Dagur - 06.09.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 06.09.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 6. september 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR, 300 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN:DAGSPRENT HF Góður samningur Sá samningur sem ríkis- stjórnin gerði við Stéttar- samband bænda nýlega, um að framleiðendur fái fullt verð fyrir tiltekið magn afurða á verðlagsárunum 1985—86 og 1986—87 verður að teljast tímamótasamn- ingur. Segja má að þetta fyrirkomulag komi í stað gamla útflutningsbótakerf- isins, sem ákaflega miklar deilur hafa staðið um. Með þessum samningi geta bændur nú séð fyrir hversu mikið magn afurða þeir fá fullt verð fyrir og hagað áætlunum sínum sam- kvæmt því. Við þetta skap- ast svigrúm til að nýta þetta magn skynsamlega innanlands, í stað þess að eyða stórfé í útflutnings- bætur. Það er ljóst að með þess- um samningi er verulegur samdráttur framundan hjá bændum. Til þess að mæta þessum samdrætti hefur verið ákveðið að því magni sem fullt verð fæst fyrir verði skipt milli héraða og miðað verði við það búmark sem var árið 1980. Fram- leiðsluréttur verður miðað- ur við framleiðslu undanfar- inna tveggja ára. Þetta eru nýmæli sem til lengri tíma munu verða til góðs. Lík- lega hefur með þessum samningi tekist að koma til móts við alla aðila — að þessi samningur sé góður fyrir alla þá sem málið snerta. Mjög mikilsvert atriði kemur fram í sérstakri bókun sem fylgdi samn- ingnum. Landbúnaðarráðu- neytið mun í samráði við stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins ákveða með reglugerð að notuð verði heimild laga um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu búvara um að framlag úr sjóðnum fari til breyting- ar búhátta, Þetta framlag verður notað til að hjálpa þeim bændum sem reiðu- búnir eru til að draga úr hefðbundinni búvörufram- leiðslu sinni og afsala sér búmarki. Þetta veitir aftur á móti svigrúm til þess að draga úr samdrætti hjá þeim sem ekki ætla að breyta sínum búskapar- háttum. Búvöruframleiðsl- an á því eftir sem áður að verða sem mest í samræmi við það afurðamagn, sem samningurinn veitir verð- ábyrgð á. Þá mun fram- leiðnisjóður bæta bændum þær afurðir sem til falla beinlínis vegna bústofns- fækkunar og verðskerðing kæmi á. Til þess að öðlast þann rétt verða bændur að skuldbinda sig til að fjölga ekki á ný á samningstíman- um, sem er til tvö ár. Þessi samningur land- búnaðarráðherra við bændasamtökin gerir því kleift að draga úr búvöru- framleiðslunni með skyn- samlegum hætti. Hann ger- ir bændum kleift að gera nákvæmar áætlanir um framleiðslu og hann gerir þeim bændum sem kjósa að hætta hefðbundinni bú- vöruframleiðslu kleift að snúa sér að öðrum búskap. Tveir Wdr bceir Lestin silast inn á brautarstöðina í Lillehammer, og hún er á áætlun. Ferðin með fullkomnustu og ný- tískulegustu hraðlest Norðmanna frá Osló hefur tekið tvær klukku- stundir og fimmtán mínútur. Já, það væri nú munur að geta farið frá Akureyri í Borgarnes á tveim tímum og stundarfjórðungi, en vegalengdin er svipuð. En þeir eru nú víst ekki á þeim buxunum ráða- mennirnir hérna á klakanum að standa í því að bæta samgöngurnar fyrir fólkið, og sjálfsagt megum við hossast á fimm til sex tímum eftir hinu afríska vegakerfi okkar suður í Borgarnes allt til aldamóta, ef til vill lengur. Vetrarleikar Brautarstöðin í Lillehammer getur ekki talist sérlega stór né vegleg bygging. Hún er í rauninni alveg óskaplega „sveitó", eins og menn segja raunar að margt sé þarna hjá frændum vorum. Og þeir mega aldeilis stækka hana ef hún á að geta annað þeirri umferð sem Vetrarolympíuleikar hljóta að skapa. I þessu sambandi dettur manni f hug hið stórfenglega minnismerki um De Gaulle, braut- arstöðvarferlíkið (sem þó er alveg óskaplega fallegt mannvirki) sem var reist í Grenoble vegna Vetrar- leikanna 1968, og enn er allt of stórt fyrir borgina þó að íbúatala hennar hafi þrefaldast. Þeir í Lille- hammer segja að vísu að svona- löguð vitleysa muni ekki eiga sér stað þar, þó þeir fái leikana. Hinu neita þeir auðvitað ekki að leikarn- ir muni valda vissri þenslu sem bæjarfélagið þurfi mjög á að halda til að forðast stöðnun. Lillehammer er ekki stór bær. íbúar hans eru um það bil sextán þúsund eða litlu fleiri en íbúar Ak- ureyrar, og það er fleira líkt. Efna- hagur bæjarins byggir að verulegu leyti á þjónustu við íbúa nálægra sveita og úrvinnslu landbúnaðaraf- urða, auk gegnumferðamanna. í>ar hefur einnig verið ríkjandi viss stöðnun, jafnvel afturför til dæmis í byggingariðnaði, og loks má þess geta að landslagið þar er ekki svo ýkja óakureyrskt, nema hvað þar rís Vaðlaheiðin í vestri og loftslagið er svipað, alla jafna þurrt og stað- viðrasamt. Þessi litli bær hefur nú sótt um að halda Vetrarolympíuleikana árið 1992. Var samþykkt að sækja form- lega um eftir miklar og harðvítugar umræður í bæjarstjórn og að undangengnum ekki síður miklum umræðum meðal almennings í bænum, en þegar ákvörðunin hafði verið tekin, standa bæjarbúar allir saman sem einn að baki bæjar- stjórnar. Málið er ekki lengur pólit- ískt, og reyndar eru hin minni deilumál látin að mestu sitja á hak- anum meðan allur bærinn vinnur samstiga að þessu máli með bæjar- stjóra fremstan í flokki. f>egar hef- ur verið stofnað sérstakt bæjarfyrir- tæki til að vinna að málinu, og milljónum hefur verið í það eytt nú þegar. Menn segja að þessir peningar muni skila sér margfald- lega fáist leikarnir til Lillehammer, ef ekki næst, þá þarnæst. Lœrdómar Akureyringar geta margt lært af íbúum Lillehammer, ekki hvað síst vegna þess hversu aðstæður eru lík- ar um margt í þessum tveimur bæj- um eins og þegar hefur verið lýst, þar er ef til vill mikilvægast að við reynum sjálf að snúast til varnar þegar að kreppir og grípa til að- gerða, jafnvel þó þær kosti pen- inga, í stað þess að vera sífellt nuddandi og nöldrandi utan í Reykjavíkurmömmu, sem reynslan hefur sýnt að er óskaplega skiln- ingslítil á kvabbið í börnum sínum. Almenningur í bænum þarf að vera miklu virkari í allri umræðu um þær úrbætur sem gera þarf, og um það hvaða stofnanir er æskilegt að fá hingað. Og bæjarstjórnin okkar blessuð þarf að fylgjast vel með þessari umræðu. Bæjarstjórnin verður að láta af þeim ósið að vera þusandi tímunum saman um leik- tækjasali eða eitthvað annað álíka gáfulegt og snúa sér að alvöru lífsins. Pá vantar okkur sárlega bæjarstjóra sem er hvoru tveggja í senn sameiningartákn inn á við og andlit bæjarins út á við, Þetta hefur Davíð kóngi að nokkru leyti tekist fyrir Reykjavík, þó það hái honum vissulega hversu kært honum er flokksskírteinið, auk linkindar gagnvart fólki sem haldið er heimskulegum, úreltum fordóm- um, sem reyndar eru hvergi á land- inu lífseigari en einmitt þarna í borg Davíðs. Bæjarstjórinn í Lille- hammer er að sönnu flokksbundinn jafnaðarmaður en hann er reiðu- búinn að vinna með fólki úr öllum flokkum ef það getur orðið bæjar- félaginu til framdráttar. Þannig ætti pólitískur bæjarstjóri á Akureyri einnig að starfa. Og flokkarnir ættu að bjóða fram sitt bæjarstjóraefni fyrir kosningar. Þá er athugandi hvort Akureyri ætti ekki að taka upp borgarnafn nú þegar, þó ekki væri nema í auglýsingaskyni. Háskólamálið. Þetta þrennt, aukin virkni almenn- ings í bæjarmálaumræðunni, pólit- ískur (þó ekki endilega flokkspólit- ískur bæjarstjóri sem gegnt gæti ámóta hlutverki fyrir bæinn, og Vigdís fyrir þjóðina, og bæjarstjórn sem gerir annað og meira en bara að senda bænarskrár um hitt og þetta suður, eru að mínu viti nauð- synlegir hlutir ef við eigum að vinna okkur út úr kreppu og kyrrstöðu síðustu ára. Þá kæmi vel til greina að stofna fyrirtæki á vegum bæjar- ins sem annaðist auglýsinga- og kynningarstarfsemi bæði inn á við og út á við sem miðaði að því að laða að bænum ýmis fyrirtæki og stofnanir svo og að gera áætlanir um upp- byggingu slíkra stofnana, eins konar akureyrska byggðastofnun, og það væri ómaksins vert fyrir bæjarfélagið að leggja í þetta tals- vert fé. Það myndi án efa skila sér síðar. Á meðan mætti vafalaust draga úr einhverjum rekstri þannig að þetta þyrfti ekki að þýða auknar álögur. Eitt fyrsta verk slíks fyrirtækis yrði líkleg að gera alvarlega úttekt á því hvort og hvernig staðið skuli að háskólakennslu. Hér skal ekki lít- ið gert úr starfi Ingvars Gíslasonar að þessu máli. Ingvar féll bara í þá hina sömu gryfju og allflestir aðrir íslenskir stjórnmálamenn í gegnum tíðina, að sjá allt málið með flokks- gleraugunum sínum. Störf háskóla- nefndar hans, svo nytsamleg sem þau voru báru því miður ekki meiri árangur en það, að ein konukind átti ekki í neinum vandræðum með að eyðileggja þau, jafnvel gjöreyði- leggja, og það nánast án penna- stríks. Þetta gerðist sennilega vegna þess að málið var engan veg- inn nægilega undirbyggt heima fyrir, auk þess sem embættis- mennirnir í nefndinni sáu enga aðra lausn málanna en útibú frá þeim háskóla sem nú kvað vera genginn í eina sæng með Svala. Ætli það hafi verið háskólinn sem taldi lítr- ana í Reykjavíkurtjörn fyrir Svala- auglýsinguna. Gamanlaust, þá er hreint ekki víst að eitthvert útibú frá Svalaháskólanum sé það sem Akureyri þarfnast. Sú hugmynd, að því er ég held upprunnin frá kántrýbænum Skagaströnd, kom fram á nýafstöðnu fjórðungsþingi að hér verði stofnað útibú frá er- lendum háskóla. Ef til vill fárán- legt, en vel kæmi til greina sam- vinna við einhvern erlendan há- skóla, og enn kemur nafn Lille- hammer fram. Meira um það síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.