Dagur - 03.07.1985, Page 3

Dagur - 03.07.1985, Page 3
3. júlí 1985 - DAGUR - 3 Kynningarbæklingur: Um hótel og veitingastaði Samband veitinga- og gistihúsa hefur gefiö út kynningarbækling yfir hótel og veitingastaði á land- inu. Er þetta í þriðja sinn sem slíkur bæklingur er gefinn út og nú í mjög endurbættri mynd. Með táknmáli er getið um alla þá þjónustu og aðstöðu sem við- komandi hótel og veitingastaðir hafa upp á að bjóða. Ennfremur er í bæklingnum kort af bæði Reykjavík og landinu öllu og staðirnir merktir inn á. Er útgáfa slíks bæklings til mikilla hagsbóta fyrir þá sem not- færa sér þjónustu hótela og veit- ingastaða og þá sérstaklega ferðamenn hvort sem þeir hyggjast dvelja í Reykjavík eða ferðast um landið. Bæklingur þessi liggur frammi á S.V.G. hótelum og veitinga- húsum víðs vegar um landið, ferðaskrifstofum og ennfremur fæst hann í upplýsingaturni fyrir ferðamenn sem staðsettur er á Lækjartorgi. mmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmm Ásgeir áritar í Sporthúsinu Knattspyrnukappinn Ásgeir Sigurvinsson ætlar að skreppa til Akureyrar á morgun, fimmtudag, og ætlar að líta inn í Sporthúsið. Þar mun hann vera frá kl. 13-15 og árita veggspjöld og myndir fyrir þá sem áhuga hafa á að eignast slíka gripi. Ásgeir, sem var kjörinn „íþróttamaður ársins" hér á landi sl. ár er stadd- ur í sumarleyfi á íslandi þessa dagana. „Kórónukjúklingar" Crown Chicken heitir nýr kjúkl- ingastaður sem settur hefur verið upp að Skipagötu 12, Akureyri. Þar er boðið upp á kjúklingabita, „Slægðir straum- fiskar nætur“ - Ný Ijóðabók eftir Finn Magnús Gunnlaugsson Þann 30. maí kom út ljóðabókin „Slægðir straumfiskar nætur“ eft- ir Finn Magnús Gunnlaugsson (27). í bókinni eru 35 ljóða- og kveðskapartitlar á verkum sem samin eru á tímabilinu 1976-85. Bókinni er skipt niður í þrjá mis- langa kafla sem bera heitin „Leikur í ljóðum“, „Saklaus andvörp“ og „Bullubögur“ en að öðru leyti hefst bókin á verki sem kallað er „Forlýsing“ og lýkur henni síðan, á samsvarandi hátt á „Eftirlýsingu“. Þetta er fyrsta ljóðabók höf- undar sem gefur út á eigin kostn- að og er jafnframt aðalsöluaðili. Elægt er að fá bókina í Huld. Við útgáfu bókarinnar hefur verið vandað til uppsetningar ljóðanna og annars útlits. Bókin er tölvu- sett í Prentstofu G. Benedikts- sonar en önnur vinnsla fór fram í Mo í Rana í Noregi. í lok um- sagnar um höfund á baksíðu bókarinnar segir: „Finnur hefur hlammað sér á skáldabekkinn." Bókarverð í sölu frá höfundi er kr. 350,- og mun hann reyna að halda því svo, haldist verð á helstu nauðsynjavörum á íslandi innan núverandi marka. Bókin er 60 síður, pappírskilja í A-5 broti. franskar kartöflur og ýmislegt fleira meðlæti. Hægt er að gera hvort heldur sem er, borða kjúkl- ingana á staðnum eða láta pakka þeim inn og taka þá með sér. Eigendur Crown Chicken eru þeir Jón Rafn Högnason og Helgi B. Helgason. Aðsóknin hefur ver- ið góð það sem af er en staðurinn var opnaður 21. júní sl. -yk. -------------------------------» Myndin er tekin á hinum nýja kjúkl- ingastað. Frá kl. 9.00-19.00 á föstudag, laugardag og sunnudag verðum við að Ártúni 11, Sauðárkróki. Við bjóðum þér að koma og líta á Siglufjarðarhús í byggingu, kynna þér hin ýmsu byggingarstig og ræða málin yfir kaffibolla. Húsbyggingcir hafa verið mikið til umræðu að undanfömu. Ljóst er að vandi húsbyggj- enda er mikill. Þeir sem ætla að byggja verða að gera það á þann hátt sem hagkvæmastur er í dag. Margir hafa gefist upp á því að reisa hús sín á gamla mátann og þess vegna farið aðrar leiðir. Ein þessara leiða er Siglufjarðar- húsin. Þau em reist á nútímalegan hátt sem gerir byggingartímann ótrúlega stuttan og sparar þar til dæmis óþarfa vaxtakostnað. Siglufjcirðarhúsin em vönduð og hönnuð sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Komdu og fáðu eintak af nýja Siglufjarðar- húsabæklingnum og berðu óskir þínar saman við teikningarnar okkar. Það kostar ekkert en gæti sparað þér stórfé. HÚSEININGAR HF KÓPAVOGI HAMRABORG 12 SÍMI 91-641177 SIGLUFIRÐI LÆKJARGÖTU 13 SlMI 96-71340 Ertu í húsbyggingarhugleiðingum? KOMDU ÞÁ í KAFH.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.