Dagur - 03.07.1985, Page 4
4-DAGUR-3. júlí 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 220 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 30 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJ0RNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI
KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, MARGRÉT Þ.
ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Viðreisn
fiskvinnslunnar
í nýgerðum kjarasamningum var um það
sérstakt ákvæði, að leitað skuli leiða til að
bæta kjör fiskvinnslufólks. Ekki er þetta mál
nýtt af nálinni, því lengi hefur verið um það
rætt, að bæta þurfi hag þessa fólks, en minna
hefur verið um efndirnar. Því hefur gjarnan
verið svarað til, að fiskvinnslan beri ekki
hærri laun. Það má vera rétt, en er þá ekki
hægt að bæta reksturinn, auka framleiðnina,
þannig að verðmætasköpunin verði meiri og
svigrúm skapist til að borga fiskvinnslufólk-
inu mannsæmandi laun?
íslensku frystihúsin eru mörg hver nýleg,
þannig að ætla má að búnaður þeirra sé sam-
kvæmt kröfum tímans. En því miður er það
ekki, vegna þess að tækniþróunin hefur verið
mjög hröð á síðustu árum, og íslensku frysti-
húsin hafa ekki fylgt þeirri þróun eftir; annað
hvort vegna sinnuleysis ráðamanna þeirra,
eða vegna þess að fjárhagurinn hefur ekki
leyft endurnýjun, nema hvort tveggja sé.
Frystitogarinn Akureyrin er nýkominn í
heimahöfn með þann verðmætasta afla, sem
borist hefur á land hér á landi úr einni
veiðiferð. Hásetahluturinn var vænn, en
áhöfnin hafði líka unnið fyrir launum sínum.
Aflinn var flakaður og frystur og þegar best
lét afkastaði 25 manna áhöfn skipsins á við
eitt hundrað manna frystihús í landi. Meðal
annars þess vegna fá starfsmennirnir í þessu
fljótandi frystihúsi hærri laun en kollegar
þeirra í landi. Einnig spilar ferskleiki hráefnis-
ins stórt hlutverk. En hverju má þakka þessi
miklu afköst? Nýjustu tækni, vinnusemi og
samheldni meðal skipshafnarinnar, segja eig-
endur Akureyrarinnar.
Á undanförnum árum hefur verið fólksflótti
frá fiskvinnslufyrirtækjum, svo nú horfir til
mikilla vandræða. Sá flótti verður ekki stöðv-
aður nema fiskvinnslufólk fái mannsæmandi
laun. Dæmið um Akureyrina sannar, að það er
hægt. Hliðstæð dæmi væri hægt að nefna frá
Danmörku, þar sem fiskvinnslufólk hefur
mun hærri laun heldur en kollegar þeirra á ís-
landi.
Það er því ljóst, að framundan er stórt verk-
efni í fiskiðnaðinum, sem verður að leysa á
sem skemmstum tíma. Fiskvinnsla er nú einu
sinni einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóð-
arinnar, þannig að það er mikilsvert að vel
takist til. Það er mikið í húfi. - GS
„ Minning:
f Birna Bjömsdóttir
F. 2.2.1936 -D. 15.6.1985
Ei þó upp hún fæddist
í öðlinga höllum,
látasnilld lipur var henni
sem lofðunga frúvum.
Kurteisin kom að innan,
sú kurteisin sanna,
siðdekri öllu æðri,
af öðrum sem lærist.(B.Th.)
Þetta finnst mér lýsing á Birnu
frænku minni sem nú er horfin
héðan. Sjúkdómsstríði hennar er
lokið. Eftir að ég sá hana síðast á
Landspítalanum rænulausa,
hvarf von mín, um að henni batn-
aði, og ég vissi alveg hvaða orð
mundu hljóma í eyrum mér þeg-
ar hringt var 15. júní og ég þekkti
rödd Heimis. Margar á ég
minningar um Birnu og allar
góðar. Hún fæddist á Akureyri 2.
febrúar 1936, yngst af þremur
dætrum hjónanna Sigríðar
Guðmundsdóttur og Björns
Þórðarsonar á Oddagötu 5. Móð-
ir hennar og ég vorum systradæt-
ur, og ávallt vinátta með frænd-
semi milli okkar, eins og best get-
ur verið. Foreldrar Siggu frænku
voru Guðríður Hannibalsdóttir
frá Tungu, Dalamynni, Nauteyr-
arhreppi, og Guðmundur Steins-
son frá Ósi, Bolungarvík. For-
eldrar Björns voru Guðrún
Björnsdóttir frá Syðra-Garðs-
horni og Þórður Jónsson, bóndi
að Skáldalæk, Svarfaðardal.
Fyrsta minning mín um Birnu
er frá sumrinu 1937. Þá kom ég
að Syðri-Varðgjá til Siggu
frænku, sem var þar með dæt-
urnar yfir sumarið, Björn kom
þangað um helgar. Birna var þá
hálfs annars árs, yndislegt og
skemmtilegt barn. Eg man hvað
við hlógum að henni með stóran
gítar í fanginu, sjálf var hún þá
ekki stór. Síðar eru minningar
frá Svalbarði og heiman frá Ak-
ureyri. Sigga beið með fallega
hópinn sinn á endastöð rútubíls-
ins, eða flugvélarinnar til að taka
á móti mér þegar mín var von og
gaman var að hitta þau öll hress
og kát.
Tíu áragömul varð Birna skáti,
hún var hrifin af skátahreyfing-
unni, og ég held að hún hafi verið
sannur skáti. Að lokinni skóla-
göngu á Akureyri, kom hún hing-
að suður og var við nám í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur vetur-
inn 1955-1956. A mynd sem
Birna gaf mér og tekin var af
henni á „peysufatadegi skólans“,
sé ég hversu falleg hún var.
Námsárangur hennar var líka
með ágætum. Næstu tvo vetur,
1957-1959, er hún svo við nám í
handavinnudeild Kennaraskól-
ans. Þaðan útskrifast hún 1959
með ágætum. Það voru fallegar
handavinnusýningarnar hjá báð-
um þessum skólum.
Þetta sama sumar (1959) þann
29. ágúst, tekur Birna frænka
stóra heillaskrefið og giftist unn-
usta sínum, Heimi Hannessyni,
lögfræðingi. Foreldrar hans voru
skólastjórahjónin Sólveig Einars-
dóttir og Hannes Magnússon,
sem var líka rithöfundur, jafn-
framt skólastjórnBarnaskóla Ak-
ureyrar. Þó Birna léti heimili og
barnauppeldi hafa forgang vann
hún við kennslu af og til og þá við
sinn skólann hvern vetur, alls við
fjóra skóla (Vogaskólann, Fós-i
truskólann, Kvennaskólann og
Fossvogsskólann). Heimili
Heimis og Birnu er dásamlegt.
Þau eignuðust þrjú börn:
Hannes, sem lauk námi í stjórn-
málafræði sl. vetur vestur í Kali-
forníu, kom heim um áramót og
er nú blaðamaður hjá DV; Sig-
ríði, sem stundar nám í hjúkrun-
arfræði við Háskóla íslands, og
Magnús sem varð stúdent í vor
frá MS. Öll bera börnin foreld-:
runum fagurt vitni.
Fyrir átta og hálfu ári dró ský
fyrir sólu hjá blessaðri Birnu
minni, er hún veiktist hastarlega
og varð að gangast undir heila-
uppskurð að rannsókn lokinni,
sem tókst vel. Hún náði svo góðri
heilsu að ekki var hægt að sjá eða
finna mun á henni. Hún sá um
heimili sitt, tók þátt í félagsmál-
um (Kvennad. Eyfirðingafélags-
ins) og ferðaðist með manni sín-
um um mikinn hluta jarðarinnar.
Það var gaman að sjá hvað Birna
var hamingjusöm og hvað marga
hún gat glatt og gert hamingju-
sama í kringum sig, bæði heima
á heimilinu og á hátíðisdögum
Eyfirðingafélagsins. Ég á margar
bjartar minningar frá öllum þeim
árum sem liðin eru frá því Birna
og Heimir stofnuðu heimili og
hef mikið að þakka. Einnig fyrir
boð á hátíðir Eyfirðingafélagsins.
Síðastliðið haust veiktist hún
svo aftur, og varð aftur að gang-
ast undir uppskurð. Síðan hefur
hún verið meira og minna veik.
Öll fjölskyldan stóð með henni í
baráttunni og hún fann það. Það
var ekki auðvelt fyrir þau, bless-
uð börnin hennar, að vita hana
meðvitundarlausa þegar þau
voru í prófum í vor, en þau stóð-
ust prófin þrátt fyrir allt. Hún
fékk að taka þátt í uppeldi þess
yngsta fram til tvítugs og það
fannst henni mikil náð. Nú hefur
hún verið kölluð til starfa annars
staðar.
Svo lífsins braut er breið
til banakífsins
og dauðinn eins er leið
aftur til lífsins.(A.J.)
Guð blessi frænku mína og launi
henni vináttu hennar og tryggð.
Þið, ástvinir hennar, vitið að ég
tek þátt í sorg ykkar.
Sigríður Valdemarsdóttir.
Pví hvað er ástar og hróðrar dís
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður?
(Matthías Jochumsson)
Þessar ijóðlínur séra Matthíasar
komu upp í huga mér, er ég
spurði lát frú Birnu Björnsdótt-
ur. Hún var sannarlega góð og
kærleiksrík móðir.
Það mun hafa verið árið 1965
að átta ungir og blankir júristar
komu saman að frumkvæði
Knúts Bruun og ákváðu að ráðast
í það að reisa sér og sínum þak
yfir höfuðið. Og þegar stórir
hlutir eiga að ske á vitanlega að
hefjast handa með viðhöfn. Það
var gert méð því að fara í Naust-
ið. Reyndar fengu konurnar ekki
að vera með, enda var staða
þeirra í þjóðfélaginu þá enn ein-
hlít, sú að vera heima og gæta bús
og barna. Og það varð hið göfuga
hlutskipti frú Birnu Björnsdóttur
alla ævi að gegna húsmóðurstörf-
um. Það merkilega og vanda-
sama lífsstsarf rækti hún af stakri
prýði. Um það get ég glöggt
borið, því að ég kynntist náið
hennar húshaldi, þar eð hún var
ein af eiginkonum hinna átta
ungu júrista, er lögðu upp í hús-
byggingarævintýrið árið 1965.
Já, mikið voru þær fagrar þessar
liljur vallarins, ergengu glaðar til
bústarfa að Háaleitisbraut 115 á
morgni lífsins 1965.
Eftir að inn var flutt fór ekki hjá
því, að fjölskyldurnar kynntust
giska náið, enda nábýlið mikið,
allir við sama stigauppgang.
Börnin léku sér saman og urðu
vinir. í þessu litla samfélagi
skapaðist samúð, samhjálp og
vinátta, er haldist hefur æ síðan.
Og börnunum fjölgaði. Já þetta
voru sannarlega yndisleg ár og
ógleymanleg. Frú Birna Björns-
dóttir átti ekki lítinn hlut í mótun
þesa góða sambýlis, eins vel og
hún var af Guði gerð. Og börnin
mín sögðu með andakt og að-
dáun: „Birna á alltaf kökur.“ I
augum barna er kökubakstur
ávallt hámark hinna húsmóður-
legu dyggða. En Birna kunni
fleira en að baka kökur, því að
hún var einstaklega vel verki
farin. Fumlaust og af festu gekk
hún að hverju starfi og skilaði
öllu með ágætum, sama hvað hún
tók sér fyrir hendur. Það þurfti
enginn að ganga í verkin henn-
ar frú Birnu Björnsdóttur. Að
þessu leyti minnti hún mig um
margt á sína merku frænku, frú
Friðrikku Júlíusdóttur, frá
Syðra-Garðshorni í Svarfaðar-
dal. Ég hafði oftar en einu sinni
orð á því við hana og þótti henni
að vonum vænt um að heyra.
í framgöngu allri var Birna ein-
staklega fáguð og prúð. Hún var
fríð kona ásýndum og fönguleg,
rúmlega meðalmanneskja á hæð
og samsvaraði sér vel. Mér fannst
ævinlega bjart yfir henni og
hreint í kringum hana. Það staf-
aði af innræti hennar. Vandaðri
manneskju til orðs og æðis en
frú Birnu Björnsdóttur hefi ég
ekki kynnst. Aldrei heyrði ég
hana mæla styggðaryrði og ekki
lagði hún illt til nokkurs manns.
Var hún þó enginn skapleysingi
og víst gat þykknað í henni, en
fágun hennar, innri ögun og með-
fædd kurteisi leyfðu enga lág-
kúru. Hún var í mínum augum
fædd „lady“. Ég dáði hana og
virti eins og allir, sem kynntust
þessari vönduðu konu. Þannig
var þessi kona að allri gerð í sinni
hljóðlátu, orðvöru tign.
En frú Birna Björnsdóttir var
ekki einasta góð móðir og mikil
húsfreyja, hún var einnig ástrík
eiginkona, er stóð dyggilega við
hlið manns síns, Heimis Hannes-
sonar, í blíðu og stríðu og veitti
menningarlegu heimili þeirra for-
ystu af reisn og myndarskap. Af
heimili þeirra hjóna eigum við
Sólveig og börnin margar
ánægjulegar minningar, sem nú
er vert að þakka af heilum hug.
Á þeim tíma sem Heimir Hannes-
son var í fyrirsvari fyrir íslenskum
ferðamálum þurfti hann víða að
ferðast erlendis og var þá frú
Birna oftast við hlið hans, enda
voru þau hjón einstaklega sam-
hent um alla hluti og það svo
mjög, að kæmi manni annað í
hug, varð manni hugsað til hins. í
huganum var það alltaf Birna og
Heimir.
Og nú hefur sláttumaðurinn
slyngi enn á ný brugðið sínum
markvissa ljá og fellt fyrstu lilj-
una á velli hinna vonglöðu hús-
byggjenda frá árinu 1965. Er þar
með lokið lífi, sem var göfugt,
fagurt og hreint.
Vini mínum, Heimi Hannes-
syni, og börnum sendum við
hjónin og börn okkar innilegar
samúðarkveðjur. Megi minning-
in um vammlausa manneskju
verða þeim huggun harmi gegn.
Guð blessi minningu frú Birnu
Björnsdóttur.
Magnús Thoroddscn.