Dagur - 18.03.1985, Síða 6

Dagur - 18.03.1985, Síða 6
6 - DAGUR - 18. mars 1985 18. mars 1985 - DAGUR - 7 KA átti ekki mikla möguleika gegn IS er karlaliö félaganna í blaki léku í undanúrslitum bikarkeppninnar um helgina í Glerárskóla. ÍS vann 3:0 og var sá sigur fremur auðveldur. ÍS vann fyrstu hrinuna með miklum yfirburðum, 15:5, en strax í byrjun þeirrar næstu náði KA forustunni, komst í 4:0. ÍS jafnaði fyrst 8:8 og síðan var jafnt 10:10. Pá komst KA yfir 12:10 en ÍS skoraði þá 5 í röð og tryggði sér sigur. í næstu hrinu byrjaði KA aftur með látum og komst aftur í 4:0 en ÍS jafnaði 5:5. En þar með var allt búið hjá KA og ÍS sigraði 15:5 og því í leiknum með 3:0. Svo virtist sem ÍS sem er 2. besta blaklið landsins léki slakan leik þrátt fyrir úrslitin, og það sem háði liði KA greinilega er hversu smávaxnir leikmenn liðs- ins eru flestir. Par hafði ÍS einnig vinninginn og vann þennan leik fyrst og fremst á yfirburðahæð við netið. KA átti ekki mögu- leika gegn liði ÍS - og tapaði 0:3 í undanúrsiitum Bikarkeppni Blaksambandsins Tottenham - upp að hlið Everton Skömmu fyrir kl. 14.30 á laug- ardag gerðust undur og stór- merki í enska boltanum. Þetta var í leik Tottenham og Liver- pool á Anfield Road. Mike Hazard sem þá var nýkominn inn á átti góða sendingu fyr- ir mark Liverpool. Þar kom Gart Crooks aðvífandi og skoraði eina mark leiksins. Þegar dómarinn flautaði til leiksloka stukku leikmenn Tottenham hæð sína í loft upp og það ekki að ástæðulausu. Fyrsti sigur Tottenham á An- field síðan 1912 og Tottenham skaust við sigurinn upp að hlið Everton, bæði liðin hafa 57 stig. Þeir sem spá hvaða lið hljóti enska meistaratitilinn virðast nú vera sannfærðir um að Tottenham muni sigra í ár. Leikur liðanna var mjög skemmtilegur og áttu markverðir liðanna Ray Clemence og Bruce Grobbelar báðir stórleik. Þegar stutt var til leiksloka skaut Ian Rush yfir mark Tottenham í dauðafæri. Stuttu síðar varði Ciemence með tilþrifum skot frá Phil Neal. Á meðan Tottenham náði í 3 stig á Anfield gerði Everton að- eins jafntefli gegn Aston Villa og missti þar af tveimur dýrmætum stigum. Leikur Everton var ekki sannfærandi og lítið fór fyrir meistaratöktum í leik liðsins. Kevin Richardson kom þeim yfir á 42. mínútu þegar hann komst inn í sendingu Steve McMahon til markvarðar. Leikur Villa breyttist mikið þegar franski landsliðsmaðurinn Didier Six kom inn á í síðari hálfleik. Hann átti stórkostlegan leik og á 83. mínútu var dæmd umdeild víta- spyrna á Everton eftir að Six hafi leikið varnarmenn Everton upp úr skónum. Alan Evans skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Manchester United lék gegn West Ham fyrir framan sjón- varpsvélarnar á föstudagskvöld- ið. West Ham tók forustu á 27. mínútu þegar Ray Stewart skor- aði beint úr aukaspyrnu. Staple- ton jafnaði með þrumuskalla eft- ir aukaspyrnu. West Ham náði forustunni á nýjan leik er Mike Duxbury skoraði sjálfsmark. Whiteside meiddist í leiknum og varamaðurinn Brian Robson kom inn á og Robson hafði að- eins verið með í 6 mínútur er hann náði að jafna metin eftir hornspyrnu Jesper Olsen. Arsenal komst í 4. sætið eftir 2:0 sigur á Leicester. Mikið gekk á og átti Leicester að skora þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Steve Williams kom Arsenal yfir í fyrri hálfleiknum með sínu fyrsta marki fyrir félagið og var markið einkar laglegt. í síðari hálfleik misnotaði Paul Davis hjá Arsenal vítaspyrnu, en Rafael Meade tryggði Arsenal síðan öll 3 stigin er hann skoraði tveimur mínút- um fyrir leikslok. Chelsea vann sinn annan úti- sigur í morgunleiknum gegn Watford. John McClelland skor- aði sjálfsmark en Luther Blissett jafnaði fyrir Watford. í síðari hálfleik var Chelsea sterkara og Speedy og Dixon bættu tveimur mörkum við. Ljót hefur frammistaðan verið hjá Ipswich upp á síðkastið. í síð- ustu viku var liðið slegið út úr bikarkeppninni og á laugardag sá liðið ekki til sólar í leik sínum við QPR. Wayne Fereday skor- aði tvisvar á sömu mínútunni og Garry Bannester bætti því þriðja við, sínu 22. marki í vetur. Norwich og Sunderland léku nokkurs konar forleik fyrir úr- slitaleik Mjólkurbikarsins sem fram fer á sunnudag. Sunderland vann 3:1. Ian Wallace skoraði á 10. mínútu og á 31. mín. varð Greg Downes fyrir því að skora sjálfsmark. Norwich minnkaði muninn í 2:1 en David Hodgson tryggði sigur Sunderland. I 2. deild heldur Manchester City áfram sigurgöngu sinni, og nú kom stórsigur gegn Schrewsbury 4:0. Peter Lorimer kom Leeds á bragðið gegn Barns- ley og Leeds vann 2:0 eftir mikið af jafnteflum að undanförnu. A.Villa-Everton 1:1 X Liverpool-Tottenham 0:1 2 Newcastle-Coventry fr. 1 Norwich-Sunderland 1:3 2 N.Forest-WBA 1:2 2 QPR-Ipswich 3:0 1 Arsenal-Leicester 2:0 Watford-Chelsea 1:3 West Ham-Man.Utd. 2:2 Southampton-Stoke 0:0 Sheff.Utd.-Luton 1:1 Blackburn-Birmingham 2:1 1 Brighton-Oxford 0:0 X Grimsby-Portsmouth 2:3 2 Middlesb.-Sheff.Utd. 1:0 1 Wimbledon-Huddersf. fr. 1 A.B. Dags-mótið: 17 íslandsmet Það var sannkallað metaregn á fyrsta Dags-mótinu í kraftlyfting- um sem haldið var um helgina á Akureyri. Hvorki fleiri né færri en 17 íslandsmet, 2 unglingamet og 26 Akureyrarmet voru sett á mótinu sem er það mesta sem sett hefur verið á kraftlyftingamóti í háa herr- ans tíð. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem fylgdust með mótinu fengu svo sannarlega að sjá hádramatíska keppni á milli flestra af snjöllustu kraftlyftingamönnum landsins. „Kraftur, leikni, fegurð" voru ein- kunnarorð mótsins og það var því vel við hæfi að tvær stúlkur tóku þátt og sýndu karlpeningnum hvað fólst í þessum orðum. Að öðrum ólöstuðum má segja að þær Laufey Kristjánsdóttir og Valdís Hallgrímsdóttir hafi stolið senunni. Valdís keppti í 56 kg fl. og setti alls níu íslandsmet, lyfti mest 70 kg í hnébeygju, 45 kg í bekkpressu og 110 í réttstöðulyftu eða samtals 225 kg. Laufey setti 6 íslandsmet, lyfti 65 kg, 40 kg og 100 kg, samtals 205 kg. Skammt á eftir stúlkunum f feg- urð kom kraftajötuninn ógurlegi, Hjalti Úrsus Árnason. Hjalti sýndi allar sínar bestu hliðar á mótinu og undir dúndrandi diskótónlist reif hann upp 345 kg í réttstöðulyftu - heimsmet unglinga sem því miður fæst ekki staðfest þar sem alþjóðlega dómara vantaði. Þrátt fyrir þetta gífurlega afrek varð Hjalti samt sem áður að láta í minni pokann fyrir „Heimskautabangsanum" Víkingi Traustasyni, sem var væg- ast sagt hrikalegur á þessu móti. Víkingur er aldrei betri en þegar hann hefur „Úrsus á milli hramm- anna“ og það kom glögglega í ljós á Dags-mótinu. 330 kg í hné- beygju, 195 kg í bekkpressu og 320 kg í réttstöðulyftu, samtals 845 kg skipa Víkingi í hóp mestu afreks- manna íslendinga í kraftlyftingum - árangur á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hjalti lyfti hins vegar 832,5 kg í samanlögðu sem er hreint ótrúlegt miðað við að „Úrsusinn" hafði ákveðið að sýna júdó á móti í Reykjavík þennan sama dag. Af því gat þó ekki orðið en júdómenn eiga þá upplifun eftir að fá Hjalta til að koma fram. Það liggur við að það gleymist að tvö frábær afrek voru unnin á þessu móti, slík var stemmningin í kring- um keppni „bangsans“ og Úrsusar. Ólafur Sigurgeirsson, formaður nýstofnaðs kraftlyftingasambands, „tjakkaði" upp 192,5 kg í bekk- pressu í 90 kg flokki sem er nýtt, glæsilegt íslandsmet. Góðvinur hans, Kári Elíson „kraftaköttur- inn“ stóð honum ekki að baki. Þeytti upp 168 kg í bekkpressu í 75 kg flokki sem er nýtt íslandsmet. Kári setti auk þess glæsileg Akur- eyrarmet í öllum greinum, lyfti 240 kg í hnébeygju og 270 kg í rétt- stöðulyftu, samtals 678 kg og það er ljóst að Skúli Óskarsson verður að fara að æfa aftur ef hann á ekki að missa metin í þessum flokki til Kára innan fáeinna ára. Auk þeirra Hjalta og Ólafs, keppti annar góður gestur úr Reykjavík á þessu móti. Hörður Magnússon var með sýnikennslu í vel útfærðum hnébeygjum og sann- aði svo ekki varð um villst að hann verðskuldar nafnbótina „hné- beygjutröll“. Hörður svitnaði varla undir 332,5 kg í hnébeygju, lyfti 175 kg í bekk og 300 í réttstöðu- lyftu, samtals 807,5 kg sem er frá- bær árangur. Mest þátttakan var í 90 kg flokknum en þar sigraði gullsmiður- inn snjalli, Flosi Jónsson. Það var góðmálmaglampi í augunum á Flosa fyrir þetta mót og hann inn- byrti gullpeninginn auðveldlega. Lyfti samtals 645 kg en átti mikið inni. Á góðum degi ætti Fiosi að vera upp á 680 til 690 kg þannig að 700 kg múrinn gæti brostið hvenær sem er. Annar í 90 kg flokki varð ís- landsmethafinn Ölafur Sigurgeirs- son með 600 kg, Eiríkur St. Eiríks- son þriðji með 467,5 kg og Haukur Ásgeirsson fjórði með 455 kg. í 82,5 kg flokki var einn kepp- andi, Björn Broddason, vaxtar- ræktarmaður með meiru og hann sýndi að hann getur gert fleira en bara hnyklað á sér vöðvana. Björn lyfti samtals 380 kg, nokkuð sem hann gæti bætt verulega með auk- inni reynslu. Annar vaxtarræktarmaður Giss- ur Agnarsson tók þátt í keppni í 75 kg fl. Lyfti samtals 255 kg. Aðalsteinn Kjartansson hinn 18 ára kraftlyftingamaður sem aðeins hefur æft í nokkrar vikur, keppti í 60 kg flokki og af ótrúlegu harð- fylgi togaði hann upp 138 kg í rétt- stöðulyftu og bætti þar með eld- gamalt Akureyrarmet Haraldar Ólafssonar. Aðalsteinn lyfti sam- tals 273 kg. Þá er aðeins ótalinn 100 kg flokk- urinn en þar sigraði Jóhannes Már Jóhannesson, nýbakaður íslands- meistari unglinga. Jóhannes setti nýtt íslandsmet unglinga í rétt- stöðulyftu, 262,5 kg og lyfti samtals 600 kg. Fyrirfram var búist við mikilli keppni á milli hans og Konráðs Jó- hannssonar en Konráð varð að hætta keppni vegna tognunar. Konráð sem nú er 42ja ára lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og það kæmi ekki á óvart þó að Ak- ureyrarmet fykju í hnébeygjunni í 100 kg flokki næst þegar hann verð- ur með. Kári Elíson varð stigahæsti mað- ur mótsins og vann því Dags-bikar- inn, hinn glæsilega farandbikar sem keppt var um. 15 keppendur tóku þátt sem er nýtt Akureyrarmet og áhorfendur gerðu einnig atlögu að Akureyrarmeti í aðstókn. Dags- mótið skipaði sér með þessu í röð helstu kraftlyftingamóta landsins og það ætti að vera hægt að lofa unnendum þessarar stórbrotnu íþróttar því að „kraftur, leikni og fegurð“ munu setja svip á Dags- mótið í framtíðinni. 60,0 kg Aðalsteinn Kjartansson Hb. 85 Bp 50 Rl. 138 Samt. 273 75,0 kg Kári Elíson 240 168 270 678 Gissur Agnarsson 90 50 115 255 82,5 kg Björn Broddason 115 105 160 380 90,0 kg FIosi Jónsson 245 150 250 645 Ólafur Sigurgeirsson 200 192,5 207.5 600 Eiríkur St. Eiríksson 185 97,5 185 467,5 Haukur Ásgeirsson 170 80 205 455 100,0 kg Jóhannes M. Jóhannesson 210 127,5 262,5 600 110,0 kg Hörður Magnússon 332,5 175 300 807,5 125,0 kg Víkingur Traustason 330 195 320 845 Hjalti Úrsus Árnason 300 187,5 345 832,5 .56,0 kg Valdís Hallgrímsdóttir 70 45 110 225 67,0 kg Laufey Kristjánsdóttir 65 40 100 205 Tveir sigrar Þórs gegn UMFG Þórsarar unnu tvo leiki gegn UMFG í 1. deildinni í körfu- knattleik um helgina, en leikimir voru háðir á Akur- eyri. í fyrri leiknum á föstudags- kvöld voru vægast sagt miklar sveiflur. Leikmenn Þórs voru í hlutverki áhorfenda lengi framan af fyrri hálfleik og voru leikmenn UMFG fljótir að ganga á lagið. Eftir nokkuð jafna byrjun skoruðu Grindvíkingarnir 12 stig í röð og var þá staðan orðin 18:7 þeim í vil, og þeir komust síðar í 32:14 á 12. mínútu. Þá fyrst var eins og Þórsarar vöknuðu til lífsins, og í hálfleik höfðu þeir minnkað muninn í 5 stig, staðan 42:37 fyrir UMFG. Þórsarar komust strax yfir ( byrjun síðari hálfleiks og jafnt og þétt jókst munurinn til leiksloka, úrslitin 87:74 fyrir Þór. Pressu- vörn liðsins kom vel út í leiknum og boltinn vannst á henni 18 sinnum, en í heildina var leikur- inn ákaflega köflóttur, afar slak- ur framan af en ágætur af hálfu Þórs er á leið. Stigahæstir voru Guðmundur Björnsson og Björn Sveinsson með 22 stig hvor, Jó- hann Sigurðsson með 18 og Konráð Óskarsson með 15. Björn Sigtryggsson tók 15 fráköst fyrir Þór í leiknum. 91:77 Þessi sigur Þórs var enn auðveld- ari en sá fyrri. Aðeins í byrjun sem liðin fylgdust að en síðan komust Þórsarar yfir '18:14 og 33:23, staðan í hálfleik 45:30. Grindvíkingarnir reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik. Þeim tókst að minnka muninn í 8 stig 61:53 um miðjan hálfleikinn en lengra komust þeir ekki. Guðmundur Björnsson skor- aði 30 stig fyrir Þór, Björn Sveinsson og Konráð Óskarsson 16 hvor, Jóhann Sigurðsson 14 en aðrir minna. Guðmundur Bjurnsson skoraði 52 stig í leikjum Þórs gegn UMFG. „Við vorum settir upp að vegg“ - segir Páll Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Þórs, „Þetta ferðalag kostar okkur hátt í 200 þúsund krónur,“ sagði Páll Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Þórs í samtali við Dag í morgun, en þá voru Þórsarar nýkomnir til Akureyrar úr keppnisferð með 4 unglingalið sín sem léku í úrslitakeppni Islandsmótsins. Ekki tókst okkur að hafa upp á úrslitum leikja hjá liðunum, en 4. flokkur og 3. flokkur höfnuðu í 4. sæti af 8 liðum. 5. flokkur hafnaði í 5. sæti og 3. flokkur kvenna í 6. sæti. HSÍ hafði ákveðið að úrslitin í 4. flokki skyldu háð á Akureyri, en það breyttist skyndilega fyrir keppnina. Heyrðist að Þór hefðu verið boðnar 40 þúsund krónur og við spurðum Pál að því hvort þeir hefðu selt leiki 4. flokks suður fyrir þann pening. „Nei, það sem gerðist var ein- faldlega það að við vorum settir upp að vegg og okkur skipað suður með 4. flokkinn. Ég held að mál- in hafi þróast þannig að við áttum ekki um neitt annað að velja en að fara með 4. flokkinn suður. Við erum að sjálfsögðu mjög „Þetta var í fyrsta skipti sem við förum í fótbolta í vetur þannig að það var ekki hægt að búast við miklum árangri,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs í knattspyrnu, en meist- araflokkurinn lék 4 æflngaleiki í Reykjavík um helgina. Fyrst var leikið á malarvelli Fram og þar sigraði Þór 2:1. Halldór Askelsson og Bjarni Sveinbjörnsson skoruðu mörk Þórs og Rúnar Steingrímsson óhressir með þessa framkomu og munum senda frá okkur greinar- gerð um þetta mál til birtingar í blöðunum," sagði Páll. sjálfsmark. Aftur var leikið gegn Fram en nú á gervigrasinu og Fram vann 4:2. Halldór skoraði bæði mörk Þórs. Því næst var leikið gegn Víkingi og tapaðist sá leikur 4:3. Sigurður Pálsson skoraði tvö fyrir Þór, Oddur Jónsson eitt og Hall- dór Áskelsson sjálfsmark. Síðasti leikurinn var gegn Þrótti og vann Þróttur hann 4:2. Einar Arason og Kristján Krist- jánsson skoruðu mörk Þórs. Einn sigur en tap þrívegis

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.