Dagur - 22.03.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 22.03.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. mars 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Raforkusala til Steinidlarverksmidju Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki mun taka til starfa í ágústmánuði. Orku- sala til verksmiðjunnar er enn til umræðu og hefur komið til tals að nota er- lenda orkugjafa en ekki raf- orku, eins og eðlilegast mætti teljast. Ástæðan er sú að íslensk raforka er boðin á allt að þreföldu verði miðað við innflutta orkugjafa. Steinullarverksmiðjunni hefur verið boðin raforka til framleiðslunnar fyrir 75 mill, sem mun vera um sex sinnum hærra verð en ál- verksmiðjan í Straumsvík kaupir nú raforku á. Miðað við þetta orkuverð er útilok- að að nota innlenda raforku við framleiðsluna og fáist ekki breyting á hyggjast forráðamenn verksmiðj- unnar flytja inn erlendan orkugjafa. Til tals hefur komið að flytja inn koks til notkunar við bræðsluna í Steinullar- verksmiðjunni, Til saman- burðar má geta þess að orkueiningin í koksi kostar 25—30 mill, á móti 75 millum í raforkunni. Til þess að nota koks þarf að kaupa sérstakan bræðsluofn og henda rafbræðsluofninum á haugana. Þrátt fyrir þetta á notkun á koksi í stað raf- orku að geta borgað sig upp á minna en tveimur árum, eins og fram kom í viðtali Dags við Þorstein Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóra verksmiðj- unnar. Aflþörf Steinullarverk- smiðjunnar er um tvö megavött, sem er svipað og allur Sauðárkróksbær notar nú. Verksmiðjan er á orku- sölusvæði Rafveitu Sauðár- króks, sem fær orkuna frá RARIK sem aftur kaupir hana frá Landsvirkjun. Eftir að verðjöfnunargjald og fleiri gjöld bætast við er út- koman 75 mill á einingu, sem er nálægt þrisvar sinn- um hærra verð en verk- smiðjan þarf að borga fyrir innfluttan orkugjafa á borð við koks. Þessi mál eru enn ekki komin á hreint en forráða- menn verksmiðjunnar hafa rætt við orkusölufyrirtækin og gert iðnaðarráðherra grein fyrir stöðu þeirra. Er þess að vænta að þessi mál skýrist fljótlega. Vonandi verður niður- staðan sú að ekki þurfi að koma til þess að Steinullar- verksmiðjan kaupi orku- gjafa erlendis frá. Meira en nóg er til af raforku í kerf- inu, en eins og komið hefur fram af framansögðu er hún allt of dýrt seld til þess að fyrirtækið geti nýtt sér hana. Steinullarverksmiðj- an er raunar ekki eina dæmið, því fiskiðjuver og iðnaðarfyrirtæki almennt greiða gífurlega hátt orku- verð og sérstaklega er þetta áberandi þegar miðað er við orkuverðið til álverk- smiðjunnar. Hér er um að ræða meiri- háttar mál. Menn spyrja sig hvernig á því geti staðið að í þessu orkuauðuga landi skuli orkan vera ósam- keppnisfær við innflutta orkugjafa. Einhvers staðar er maðkur í mysunni. Gráspörvim margvængbrotni Það er víst óhætt að segja það að hún hafi slegið í gegn á Akureyri litla manneskjan úrgöturæsum Par- ísarborgar. Saga Edith Piaf verður í meðförum Leikfélags Akureyrar að listviðburði sem lengi mun verða í minnum hafður. Því má skjóta hér til hlustenda Rásar 2, að þeir velji Eddu Þórarinsdóttur mann mars- mánaðar. Afrek hennar að túlka hinn margvængbrotna gráspörva Piaf, er engu minna en afrek Krist- jáns Arasonar þegar hann glutraði niður jafnteflinu við Tékka á dög- unum, og varð maður febrúarmán- aðar fyrir. Mannlegur harmleikur Saga Edith Piaf er mannlegur harmleikur, einn þeirra mörgu mannlegu harmleikja sem stöðugt eru að gerast í kringum okkur. Þetta er saga litla mannsins í sinni einföldustu og nöktustu mynd (á frönsku er oft talað um litla fólkið „le petit peuple" þegar átt er við fátæklinga eða undirmálsmenn). Þetta er saga mikillar upphefðar og ef til vill enn meiri niðurlægingar, saga um viðkvæma jurt sem flutt er úr hrjóstrugu umhverfi í góðan jarðveg en fær ekki að þrífast vegna þess að sjálft lífsvatnið skortir. Edith Piaf kunni þá list að túlka hugsanir litla mannsins, vonir hans, þrár og ástir, gleði hans og sorgir. Textar þeir sem hún söng voru að sjálfsögðu ekki heimsins besti skáldskapur, en urðu í meðförum hennar sönn og hrein list, alþýðu- list. Það var auðvitað ekki að sökum að spyrja. Menn fundu pen- ingalykt af þessari hráu, ómenguðu list göturæsisins. Þar með hófst harmleikurinn. Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu mikið af því sem í fínum samkvæmum er kallað list og menning á rót sína að rekja í götu- ræsið. Þessi list litla mannsins hlýtur bara ekki viðurkenningu fyrr en búið er að gera hana að söiu- vöru. Hinn mannlegi harmleikur hefst þegar túlkendur þessarar al- þýðulistar eru rifnir úr sínu náttúr- lega umhverfi og settir í gullskreytt búr. Þetta fékk Edith Piaf að reyna, en hún var engan veginn ein um þessa reynslu, við þekkjum mörg dæmi þessa, ekki hvað síst í hinum grimma heimi dægurtónlistarinnar. Og afleiðingin verður því æði oft hin sama: Eiturlyf. Hinn mannlegi þáttur Neysla hvers kyns fíkniefna og eit- urlyfja hefur löngum þótt loða tals- vert við heim dægurtónlistarinnar. Fyrir því eru vafalaust margar ástæður. Menn benda á mikið framboð fíkniefna í þessum heimi, og vafalaúst á það sinn þátt, en sú einfalda skýring vandamálafræð- inganna er bara ekki einhlít, margt fleira kemur til, eins og til dæmis hið mikla álag sem fylgir því að þurfa stöðugt að vera í „stuði“, innihaldslaust líf sem oft á tíðum er ekki annað en þeytingur milli flug- valla, hljómleikasala og hótela, eða þá bara það sem oft er kallað að vera einmana á toppnum. Hvað Piaf áhrærir, þá var þetta allt fyrir hendi, og miklu meira til. Hún hefur að öllum líkindum verið mjög viðkvæm og blíð að eðlisfari, þrátt fyrir ruddalega framkomu. Missir barns hennar og eina manns- ins sem hún virðist hafa unnað hafa án efa haft sitt að segja um það hvernig fyrir henni fór, ásamt til- heyrandi sjálfsásökun (hér skulum við láta liggja milli hluta hvernig óprúttinn umboðsmaður lét gera hana að morfínista með köldu blóði vegna fégræðgi). Lengi var það talið merki aum- ingjaskapar þegar fólk tók að neyta vímuefna til að gleyma einhverjum persónulegum áföllum. Góðu heilli er þetta viðhorf á undanhaldi, hitt verða menn einnig að varast, að líta eingöngu á þessi persónulegu áföll sem afsökun fyrir einhverja sjúk- lega fíkn. Það kann vel að vera að fíknin í það að komast í vímu sé sjúkleg, og að hún stafi að ein- hverju eða öllu leyti af einhverjum líffræðilegum eða lífeðlisfræði- legum orsökum. En í allri umræð- unni um það megum við samt aldrei gleyma hinum mannlega þætti, þeirri staðreynd að við erum ekkert nema menn sem höfum tekið á okkur ábyrgð sem við erum ef til vill ekki fær um að axla, allt frá því að við fórum að ganga upprétt, og það er svo ósköp auðveld lausn, en líka svo ósköp mannleg að leita til dýrsins í okkur sjálfum með hjálp einhverra efna. Menn tala mikið um öll þau vandamál sem neysla áfengis eða annarra vímugjafa í óhófi getur skapað. Þetta á ekki hvað síst við um stjórnmálamenn. Hinu verður svo ekki neitað að þeir hinir sömu eru sumir hverjir að minnsta kosti harla duglegir við að skapa þessi vandamál. Þeir eru til dæmis örugg- lega ekki svo fáir alkóhólistarnir sem vorir ágætu stjórnmálamenn eru búnir að framleiða, ekki með því að samþykka einhver bjórfrum- vörp, heldur með aðgerðum á borð við það að slíta úr eðlilegu sam- hengi þróun kaupgjalds og afborg- ana af húsnæðislánum. Fleira er fíkn Engum blandast lengur hugur um það að fíknin í það að komast í vímuástand með hjálp einhverra efna getur orðið sjúkleg, og þau vandamál sem bæði eru orsök hennar og afleiðing eru hrikaleg. En það getur fleira orðið fíkn, jafn- vel sjúkleg. Þannig eru til dæmi um menn sem verða að gamalmennum fyrir aldur fram vegna óhóflegrar iðkunar íþrótta, og þá geta stjórnmál heldur betur orðið að fíkn, og þeirri fíkn hafa helst til margir ánetjast þannig að ekki veiti af þjóðarátaki til að reisa svo sem eitt stykki afstjórnmálunarstöð (sbr. afvötnunarstöð). Slík stöð myndi án efa skila meiri arði í þjóð- arbúið en nokkur önnur heilbrigð- isstofnun til þessa. Náskyld stjórn- málafíkn er svo valdafíknin sem leitt hefur svo miklar hörmungar yfir mannkynið. En ein er sú fíkn sem aldrei gæti orðið til annars en góðs. Það er fíknin í að gera alltaf gott, leyfa mannlegum tilfinningum og hlýju stundum að taka völdin yfir skynseminni, í stuttu máli sagt láta tilfinningarnar ekki bara vera einkamál einhverra pólitískra sér- trúarhópa eða aðskilnaðarsinna til dæmis kvennaframboða. Kærleikur og mannlegt umburðarlyndi er og verður ávallt besta forvörn gegn hinum neikvæðari fíknum. Þetta er sá lærdómur sem við getum dregið af sögunni um hinn marg- vængbrotna söngfugl Edith Piaf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.