Dagur - 14.06.1985, Blaðsíða 20

Dagur - 14.06.1985, Blaðsíða 20
Akureyri, föstudagur 14. júní 1985 Breyttur opnunartúiií á Bauta Opið frá kl. 9-23 aUa daga. Almannavarnir: Vara við hættusvæði við Leirhnjúk Almannavarnir ríkisins vilja vekja athygli á eftirfarandi: Leirhnjúkur í Mývatnssveit er álitinn hættusvæði, sem ekki er ráðlegt að ganga á. Pau umbrot sem átt hafa sér stað og í gangi eru á svæðinu, geta fyrirvaralaust leitt til gufu- og leirsprenginga með skyndilegum breytingum í jarðhita sem ómögulegt getur reynst að varast. Því skora Almannavarnir ríkis- ins á leiðsögumenn, ferðaskrif- stofur og aðra sem annast leið- sögn og ferðir fólks í Mývatns- sveit, að forðast að beina fólki á Leirhnjúk og að leiðbeina um hættu af göngu á hann. Gert í samvinnu við jarðvís- indamenn, almannavarnanefnd Mývatnssvæðis og sýslumann Þingeyjarsýslu. Mynd: HJS „Anægður með ferðina“ - segir Reynir Pétur sem verður á Akureyri í kvöld Reynir Pétur Ingvarsson sem eins og kunnugt er, er að ganga hringinn í kringum land- ið til styrktar byggingu íþrótta- húss að Sólheimum í Gríms- nesi kom að Reynihlíð í Mý- vatnssveit um hádegisbil á miðvikudag. „Ég er mjög ánægður með ferðina og finn ekki fyrir þreytu," sagði Reynir við blaðamenn Dags, sem hittu hann við Reyni- hlíð. Sagðist Reynir hafa lagt að baki um 830 kílómetra og vera stálsleginn, „Það er heilsubót að göngunni, hún veitir sálarhvíld og ég styrki með henni gott mál- efni,“ sagði Reynir. Reynir Pétur er væntanlegur til Akureyrar í kvöld og er fyrirhug- að að hópur manna hitti hann við Drottningarbraut og gangi með honum inn í bæinn og að Ráð- hústorgi þar sem Akureyringar taka á móti þessum hressa göngu- garpi. Sjá einnig viðtal við Reyni Pétur í miðopnu. - mþþ Siglufjörður: Mikil atvinna en íbúðarhúsnæði vantar Geysileg gróska er í atvinnulíf- inu á Siglufirði og vantar stór- lega fólk til ýmissa starfa. Hins vegar vantar einnig íbúðir fyrir fólk og stendur það í vegi fyrir að fólki fjölgi á staðnum. Miklar breytingar hafa staðið yfir við Síldarverksmiðju ríkisins á staðnum. Hafin er bygging 1. áfanga við elliheimili, verið er að bjóða út byggingu tveggja verka- mannabústaða, til stendur að flytja öskuhauga bæjarins og koma upp sorpbrennslu í Selgili. Þá standa fyrir dyrum miklar malbikunarframkvæmdir í bæn- um, en þar er nú malbikunarstöð sú sem sveitarfélögin á Norðvest- urlandi sameinuðust um kaup á fyrir nokkru. Eins og sjá má af þessari upp- talningu sem þó er ekki tæmandi ganga menn ekki um aðgerðar- lausir á Siglufirði þessa dagana. Sem fyrr sagði eru mikil hús- næðisvandræði í bænum og t.d. nær útilokað að fá þar leigu- húsnæði. En Siglfirðingar gætu notað fleiri vinnandi hendur, á því er ekki vafi. gk-. Arroðamenn sigruðu Æskuna Árroðinn sigraði Æskuna í hörkuspennandi leik í E-riðli 4. deildar íslandsmótsins í knatt- spyrnu í íyrrakvöld. Árroðinn gerði 4 mörk á móti þremur mörkum Æskunnar. Raunar voru það Æskumennirnir sjálfir, sem sáu um að skora eitt markið fyrir Árroðamenn. Þá ætlaði einn varnarmaöur Æsk- unnar að senda boltann til Bergþórs Aðalsteinssonar í markinu, en boltinn lenti á þúfu og breytti um stefnu. Bergþór var ekki við þessu búinn og í markið rúllaði boltinn. Hin mörkin fyrir Árroðann skoruðu Rúnar Arason, Helgi Örlygsson og Björn Björnsson. Mörk Æskunnar skoruðu Þór Ómar Jónsson, Baldvin Sveinsson og Reimar Helgason. t hálfleik var staðan jöfn, 2-2, og Æskumenn voru nærri því að jafna undir lok leiksins. Gleðifréttir! Það verður bjart- viðri næstu daga og hitastigið á að hækka jafnt og þétt, en það verður engin hitabylgja í bráðina, það verða svona 15 gráður þegar best lætur, sagði veðurfræðingurinn. Norðan- belgingurinn á að ganga niður, en það er ekki spáð sterkri sunnanátt í bráðina, þannig að nöpur hafgolan segir til sín síð- degis. Þessi spá gildir fram á sautjándann. Garðhúsgögnin em komin í miklu úrvali Engin verðhækkun firá 1983 Opið laugardaga 10-12. Póstsendum. ^ÆVrstTt, SXrEYöX

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.