Dagur - 18.03.1985, Qupperneq 5
18. mars 1985 - DAGUR - 5
Sendur
til baka
Undirstöður fyrir
nýja Stromplyftu
„Við ætlum að fara í að byggja
undirstöður fyrir nýja Stromp-
lyftu sem yrði mun lengri en
sú sem fyrir er,“ sagði ívar Sig-
mundsson forstöðumaður í
Hlíðarfjalli er við ræddum við
hann um framkvæmdir sem
fyrirhugaðar eru í Fjallinu á ár-
inu.
ívar sagði að nýja lyftan kæmi
á sama stað og sú fyrri er á, en
núverandi Stromplyfta yrði flutt
Nemendur
MA styðja
kennara
Nemendur Menntaskólans á Ak-
ureyri hyggjast ganga um bæinn
til stuðnings kjarabaráttu
kennara þriðjudaginn 19.03. Far-
ið verður frá Menntaskólanum
kl. 1.30 og endað á Ráðhústorgi
þar sem nemendur flytja ræður.
Allir stuðningsmenn kennara
eru hvattir til að taka þátt í göng-
unni og sýna þannig hug sinn.
niður í Hjallabraut og sett á
undirstöður sem þar eru lengi
búnar að vera tilbúnar.
Af öðrum framkvæmdum í
Hlíðarfjalli má nefna að ljúka á
við vélageymslu, og unnið verður
að endurbótum við flóðlýsingu.
Pað ætti að viðra vel til fram-
kvæmda í Hlíðarfjalli þessa dag-
ana, þótt skíðamenn vildu eflaust
hafa snjó þar efra og annars kon-
ar veður. Hlíðarfjall hefur verið
lokað almenningi vegna snjóleys-
is, og hafa menn nú verulegar
áhyggjur af því að ekki verði
hægt að halda þar Andrésar And-
ar leikana í næsta mánuði. Eigi
það að vera hægt, þarf að snjóa
verulega í fjalllinu. gk-.
Ungur Reykvíkingur sem var í
„skemmtiferð“ á Akureyri fyr-
ir helgina var handtekinn og
sendur suður með flugvél.
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri fékk beiðni frá rannsóknar-
lögreglu ríkisins um að handtaka
manninn vegna innbrots sem
hann hafði framið í Reykjavík.
Hafði hann haft eitthvað af aur-
um upp úr krafsinu og því lá
beint við að skella sér tilhöfuð-
staðar Norðurlands og lifa flott.
Grunur vaknaði um að maður-
inn ætti meiri aura sem væru illa
fengnir. Var það skoðað niður í
kjölinn en reyndist ekki á rökum
reist þannig að ekki lengdist
sakalisti hans að svo stöddu.
Aðalfundur
Akureyrardeildar KEA verður haldinn
fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 á Hótel
KEA.
Deildarstjórn.
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
Jörð til sölu
Engimýri í Öxnadal, ásamt tveim eyðibýlum.
Laus um næstu fardaga. Skipti á eign á Akur-
eyri. Uppl. á skrifstofunni.
FRAM
TOLVU SKOLI
Tölvunámskeið
Eftirtalin tölvunámskeið verða haldin dagana
29. mars til 3. apríl:
* Grunnnámskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja.
Námskeiðið hentar sérstaklega stjórnendum fyrir-
tækja, sem áhuga hafa á að kynnast notkunarmögu-
leikum einkafölva i rekstri fyrirtækja.
* Einkatölvur og stýrikerfið MS-DOS.
Stýrikerfið MS-DOS er mest notaða stýrikerfið á einka-
tölvum í dag. Megináhersla verður lögð á notkun þess
og stjórnun tölvunnar.
* Töflureiknirinn MULTIPLAN.
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja kynnast mögu-
leikum MULTIPLANS við áætlanagerð og arðsemisút-
reikninga.
* Samhæfði hugbúnaðurinn FRAMEWORK.
FRAMEWORK er allt í senn töflureiknir, ritvinnslu-,
gagnasafns- og teikniforrit. Námskeiðið er ætlað öllum,
sem áhuga hafa á að kynna sér og læra notkun þessa
vinsæla hugbúnaðar.
* Grunnnámskeið fyrir unglinga um tölvur og tölvu-
vinnslu.
Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir unglinga sem
vilja tryggja framtíð sína á öld tæknivæðingar og tölvu-
vinnslu.
Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 26155, frá kl.
13.00-18.00.
Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu
meðmælendur.
HJA OKKUR SJÁ FAGMENN
UM KENNSLUNA
TOLVUTÆKI s.f
GRÁNUFÉLAGSGÖIU 4 S 261 55 AKUREYRI
Sölustjóri: Björn Kristjánsson. Heimastmi: 21776.
Lögmaður: Ólafur Birgir Árnason.
■ m EIGNAMIÐSTÖÐIN
k. SKIPAGÖTU 1-SIMI 24606
Omar í
aldarfjórðung
22. og 23. mars
kl. 21.00
í Sjallanum.
Pantanir
seldar
fimmtudaginn
21. mars milli kl. 17 og 19.
Allar ósóttar pantanir seldar
eftir kl. 19.00.
Sjaitúut
X 11 1 1 1 1 1
SJÓLEIÐIN
BORGARSIG
AKUREYRI
MIÐSTÖÐ
FLUTNINGA
A NORÐURLANDI
Þarftu aö flytja vörur innanlands? Til útlanda?
Frá útlöndum?
Viö erum meö umboð fyrir þrjú skipafélög og marga
sérleyfisbíla á Noröur- og Austurlandi.
Þinn ákvörðunarstaður er í okkar áætlun.
RÍKISSKIP
23936
Haföu samband.
HAFSKIP HF.
25730
SAMBANDSSK/P
21400