Dagur - 18.03.1985, Page 9
18. mars 1985 - DAGUR - 9
HAUGANES
Akirðu þjóðveg áttahundruð
og níu lendirðu niður á Hauga-
nes. Ekki mjög stór staður,
Hauganes og þar er ekki erl-
inum fyrir að fara. Lifibrauð
þorpsbúa, fiskur. Það er verk-
að í saltfisk, hver útgerð er
með sína fiskvinnslu og mark-
aðurinn er hefðbundinn.
Heimildarmaður kvað sölu
ganga vel, engar birgðir, allt
fer jöfnum höndum. Hann er
stór fiskurinn og fallegur sem
kemur á land í Hauganesi.
Um hádegisbilið tínist fisk-
verkunarfólkið heim í soðning-
una röltir þorpsgötuna í róleg-
heitunum og spáir eflaust svolítið
í veðrið. Þorskhausarnir bíða eft-
ir næstu ferð til Nígeríu, þeim
liggur svo sem ekkert á. Allt í
lagi að dingla ofurlítið lengur
norðan við hús. Örlögin eru
hvort eð er ráðin.
En ef einhver er við?
Hauganes.
í litlu plássi norður við heim-
skautsbaug er fasti punkturinn í
tilverunni kaupfélagið. Nál og
tvinni, mjólkurkexpakki, hálf
dós af grænum baunum, sólgler-
augu, hofnarvindill til að totta á
heimleiðinni ellegar súkkulaði-
arða, allt í kaupfélaginu. Einhver
hafði tekið að sér að mála Q4U
á kaupfélagsveginn, en Bubbi
Morthens gleymdist.
Olís-bensínstöðin lætur lítið
yfir sér, en það skiptir engu máli,
þeir Haugnesingar sem eru svo
stálheppnir að eiga myndbands-
tæki geta fengið Dallas þættina í
litlu Olísbúðinni. Suellen er víst
byrjuð að drekka aftur, allt um
það, ef enginn er við í litlu Olís-
búðinni þá á að banka í næsta
húsi.
Á síðasta ári voru byggð fimm
einbýlishús á Hauganesi og í ár á
að byggja raðhús með fjórum
íbúðum og eitthvað af einbýlis-
húsum. Þeir láta ekki deigan síga
á nesinu, fjölgun í hreppnum
enda 8 prósent á síðasta ári. At-
vinnulífið máski fremur einhæft,
karlmenn sækja sjóinn stíft, kon-
urnar vinna í saltfiskverkun
ellegar rækju þegar svo viðrar.
Að sögn kunnugra lyfti rækju-
vinnslan atvinnulífinu mikið upp,
en nú hefur veiðum verið hætt í
bili og þá snúa menn sér að
saltfiskinum. Menn eru sammála
um að það vanti léttan iðnað á
svæðið, sérstakt iðnaðarsvæði er
fyrir hendi og þar er trésmíða-
verkstæði og bifreiðaverkstæði.
Félagslífið er gott, klúbbarnir
blómstra. Ungmennafélagið
Reynir hyggst byggja nýjan
knattspyrnuvöll á sumri kom-
anda og eitthvað eru þeir að spá
í þjálfara til að þjálfa fótboltalið-
ið sitt. Kvenfélag er á staðnum og
Lionsklúbbur og þannig mætti ef-
laust lengi telja. I eina tíð giftust
konur burt eins og kallað er, en
að sögn heimamanna er eitthvað
minna um það núna auk þess sem
strákarnir í plássinu eru duglegir
að flytja inn konur sem ílendast.
Þannig að það er ekki nema von
að Hauganes sé uppgangsstaður!
Jæja, ætli þetta sé ekki nóg, við
birtum nokkrar myndir af húsum
á Hauganesi mönnum til gagns
.skreið til Nígeríu og
og gamans.
-mþþ
Trillurnar bíða sumarsins.
Byggingamar eru margar hverjar mjög glæsilegar og Ijóst að ekki er „byggt“ til einnar nætur.