Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 10.06.1985, Blaðsíða 9
10. júní 1985- DAGUR -9 „Vonast til að ná fullum bata“ - segir Jóhann Páll Ólafsson, sem er fyrstur til að fara í lengingaraðgerð hérlendis - Hvers vegna var fóturinn styttri? „Ég lenti í slysi. Ég var á mót- orhjóli úti á Malawi, það keyrði bíll á mig og ég brotnaði á kálfa. Brotið greri alveg eðlilega, en síðan datt ég, eða rann til og rétt áður en ég skall niður spyrnti ég fætinum í og þá gengu beinin á misvíxl. Fóturinn styttist við það um 2 1/2 cm og síðan hefur bein- ið í hinum kálfanum vaxið um 1/2 cm. Það þarf því að lengja kálf- ann um 3 cm í allt.“ - Er þetta ekki sársaukafull aðgerð? „Nei, ég finn ekki beint fyrir sársauka, en það kemur fyrir að ég verð pirraður í fætinum. Ann- ars er þetta svo rétt byrjað, það getur verið að eitthvað eigi eftir að koma upp.“ - Háði það þér að fóturinn var styttri? „Ekki var það svo rnikið. Ég var í skóm með þykkum botni og þetta hefur ekki háð mér neitt í leik eða starfi, en ég vonast til að ná fullum bata.“ - Nú ert þú fyrsti sjúklingur- inn sem ferð í svona aðgerð á ís- landi, þér finnst þú ekkert vera tilraunadýr? „Nei, mér finnst ég ekki geta sagt það. Þetta er bæði mín hug- mynd og Halldórs og við tókum þessa ákvörðun í sameiningu." Og þar með kvöddum við Jóhann, þökkum honum fyrir spjallið og óskum honum góðs bata. -HJS Eins og komið hefur fram í fréttum í Degi, var á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, framkvæmd aðgerð sem ekki hefur verið gerð hér á landi áður. Aðgerð þessi er lenging á beini sem styttist við áverka. Aðgerð þessa framkvæmdi Halldór Baldursson, yfirlæknir á Bæklunardeild. Sjúklingur- inn er 20 ára gamall karlmað- ur, Jóhann Páll Ólafsson, en Jóhann hefur stundað nám í tækniteiknun við Verkmennta- skólann á Akureyri. Það er hann sem við beinum athygl- inni að í þetta sinn, Jóhann Iét til leiðast að koma í stutt spjall við Dag. Hann var fyrst spurð- ur hvort hann væri Akureyr- ingur. „Nei, ég er það nú ekki. Ætli það megi ekki segja að ég sé úr Reykjavík. Annars dvaldi ég er- lendis í 7 ár, nánar til tekið á Malawi. Hér á Akureyri hef ég búið síðan 1982.“ RKIvöruboerl HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SfMI (96)21410 Nýjar gerðir svefnsófa Dixie kr. 17.420,- Bonny kr. 20.460,- Alice kr. 16.620,- Þetta eru aðeins sýnishorn af glæsilegu úrvali þýskra svefnsófa og rúma sem við vorum að taka upp. Lítið inn og skoðið úrvalið. Halldór Baldursson, læknir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.