Dagur - 18.03.1985, Blaðsíða 12
I
Akureyri, mánudagur 18. mars 1985
LlMUM BORÐA
RENWUM SKÁLAB
„Mjög bjartsýnn
á framhaldiö“
- segir Kristján Jóhannesson framkvæmdastjóri DNG
en fyrirtækiö hefur selt 80 færavindur frá áramótum
„Ég er mjög bjartsýnn á fram-
haldið, ef okkur tekst að
byggja fyrirtækið uþp fjárhags-
lega þá er þetta mjög athyglis-
vert,“ sagði Kristján Jóhann-
esson framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins DNG er við ræddum
við hann um rekstur fyrirtækis-
ins, en Kristján hefur nýlega
hafíð störf hjá DNG.
„Það er allt á fullu hjá fyrirtæk-
inu núna, en hjá því starfa 15-16
manns,“ sagði Kristján. „Það var
farið af krafti í sölumálin strax
um áramótin og frá þeim tíma
erum við búnir að selja um 80
færavindur sem er álíka og selt
Húsgögn fyrir Dynheima:
Fyrirtæki á Akur-
eyri sitja fyrir
í dag rennur út frestur til að
skila inn hugmyndum um gerð
borða og stóla fyrir félagsmið-
stöðina Dynheima. Samkvæmt
ákvörðun Æskulýðsráðs Akur-
eyrar var samþykkt að leita
fyrst til fyrirtækja í bænum en
þetta mun í fyrsta skipti sem
Rásin“
til
Sigló
„Rás 2“ er smátt og smatt að
teygja sig um landið, og fyrir
helgina heyrðu Siglfírðingar í
fyrsta skipti almennilega í Rás-
inni.
Fram að þeim tíma hafði ein-
staka maður sem á mjög góðan
útbúnað getað náð því að heyra
einhvern „óm“ en eftir að mót-
takari var settur upp sl. fimmtu-
dag bötnuðu skilyrðin mjög og
var ekki annað að heyra á þeim
Siglfirðingum sem Dagur ræddi
við en menn þar á staðnum væru
mjög ánægðir með að vera orðnir
hlustendur „Rá'sar 2“, og að sjálf-
sögðu er það ekki til að spiila fyr-
ir að um leið heyra þeir í „Rás 3“
sem er staðarútvarpið á Akur-
eyri.
þannig er leitað eftir ákveðn-
um tilboðum innanbæjar.
Magnið sem hér um ræðir eru
30 stólar í kaffistofu, 30 til 35
stólar í fundaherbergi og um tíu
borð. Nokkurs misskilnings hefur
gætt vegna þessa útboðs og í
blaði á dögunum var þess getið
að verið væri að skipta um hús-
gögn og ákveðið væri að kaupa
dönsk húsgögn í stað þeirra
gömlu.
- Þetta er auðvitað fráleitt því
að við höfum engin slík húsgögn
átt til að skipta um og auk þess
mun hér um tímamótaákvörðun
hjá nefnd á vegum bæjarins. Það
er stefnt að því að fyrirtæki á Ak-
ureyri fái þetta verk, sagði
Steindór G. Steindórsson, for-
stöðumaður Dynheima í samtali
við Dag. -ESE
Dynheimar.
var í 2-3 ár áður en endurskipu-
lagning fyrirtækisins hófst.“
- Er það söluherferð að
þakka?
„Ég held að það sé fyrst og
fremst vegna þess að þetta er
einmitt það sem markaðurinn
vill, þetta er frábær hönnun,"
sagði Kristján.
Allar þessar 80 færavindur
nema tvær sem fóru til Færeyja
hafa verið seldar innanlands, og
fyrirtækið hefur enga áherslu lagt
á að kynna framleiðsluna með
útflutning fyrir augum á meðan
unnið er með fullum afköstum.
DNG framleiðir einnig álags-
stýrikerfi fyrir raforkukaupend-
ur. „Það virkar þannig að raf-
orkukaupendur sem kaupa
ákveðinn topp geta komið í veg
fyrir að notkunin fari nokkurn
tíma upp fyrir þann topp. Þetta
er fyrir stærri notendur og hefur
komið gífurlega vel út þar sem
þetta hefur verið notað. Við not-
um þetta t.d. hér hjá okkur og út-
koman varð sú að við vorum með
60 krónur í yfirnotkun á 6 mán-
uðum,“ sagði Kristján. gk-.
Sl. föstudag afhenti Helgi Bergs, bæjarstjóri, verðlaun til sigurvegara í
myndiistarsamkeppni um plaköt fyrir Akureyri og vinabæina á Norðurlönd-
unum. Plakötin á að nota í sambandi við ferðamál. Sigurvegari varð Mel-
korka Ólafsdóttir (t.v.) en í öðru sæti varð Björg Erlingsdóttir. Síðar á árinu
er fyrirhuguð samkeppni milli bestu plakatanna milli allra vinabæjanna.
Mynd: KGA
„Kerfiskarlamir
tefja fyrir
- Siglfirðingar vilja
byggja íþróttahús
úr límtrésbogum
„Aðalvandamálið hjá okkur
núna er að fá grænt Ijós frá
ráðuneytinu á þessa gerð
íþróttahúss, til þess að við get-
um sett framkvæmdir af stað,“
sagði Kristján Möller íþrótta-
fulltrúi á Siglufírði er Dagur
ræddi við hann um fyrirhugaða
byggingu íþróttahúss þar í
bænum.
„Málið er komið það langt að
Verkfræði- og teiknistofan sf. á
Akranesi sem hannar húsið, hef-
ur skilað öllum gögnum til ráðu-
neytisins og við bíðum eftir
græna ljósinu þaðan. Það má því
segja að kerfiskarlar í Reykjavík
séu að tefja okkur þessa dag-
ana.“
- Húsið sem Siglfirðingarnir
hyggjast byggja er svokallað lím-
trésbogahús og verður 23x44
metrar að stærð. Samkvæmt áætl-
un frá því í nóvember er gert ráð
fyrir að íþróttahúsið sjálft kosti
tæpar 14 milljónir og búnings- og
tengibygging við sundlaugina
kosti 5 milljónir tæpar. „Okkar
íþróttahús gæti samkvæmt þessu
kostað 16.600 krónur á fermetra,
og ég get fullyrt að þetta er um
helmingi ódýrari byggingarmáti
en hinn hefðbundni. Þetta bygg-
ist m.a. á því að ekki er ætlunin
að gera of miklar kröfur, við
fáum þarna sal þar sem má iðka
allar íþróttir, en það væri auðvit-
að hægt að byggja mun flottara
hús sem yrði um leið miklu dýr-
ara,“ sagði Kristján Möller.
- Fyrstu framkvæmdir við
íþróttahúsið hófust á síðasta ári,
en þá var skipt um jarðveg og
verkið unnið á verði 40% undir
kostnaðaráætlun. „Við erum því
tilbúnir að fara í sökklana en því
er ekki að neita að við urðum fyr-
ir áfalli við afgreiðslu fjárlaga
þegar í ljós kom að okkur eru
ekki ætlaðar nema 200 þúsund
krónur," sagði Kristján. gk-.
Spáð er hægri suðlægri
og suðvestlægri átt
næstu daga. Gert er
ráð fyrir því að úr-
koma verði fremur lítil
og hitastig um eða yfír
núlli.
• Rótslitið
blóm
Menningarritstjóri hins út-
breidda menningarvikurits
Dagskrárinnar, er eins og
rótslitið blóm um þessar
mundir. Hann hefur gjörsam-
lega tapað áttum innan um
augiýsingar um úrbeinaða
framparta og Masters of the
Universe og tuðar í síbylju
um menningarfjandskap
Dags og myndaval í Borgar-
bfól.
Það má Ijóst vera að hínum
rótslitna er mikið níðri fyrir
þegar hann eyðir tveim þátt-
um f röð f merkingarlaust tuð
um það hve lengi hann er að
slafra f sig úr kaffibolla og
hve lengi hann er að lesa
Dag. Það má kannski flokka
neysluvenjur og lestrarkunn-
áttu menningarvitans undir
gjörning en venjulegt fólk
hrekkur í kút þegar menn
bera þannig sorgir sfnar á
torg.
• Púkinn
á fjósbitanum
Á undanförnum árum höfum
við sem á Degi vinnum mátt
taka við ýmlss konar gagn-
rýni, bæði réttlátri og rang-
látri eins og gengur. Öfundar-
mönnum á öðrum blöðum
höfum vlð yfirleitt ekki svar-
að enda hafa þeir þá yfirleitt
tútnað út eins og púkinn á
fjósbitanum, sjálfum sér til
skammar og öðrum til leið-
inda. Þegar menn stunda
hins vegar slfkt skítkast úr
auglýsingasnepli á borð við
Dagskrána sem engum
öðrum skyldum hefur að
gegna en að auglýsa álna-
vöru, Masters of the
Universe, video-leigur og
sjónvarpsefni, getum við ekki
orða bundist.
# Hver fær
starfið?
Það er greinilegt að marga
langar að reyna að feta í spor
Hermanns Gunnarssonar
sem sagt hefur upp starfi
sínu hjá Ríkisútvarpinu. Alls
bárust 22 umsóknir þegar
starfið var auglýst laust til
umsóknar og voru þar „í
bland" menn sem komið hafa
nálægt fjölmiðlastörfum og
ekki. - Þessir 22 umsækjend-
ur voru settir f sérstakt
„hæfnispróf“ og látnfr leið-
rétta þar og endurskrifa
texta, þýða fréttir af telex og
lesa f þularstofu. í gegn um
þetta „test“ komust sfðan 5
umsækjendanna og þelrra á
meðal þeir tveir sem mesta
reynslu hafa í blaðamennsku
af hlnum 22 umsækjendum,
þeir Samúel örn Erllngsson
íþróttaritstjóri NT og Ingólfur
Hannesson hjá Sjónvarpinu.
Sá þriðji var Skúli Skúlason
sem eitthvað hefur fengist
við fþróttaskrif fyrir Morgun-
blaðið, en um hina tvo er ekki
vftað nema það eitt að annar
þeirra er kennari.___________