Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 10. júní 1985 10. júní 1985 - DAGUR - 7 - í keppninni um Hörkukeppni var um verðlaunasætin í keppninni um Gullsmiðabikarinn hjá Golfklúbbi Akureyrar um helg- ina. Leikinn var fjórleikur, tveir og tveir saman og taldi betri árangur þeirra á hverri holu. Leiknar voru 36 holur með fullri for- gjöf og þegar keppnin var hálfnuð á föstudagskvöld voru mörg „lið“ með sama skor, 33 högg, og enn fleiri alveg fast þar á eftir. Síðari hluti keppninnar var leikinn í gær, og þegar upp var staðið í leikslok Gullsmiðabikarinn höfðu þeir unnið sigur Árni Ketill Friðr- iksson og Pétur Sigurðsson en þeir léku 36 holurnar á 124 höggum sem er mjög þokkalegur árangur. Tveimur höggum þar á eftir voru svo Heimir Jóhannsson og Árni Björn Árnason en í 3.-4. sæti voru tvö „lið“, annars vegar Guðni Jóns- son og Ragnar Lár, og hins vegar Jón B. Árnason og Birgir Marinósson. Þeir fóru í „bráðabana" á 18. holunni og þar náðu þeir Birgir og Jón að knýja fram sigur en Guðni og Ragnar sátu eftir með sárt ennið án verðlauna. Góður sigur Þórsstúlkna Þórsstelpurnar gerðu góða ferð til ísafjarðar um helgina er þær héldu þangað og léku gegn ÍBÍ í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu. Pór hélt heimleiðis með öll stigin úr leiknum og er liðið nú í efsta sæti 1. deildar ásamt Breiðabliki, bæði liðin hafa unnið báða sína leiki. Hætt er þó við að róðurinn eigi eftir að þyngjast hjá Þórsstúlkunum þegar þær fara að mæta sterkari liðunum. Mörk Þórs á ísafirði skoruðu Anna Einarsdóttir 2 og Kolbrún Jónsdóttir 1. Mark ÍBÍ var skorað úr vítaspyrnu. Næsti leikur Þórs er um aðra helgi gégn KR í Reykjavík, en KA sem einnig leikur í 1. deild á heimaleik um næstu helgi gegn Val, á laugardag. Ljubo Lazic þjalfar hjá KA Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við júgóslavnesk- an þjálfara, Ljubo Lazic að nafni um að þjálfa hjá félaginu næstu tvö keppnistímabil. Frá þessu var gengið um helgina, en Lazic er staddur á Akureyri um þessar mundir. Lazic mun sjá um þjálfun allra flokka hjá KA og mætir til starfa í júlí. Hér er á ferðinni mjög fær maður í sínu starfi. Hann lék sjálfur handknattleik og var í landsliði Júgóslavíu, en eftir að hann hætti sjálfur að leika hand- knattleik hefur hann þjálfað í Júgóslavíu, Sviss og Frakklandi þar sem hann e:r búsettur um þessar mundir. Lazic er einn fárra þjálfara sem hafa leyfi frá alþjóða handknatt- leikssambandinu til að halda al- þjóðleg námskeið fyrir þjálfara og það eitt sýnir að hér er á ferð- inni mjög fær maður. í kvöld verður hann með æfingu í íþróttahöllinni kl. 18.30 hjá meistaraflokki og þangað eru all- ir leikmenn handknattleiksdeild- ar KA úr öllum flokkum hvattir til að mæta og fylgjast með. Þess má að lokum geta að Jó- hann Ingi Gunnarsson, Alfreð Gíslason og Handknattleikssam- band íslands voru KA til aðstoð- ar við þessa ráðningu, og sagði Jóhann Karl Sigurðsson formað- ur handknattleiksdeildar KA að hann væri mjög ánægður með hinn nýja þjálfara og miklar von- ir væru við hann bundnar. Coca Cola- mót að Jaðri Eitt af stærri innanfélags- mótum golfmanna á Akureyri verður um næstu helgi, en það Coca Cola keppnin er sem Grétar var í Australeikmaðurinn Grétar Ævarsson gleymir sennilega ekki strax leiknum við Val í 3. deildinni á laugardag. Hann skoraði sjálfur tvö mörk, dæmd var á hann vítaspyrna sem skorað var úr og eitt marka Valsmanna kom eftir mistök Grétars. Úrslit leiksins urðu 3:3 og það voru Valsmenn sem skoruðu tvö fyrstu mörkin gegn gangi leiks- ins. Fyrst var dæmt víti á Grétar sem Gústaf Ómarsson skoraði úr og annað mark Vals kom er Grétar átti of stutta sendingu á markvörðinn, Lúðvík Vignisson komst á milli og skoraði af ör- ygg'- Arinbjörn Guðmundsson minnkaði muninn í 1:2 með góðu marki með hjólhestaspyrnu og þannig var staðan í hálfleik 2:1 fyrir Val. í síðari hálfleik jók Valur muninn í 3:1 með marki Jóns Sveinssonar en Grétar Ævarsson tók þá til sinna ráða og tvö mörk jafnaði skoraði metin. Austramenn voru betri aðili leiksins og verðskulduðu fyllilega að ná jafnteflinu og ekki hefði verið mjög ósanngjarnt að þeir hefðu sigrað. En það eru mörkin sem gilda og 6 mörkum skiptu liðin jafnt á milli sín. Hörkuleikur á Sigló Hörkuleikur verður á Siglu- firði á laugardag er heima- menn og Völsungar frá Húsa- vík mætast þar í 2. deildinni. Það er ekki að efa að þar verð- ur mikið tekið á og ekkert gefið eftir. Völsungar eru með 6 stig eftir þrjá fyrstu leiki sína, hafa unnið tvo leiki, en KS er með 4 stig, sigur, jafntefli og tap í þrem- ur fyrstu leikjum sínum. fram fer á laugardag og sunnu- dag. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar, keppnin hefst kl. 10 á laugardag og verður framhald- ið á sunnudag kl. 9. Skráning er í golfskálanum til föstudagskvölds. Staðan KA UBK Völsungur KS UMFN Fylkir UMFS Leiftur 3:1 7:3 7 Staðan í 2. deild íslandsmótsins knattspyrnu er nú sem hér segir: KA-Fylkir ÍBV 3 ÍBÍ 3 3 3 3 3 3 3 3 3 Stefan hefur skorað 2. mark sitt og KA og Njáll fagnar honum vel. Fylldsmenn liggja ■ valnum og sá lengst til hægri er enn að beijast við að ná jafhvægi. Mynd: KGA KA-menn bættust í hóp efstu liöanna - með sanngjörnum 3:1 slgri á Fylki á aðalvellinum á Akureyri á laugardaginn KA krækti sér í 3 mikilvæg stig í 2. deildinni um helgina er lið- ið sigraði Fylki 3:1 í fyrsta leik sumarsins á fagurgrænum og góðum aðalleikvellinum á Ak- ureyri. Sigur KA var fyllilega sanngjarn, liðið mun betra en andstæðingurinn og KA er að- eins einu stigi á eftir efstu lið- unum og það virðist stefna í hörkubaráttu 6 liða á toppnum. Stórleikur verður í 1. deildinni en Þór 6. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu. Góð sókn KA upp miðj- una og henni lauk með því að Steingrímur Birgisson gaf á Stef- án Ólafsson sem skoraði örugg- lega af fremur stuttu færi. Stefán skoraði einnig annað mark KA þegar um stundarfjórð- ungur var liðinn af síðari hálfleik. Falleg sókn KA upp hægri kantinn, Njáll fór með boltann upp að endamörkum, gaf fyrir og Stefán var réttur maður á réttum stað og skoraði með viðstöðu- lausri spyrnu. Þegar um 10 mín. voru til leiksloka minnkaði Fylkir mun- inn í 2:1. Hornpyrna og Kristján Guðmundsson skoraði með lag- legum skalla. Rétt á eftir skoruðu Fylkismenn annað skallamark sem dæmt var af vegna rangstöðu og þar rétt á eftir kom endahnút- urinn hjá KA. Tryggvi óð upp völlinn með boltann eftir góða sendingu frarn. hann hljóp varnar- menn af sér og skoraði af öryggi framhjá markverði Fylkis sem kom út á móti. Það var ekki spurning að sigur KA var sanngjarn, en liðið verð- ur þó að gera betur gegn sterkari andstæðingum. Þó er oft ágætt spil á leiðinni en það verður ekki ntikið úr því þegar kemur nær markinu og í þessum leik voru marktækifærin ekki miklu fleiri en mörkin. Þó átti Njáll gott skot í upphafi síðari hálfleiks eftir eina laglega sóknarlotuna en það var vel varið. KA-liðið var nokkuð jafnt í þessum leik og erfitt að tína einn eða tvo leikmenn út úr. Miðjan var sterk og sömuleiðis virkaði aftasta vörnin góð en þarf þó að valda betur á stundum. á Akureyri á föstudagskvöldiö þegar Þórsarar fá Valsmenn í heimsókn. Liðin leika kl. 20 og veröur þetta fyrsti heimaleikur Þórs á aðalleikvellinum á Ak- ureyri í sumar. Þórsarar hafa nú leikið fjóra leiki í 1. deild, tvo úti og tvo heima. Útkoman er 50%, sigrar í heimaleikjunum en tveir ósigrar á útivöllum. Þórsarar mega því ekki við að tapa fleiri stigum í bráð ef þeir ætla sér að vera í hópi efstu liða deildarinnar. Valsmenn hafa einnig leikið fjóra leiki, unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað einum leik og eru því með 7 stig Fyrir mótið var Valsmönnum spáð mikilli velgengni í mótinu og ef liðið hefði ekki tapað óvænt fyrir Víkingi í 1. umferð mótsins væri liðið nú í efsta sæti deildar- innar ásamt Fram, en Valur og Fram hafa gert innbyrðis jafn- tefli. Róðurinn getur því orðið erf- iður hjá Þór, en ef leikmenn liðs- ins mæta með réttu hugarfari til leiksins staðráðnir í að sigra og hafa fyrir þeim sigri ættu þeir að eiga góða möguleika. Þar geta áhorfendur að sjálfsögðu haft mikið að segja með því að styðja vel við bakið á liðinu á heima- velli. KA mætir UMFN næst Óskar Gunnarsson lék sinn 200. m.fl. Þórs gegn liði KSÍ sl. föstudag og var heiðraður fyrir leikinn. - Óskar verður í eldh'nunni gegn Val á föstudagskvöld. Uð KSI vann 5:1 sigur Mynd: KGA Næsti leikur KA í 2. deildinni er á laugardag, en þá fær liðið UMFN i heimsókn. KA vann góðan sigur gegn Fylki um helgina eins og sagt er frá hér að ofan, og vonandi nær liðið að fylgja honum eftir á laug- ardaginn og koma sér þannig vel fyrir við toppinn áður en lengra verður haldið. Ólafsfjarðarliðið Leiftur sem leikur nú í fyrsta skipti í 2. deild og hefur átt erfitt uppdráttar á að fara til Eyja og leika við topplið ÍBV. Ein- herjar í ham Einherjamenn fóru hamförum er þeir mættu Hugin frá Seyðisfirði í 3. deildinni um helgina. Úrslitin urðu 7:1 og hefðu mörk Vopnfirðinganna hæglega getað orðið á annan tuginn, svo miklir voru yfír- burðir þeirra í leiknum. Staðan í hálfleik var 3:1 og þegar ljóst að Einherji rnyndi fá sín fyrstu stig í mótinu. Marka- skorarar þeirra voru Kristján Davíðsson sem skoraði 4, þar af tvö úr vítum, Baldur Kjartans- son, Stefán Guðmundsson og Steindór Sveinsson skoruðu allir eitt mark. Markaskorari Hugins var Kristján Jónsson. Tinda- stóll slapp Tindastólsmenn sluppu með annað stigið er þeir léku gegn Leikni á Fáskrúðsfirði í 3. deildinni um helgina. Úrslitin 1:1 eftir að Leiknir hafði haft yfir í hálfleik 1:0. Það var Akureyringurinn og Þórsarinn fyrrverandi Einar Áskelsson sem skoraði mark Leiknis, en þegar langt var liðið á síðari hálfleikinn jafnaði Eyj- ólfur Sverrisson úr vítaspvrnu fyrir Tindastól og liðin skiptu því stigunum. Heimamenn voru ntjög óhressir með vítaspyrnu- dóminn og þeir áttu mun meira í leiknum án þess þó að eiga mikið af hættulegum marktækifærum. Stórsigur Þróttara Þróttur Neskaupstað vann sinn fyrsta sigur í 3. deildinni um helgina er liðið fékk HSÞ-b í heimsókn. Heimainenn unnu yfirburðasigur 6:1 eftir að stað- an í hálfleik var 3:1. Markaskorarar Þróttar voru Ólafur Viggósson með 3, Bjartur Magnason. Þorsteinn Halldórs- son og Guðmundur Ingvason rneð sitt markið hver en ekki tókst okkur að hafa upp á marka- skorara HSÞ-b. Staðan Staðan í 3. deild b í íslandsmót- inu í knattspyrnu er nú þessi: Einherji-Huginn 7:1 Leiknir-Tindastóll 1:1 Austri-Valur 3:3 Þróttur-HSÞ-b 6:1 Leiknir 4 2 1 1 5:5 7 Austri 4 1 3 0 9:5 6 Valur 3 1 2 0 6:4 5 Tindastóll 3 1 2 0 3:2 5 Þróttur 3 1 1 1 8:5 4 Einherji 2 1 0 1 7:3 3 Huginn 3 0 2 1 3:9 2 Magni 1 0 0 1 0:1 0 HSÞ-b 2 0 0 2 1:8 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.