyða 8 þúsund pundum til að gera völlinn leikhæfan. Mikið var á sig lagt og fyrir vikið fær David Speedy að leika seinni leikinn í deildarbikarnum á miðvikudag- inn, en hann var dæmdur í tveggja leikja bann á dögunum. Eina mark leiksins var skorað strax á 2. mínútu þegar bak- vörður Chelsea Darren Wood skoraði af 20 metra færi, fyrsta mark hans fyrir liðið. Newcastle sem lék án Chris Woddle barð- ist vel en uppskar ekki mark. Pat Nevin hjá Chelsea átti magnaðan leik. Tveir leikir voru í 2. deild. Huddersfield vann Crystal Pal- ace 2:0 og Cardiff vann óvæntan útisigur á Oldham 1:0. í 3. deild mættu 14 þúsund áhorfendur á leik Hull og Bradford, Bradford vann 2:0 og hefur nú 12 stiga forustu í 3. deild. - A.B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.