Dagur - 18.03.1985, Qupperneq 1
GULLSMIÐIR
I SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
FERMINGAR-
GJAFIR
í MIKLU
ÚRVALI
68. árgangur
Akureyri, mánudagur 18. mars 1985
32. tölublað
- segir Sigurður Jóhannesson um afstöðu sjálfstæðismanna til álagningar fasteignagjalda
- Viðbrögð almennings voru
mjög góð og það má segja að
við höfum með þessu verið að
kanna liðið, sagði Ásbjörn
Dagbjartsson á Akureyri er
við spurðum hann hvernig
undirtektir Áhugafólk um úr-
bætur í húsnæðismálum, hefði
fengið á Akureyri. Auglýst var
símanúmer á Akureyri eins og
víðar á landinu og áhugafólk
var hvatt til að hafa samband
og láta skrá sig.
- Við sátum við símann á
sunnudaginn frá hádegi og fram
úr og eins á mánudagskvöld frá
kl. 19.30 og þrátt fyrir að þá hafi
aðeins ein lína af sex virkað,
gekk þetta ótrúlega vel, sagði Ás-
björn Dagbjarrtsson.
Á föstudag voru um 300 fjöl-
skyldur komnar á skrá á Akur-
eyri eða alls rúmlega eitt þúsund
manns. - ESE
Önnur umræða um fjárhags-
áætlun Akureyrarbæjar verður
í bæjarstjórn á morgun. Meiri-
hlutinn hefur lagt fram nokkr-
ar breytingartillögur við fjár-
hagsáætlunina og veigamiklar
breytingartillögur frá Sjálf-
stæðisflokknum hafa verið
lagðar fram.
- Það fór eins og við mátti bú-
ast að andstaða sjálfstæðismanna
við hækkun fasteignagjalda var
bara sýndarmennska, sagði Sig-
urður Jóhannesson bæjarráðs-
maður er hann var inntur álits á
breytingartillögum minnihlutans.
- Þrátt fyrir ítrekaðar
áskoranir frá okkur hafa þeir
ekki upplýst hverjar væru þeirra
hugmyndir um álagningu fast-
eignagjaldanna né hvar í fjár-
hagsáætluninni væri hægt að
mæta þeim tekjumissi sem
minnkun fasteignagjaldanna
hefði haft í för með sér. Með
þessu eru þeir auðvitað að sam-
þykkja tillögur meirihlutans,
sagði Sigurður Jóhannesson.
Sjá nánar viðtal við Gunnar
Ragnars, bls 3. -ESE
Óvinur landsbyggðarinnar nr. 1:
Baldur til Akureyrar
Ég gaf eiginlega ekkert annað samtali við Dag en hann hefur eins og hún legði sig í nokkrar
gert en boðið manninum í boðið „óvini landsbyggðarinnar blokkir í Breiðholtinu, í náðar-
heimsókn. Ég sagði að vísu nr. 1,“ Baldri Hermannssyni í faðm fjármagnsaflanna í
að ef þetta hefði gerst á 16. heimsókn til Akureyrar. Reykjavík. - Manninum er fúl-
öldinni þá hefði ég skorað asta alvara, á því leikur enginn
hann á hólm en fyrst þetta Þe>r Sverrir og Baldur rædd- vafi en ég held að hann hefði
væri á þeirri 20., væri ekki ust fyrst v'ð 1 útvarpsþætti á samt sem áður gott af því að
um annað að ræða en sýna dögunum og þar notaði Baldur koma hingað, kynna sér starf-
mannkærleika tækifærið til að koma enn einu semi fyrirtækja og ræða við
sinni að þeim hugmyndum sín- framámenn í atvinnulífinu,
Petta sagði Sverrir Leósson i um að flytja bæri landsbyggðina sagði Sverrir Leósson. - ESE
A fulltrúafundi eignaraðila
„verkalýðshallarinnar“ að
Skipagötu 14, sem haldinn var
á föstudaginn, var samþykkt
að fela hlutlausum aðilum að
athuga, hvort hugsanlega hafi
verið greitt of mikið fyrir
hönnun hússins og jafnframt
hvort kostnaður hafi hlotist af
hönnunargöllum, sem eigend-
ur hússins hafi þurft að greiða.
Það var Heimir Ingimarsson,
fulltrúi Iðju á fundinum, sem var
flutningsmaður að tillögu þessa
efnis og kom hún í beinu fram-
haldi af bréfi frá endurskoðend-
Agreiningurinn um hönnunarkostnað verkalýðshallarinnar:
endumir vilja
utlausa úttekt
um framkvæmdanefndarinnar. í
bréfi þeirra segir m.a.: „Við
samanburð gagna er ljóst, að
tímaáætlun og kostnaðaráætlun
Tækniteiknistofunnar sf. hafa
ekki staðist og ber þar mikið á
milli. Þá er ljóst að sumir verk-
takar hafa talið sig tefjast í verki
vegna vöntunar gagna frá
Tækniteiknistofunni,' aðrir telja
sig í vandræðum vegna gallaöra
teikninga. Þá eru ýmis verkalýðs-
félög í vandræðum í dag, sem
teystu loforðum um fullnustu
byggingarinnar, sem ekki hafa
staðist. Það er því ljóst að mikill
styr stendur um hlut Tækniteikni-
stofunnar sf. í þessari fram-
kvæmd. Allir eiga sér máls-
bætur, eins og t.d. seinagang í
ákvörðunum um nýtingu hússins
frá eigenda hálfu, seinagang í
ákvörðunum nefnda Akureyrar-
bæjar og nýjar ófyrirséðar
kröfur, sem ollu seinkun fram-
kvæmda. Dæmi um þetta eru
aukakröfur um brunavarnir. Að
öllu þessu athuguðu er ljóst, að
sínum augum lítur hver á silfrið.
Það er álit okkar sem farið höfum
yfir bækur, skjöl og reikninga
framkvæmdanefndarinnar, að
nú þurfi fagmenn að koma til,
svo meta megi hver aukakostnað-
ur er orðinn af framkvæmdinni af
framangreinum orsökum. Á
lokastigi þeirrar faglegu rann-
sóknar þurfa lögfræðingar sjálf-
sagt að skera úr um hvað er brot
á samningum og hvað er kostnað-
arauki af ófyrirsjáanlegum
sökum.“
or-
Endurskoðendur eru Guð-
laugur Guðmundsson og Jón
Arnþórsson. í lok bréfs þeirra
kemur fram, að þeir hafi einnig
gert athugasemd af sama tilefni í
bréfi til framkvæmdanefndarinn-
ar í fyrrasumar.
15 ára á
stolnum bíl
15 ára piltur kom talsvert við
sögu hjá lögreglunni á Akur-
eyri um helgina.
Hann stal Bronco jeppa aðfara-
nótt sunnudags og er lögregl-
unni var tilkynnt um það hafði
hann m.a. ekið inn á lóð við hús
í bænum og misst bílinn fram af
moldarbarði.
Lögreglan hafði upp á piltinum
og elti hann. Á Helgamagrastræti
tókst að króa hann af en þegar
það gerðist ók hann á lögreglu-
bifreiðina og skemmdi hana, og
að auki á kyrrstæða bifreið.
Bronco jeppinn skemmdist einn-
ig, en lyklarnir höfðu verið skild-
ir eftir í honum þannig að piltur-
inn gat stolið honum án erfið-
leika.
Þegar farið var að athuga mál
piltsins sem var ölvaður kom í
ljós að hann hafði fleira á sam-
viskunni, tvö innbrot í fyrirtæki
á Oddeyri en ekki stal hann
miklu á þeim stöðum.
Mjög mikil
þátttaka
Það voru margir sem notuðu veðurblíðuna í gærdag til útiveru, sumir fóru í Hlíðarfjall á skíði en aðrir fóru á sjó
en þessi mynd var einmitt tekin í Sandgcrðisbót í gær þegar trillukarlarnir voru að leggja að. Mynd: KGA
Slímhúð í
meltingarvegi
skaddaðist
Mistök urðu í síðustu viku á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri þegar sjúklingi, sem átti
að fara í ristilspeglun og smá-
aðgerð, var gefin stólpípa með
þeim afleiðingum að slímhúð í
meltingarvegi skaddaðist.
Þurfti að leggja sjúklinginn á
Gjörgæsludeild.
Að sögn aðstandenda sjúkl-
ingsins fengu þeir þær upplýsing-
ar að það efni sem notað var í
stólpípuna hafi verið of sterkt
blandað og hafi þau mistök átt
sér stað nóttina áður. Annar
starfsmaður sjúkrahússins gaf
því stólpípuna en sá sem bland-
aði vökvann. Mun slímhúðin í
þörmum, görnum og hluta af
maga hreinlega hafa leyst upp.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem aðstandendur fengu á
sjúkrahúsinu á slímhúðin að
myndast aftur eftir einhvern
tíma. Sjúklingurinn heldur litlu
sem engu niðri, er illa haldinn og
á sterkum verkjalyfjum. - HS
Fundur og
aðgerðir
í kvöld verður haldinn í Sjall-
anum almennur fundur um
ástandið í skólamálum vegna
uppsagna kennara. Á fundin-
um munu bæði framhalds-
skólakennarar og grunnskóla-
kennarar flytja ávörp, auk
nemenda í framhaldsskólun-
um.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og
eru allir áhugamenn um skóla-
mál, og eru foreldrar væntanlega
þar á meðal, hvattir til að fjöl-
menna. Þá hefur heyrst að ein-
hverjar aðgerðir verði í grunn-
skólunum á þriðjudag, a.m.k.
fyrir sunnan og hugsanlega á
Norðurlandi einnig. Eru þær til
stuðnings framhaldsskólakennur-
um sem sagt hafa upp störfum.
- HS
Anrictartan cii nrloKmonnoLa“
„anasiaoan sy 1 lUdll 1 lcl II ISKd
■! Á |1
i mt/. r%//A%M/Æ%
i Litmynda-
framköllun