Dagur


Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 12

Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Kennarar MA útskýra sjónarmið sín á blaðamannafundi. Mynd: KGA Tillögur hitaveitustjóra um Gerðahverfi II: Hitaveitan taki við - Aldrei reynt á hvort íbúar gætu fengið hitaveitu Rúmlega 200 ára kennslu- reynsla í boði - 21 kennari við MA óskar eftir vinnu í Degi í dag er birt augtýsing frá 21 fastráðnum kennara við Menntaskólann á Akureyri þar sem óskað er eftir vinnu frá 1. mars nk. Er auglýsing þessi í sama dúr og nýleg auglýsing kennara við Menntaskólann í Hamrahlíð og samkvæmt heimildum Dags eru þessar auglýsingar birtar í fuliri al- vöru. Kennarar við framhalds- skóla sem eru innan Hins ís- lenska kennarafélags og sagt hafa upp störfum, ganga út 28. febrúar nk. hafí þeir ekki feng- ið lausn sinna kjaramála fyrir þann tíma. - Það standa allir fastráðnir kennarar skólans sem sagt hafa upp störfum að þessari auglýs- ingu utan einn sem þegar hefur fengið aðra vinnu, sagði Magnús Kristinsson einn talsmanna kennara við MA í samtali við Dag. Að sögn Magnúsar kenna þessir kennarar í um tveim þriðju hlutum þeirra kennslustunda sem kenndar eru við MA. í auglýsingunni er lögð áhersla á að óskað sé eftir atvinnu og við- unandi kjörum: „Við höfum flest langa reynslu í ábyrgðarstarfi hjá ríkinu og mörg okkar einnig á öðrum stöðum. Við erum vön verkstjórn og þjálfuð í mann- legum samskiptum, auk þess sem við getum unnið sjálfstætt. Við erum vön löngum vinnudegi auk heimavinnu um kvöld og helgar. Við erum vön því að leggja til vinnuaðstöðu á heimilum okkar,“ segir í auglýsingunni. Samtals hafa þessir kennarar starfað við kennslu hátt á þriðja hundrað ár ef allur starfsaldur er lagður saman eða yfir 10 ár að jafnaði hver kennari. Önnur starfsreynsla en við kennslu er einnig veruleg. - ESE „Ég tel það ekki vera rétt að segja að íbúar í Gerðahverfí II á Akureyri geti ekki fengið hitaveitu í hús sín, vegna þess að það hefur ekki á það reynt,“ segir Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri á Akureyri, vegna þeirra um- ræðna sem átt hafa sér stað um raforkuverð íbúa í Geröa- hverfí II sem hita hús sín með rafmagni. Páll Flygenring ráðuneytis- stjóri í iðnaðarráðuneytinu sagði í samtali við Dag sl. föstudag að það yrði kannað hjá Hitaveitu Akureyrar hvort þessir íbúar ættu þess kost að fá hitaveitu í hús sín, og myndi það ráða miklu varðandi það hvort rafmagns- verðið yrði niðurgreitt af ríkinu ef svo væri. Wilhelm V. Steindórsson á sæti í nefnd á vegum iðnaðar- ^ráðuneytisins, ráðgjafanefnd fyr- ir orkusparnaðarátak, og þar hafa þessi mál borið á góma, t.d. hvort greiða ætti þeim olíustyrk sem búa á hitaveitusvæðum og kynda nteð olíu og hvort greiða ætti niður raforku til þeirra sem búa á hitaveitusvæðum og kynda með rafmagni. „Allar upphaflegar áætlanir Hitaveitu Akureyrar miðuðust við það að hún tæki allan upphit- unarmarkað á Akureyri," sagði Wilhelm. „í dag stöndum við þó þannig að við höfum ekki allan þennan markað, en ef litið er á þetta með augum Hitaveitunnar þá á hún að yfirtaka allan mark- aðinn. Ég hef því lagt það til að þeim aðilum sem eru með raf- magnshita á svæði Hitaveitu Ak- ureyrar verði veitt aðstoð í formi lána eða styrkja til þess að kom- ast inn á hitaveitukerfið. Ég er því hlynntur að Hitaveitan yfir- taki þetta allt, en Rafveitan kann að meta það þannig að íbúarnir í Gerðahverfi II geti ekki fengið hitaveitu vegna þess að það eru ekki lagnir í hverfinu." - En þið hafið nóg vatn til þess að taka við þessu? „Hitaveita Akureyrar hefur það hlutverk að hita upp þetta bæjarfélag, og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það muni þetta fyrirtæki gera. Nú liggur fyrir hvernig staðið verður að stofnun hlutafélags um fískirækt í Ólafsfírði, en þau mál hafa verið í deiglunni í nokkurn tíma. Stofnfundi var frestað í haust vegna ósamkomulags um skipt- ingu hlutafjár og í framhaldi af því ákváðu Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og tveir aðrir aðilar að draga hlutafjárloforð sín til baka. Öðrum aðilum sem gefið höfðu loforð um hlutafé var þá skrifað og gefinn kostur á að Málið gegn Offsetstofunni: Beðið eftir vöm Rannsókn er nú lokið í máli bókagerðarmanna gegn Off- setstofunni á Akureyri. Hefur verjenda Offsetstofunnar verið gefínn mánaðarfrestur til að leggja fram vörn í málinu. Málið gegn Offsetstofunni snýst um meint fagbrot og eins blandast skattamál þar inn í. Langt er um liðið síðan bóka- gerðarmenn kærðu eiganda Off- setstofunnar en skriður komst svo ekki á málið fyrr en í verkfalli bókagerðarmanna í október sl. en þá rituðu bókagerðarmenn á Akureyri undir lista þar sem skorað er á fógetaembættið að hraða rannsókn málsins. Er al- mennt litið svo á að hér sé um prófmál að ræða þar sem Offset- stofan er aðeins ein af mörgum prentstofum í landinu sem deilt hefur verið um. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Eiríkssonar hjá embætti bæjarfógetans á Akureyri er ekki um munnlegan málflutning að ræða í þessu máli. Eftir að vörnin hefur verið lögð fram hefur dóm- arinn þrjár vikur til að kveða upp úrskurð, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í síðasta lagið í byrjun apríl. - ESE kaupa hlut þessara aðila. „Það eru komin svör og allir þessir að- ilar ætla að vera með, og ég á von á því að félagið verði formlega stofnað strax í byrjun mars,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði. Veiðifélag Ólafsfjarðarár, Samband íslenskra samvinnufé- laga og Kaupfélag Eyfirðinga munu eiga 20% hver aðili í hinu nýja félagi, frystihúsin í Ólafs- firði munu eiga samtals rúmlega 10% og aðrir aðilar í Ólafsfirði minni hlut. gk-. gk-- Félag um fiskeldi í Ólafsfirði: Stofnfundur á næstunni Það er útlit fyrir vestan- vinda í dag og á morgun og samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofunnar kólnar aðeins og hætta er á að él nái allt til Eyjafjarðar. Hæg vest- læg átt verður á morgun og élin verða ekki langt undan. # Auglýsingar á Rásina Athafnamaður einn úr Reykjavík hefur gengið á milli fyrirtækja á Akureyri, kynnt sig á þann veg að hann væri að safna auglýsingum fyrir Rás 2 og falast eftir aug- lýsingum af fyrirtækjunum. Þetta er ekki rétt nema að litlu leyti. Maðurinn var alls ekki á vegum Rásar 2, heldur á vegum fyrirtækis í Reykjavík sem vill gjarnan græða á norðanmönnum og búa til auglýsingar sem síðan eiga að birtast á Rás 2. Þess má geta að á Akureyri er til tækni til að gera leiknar auglýsing- ar - og menn sem kunna til verka. # Heiman og heim Vélsleðamenn á Akureyri ótt- ast nú mjög að þeim verði al- farið bannað að aka á tækjum sínum um bæinn. Gæti þá orðið erfitt fyrir þá að koma sleðum sínum frá heimahús- um út í auðnina. Nema málið verði leyst eins og gerðist á Ólafsfirði. Vélsleðamönnum var sem sagt heimilað að aka vélsleðum sínum heiman og heim. Menn geta svo ímynd- að sér hvaða túlkunarerfið- leikar geta skapast þegar svona er að orði komist. # Nýju fötin... Þá eru „hreinsanirnar“ í Al- þýðuflokknum komnar í full- an gang. Stuðningsmenn Kjartans Jóhannssonar, fyrr- verandi formanns Alþýðu- flokksins eru sviptir hverju embættinu á fætur öðru en Jón Baldvin velur vana menn í staðinn. Nýjasta „rósin“ f hnappagat hinna nýju fata formannsins, er kraftaverka- maðurinn 09 umboðsmaður- inn snjalli, Amundi Ámunda- son, sem tekið hefur við starfi framkvæmdastjóra flokksins. Ámundi sem er nýútskrifaður af landsfundi Bandalags jafnaðarmanna er þekktastur fyrir störf sín sem umboðsmaður skemmti- krafta og er það því vel við hæfi að hann og Jón Baldvin hjálpist að við að finna út „hver á ísland“ í revíuferð formannsins um landið. Auk þess sem Ámundi er glúrinn við að útvega peninga, hefur hann einkum hlotið frægð fyrir að flytja inn nektardans- meyjar. Fólk má því eiga von á skemmtilegum uppákom- um í kringum Ámunda í hinu nýja starfi og vfst er að marg- ir bíða í ofvæni eftir að sjá hvort það verða „nýju fötin keisarans" sem verða í sviðsljósinu í framtíðinni á fundum Jóns Baldvins og Bryndísar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.