Dagur - 22.03.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 22. mars 1985
„Þetta er vont, ég vil þetta ekki“
eða „Hvað er í matinn?“ og þegar
við segjum barninu hvað það á að
borða, segist það ekki vera svangt.
Ætli flestir foreldrar hafi ekki ein-
hvern tíma heyrt eitthvað þessu
líkt. Til að koma í veg fyrir setning-
ar sem þessar, og leiðindi sem af
þessu skapast er það mikilvægt að
barnið fái jákvæðar tilfinningar til
þess að setjast að matarborðinu, og
þess að borða. Til að byrja með
mötum við barnið og tölum glað-
lega við það á meðan, en áður en
varir vill barnið fara að borða sjálft.
Þá kemur stundum fyrir að illa
tekst til, mjólkin hellist niður eða
maturinn vill fara meira á borðið 0]
andlit barnsins en upp í það.
þessum aldri vill líka oft fara svo að
fingurnir séu notaðir ekki síður en
gaffall eða skeið. Þetta er eðlilegur
þáttur í þroska barnsins og við
skulum gæta þess að ávíta það ekki
þó svona takist til. Þegar barnið
eldist er þó rétt að leiðbeina því um
að ganga vel að mat sínum t.d. að
borða ekki bara miðjuna úr brauð-
sneiðinni eða plokka áleggið af
brauðinu. Það sem sagt er við barn-
ið í þessu sambandi má þó alls ekki
hljóma eins og ákúrur og skammir.
Þegar barni er skammtað er betra
að hafa skammtinn fremur lítinn
svo barninu fallist ekki hugur áður
en það byrjar að borða. Ekki er rétt
að ætlast til að barnið Ijúki við mat-
inn sem því er skammtaður og
aldrei á að þvinga barn til að borða
mat sém það hefur ekki lyst á. Við
skulum hafa það í huga að barnið
borðar fyrir sjálft sig en ekki aðra
og ég býst ekki við að fuHorðið fólk
vilji láta stjórna hvað það borðar
mikið. Þetta sama gildir þótt barnið
hafi skammtað sér sjálft því á þess-
um aldri (forskólaaldri) er það ekki
nægilega þroskað til að gera sér
Bamið
matar-
borðið
grein fyrir hve miklu það getur
torgað. Þegar setið er við matar-
borðið talar fullorðna fólkið saman
yfir matnum, en oft vill brenna við
að sussað sé á barnið vilji það tala
líka og ég tala nú ekki um þegar
fullorðna fólkið má ekki missa af
fréttunum í útvarpinu. Þetta veldur
því oft að setan við matarborðið
verður kvöl fyrir barnið og hefur
þau áhrif að matarlystin hverfur og
barninu líður illa. í mörgum fjöl-
skyldum er það orðið svo að tíminn
við matarborðið er nánast eini tím-
inn sem öll fjölskyldan er saman,
því er mikils um vert að allir, líka
börnin fái að tjá sig eðlilega og tala
um það sem þeim liggur á hjarta.
Börnin geta oft ekki setið eins lengi
kyrr við borðið og fullorðnir, þegar
þau eru farin að ókyrrast er betra
að leyfa þeim að yfirgefa borðhald-
ið, heldur en að það leysist upp í
ólæti.
Margir foreldrar hafa áhyggjur af
lystarleysi barna sinna, séu börnin
heilbrigð eru þetta yfirleitt óþarfa
áhyggjur, börnin borða það sem
þau þurfa. Stundum eru börn
hrædd við að smakka mat sem þau
þekkja ekki. Þá verðum við að
beita brögðum til að fá börnin til að
l/'
Það hefur oft góð
áhrif á niatarlystina
að barnið hjálpi til
við matargerðina.
smakka matinn t.d. bera hann fram
með einhverju öðru sem börnunum
finnst gott og fá þau til að taka smá
bita fyrst. Oftast fer þá svo að börn-
in venjast matnum smám saman og
eru farin að borða hann fyrr en
varir. Þó illa gangi og börnin vilji
ekki borða matinn hefur litla þýð-
ingu að tala um svöngu börnin í
Afríku eða hvað maturinn kostar
mikla peninga, fyrir barn á aldrin-
um 2 til 6 ára eru þessir hlutir allt of
fjarlægir og barnið hugsar jafnvel
sem svo að svöngu börnin megi svo
sannarlega borða þennan mat fyrir
því. Ef lystin er ekki sem hest ættu
foreldrarnir að velta fyrir sér hvort
bamið hefur e.t.v. farið nokkrar
ferðir í skápana eftir kexi, ávöxtum
eða öðru slíku frá því síðustu mál-
tíð lauk. Aukabitar milli mála eiga
oft stærstan þátt í lystarleysi barna
á matmálstímum. Annað vandamál
eru líka þau börn sem eru svo að
segja óseðjandi. Ástæður fyrir
þessu geta verið ýmsar, t.d. vanda-t
mál í fjölskyldunni sem valda því
að barninu líður illa og bætir sér
það upp með því að borða. Ef ekki
er hægt að finna ástæðuna fyrir
þessu og bæta úr, er betra að bera
fyrir barnið þann mat sem ekki er
mjög fitandi og það getur borðað
nægju sína af, heldur en reyna að
takmarka skammtinr. því það eykur
oft á vanlíðan barnsi is en leysir
ekki vandamálið.
Að lokum þetta. J’að sem barnið
lærii ungt er oft; st það sem helst í
gegr.um allt lífið þetta á ekki síst
við um matarveujui og borðsiði.
Þess vegna er mikils um vert að
vanda til þeirra frá upphafi.
Kulda Harðardóttir.
Valdemar Benónýsson orti þetta Leó Jósepsson hugsar til búskapar
um lækni sinn: síns í sveitinni.
Læknirinn er Ijúfur, þýður, Áður fékk ég engin laun
leikur eftir settum háttum. þó ætti ég þau með réttu.
Undir hjúpnum stundum stríður Því er von að klæi í kaun
strákurinn á báðum áttum. kempuna illa settu.
Valdemar orti svo til Iátins vinar: Gestur Ólafsson nefnir þessa vísu elliglöp:
Andi þinn á annað land er nú fluttur burt frá mér. Þetta er déskoti ömurlegt orðið
Bráðum hef ég beislað gand, eins og þú getur séð.
ber hann mig á eftir þér. Ég fleygði jakkanum frá mér á borðið en fór í herðatréð.
Guðný Benónýsdóttir kvað: Þessa kallar Gestur við skál:
Vísa sem að vel er gerð víða nýtur hylli, leggur upp í langa ferð landshornanna milli. Þetta er mikil guðagjöf, glóð í hverjum dropa. Það er bara tímatöf
að tala milli sopa.
Hjálmar J. Stefánsson, Vagn-
brekku óskaði manni góðrar
ferðar.
Gangi Sigga gleði í fang.
Gengis hljóti dýran feng.
Strangan út um fsavang.
Enginn þekkti betri dreng.
Arngrímur málari kvað um Laxár-
dal í Suður-Þingeyjarsýslu:
Grösin niða engjum á.
Eykur kliðinn smalinn.
Fossar riða runnum hjá,
rósir iða um dalinn.
Gamalíel Halldórsson kvað er hann
hugði til veiðiskapar á Mývatni:
Vildi ég hann kyrrði í kvöld,
kaldan lægði bárufald,
gild svo veiðin gæfist öld.
Gjaldið lof þeim alls á vald.
Eftirfarandi staða kom upp í
skák Boga Pálssonar og Sig-
urðar Gunnarssonar frá Siglu-
fírði í unglingaflokki á Skák-
þingi Norðlendinga 1985.
Bogi er með hvítt og leikur í
tuttugasta og fimmta leik biskupi
á Gunnar 7... Svartur er algerlega
varnarlaus konungsmegin og
hvítur notfærir sér út í ystu æsar
þann möguleika sem það býður
honum. Svartur verður mát ef
hann þiggur biskupinn.
25. - Kg8
26. Dh6 - Bg5+ !
27. Rxg5 - Hxg7
28. Re4 - De7
29. Rf6+ - Kf8
30. Rgxh7+ - Kf7
31. Rg5 +
Svatur gefur, því hann verður
mát í næsta leik. Þetta var eina
tap Sigurðar í mótinu, en hann
var sá 'eini sem vann sigurvegar-
ann, Pál A. Jónsson. Sigurður
hafnaði í 2.^4. sæti.
Á Dalvík var byggður hafnargarð-
ur. Þótti heimamönnum hann úr
lélegu efni gerður og svo fór að
hluti hans sópaðist burt í stórbrimi
áður en verkinu lauk. Þá kvað Har-
aldur Zophoníasson:
Rann í sandinn ruslið smátt
rýrt að notagildi.
Veðrið kom úr verstu átt
viku fyrr en skyldi.
Hjalti Haraldsson bóndi, Ytra-
Garðshorni horfði með söknuði til
sumarsins sem var að kveðja:
Þagnar fugl á kvisti hver.
Kólgan ýfir sviðið.
Þetta sæla sumar er
senn á enda liðið.