Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 12
Um helgina fór fram kynbótasýning og mót í hestaíþróttum á Melgerðismehim. Hér slappa keppendur í tölti af á meðan þeir bíða úrslita. Nánar um mótið á bls. 9. Mynd: GS Heyskaparhorfur á Norðurlandi góðar - Þó ekki farið að slá strax að sögn Ævars Hjartarsonar búnaðarráðunauts „Við erum búnir að fá grænt Ijós á að byggja húsið á þennan hátt og erum nú að fara að bjóða út vinnuna við sökkl- ana,“ sagði Kristján Möller íþróttafulltrúi á Siglufirði, en Siglfirðingar ætla að byggja sitt íþróttahús á þann hátt að lím- trésbogar mynda þak hússins alveg niður að gólfí. „Petta er nýjung í byggingu íþróttahúsa hér á landi ef undan er skilið hús Tennis- og badmin- tonfélags Reykjavíkur," sagði Kristján. „Tregða var í kerfinu með að leyfa okkur þennan bygg- ingarmáta en menn hafa nú séð að sér og við erum ákveðnir að fara í þetta verk af fullum krafti,“ sagði Kristján. - Að sögn Kristjáns á salurinn að verða 22x44 metrar að stærð og samkvæmt fyrstru kostnaðar- áætlunum nemur byggingar- kostnaður 16-17 milljónum króna. Sem dæmi um hversu hag- kvæmur byggingarmáti þetta er Nu er unnið af fullum krafti að undirbúningi Norðurlands- leika æskunnar sem fram fara á Sauðárkróki dagana 28.-30. júní nk. Frestur til að skila þátttöku- tilkynningum rennur út í dag, en að sögn Björns Sigurbjörnssonar framkvæmdastjóra leikanna er útlit fyrir að þátttakendur verði hátt í eitt þúsund talsins alls stað- ar af Norðurlandi. Keppendur munu gista í grunnskólum bæjarins og einnig í Fjölbrautaskólanum, og þess utan verða tjaldstæði fyrir hendi. má nefna að á ísafirði stendur fyrir dyrum bygging íþróttahúss af stærðinni 27x45 metrar og er áætlað að það hús kosti nærri 70 milljónum. „Það hús er að vísu með bún- ings- og baðherbergjum en ef lit- ið er á fermetraverðið beint þá er okkar aðferð meira en helmingi ódýrari. Það er ekki nokkur vafi á að þetta er langódýrasti bygg- ingarmátinn í íþróttahúsagerð og langbesta leiðin fyrir smærri sveitarfélögin vegna þess líka að á þennan hátt er hægt að byggja t.d. 2-3 sperrubil og bæta svo við síðar ef þörf þykir. Gaflinn er úr timbri og ekkert annað að gera en færa hann út ef á að stækka. Við teljum okkur vera að brjóta blað með þessu, þetta á að spara opinberum aðilum stórfé og það er vafalaust jafn gott að iðka íþróttir í 17 milljón króna húsi eins og þessu eða húsi sem kostar um 70 milljónir," sagði Kristján Möjller. gk-. Stefnt er að veglegri mótssetn- ingu föstudagskvöldið 28. júní og keppni hefst morguninn eftir. Á mótinu verður keppt í skák, handknattleik, frjálsum íþrótt- um, golfi, sundi, körfuknattleik og knattspyrnu. Þá verður hjól- reiðakeppni og laugardaginn 29. júní fer fram „Fllaup æskunnar“ en framkvæmdaaðilar að því hlaupi eru Frjálsíþróttasamband íslands og Rás 2 og verður keppt samtímis á Sauðárkróki, Reykja- vík og á Egilsstöðum. Við segj- um nánar frá leikunum á Sauðár- króki síðar í vikunni. gk-. „Það er nú kannski ekki alveg komið að slætti, en ég held að segja megi að í stórum dráttum sé útlitið gott á öllu Norður- landi,“ sagði Ævarr Hjartar- son, búnaðarráðunautur er hann var spurður um heyskap- arútlit á Norðurlandi í ár. „Ég held að það sé svipaða sögu að segja um mest allt Norðurland, tún eru óskemmd, að því er ég best veit. Þetta er allt í áttina, sérstaklega ef það hlýnar.“ - Er vitað hvenær sláttur hefst? „Nei, það er ómögulegt að segja til um það, því ef kuldinn verður áfram svipaður og hann er núna getur orðið talsvert langt í það, en ef það hlýnar verulega er komið gras á þremur vikum.“ - Nú var byrjað að slá 9. júní í fyrra. „Já, þetta er talsvert seinna núna heldur en var þá. Þetta kuldakast sem kom um hvíta- sunnuna seinkaði öllu mikið. Þetta var óvenju snemmt í fyrra, miðað við undanfarin vor, en þegar litið er lengra aftur, er þetta ekkert óvenjulega snemmt. Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir á ráðstefnu, sem haldinn var að Laugaborg á föstudaginn, að hann sæi ekk- ert því til fyrirstöðu, að fyrir- huguð þróunarstofnun yrði staðsett á Akureyri. Hann taldi hins vegar vafasamt, að festa það í lögum. Ráðstefnan var haldin á vegum Fjórðungssambands Norðlend- inga og var vel sótt, en hún fjall- aði um atvinnumál í dreifbýli. Einkum var fjallað um búsetu- þróun í sveitum og markaðsþró- í kringum 1950 var ekkert óvenjulegt að farið væri að slá fyrstu dagana í júní.“ - HJS un landbúnaðarins. „Þessi ráð- stefna tókst að mínu mati mjög vel. Það sem fyrst og fremst ein- kenndi hana var það, að þarna var fólk með framsöguerindi, sem fjölluðu um atvinnugreinar sem frummælandinn þekkti af eigin raun. Við vorum sem sé að fjalla um staðreyndir, en ekki horfur, byggðar á spám sérfræð- inga,“ sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins, að ráðstefnunni lokinni. Nánar er fjallað um ráð- stefnuna í leiðara blaðsins í dag. - GS Norðurlandsleikar æskunnar: 1000 keppendur? „Við ræddum stað- reyndir en ekki horfur“ - Vel heppnuð ráðstefna um dreifbýlismál í Laugaborg „Það verður svona suð- austanátt í dag sem snýst svo í austan á morgun og norðaustan á miðvikudag- inn,“ sagði veðurfræðingur á vakt í morgun. „Ætli það hlýni ekki aðeins í dag hjá ykkur, verði svona 7 til 10 stig og skýjað með köflum en kólnar aftur á miðviku- dag og þykknar upp með skúrum.“ • Bröltá karlinum Selfyssingar - þeir sem ekki sváfu eins og steinar - vökn- uðu illþyrmilega morgun einn í síðustu viku. Lék allt á reiði- skjálfi, enda var á ferðinni jarðskjálftahrina og reyndist mesti skjálftinn víst yfir 3 stig sem er nokkuð mikið. Upptök hans voru um 5 km frá Sel- fossi og því von að margir hrykkju upp af værum blundi. í þeim hópi var kona nokkur sem sagðist hafa vaknað, sussað á karl sinn og sagt honum að vera ekki að þessu brölti. Klukkan var um 7 að morgni og sennilega er það ekki algengasti tími fyrir brölt bónda I rúmi sínu og von að kerling sussaði á hann. # Rumpulýður? Sinfóníuhljómsveit allra landsmanna, li'ka þeirra sem búa utan Reykjavíkur, hyggst nú leggja land undir fót og heimsækja Austfirðinga. Er það vel. Vegna þessa var við- tal við framkvæmdastjóra sveitarinnar í Ríkisútvarpinu, þar sem áherslur voru nokk- uð sérstakar, sérstaklega í spurningum fréttamannsins, Sigríðar Árnadóttur. Fyrst spurði hún Sigurð Björnsson, hvort á efnis- skránni væri léttmeti. Sigurð- ur játti því, sagði efnisskrána byggjast upp á léttum for- leikjum og þekktum fs- xlenskum sönglögum. Sem sé eitthvað „létt“ sem lýðurinn skilur. Svo sem allt í lagi með það, enda ekki ómerkilegri tónlist en hver önnur. Síðan spurði fréttamaðurinn: - Hvernig hefur gefist, að leika klassíska tónlist fyrir fólk á landsbyggðinni?!!! Mátti ekki allt eins spyrja? - Hvernig hefur gefist, að leika klassíska tónlist fyrir ómenntaðan dreífbýlislýðinn, f þessum menningarsnauðu þorpum víðs vegar um landið?!!! # Langt í hlýindin Við heyrðum á tal manna á ónefndum stað. Þeir voru að hlusta á veðurspána. - Hvað er að heyra þetta, ætlar þessu kuldakasti aldrei að Ijúka, sagði einn. Aðrir tóku undir. - Þetta hret hefur stað- ið í þrjár vikur, sagði annar. - Ég fer að flýja land, sagði sá þriðji. en þá sagði sá fjórði: - Hvað er þetta, það á ekki að hlýna fyrr en 120. júní. Er ekki margbúið að segja ykkur það? Segiði svo að veður- spámaður Dags hafi ekki áhrif.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.