Dagur - 03.07.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 03.07.1985, Blaðsíða 9
3. júlí 1985 - DAGUR - 9 Góður liðs- auki til KA KA-menn hafa fengið góðan liðsauka fyrir keppnistímabilið í handknattleik sem er fram- undan. Áður höfum við sagt frá því að Þórsarinn Sigurður Pálsson hafi gengið í raðir KA- manna, Guðmundur Guð- mundsson hefur gengið til Iiðs við KA að nýju og heyrst hefur að Árni Stefánsson hyggist feta í fótspor hans en það hefur ekki fengist staðfest. Nú mun ákveðið að markvörð- urinn Sigmar Þröstur úr Vest- mannaeyjum komi til liðs við KA, og er það mikill styrkur fyrir liðið. Sigmar Þröstur hefur um nokkurt skeið verið í hópi al- bestu markvarða landsins, hann hefur leikið fjölda leikja með unglingalandsliðum og einnig nokkra a-landsleiki. KA-menn hafa þegar byrjað æfingar, en íslandsmót 1. deildar verður spilað með allóvnjulegum hætti að þessu sinni. Áformað er að ljúka mótinu fyrir aramót, og er þessi ráðstöfun til komin vegna þess að landsliðið á að hafa algjöran forgang eftir áramótin og fram að HM. Bikarkeppnin verður hins vegar spiluð eftir að HM keppninni í Sviss lýkur. Eins og við höfum sagt frá hef- ur KA ráðið júgóslavneskan þjálfara fyrir 1. deildar lið sitt. Enn hefur ekki verið gengið frá því hver muni þjálfa lið Þórs sem féll niður í 3. deild í vor, en aðal- fundur deildarinnar var haldinn fyrir skömmu. Tekst KS að leggja ÍBÍ? Heil umferð verður í 2. deild íslandsmótsins á laugardag og þriðjudag. Á laugardag leika UMFS og Leiftur, Völsungur og UMFN, KS og ÍBÍ, ÍBV og KA og á þriðjudag Fylkir og Breiðablik. Þarna geta verið hörkuleikir á ferðinni, KA fær erfitt hlutverk, að leggja Eyjamenn á heimavelli þeirra. Þá má búast við hörkuleik á Sigló og fróðlegt verður að sjá hvað Ólafsfirðingarnir gera gegn UMFS í Borgarnesi. Bikarkeppni KSÍ: Þór náði að snúa dæminu við og sigra - vann Reyni 5:3 - Akranes sigraði KR 5:3 og Víðir 4. deildar lið Árvakurs 5:2 Gylfi Þorkelsson leikur með Þór ur gróflega í vítateignum, Jónas Róbertsson tók aukaspyrnuna og skoraði af öryggi. Staðan í hálfleik var 2:1 fyrir Reyni en Kristján Kristjánsson skoraði jöfnunarmark Þórs fljótlega í síðari hálfleik, komst inn fyrir og skoraði með föstu skoti í nærhornið. En varla höfðu Þórsarar lokið við að fagna jöfnunarmarkinu er Reynir hafði skorað og tekið forustuna að nýju 3:2. Það var svo Siguróli Krist- jánsson sem jafnaði 3:3 með skallamarki eftir aukaspyrnu. Kristján Kristjánsson skoraði síðan 4:3 fyrir Þór eftir mjög laglega sókn þar sem vörninni var splundrað og Jónas Ró- bertsson átti síðasta orðið eftir að Reynisvörnin hafði aftur ver- ið tætt í sundur. Úrslitin því 5:3 Þór í vil. Segja má að Reynismenn hafi verið með hátt í 100% nýtingu úr færum sínum, en Þórsvörnin virkaði lengi vel óörugg og var mildi að það kostaði ekki það að verr fór. Hins vegar var sóknarleikur liðsins beittur og liðið skapaði sér aragrúa tæki- færa, og miðjan var mjög góð á köflum. Önnur bikarúrslit í gær urðu þau að ÍA sigraði KR 5:3 og þriðji leikurinn í gærkvöld end- aði 5:2, Víðir vann Árvakur eft- ir framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Þórsarar munu fá gódan liðs- auka í körfuknattleiknum næsta vetur, en landsliðsmað- urinn úr ÍR, Gylfi Þorkelsson flytur til Akureyrar í haust. Gylfi er ákaflega traustur leik- maður sem átti mjög gott keppn- istímabil með ÍR sl. vetur. E.t.v. er hér kominn sá hlekkur sem hefur vantað í keðjuna til þess að hún sé nógu sterk til að færa Þór sæti í Úrvalsdeild. Heyrst hefur að Gylfi muni einnig þjálfa lið Þórs en það hefur ekki fengist staðfest, og er þá líklegt að Eirík- ur Sigurðsson sem þjálfaði í fyrra muni leika með liðinu af fullum krafti. Jón Hédinsson fær góðan liðsstyrk í frakostunum næsta vetur. Það leit ekki vel út hjá Þórs- urum í bikarleik þeirra gegn Reyni Sandgerði úr 3. deild| er liðin mættust í bikarkeppn- inni í Sandgerði í gærkvöld. Eftir um 20 mínútna leik var lið Reynis komið í 2:0 og far- ið að fara um Þórsarana. En strax eftir að Reyni skoraði annað mark sitt í leiknum var dæmd vítaspyrna á liðið er Bjarni Sveinbjörnsson var felld- Kristján Kristjánsson skoraði tvívegis fyrir Þórs í Sandgerði. KA-Einherji Það er í nógu að snúast hjá leikmönnum KA þessa dag- ana. Um helgina léku þeir á Isafírði, í kvöld mæta þeir Ein- herja í Bikarkeppni KSÍ á Ak- ureyrarvelli og um næstu helgi eiga þeir að fara til Eyja og Saab- Toyota um helgina Um helgina fer fram Saab- Toyota golfkeppnin hjá Golf- klúbbi Ákureyrar, en það er opið 36 holu mót með og án forgjafar. Keppnin hefst kl. 10 á laugar- dagsmorgun og verður fram hald- ið kl. 9 á sunnudag. Samkvæmt mótabók GSÍ er um þessa sömu helgi KÞ-keppnin hjá Golfklúbbi Húsavíkur og einnig er bæja- keppni á milli Ólafsfjarðar og Sauðárkróks á dagskrá. Furðuleg niðurröðun því ekki er það mikið um opin mót á Norðurlandi að nauðsynlegt sé að setja niður önnur stórmót á sama tíma. Ieika þar gegn heimamönnum. Einherji og Austri léku um það hvort liðið mætti KA í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar og vann Einherji þann leik 1:0. Leikur KÁ og Einherja hefst kl. 20 í kvöld og ætti KA að vera sigurstranglegra í þeirri viður- eign, en þó skyldu þeir varast KA-menn að ganga of sigurvissir til leiks. J»órí Kapla- krika Tekst Þór að vinna sinn fyrsta útisigur í 1. deildinni á laugar- dag? Þá leikur liðið gegn FH í Kaplakrikanum en þar er FH-lið- ið nokkuð sterkt og er skemmst að minnast er FH vann upp þriggja marka forskot Víkings þar á dögunum. Þórsarar eru enn án stigs í útileikjum sínum en hafa hlotið 13 stig á heimavelli. Væri æskilegt að þeir gætu einnig tekið upp þann sið að sækja eitt- hvað af stigum á útivöll. Aðrir leikir í 1. deild um helg- ina eru Ákranes-Fram, Keflavík- Víkingur, KR-Valur og Þróttur- Víðir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.